Morgunblaðið - 13.12.1995, Síða 15

Morgunblaðið - 13.12.1995, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 15 LANDÍÐ Borgarafundur um snjóflóðavarnir í Bolungarvík Hættumati lokið - verð- ur kynnt íbúum í janúar Bolungarvík - Borgarafundur sem umhverfisráðuneytið efndi til um snjóflóðamál og snjóflóða- varnir var haldinn í Bolungarvík sl. sunnudag. Fundurinn var einn af fjórum fundum sem umhverfisráðuneytið efndi til á Vestfjörðum í því skyni að 'upplýsa íbúa um stöðu og framtíðarskipulag snjóflóða- varna. Framsögu á fundinum höfðu þeir Magnús Jóhannesson ráðu- neytisstjóri, sem fjallaði um fyrir- hugaðar breytingar á framkvæmd snjóflóðavarna, Magnús Jónsson veðurstofustjóri ræddi stöðuna á snjóflóðamálum almennt og hvað hægt væri að gera til að auka öryggi íbúa og Hafsteinn Haf- steinsson, förmaður almanna- varnarráðs, greindi frá þætti al- mannavarna ríkisins í gerð neyð- Tekur ekki gildi þar sem nýjar vinnureglur verða þá komnar aráætlana og viðbrögð við hættu- ástandi. Þá fjallaði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, um rýmingu húsnæðis. Að loknum framsöguerindum voru almennar umræður og fyrir- spurnir til framsögumanna. Allnokkuð var um fyrirspurnir um hættumat fyrir Bolungarvík og þær forsendur sem það byggð- ist á. Fram kom að hættumat fyrir Bolungarvík verður væntan- lega kynnt í janúar en það var jafnframt tekið fram að það hættumat verði ekki látið taka gildi þar sem þá verði væntanlega komnar í gildi nýjar vinnureglur byggðar á frumvarpi því sem nú liggur fyrir alþingi um nýja skip- an snjóflóðavarna. Fulltrúi bæjar- yfirvalda upplýsti hins vegar að hættumati fyrir Bol.ungarvík væri þegar lokið af hálfu verkfræði- stofu og það hefði bæjarstjóra verið kynnt. Engin svör fengust við því hvers vegna það verði ekki kynnt bæjarbúum fyrr en í janúar. Nokkur vonbrigði mátti greina meðal fundarmanna með því hverslu litlar upplýsingar fengust við þeim spurningum sem mest brenna í huga íbúa Bolungarvíkur en það er hvaða íbúðarsvæði er talið vera á hættusvæði. Fundinn sóttu hátt í eitt hund- rað manns og stóð fundurinn í um tvo tíma. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson UNNIÐ að vegagerðinni við Brúarhlöð. Nýr vegur við Brúarhlöð Syðra-Langholti - Um þessar mundir er verið að ljúka við lagn- ingu nýs vegar austan við Brúar- hlöð um 2,7 km leið. Fyrri vegur var í rauninni ekki annað en nið- urgrafinn slóði ofan í melana þarna við Hvitá, þannig að mikil þörf var á að lagfæra þjóðveginn á þessum slóðum. í sumar var brúin yfir ána endurbætt mikið og breikkuð, geta nú allir stórir fólksflutn- ingabílar farið þar um, sem erf- itt var þó áður. Um Brúarhlöð er mikil umferð á sumrin, ekki hvað síst ferðafólks, en þó hefur verið reynt að halda þessari leið opinni á veturna, sem verður mun auðveldara nú, en þarna er eina brúin á Hvítá sem rennur á milli Hrunamannahrepps og Biskupstungna eins og kunnugt er. Það var Ketilbjörn hf. sem átti lægsta tilboðið í verkið og annað- ist því þessar vegaframkvæmdir, sem gengu vel að sögn Þorkels Þorkelssonar verksljóra. Morgunblaðið/Davíð Pétursson VIÐSTADDIR undirritun samninga voru sveitarstjórnarmenn, bæjarstjórar, starfsmenn viðkomandi orkufyrirtækja og fulltrú- ar iðnaðar- og fjármálaráðuneytis. 10% lækkun með breytingum á Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar Þrjú fyrirtæki koma í stað HAB Grund, Skorradal - Samningur á milli ríkisins og eignaraðila HAB var undirritaður 8. desember sl. á Hvanneyri. Með samningnum er gert ráð fyrir 10% raunlækkun gjaldskrár 1. janúar 1996 og 5% 1. janúar 1998. Viðstaddir undirritun samninga' voru sveitarstjórnarmenn, bæjar- stjórar og sveitarstjórar af Akra- nesi, úr Borgarbyggð og Andakíls- hreppi, starfsmenn viðkomandi orkufyrirtækja, fulltrúar iðnaðar- ráðuneytis, íjármálaráðuneytis og nokkrir boðsgestir. Fulltrúi fjármálaráðherra, Guð- mundur Jóhannsson, kynnti inni- hald samninganna, en það er í aðal- atriðum þetta: Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB) verður frá áramótum skipt upp í þrjú fyrir- tæki. HAB mun frá þeim tíma selja heitt vatn í heildsölu til Akranes- veitu og hitaveitu í Borgarnesi en halda áfram að selja heitt vatn í smásölu í sveitum. Með stofnun Akranesveitu sameinast rafveita, hitaveita og vatnsveita innanbæjar auk áhaldahúss og tæknideildar í eitt fyrirtæki. HAB mun frá áramótum ekki hafa neina starfsmenn í þjónustu sinni en bæjarfélögin tvö munu samkvæmt sérstökum þjónustu- samningi annast rekstur fyrirtæk- isins. Ríkið mun samkvæmt samn- ingunum verða eignaraðili að HAB. Eignarhlutföll í félaginu verða sem hér segir: Akraneskaupstaður 53,7%, Andakílshreppur 4,3%, Borgarbyggð 21,3% og ríkissjóður 20,7%. I fjárhagsáætlun sem gerð hefur verið fyrir HAB og nær fram til ársins 2012 er gert ráð fyrir að fyrirtækið hafi þá lokið við að greiða niður þau lán sem hvíla á því. Ríkissjóður mun undirrita sam- komulag við aðra eigendur HAB um að valdi óviðráðanlegar ástæður því að skuldir fyrirtækisins sem samkomulagið nær til verði hærri en 900 millj. kr. í árslok 2000 mun ríkissjóður yfirtaka 75% þeirrar fjárhæðar sem umfram stendur. Akraneskaupstaður mun kaupa eingarhluti Borgarbyggðar og Andakílshrepps í Andakílsárvirkj- un. -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.