Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutabréf í Marel og Tæknival snarhækka í verði FJárfestar bregðast hraðar við en áður Morgunblaðið/Sverrir Sigurður I. Björnsson og Andrés Magnússon við valmynd Netkaupa. Kortafyrirtækin leggja blessun sína yfir kortanotkun í viðskiptum við Netkaup Kortnúmer á dul- máli yfir netið NETKAUP hafa skrifað undir samn- inga við Visa ísiand og Eurocard um notkun krítarkorta á alnetinu. Að sögn Sigurðar I. Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Netkaupa, hafa korta- fyrirtækin tvö gert ítarlega úttekt á öryggismálum fyrirtækisins og kom- ist að þeirri niðurstöðu að óhætt sé að mæla með því að krítarkort séu notuð yfir alnetið í viðskiptum við Netkaup. Óöryggi alnetsins í kortaviðskipt- um hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu og fyrir skömmu var- aði Visa Island viðskiptavini sína við því að nota kortnúmer sín í viðskipt- um á netinu. Sú leið sem Netkaup hafa nú farið er að setja upp „örugg- an gagnamiðlara" frá bandaríska fyrirtækinu Netscape og fengið upp- setninguna vottaða af RSA Data Security, sem er að sögn Sigurðar leiðandi fyrirtæki í notkun dulmáls á alnetinu. Framvegis munu allar sendingar milli viðskiptavina og Net- kaups fara um alnetið á dulmáli og því ómögulegt fyrir þriðja aðila að komast að innihaldi þeirra. Tvö atr- iði sýna notandanum að hann er staddur í öruggu umhverfi. Blá lína kemur þvert yfir skjáinn efst í val- m}mdinni og neðst í vinstra horni valmyndar sést lykill .Undir venju- legum kringumstæðum er lykill þessi brotinn en sé umhverfið „öruggt" er hann hins vegar heill. Eins og greint hefur verið frá er Netkaup heimsendingarverslun þar sem hægt er að kaupa matvörur, tölvuvörur, geisladiska og fleira. Að sögn Sigurðar er ætlunin að bjóða alla íslenska geisladiska sem koma út fyrir þessi jól með 20% afslætti. Fyrirtækið geti boðið slíkan afslátt þar sem enginn kostnaður við birgða- hald eða verslunarhúsnæði fylgi rekstri þess. Þá verði boðið upp á 15% afslátt af bókum. HLUTABREF í Marel hf. og Tæknival hf. hækkuðu' nokkuð á mánudag í kjölfar fréttaflutnings af þessum tveimur fyrirtækjum um síðustu helgi. Svo virðist sem fjár- festar séu farnir að bregðast hraðar en áður við fréttum af gengi fyrir- tækja, eins og þessi og fleiri nýleg dæmi sýna. Á mánudagsmorgun hækkaði gengi hlutabréfa í Marel um 20 punkta í 4,80 og um hádegi áttu sér stað viðskipti á genginu 5,30. Þessi mikla hækkun kom í kjölfar frétta af nýjum vélþræl sem fyrir- tækið hefur verið að hanna að und- anfömu í samstarfi við nokkur evr- ópsk fyrirtæki. Fyrirtækið bindur nokkrar vonir við markaðsmögu- leika þessarar afurðar í ljósi reynsl- unnar af prófunum. í gær lækkaði gengið hins vegar lítillega á ný og stóð í 5,00 við lokun, 40 punktum hærra en það var við lokun mark- aða á föstudag í síðustu viku. Þetta þýðir tæplega 9% ávöxtun á aðeins tveimur dögum sem hlýtur að telj- ast veruleg hækkun. Þróunin í gengi. hlutabréfa í Tæknival var á sama veg. Á sunnu- dag birtist viðtal í Morgunblaðinu við Rúnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, þar sem meðal annars