Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 9 omo ram PERLUSKART í ÚRVALI ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FRÉTTIR Hagnaður af starfsemi SVFR TEKJULÆKKUN upp á eina millj- ón króna varð á rekstri Stangaveiði- felags Reykjavíkur á síðasta tíma- bili. Hagnaður af reglulegri starf- semi var hins vegar um 932.000 krónur. Þetta og fleira kom fram í skýrslu formanns SVFR, Friðrika Þ. Stefánssonar, sem hann flutti á aðalfundi félagsins á Hótel Loftleið- um nýlega. „Félagið hafði til ráðstöfunar 5.925 stangardaga á síðastliðnu starfsári á móti 5.912 stangardög- um árið 1994 þannig að þar eru hverfandi breytingar á. Af þessum stangardögum seldust 79% á móti 73% á síðastliðnu ári. Þetta er mik- il bót, en þrátt fyrir það situr félag- ið uppi með um 21% af framboði sínu í stangardögum,“ sagði Frið- rik. Hann bætti síðan við að sem hlutfall af verðskrá væri saman- burðurinn mun hagstæðari og seld- ust um 86% veiðileyfa ef tekin væri krónutala samkvæmt upp- reiknaðri verðskrá á móti 79% árið áður. „Hér er því enn á brattann að sækja og hefur aðalkeppikefli stjórnar félagsins á árinu verið að lækka verð veiðileyfa, breyta eðli leigusamninga í skipta áhættu, og draga úr rekstrarkostnaði," sagði formaðurinn. Tekjulækkun Að sögn Friðriks námu rekstrar- tekjur félagsins tæplega 81 milljón á móti 82 milljónum árið 1994. „Þetta þýðir tekjulækkun upp á um eina milljón. Rekstrargjöld námu hins vegar tæplega 80 milljónum á móti rúmlega 81 milljón árið 1994 og útgjaldalækkun nemur því um 1,5%. Hagnaður af reglulegri starf- semi nam því um 932.000 krónum. Fjármagnsgjöld nema 356.000 krónum og því er rekstrarhagnaður árins 574.902 kr.,“ segir Friðrik og bætir síðan við: „Þetta er annað árið í röð þar sem jákvæð afkoma er af rekstri SVFR og það þótt ríflegar niður- færslur viðskiptakrafna hafi komið til. Er einsýnt að það samnings- form, sem stjórn SVFR hefur mót- að, að bændur axli áhættu af sölu veiðileyfa með leigutaka hefur fest sig í sessi og sýnt sig og sannað..." Afgerandi kosning Búist var við spennandi kjöri í þijú sæti meðstjórnenda, enda voru frambjóðendur fimm talsins og smalanir og símhringingar á fullri ferð síðustu daga fyrir fundinn. Þegar til kastana kom var kosning- in hins vegar afgerandi, Stefán A. Magnússon fékk bestu kosningu, alls 141 atkvæði, en auk hans náðu kjöri Bjarni Júlíusson með 113 at- kvæði og Bjarni Ómar Ragnarsson með 109 atkvæði. Bjarni Ómar LAURA ASHLEY & Mikið úrval af fallegum gjafavörum %istan___________ vj Laugavegi 99, simi 551 6646. Sölustaður: Austurgata 10, Hafnarfirði, s. 555 0764 Glæsilegur HvöldfslnaOur Opið laugafdaga 10-10 sunnudag 13-17 á?u*r\J tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561-5077 GQmlárskvöld á Hótel íslandi Hljómsveilm Fjollkonan leikur fyrir dcinsi Mioasala og borðapantanir í síma 568 7111 Morgunblaðið/J6n Svavarsson STJÓRN SVFR fyrir næsta starfsár, f.v. Bjarni Júlíusson, Þórólfur Halldórsson, Stefán Á. Magnússon, Friðrik Þ. Stefánsson formaður, Ólafur H. Ólafsson, Krislján Guðjónsson og Bjarni Ó. Ragnarsson. kemur nýr inn í stjórn. Magnús E. Kristjánsson, 81 atkvæði, og Gunn- ar Pétursson, 73 atkvæði, náðu ekki kjöri. Varaformaður verður kjörinn á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, en Ólafur H. Ólafsson hefur gegnt embættinu síðustu starfsárin. GULLSMIÐJAN PYRIT - G 15 SKÓLAVÖRÐUSTlG I5-SÍMI551 1505 FOLKIÐ I FIRÐINUM Myndir og æviágrip eldri Hafnfirðinga. Þrjú bindi. Hver bók kr 1300. Vandað rit. TEXTI OG MYNDIR: ÁRNI GUNNLAUGSSON Ríkisvíxlar! Fjáimálastjóiat - sjóðii - stofnanii - fyiiitæki • Ríkisvíxlar hafa fjölmarga kosti við fjárstýringu. • Ríkisvíxlar eru örugg skammtímaverðbréf með tryggri ávöxtun. Þau eru skráð á Verðbréfaþingi íslands sem tryggir greið viðskipti við kaup og sölu. • Ríkisvíxlar eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Útboð fer fram í dag kl. 14:00. í boði eru 3ja mánaða víxlar. Ríkisvíxlar eru fáanlegir með mismunandi gjalddögum. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa um tilboð á vexti á ríkisvíxlum. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.