Morgunblaðið - 13.12.1995, Page 18

Morgunblaðið - 13.12.1995, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Frelsi í símaþjónustu 1ESB Ekki dýrt að tryggja öllum þjónustu Brussel. Reuter. MUN ÖDYRARA verður að tryggja öllum aðgang að grunnsímaþjón- ustu eftir að frelsi verður komið á í fjarskiptamálum innan Evrópu- sambandsins en áður hafði verið áætlað. Þetta kom fram í erindi Peters Scott, embættismanns í fjar- skiptadeild framkvæmdastjórnar ESB, á ráðstefnu um fjarskiptamál í síðustu viku. í drögum að tilskipun Evrópu- sambandsins um frelsi í fjarskipta- þjónustu, sem jafnvel er talið að geti tekið gildi á síðari hluta næsta árs, er gert ráð fyrir að símafyrir- tæki greiði í sérstakan sjóð, sem notaður verði til að tryggja öllum aðgang að grunnsímaþjónustu, ekki sízt fólki í afskekktum byggðum í aðildarríkjunum. Að sögn Scotts kann stofnun slíks sjóðs hins vegar ekki að vera fyrirhafnarinnar virði. „Fleira og fieira kemur í ljós sem bendir til að kostnaðurinn við að halda uppi altækri þjónustu er miklu lægri en upphaflega var áætl- að,“ sagði Scott. „Það verður æ skýrara að það er ekki mjög þung byrði að tryggja öllum þjónustu." Símakerfi tengd saman í tilskipunardrögunum er gert ráð fyrir að einokun ríkisrekinna fjar- skiptafyrirtækja verði afnumin. Síð- an geti fjarskiptafyrirtæki að vild tengt kerfi sín saman, þannig að viðskiptavinir þeirra geti haft sam- band sín á milli. Drögin kveða á um að öllum íbúum ESB verði tryggð grunnsímaþjónusta, þ.e. aðgangur að venjulegum síma á hóflegu verði. Síðar megi útvíkka þessa skilgrein- ingu þannig að hún nái til farsíma- þjónustu og stafræna þjónustu. Reuter Brittan fundar með ASEAN SIR Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í fram- kvæmdastjórn ESB, á blaða- mannafundi í Bangkok. Britt- an fundaði þar með ráðherr- um frá ríkjum ASEAN, Sam- taka Suðastur-Asíuríkja. Brittan ræddi meðal annars undirbúning leiðtogafundar ESB og Asíuríkja, sem haldinn verður í marz á næsta ári. Hann sagði að aukinn útflutn- ingur frá Evrópu til Asíu myndi bæta atvinnuástand í Evrópu og auknar fjárfesting- ar evrópskra fyrirtækja í Asíulöndum hefðu hagvöxt og betri lífskjör í heimshlutanum í för með sér. Brittan sagði að leiðtogafundurinn yrði vonandi fyrsta skref í átt til þess að fjarlægja viðskipta- hindranir í viðskiptum ríkja- bandalaganna tveggja. Danir og ríkjaráðstefna ESB 1996 Danska stjórnin ein um tillögurnar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA stjórnin mun upp á eigin spýtur gera tillögur fyrir ríkja- ráðstefnu Evrópusambandsins 1996. Ekki náðist samstaða með Sósíalíska þjóðarflokknum um til- lögurnar og þá býður stjórnin held- ur ekki Vinstri og íhaldsflokknum að taka þátt í tillögugerðinni. Sósíalíski þjóðarflokkurinn setti á oddinn að stjómin héldi sig fast við dönsku undanþágumar fjórar frá Maastricht-samkomulaginu, svo- kaliað Edinborgarsamkomulag. Þessu hafnaði stjórnin, þar sem und- anþágurnar yrðu ekki til umræðu á ríkjaráðstefnunni. Stjórnin vill vænt- anlega halda opnum þeim möguleika að greiða aftur atkvæði um undan- þágumar eftir ríkjaráðstefnuna. Meðal annars hafa nokkrir ráðherrar lýst áhuga á danskri þátttöku í evr- ópska myntsambandinu. Tortryggni meðal jafnaðarmanna Innan Jafnaðarmannaflokksins eru margir tortryggnir á ESB og því hefði þátttaka Þjóðarflokksins róað þá. Þar sem ekki tókst að fá hann með fá hægriflokkarnir tveir, Vinstri og íhaldsflokkurinn að öll- um líkindum heldur ekki að vera með, þar eð það gæti stuðað þá tortryggnu. Reuter Deilur á ný í breska íhaldsflokknum Hvatt til andstöðu við Evrópugjaldmiðil London. Reuter. VOPNAHLÉ í innbyrðis deilum breskra íhaldsmanna um stefnuna í málum Evrópusambandsins, ESB, var rofið í gær. John Red- wood, er reyndi að fella John Maj- or forsætisráðherra í leiðtogakjöri í sumar, hvetur nú ráðamenn í bresku kaupsýslulífi til að beijast gegn væntanlegum sameiginlegum gjaldrniðli sambandsins. Redwood sagði að Bretar ættu að beijast fyrir aukinni atvinnu og viðskiptafrelsi í álfunni en ekki þeirri „spennitreyju" sem sameig- inlegi gjaldmiðillinn yrði. Major kom því til leiðar að Bretar fengu undanþágu frá ákvæðum Maas- tricht-samkomulagsins um sam- eiginlegan gjaldmiðil og segist telja ólíklegt að