komu fram upp- lýsingar um stóraukna veltu, auk- inn hagnað og að ákvörðun um hvort hlutafé í fyrirtækinu yrði aukið frekar, myndi sennilega liggja fyrir á næsta ári. Á mánudag hækk- uðu hlutabréf í fyrirtækinu síðan í 1,95, úr 1,80, eða sem samsvarar rösklega 8% ávöxtun á einum degi. , Ásgeir Þórðarson, forstöðumaður Verðbréfamiðlunar VÍB, segir að sér sýnist sem markaðurinn hafi sýnt sneggri viðbrögð við fréttum af þessu tagi að undanförnu. Þann- ig hafi fréttaflutningur af álvers- samningum strax leitt til nokkurrar hækkunar á hlutabréfum þeirra fyrirtækja sem menn töldu að hagn- ast myndu hvað mest á þessum samningum. Þá segir Ásgeir hugs- 1 anlegt að skýringuna sé að hluta | til að finna í þeirri staðreynd að lítið sé af „ódýrum“ hlutabréfum á markaðnum um þessar mundir. Því séu fjárfestar kannski enn meira vakandi fyrir nýjum fjárfestingar- tækifærum nú en áður. Hlutafjár- útboði ÍS \ lokið HLUTAFJÁRÚTBOÐI í íslenskum (j sjávarafurðum er lokið og keyptu forkaupsréttarhafar þau bréf sem i boði voru. Sem kunnugt er var ákveðið fyrir skömmu að auka j hlutafé fyrirtækisins um 100 millj- ónir króna að nafnvirði og var hlut- * höfum boðinn forkaupsréttur á } þessum bréfum á genginu 1,67. Alls bárust tilboð í bréf að fjárhæð 152,9 milljónir króna að nafnvirði, að sögn Alberts Jónssonar hjá Landsbréfum, og því talsverð um- fram eftirspurn meðal forkaups- réttarhafa. Hann segir að auk hlutafjárút- boðsins hafi verið talsverð eftir- } spurn eftir bréfum ÍS á Opna til- . boðsmarkaðnum, og því virtist sem áhugi fjárfesta á fyrirtækinu hafi ) farið vaxandi. ------♦-------- Hraðfrystihús EskiQarðar Hlutabréfin > hafatvöfald- [ astíverði HLUTABRÉF í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hafa verið eftirsótt að undanförnu og hafa tvöfaldast í verði. Bréfin voru seld á genginu 2,20 í fyrstu viðskiptum ársins og L voru einnig á því gengi í viðskipt- um á mánudag þrátt fyrir hlutafé » hafi verið aukið um 100% í októ- } ber með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. Viðskipti hafa verið lífleg með hlutabréfin síðustu daga á Opna tilboðsmarkaðnum. Hafa selst bréf í félaginu að nafnvirði um 14,4 milljónir króna fyrir alls 30,6 millj- ónir frá 6. desember. Þannig hafa um 4% hlutabréfa í félaginu skipt ; um hendur á skömmum tíma. Síð- } ustu viðskipti með hlutabréf í fé- v laginu urðu á mánudag með 2 * milljónir á genginu 2,20. Hraðfrystihús Eskii'jarðar rekur stóra Ioðnubræðslu, frystihús, salt- fiskverkun og rækjuvinnslu á Eski- firði. Félagið gerir út togarann Hólmatind og loðnubátana Jón Kjartansson, Hólmaborg og Guð- rúnu Þorkelsdóttur. Félagið Hólmi i hf., sem er að helmingi í eigu í eigu Hraðfrystihúss Eskifjarðar, á ) togarann Hólmanes, að því er fram } kemur í íslensku atvinnulífi. DRAUMAVEL HEIMILISINS! KM 90: Verð frá kr. 29.830 stgr. m/hakkavél. Aðrar gerðir kosta frá kr. 26.885 stgr. KitchenAid heimilisvélin fæst í 5 gerðum og mörgum litum. Hún er landsþekkt fyrir að vera lágvær, níðsterk og endast kynslóöir. Fjöldi aukahluta er fáanlegur. ÍSLENSK HANDBÓK FYLGIR. KitchenAid - mest selda heimilisvélin á íslandi