Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðlð/RAX Uppskipun Afhending vélar tefst vegna verk- falls hjá Boeing Spádómsskeyti til Morgun- blaðsins og jólakveðja til Hafró ÞAÐ SEM er að gerast um þorsk- gönguna nú á íslandsmiðum vestra, er, að þarna er á ferð fiskur í ætis- leit. Gamia sagan gerist, ef ekki er nóg veitt úr göngunni, að þorskurinn heldur áfram í ætisleitinni, og ef hann er ekki heldur tekinn þar á Kolbeinseyjarsvæðinu, snýr sumt úr göngunni til baka og leitar norður í höf og aftur til Grænlands. En sumt leitar áfram austur með Norð- urlandi og áfram með Austurlandi og suður úr, og ef hún er ekki tekin þar við Suðausturlandið erum við búnir að missa þessa göngu suður fyrir miðlínu á Færeyjamið. Það mun gilda áfram gamla reynslan, að ef íslandsmið eiga að nýtast á að grípa göngur í ætisleit, þegar þær gefast. Hverjum datt það í hug, að þeir gætu forðað við því, fiskifræðingarn- ir, að það kæmu þorskhlaup á ís- landsmið, hvað sem stjóm þeirra leið. Nú er að vona að þeir nýti þessa göngu betur en fyrri göngur á und- anfömum árum, og þá er vel ef spá- dómur minn reynist rangur. Með hugheilum jólaóskum til Haf- rannsóknar að hún geri minn spá- dóm að rangmæli. Ásgeir Jakobsson. ILLVIÐRI hafa verið algeng á haustdögum, en þó hefur stöku sinnum viðrað betur eins og sést Garði - Brotist var inn á a.m.k. þrjá staði í fyrrinótt og unnin spjöll á mannvirkjum auk þess sem þjófarnir fundu nokkuð af peningum. Mest höfðu spellvirkjarnir upp úr krafsinu í íþróttamiðstöðinni en þar var stolið um 60 þúsund kr. auk 14 tommu sjónvarps. í Gerðaskóla hurfu mjólkurpeningarnir, um 10 á þessari mynd sem tekin er af uppskipun inni í Sundahöfn fyrir skömmu. þúsund kr., og myndbandsupp- tökuvél en þar, eins og í íþróttam- iðstöðinni, voru unnar miklar skemmdir þegar hurðir voru spenntar upp. Þriðja innbrotið sem tilkynnt var í morgunsárið var framið í fisk- verkun H. Péturssonar en þar var m.a. stolið þráðlausum síma. AFHENDING flugvélar af gerð- inni Boeing 757 til Flugleiða mun tefjast um nokkrar vikur vegna verkfalls hjá framleiðanda. Flug- leiðir hafa leigt vél sömu gerðar til að brúa bilið. Flugleiðir höfðu gert kaupleigu- samning við Boeing-fyrirtækið um farþegaþotu af gerðinni Boeing 757 og átti að afhenda hana í jan- úar. Einar Sigurðsson, blaðafull- trúi Flugleiða, sagði ekki vera vit- að hvenær vélin yrði afhent, en það yrði sennilega innan skamms. Þetta hefði ekki valdið teljandi óþægindum þar sem nægur fyrir- vari hefði verið til að hafa upp á sams konár vél. 33 þúsund vélsmiðir starfa hjá Boeing og þeir hófu verkfall 6. október vegna deilna um sjúkra- tryggingar og atvinnuöryggi. Að sögn Pauls Binders, blaðafulltrúa Boeing-verksmiðjunnar, sem er í Washington-ríki á norðvestur- strönd Bandaríkjanna, hefur verk- fallið valdið þó nokkrum erfíðleik- um og aðeins tekist að afhenda 25 að þeim 65 flugvélum, sem afhendast áttu á síðasta ársfjórð- ungi þessa árs. Þess eru dæmi að flugfélög hafí þurft að aflýsa flugi vegna verkfallsins. Verkfall leyst Vélsmiðir Boeing hafa í tvígang hafnað samningsdrögum, en á mánudag náðist bráðabirgðasam- komulag og var það samþykkt í atkvæðagreiðslu á miðvikudag með stuðningi 87% verkfalls- manna. Það mun taka fyrirtækið um viku að gera nýja áætlun um það hvenær flugvélar, sem samið hefur verið um kaup á, verða áf- hentar. Að sögn Einars verða Boeing 757 vélar frá Flugleiðum í skoðun og átti nýja vélin að koma í stað þeirra, en einnig að anna þeirri aukningu, sem yrði á flugi til Bandaríkjanna þegar farið yrði að fljúga til Boston þrisvar í viku, og aukningu í