Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Frelsi í símaþjónustu 1ESB Ekki dýrt að tryggja öllum þjónustu Brussel. Reuter. MUN ÖDYRARA verður að tryggja öllum aðgang að grunnsímaþjón- ustu eftir að frelsi verður komið á í fjarskiptamálum innan Evrópu- sambandsins en áður hafði verið áætlað. Þetta kom fram í erindi Peters Scott, embættismanns í fjar- skiptadeild framkvæmdastjórnar ESB, á ráðstefnu um fjarskiptamál í síðustu viku. í drögum að tilskipun Evrópu- sambandsins um frelsi í fjarskipta- þjónustu, sem jafnvel er talið að geti tekið gildi á síðari hluta næsta árs, er gert ráð fyrir að símafyrir- tæki greiði í sérstakan sjóð, sem notaður verði til að tryggja öllum aðgang að grunnsímaþjónustu, ekki sízt fólki í afskekktum byggðum í aðildarríkjunum. Að sögn Scotts kann stofnun slíks sjóðs hins vegar ekki að vera fyrirhafnarinnar virði. „Fleira og fieira kemur í ljós sem bendir til að kostnaðurinn við að halda uppi altækri þjónustu er miklu lægri en upphaflega var áætl- að,“ sagði Scott. „Það verður æ skýrara að það er ekki mjög þung byrði að tryggja öllum þjónustu." Símakerfi tengd saman í tilskipunardrögunum er gert ráð fyrir að einokun ríkisrekinna fjar- skiptafyrirtækja verði afnumin. Síð- an geti fjarskiptafyrirtæki að vild tengt kerfi sín saman, þannig að viðskiptavinir þeirra geti haft sam- band sín á milli. Drögin kveða á um að öllum íbúum ESB verði tryggð grunnsímaþjónusta, þ.e. aðgangur að venjulegum síma á hóflegu verði. Síðar megi útvíkka þessa skilgrein- ingu þannig að hún nái til farsíma- þjónustu og stafræna þjónustu. Reuter Brittan fundar með ASEAN SIR Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í fram- kvæmdastjórn ESB, á blaða- mannafundi í Bangkok. Britt- an fundaði þar með ráðherr- um frá ríkjum ASEAN, Sam- taka Suðastur-Asíuríkja. Brittan ræddi meðal annars undirbúning leiðtogafundar ESB og Asíuríkja, sem haldinn verður í marz á næsta ári. Hann sagði að aukinn útflutn- ingur frá Evrópu til Asíu myndi bæta atvinnuástand í Evrópu og auknar fjárfesting- ar evrópskra fyrirtækja í Asíulöndum hefðu hagvöxt og betri lífskjör í heimshlutanum í för með sér. Brittan sagði að leiðtogafundurinn yrði vonandi fyrsta skref í átt til þess að fjarlægja viðskipta- hindranir í viðskiptum ríkja- bandalaganna tveggja. Danir og ríkjaráðstefna ESB 1996 Danska stjórnin ein um tillögurnar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA stjórnin mun upp á eigin spýtur gera tillögur fyrir ríkja- ráðstefnu Evrópusambandsins 1996. Ekki náðist samstaða með Sósíalíska þjóðarflokknum um til- lögurnar og þá býður stjórnin held- ur ekki Vinstri og íhaldsflokknum að taka þátt í tillögugerðinni. Sósíalíski þjóðarflokkurinn setti á oddinn að stjómin héldi sig fast við dönsku undanþágumar fjórar frá Maastricht-samkomulaginu, svo- kaliað Edinborgarsamkomulag. Þessu hafnaði stjórnin, þar sem und- anþágurnar yrðu ekki til umræðu á ríkjaráðstefnunni. Stjórnin vill vænt- anlega halda opnum þeim möguleika að greiða aftur atkvæði um undan- þágumar eftir ríkjaráðstefnuna. Meðal annars hafa nokkrir ráðherrar lýst áhuga á danskri þátttöku í evr- ópska myntsambandinu. Tortryggni meðal jafnaðarmanna Innan Jafnaðarmannaflokksins eru margir tortryggnir á ESB og því hefði þátttaka Þjóðarflokksins róað þá. Þar sem ekki tókst að fá hann með fá hægriflokkarnir tveir, Vinstri og íhaldsflokkurinn að öll- um líkindum heldur ekki að vera með, þar eð það gæti stuðað þá tortryggnu. Reuter Deilur á ný í breska íhaldsflokknum Hvatt til andstöðu við Evrópugjaldmiðil London. Reuter. VOPNAHLÉ í innbyrðis deilum breskra íhaldsmanna um stefnuna í málum Evrópusambandsins, ESB, var rofið í gær. John Red- wood, er reyndi að fella John Maj- or forsætisráðherra í leiðtogakjöri í sumar, hvetur nú ráðamenn í bresku kaupsýslulífi til að beijast gegn væntanlegum sameiginlegum gjaldrniðli sambandsins. Redwood sagði að Bretar ættu að beijast fyrir aukinni atvinnu og viðskiptafrelsi í álfunni en ekki þeirri „spennitreyju" sem sameig- inlegi gjaldmiðillinn yrði. Major kom því til leiðar að Bretar fengu undanþágu frá ákvæðum Maas- tricht-samkomulagsins um sam- eiginlegan gjaldmiðil og segist telja ólíklegt að hugmyndin verði að veruleika