í 50 ár! 2 REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og búið. Kringlunni. Húsasmiðjan, Skgtuvogi. Rafvörur hf.. Ármúla 5. H.G ZGuðjónsson, Suðurveri, Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf.. Miðvangur. Hafnarfirði, Pfaff, Grensásvegi 13. VESTURLAND: Ralþj. Sigurdórs, Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Versl. UJ Hamrar, Grundarfirði, Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksf., Skandi, 5 Tálknafirði, K1. Dýrfirðínga. Þingeyrí, Laufið, Bolungarvík, Húsagagnaloltið, ísafirði, Straumur, Isafirði, Kl. « Steingrímsfjarðar, Hólmavík. N0RÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri. Kf. V-Húnvelninga, Hvammstanga, Kf. " Húnvetninga, Blönduósi, Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki, KEA, Akureyri og útibú, Kf. Þingeyinga, Húsavík, Kf. 0 Langnesinga, Þórshöfn, Versl. Sel, Skútustððum. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf. Héraðsbúa, [D Seyðisfirði, Kf. Héraðsbúa, Egiisstððum, Rafalda. Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Reyðarfírði, Kf. Fáskrúðsfjarðar, 5 Fáskrúðsfirði, Kf. A-Skaftafellinga. Djúpavogi, Kf. A-Skaftfellinga. Höfn. SUÐURLAND: Kf. Rangæínga, Hvolsvellí, “ Kf. Rangæinga, Rauðalæk, Versl. Mosfell. Hellu, Reynistaður, Vestmannaeyjum, Kf. Arnesinga, Selfossi, Kf. J Árnesinga. Vík. SUÐURNES: Ralborg, Grindavík. Samkaup, Keflavik, Stapafell, Kellavík. KitchenAid - kóróna eldhússins! Einar Farestveit & Co. hf.____ Borgartúni 28 ÍT 562 2901 og 562 2900 Mikil ásókn í hlutabréf Hugar hf. Tæknival kaup- ir 20% hlut TÆKNIVAL hefur fest kaup á 20% eignarhlut Þróunarfélags íslands í Hug hf. Talsverð eftirspurn virðist eftir hlutabréfum í fyrirtækið um þessar mundir, því tilboð þetta kemur í kjölfarið á kaupum Ný- 'hetja hf. á 20% hlut í fyrirtækinu fyrir skömmu. Þar með hefur tæp- lega helmingur hlutafjár í Hug hf. skipt um hendur á skömmum tíma. Hugur hf. hefur, sem kunnugt er, verið með umboð fyrir Concord viðskiptahugbúnaðinn hér á landi og hefur Tæknival verið einn helsti söluaðili þessa hugbúnaðar fram til þessa. Það vakti því athygli þeg- ar að Nýheiji hf. keypti 20% hlut- afjár af Páli Kr. Pálssyni og Þróun- arfélaginu, enda eru þessi tvö fyrir- tæki í harðri samkeppni á mark- aðnum. Rúnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Tæknivals, segir að með þessum kaupum sé fyrirtækið að treysta stöðu sína á þessum markaði. „Það er yfirlýst stefna Tæknivals að bjóða upp á heildar- lausnir. Við höfum lagt mikið fjár- magn í þróun Concord hugbúnað- arins á undanfömum tveimur árum. Með því að kaupa okkur inn í Hug erum við að tryggja okkur með aðgengi upplýsinga fyrir Concord hugbúnaðinn," segir Rún- ar. Hann segir að góð reynsla sé af samstarfí Tæknivals og Nýhetja, en fyrirtækin hafi í dag sama um- boðsaðila á Akureyri, Tölvu- tæki/Bókaval. Hann segist vænta þess að svo verði áfram, en að öðru leyti muni fyrirtækin halda áfram að keppa hvort í sínu lagi á markaðnum eins og hingað til. ___ íþróttagollcir mikiö úrvol SPORTHUS REYKJAVÍKU R Laugavegi 44, sími 562 2477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.