Evrópuflugi. Einar sagði að hætt yrði að nota vél af gerðinni Boeing 737, sem Flugleiðir hefðu haft á leigu. Spellvirkjar á ferð Þingflokkar stj órnarandstöðu boða viðamiklar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið Tillögur nm veiði- leyfagjald og fjár- magnstekjuskatt Þingflokkar stjómarandstöðunnar á Alþingi hafa allir ýmist lagt fram eða boðað viða- miklar breytingartillögur við fjárlagafrum- varpið. Guðmundur Sv. Hermannsson kynnti sér þessar tillögur en þar er meðal annars gert ráð fyrir veiðileyfagjaldi, fjár- magnstekjuskatti og stóreignaskatti og sölu á ríkisbönkum. ÖNNUR umræða um fjárlaga- frumvarpið hófst á Alþingi í gær og í dag verður atkvæðagreiðsla um breytingartillögur sem fulltrú- ar stjómar og stjórnarandstöðu hafa lagt fram. í breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið leggja stjómarandstöðuflokkarnir flestir bæði til að auka tekjur ríkisins og skera niður útgjöld í ýmsum mála- flokkum en auka jafnframt útgjöld í öðrum. Tillögur Alþýðuflokksins ganga lengst, en þar er gert ráð fyrir hallalausum fjárlögum fyrir næsta ár. Fjárlagafrumvarpið var hins vegar lagt fram með tæplega 3,9 milljarða króna halla og markmið stjórnarflokkanna er að sú tala fari ekki umfram 4 milljarða við endanlega afgreiðslu frumvarps- ins. Alþýðuflokksmenn telja, að breyttar forsendur í ríkisbúskapn- um, frá því fjárlagafrumvarpið var iagt fram í október, geti skilað allt að 800 milljóna króna auknum tekjum í ríkissjóð og framkvæmd- ir við stækkun álversins í Straums- vík geti skilað öðrum 800 milljón- um. Flokkurinn telur að íjármagns- tekjuskattur geti skilað 420 milljónum króna á næsta ári. Er þá miðað við að lög um slíkan skatt gildi frá 1. september og núverandi tekjuskattskerfi verði beitt á fjármagnstekjurnar, þ.e. 30% skatthlutfalli á tekjur umfram ákveðið frítekjumark. Lagt er til að draga verulega úr starfsemi Lánasýslu ríkisins og auka þannig tekjur ríkissjóðs um 100 milljónir. Loks er lagt til að auka tekjur ríkissjóðs um 200 milljónir með breyttri aðferð við að ívilna almenningi skattalega við hlutabréfakaup. Samtals nema til- lögur um tekjuauka rúmum 2,3 milljöðrum króna. Veiðileyfagjald Á gjaldahlið leggur Alþýðu- flokkurinn til að skera niður út- gjöld um rúmlega 1,5 milljarða króna. Þar vegur þyngst tillaga um að Fiskistofa innheimti veiði- leyfagjald af lönduðum fiski um- reiknuðum í þorskígildi sem nemi 1,65 krónum á kíló og skilaði 800 milljónum króna. Þá er lagt til að lækka framlög til landbúnaðarmála um 300 millj- ónir, draga úr starfsemi Náms- gagnastofnunar og Byggða- stofnunar og spara þannig sam- tals 160 milljónir, spara 40 milljón- ir í risnu og ferðum ríkisstarfs- manna og lækka heimildarákvæði fjármálaráðherra og ríkisstjórnar- innar um samtals 100 milljónir. Einnig er gert ráð fyrir að auka þátttöku atvinnulífsins í fjármögn- un Ábyrgðarsjóðs launa og spara þannig 100 milljónir. Á móti er lagt til að auka fram- lög til Kvikmyndasjóðs, lækka tekjutengingu lífeyrisgreiðslna við fjármagnstekjur, greiða óskertar bætur til þolenda afbrota, auka framlag til Þróunarsamvinnu- stofnunar og hækka barnabóta- auka um 350 milljónir til að lækka jaðarskatta. Þessi auknu útgjöld nema alls 645 milljónum. Ixiks er lagt til að breyta Lands- banka og Búnaðarbanka í almenn- ingshlutafélög og selja hluta þeirra til almennings. Er það talið geta skilað 700 milljónum á næsta ári. Minni halli Þingmenn Þjóðvaka leggja ekki fram breytingartillögur við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið í mótmælaskyni við, að í tillögur meirihluta fjárlaganefndar vanti