fyrir aldamótin, eins og stefnt er að. Um næstu helgi hefst á Spáni leiðtogafundur ESB og er talið mjög óþægilegt fyrir forsætisráð- herrann að deilurnar skuli hefjast aftur rétt fyrir fundinn. Tveir ákafir stuðningsmenn Evrópusamstarfsins, sir Geoffrey Howe og sir Leon Brittan, and- mæltu þegar Redwood, sökuðu hann um „hættulegt dómgreindar- leysi“. Þeir sögðu að í efnahagslíf- inu myndi allt hik vegna gjaldmið- ilsins verða túlkað sem ávísun á aukið agaleysi í ríkisíjármálum aðildarríkja ESB. Fulltrúar Verkama.nriaflokksins bentu á að deilurnar í íhaldsflokkn- um væru enn óleystar, flokkurinn væri klofinn. íhaldsmenn hafa komið illa út úr skoðanakönnunum undanfarin ár en þingkosningar verða ekki síðar en vorið 1997. Castro í Japan FIDEL Castro, leiðtogi Kúbu, kom í gær til Japans og er það í fyrsta sinn sem hann heimsæk- ir landið. Castro staldrar stutt við, aðeins sólarhring, en hyggst nota tímann til að ræða við jap- anska ráðamenn. Við komuna í gær virtist Castro þreytulegur en hann er á heimleið frá Víetnam og Kína. A myndinni er auk Castros Hir- oshi Mitzuka, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Japans, sem tók á móti honum. Á fundi sem þeir áttu á flugvellinum óskaði Castro eftir því að Japanir af- léttu viðskiptabanni á Kúbu. Búist er við að á fundinum með forsætisráðherranum, Tomiichi Murayama, og Yohei Kono utanríkisráðherra geri þeir lýðræðis- og efnahagsum- bætur á Kúbu að umræðuefni. Lítil samskipti eru á milli ríkj- anna og ræður þar mestu um 2 miHjarða dala, um 130 milljarða kr, skuld Kúbumanna við Japani. Forseti Suður-Kóreu fordæmir fyrirrennara sína Segir ekkert híndra framgang réttvísinnar Seoul. Reuter. FORSETI Suður-Kóreu, Kim Yo- ung-sam, réðst á mánudag harka- lega á tvo fyrirrennara sína í emb- ætti, þá Roh Tae-woo og Chun Doo Hwan, en þeir eru nú báðir í haldi, Rbh vegna ásakana um mútuþægni í embætti. Chun er sakaður um valdarán 1979 og talinn bera ábyrgð á morðum á óbreyttum borgurum ári síðar ásamt Roh en báðir eru mennirnir fyrrverandi hershöfðingj- ar. Kim sagði mál mannanna tveggja vera hneisu fyrir þjóðina og hét því að. það vrði rannsakað ofan í kjölinn, ekkert myndi hindra fram- gang réttvísinnar. „I staðinn fyrir að iðrast opinber- lega og biðjast afsökunar á fyrri misgerðum hafa þeir reitt fólk enn frekar til reiði með svívirðilegri framkomu og ummælum sem stangast á við staðreyndir sögunn- ar,“ sagði Kim í yfirlýsingu. Chun hafnaði í fyrstu allri samvinnu um rannsókn málsins. Margir sögðust hafa búist við afdráttarlausari ummælum frá for- setanum og pólitískir andstæðingar Kims voru lítt hrifnir. Þeir töldu að forsetinn hefði átt að biðjast afsökunar á náinni samvinnu sinni áður fyrr við sakborningana tvo, Kim er m.a. sakaður um að hafa þegið fé úr mútusjóðum Roh en forsetinn harðneitar því. Lögmaður Chuns skýrði frá því á mánudag, að Chun hefði þegið pen- inga frá stórfyrirtækjum er hann sat á forsetastóli á árunum 1979-88. „Hann notaði þá ekki í eigin þágu,“ sagði lögmaðurinn án frekari út- skýringa. Gert er ráð fyrir að ákæra verði gefin út á hendur Chun 22. desember. Þeir sem mútuðu honum sleppa við ákæru þar sem sök þeirra er fymd samkvæmt lögum. Beitti Lockheed mútum? Saksóknarar í Suður-Kóreu yfir- heyrðu Kim Young-ho, fram- kvæmdastjóra útibús bandarísku flugvélaverksmiðjanna Lockheed Martin á mánudag, vegna rann- sóknar á fjármáíum Rohs. Kim var fulltrúi forsetans í ör- yggis- og utanríkismálum þegar Suður-Kóreumenn skiptu um skoð- un og féllu frá pöntun á F-18 orr- ustuþotum frá McDonnell Douglas- verksmiðjunum en ákváðu í staðinn að kaupa 120 orrustuþotur af gerð- inni F-16 frá General Dynamics- verksmiðjunum (GD). í millitíðinni hefur Lockheed tekið GD að mestu yfir. Hugsanlegt er talið að Roh hafi þegið mútufé frá General Dynamics vegna þotukaupanna. Ákveðið hef- ur verið að fara betur í saumana á fjármálum hans er hann sat á for- setastóli, því nú telja saksóknarar, að hann hafi hugsanlega sankað að sér mun meiri fjármunum en áður er talið, Roh hefur viðurkennt að hafa safnað jafnvirði 654 millj- ónum dollara, eða 43 milljörðum króna, í einkasjóði meðan hann var forseti á árunum 1988-93.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.