hugmyndin verði að veruleika fyrir aldamótin, eins og stefnt er að. Um næstu helgi hefst á Spáni leiðtogafundur ESB og er talið mjög óþægilegt fyrir forsætisráð- herrann að deilurnar skuli hefjast aftur rétt fyrir fundinn. Tveir ákafir stuðningsmenn Evrópusamstarfsins, sir Geoffrey Howe og sir Leon Brittan, and- mæltu þegar Redwood, sökuðu hann um „hættulegt dómgreindar- leysi“. Þeir sögðu að í efnahagslíf- inu myndi allt hik vegna gjaldmið- ilsins verða túlkað sem ávísun á aukið agaleysi í ríkisíjármálum aðildarríkja ESB. Fulltrúar Verkama.nriaflokksins bentu á að deilurnar í íhaldsflokkn- um væru enn óleystar, flokkurinn væri klofinn. íhaldsmenn hafa komið illa út úr skoðanakönnunum undanfarin ár en þingkosningar verða ekki síðar en vorið 1997. Castro í Japan FIDEL Castro, leiðtogi Kúbu, kom í gær til Japans og er það í fyrsta sinn sem hann heimsæk- ir landið. Castro staldrar stutt við, aðeins sólarhring, en hyggst nota tímann til að ræða við jap- anska ráðamenn. Við komuna í gær virtist Castro þreytulegur en hann er á heimleið frá Víetnam og Kína. A myndinni er auk Castros Hir- oshi Mitzuka, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Japans, sem tók á móti honum. Á fundi sem þeir áttu á flugvellinum óskaði Castro eftir því að Japanir af- léttu viðskiptabanni á Kúbu. Búist er við að á fundinum með forsætisráðherranum, Tomiichi Murayama, og Yohei Kono utanríkisráðherra geri þeir lýðræðis- og efnahagsum- bætur á Kúbu að umræðuefni. Lítil samskipti eru á milli ríkj- anna og ræður þar mestu um 2 miHjarða dala, um 130 milljarða kr, skuld Kúbumanna við Japani. Forseti Suður-Kóreu fordæmir fyrirrennara sína Segir ekkert híndra framgang réttvísinnar Seoul. Reuter. FORSETI Suður-Kóreu, Kim Yo- ung-sam, réðst á mánudag harka- lega á tvo fyrirrennara sína í emb- ætti, þá Roh Tae-woo og Chun Doo Hwan, en þeir eru nú báðir í haldi, Rbh vegna ásakana um mútuþægni í embætti. Chun er sakaður um valdarán 1979 og talinn bera ábyrgð á morðum á óbreyttum borgurum ári síðar ásamt Roh en báðir eru mennirnir fyrrverandi hershöfðingj- ar. Kim sagði mál mannanna tveggja vera hneisu fyrir þjóðina og hét því að. það vrði rannsakað ofan í kjölinn, ekkert myndi hindra fram- gang réttvísinnar. „I staðinn fyrir að iðrast opinber- lega og biðjast afsökunar á fyrri misgerðum hafa þeir reitt fólk enn frekar til reiði með svívirðilegri framkomu og ummælum sem stangast á við staðreyndir sögunn- ar,“ sagði Kim í yfirlýsingu. Chun hafnaði í fyrstu allri samvinnu um rannsókn málsins. Margir sögðust hafa búist við afdráttarlausari ummælum frá for- setanum og pólitískir andstæðingar Kims voru lítt hrifnir. Þeir töldu að forsetinn hefði átt að biðjast afsökunar á náinni samvinnu sinni áður fyrr við sakborningana tvo, Kim er m.a. sakaður um að hafa þegið fé úr mútusjóðum Roh en forsetinn harðneitar því. Lögmaður Chuns skýrði frá því á mánudag, að Chun hefði þegið pen- inga frá stórfyrirtækjum er hann sat á forsetastóli á árunum 1979-88. „Hann notaði þá ekki í eigin þágu,“ sagði lögmaðurinn án frekari út- skýringa. Gert er ráð fyrir að ákæra verði gefin út á hendur Chun 22. desember. Þeir sem mútuðu honum sleppa við ákæru þar sem sök þeirra er fymd samkvæmt lögum. Beitti Lockheed mútum? Saksóknarar í Suður-Kóreu yfir- heyrðu Kim Young-ho, fram- kvæmdastjóra útibús bandarísku flugvélaverksmiðjanna Lockheed Martin á mánudag, vegna rann- sóknar á fjármáíum Rohs. Kim var fulltrúi forsetans í ör- yggis- og utanríkismálum þegar Suður-Kóreumenn skiptu um skoð- un og féllu frá pöntun á F-18 orr- ustuþotum frá McDonnell Douglas- verksmiðjunum en ákváðu í staðinn að kaupa 120 orrustuþotur af gerð- inni F-16 frá General Dynamics- verksmiðjunum (GD). í millitíðinni hefur Lockheed tekið GD að mestu yfir. Hugsanlegt er talið að Roh hafi þegið mútufé frá General Dynamics vegna þotukaupanna. Ákveðið hef- ur verið að fara betur í saumana á fjármálum hans er hann sat á for- setastóli, því nú telja saksóknarar, að hann hafi hugsanlega sankað að sér mun meiri fjármunum en áður er talið, Roh hefur viðurkennt að hafa safnað jafnvirði 654 millj- ónum dollara, eða 43 milljörðum króna, í einkasjóði meðan hann var forseti á árunum 1988-93.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.