umfjöllun um heilbrigðismál. En Þjóðvaki hefur boðað tillögur við 3. umræðu, sem feli í sér að ríkissjóðshallinn lækki um tæpa 1,3 milljarða frá fjarlagafrum- varpinu. Tillögum Þjóðvaka svipar að ýmsu til tillagna Alþýðuflokksins. Þar er einnig gert ráð fyrir að leggja á veiðileyfagjald á næsta ári, sem skili 500 milljónum króna. Þá skili fjármagnstekjuskattur 500 milljónum króna, tekjur ríkis- ins aukist um 700 milljónir króna vegna aukinna umsvifa í hagkerf- inu, um 200 milljónir vegna bætts skattaeftirlits og um 50 milljónir með því að hækka hátekjuskatt. I sparnaðarskyni leggur flokkurinn til að lækka framlag til Byggðastofnunar um 100 millj- ónir, framlag til landbúnaðarmála um 100 milljónir og að skera ferðakostnað og risnu niður um 30 milljónir. Samtals er tekju- hækkunin og útgjaldalækkunin tæpir 2,2 milljarðar. Á móti er lagt til að hækka framlag til ýmissa mála um sam- tals 880 milljónir. Stærstu liðimir eru hækkun vaxtabóta um 200 milljónir, lækkun fjármagnstekju- skatts eldri borgara um 130 millj- ónir og aukið framlag til Fram- kvæmdastjóðs fatlaðra um 130 milljónir. Þá er gert ráð fyrir hækkun framlags til háskóla, bama- og unglingageðdeilda, bæklunarað- gerða, þróunaraðstoðar, Kvik- myndasjóðs og að bætur til þo- lenda ofbeldis verði ekki skertar. Skilningsleysi í samgöngumálum Þingmenn Alþýðubandalags hafa ýmist sameiginlega eða hver um sig lagt fram breytingartillög- ur við fjárlagafrumvarpið, sem annars vegar gera ráð fyrir sam- tals rúmlega 1,3 milljarða króna auknum útgjöldum og hins vegar 1,5 milljarða auknum tekjum ríkis- ins á næsta ári. Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir að afla 300 milljóna með sérstökum hátekjuskatti, 500 milljóna með sérstökum tekju- tengdum stóreignaskatti og 700 milljóna króna með fjármagns- tekjuskatti. Á móti er m.a. lagt til að auka framlag til nýframkvæmda í vega- málum um 637 milljónir og fram- kvæmdafé til flugvalla um 190 milljónir. En í nefndaráliti, sem fulltrúar Alþýðubandalags og Kvennalista í fjárlaganefnd skiluðu um fjár- lagafrumvarpið er gagnrýndur harðlega fyrirhugaður niðurskurð- ur til samgöngumála, sem samtals nemi 1,3 milljörðum á næsta ári. Segir í nefndarálitinu að engar hliðstæður séu um þvílíkt skiln- ingsleysi á bættum samgöngum í þjóðfélagi samtímans, auk þess sem niðurskurður af þessari stærðargráðu fækki atvinnutæki- færum sem nemi hundruðum. Alþýðubandalagsmenn leggja til að veitt verði 120 milljónum til geðdeildar og barnaspítala Ríkis- spítalanna, 155 milljónum verði samtals bætt við framlag til Há- skóla íslands og annarrar háskóla- starfsemi og óskert framlag verði vegna bóta til þolenda afbrota. Alþýðubandalagsmenn leggja einnig til að auka framlag til Kvik- myndasjóðs, Listskreytingasjóðs, húsafriðunarsjóðs og Þróunarsam- vinnustofnunar. Þá er lagt til að framlög til Náttúruverndarráðs og Hollustuverndar ríkisins verði hækkuð. Jafna launamun Þingmenn Kvennalistans hafa lagt fram tillögur sem þýða sam- tals rúmlega 300 milljóna króna Útgjöld. Þar vegur þyngst tillaga um 200 milljóna framlag til átaks til að jafna launamun kynjanna en einn- ig er lagt til að hætt verði við skerðingu bóta til þolenda ofbeldis og að framlag verði aukið til þróunarmála og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi og atvinnumála kvenna. Kvennalistinn leggur ekki fram tillögur um tekjur á móti, en full- trúi flokksins í fjárlaganefnd sagði í umræðunni að útgöldin næmu aðeins hluta af þeim tekjuauka, sem fyrirsjáanlegur væri vegna breyttra þjóðhagsforsendna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.