Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 46
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR St. 25-36 Verð frá 2.590 3 litir/stamur sóli St. 25-34 Comfortex Verð 3.990 Grænn/blár/rauður St. 35-46 Verð frá 4.990 Blár/rauður St. 35-46 Comfortex Verð frá 5.990 Grænn/brúnn íD q Q. C 3 St. 35-46 Verð frá 3.490 Svart/blátt SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORB 3 • SÍMI 554 1754 Fylgstu meb í Kaupmannahöfh Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu - kjarni málsins! Sólstafir 1 skuggasundi Fyrri grein HINN 30. nóvember sl. birti Morgunblaðið grein eftir Baldur Hermannsson undir fyrirsögninni „Halldór Laxness ástmaður og hjáguð". í grein hans segir m.a.: „Á seinni árum hafa fræðimenn flett ofan af þjónustu Halldórs við Jósef Stalín og verður ekki lengur hjá því litið, að Halldór lifði tvö- földu lífi - annað fór fram í ljóma bókmenntafrægðar, hitt í skugga- sundum heimskommúnismans. Þessar afhjúpanir eru ískyggilegar, og eru þó nær, öll skjöl um hann órannsökuð, þau sem varðveitt eru í skjalasöfnum kommúnista í Rúss- landi, svo að margt á enn eftir að koma í dagsljósið um feril Halldórs Laxness“ (skáletur Þ.F.). Við lestur þessara skáletruðu orða í grein, sem reyndar fjallar um allt annan „hjá- guð“ en nefndur er í fyrirsögn, varð mér hugsað til þess hvílík náð fylgir mönnum sem ófreskir eru og geta sagt fyrir um það sem flestum er hulið. Á þeirri stundu óskaði ég þess að hafa haft Baldur eða Bald- ursígildi mér við hlið þegar ég sat á skjalasafninu við Púskíngötu í Moskvuborg* í júní 1992 og leitaði heimilda um tengsl íslenskra kommúnista við Komintern. Þá hefði ég (ef skyggnigáfa Baldurs er óbrigðul og ef menn úr skugga- sundum hefðu ekki gripið til sinna ráða) fundið meira af skjölum sem tengjast skáldinu og ferðum hans um „skuggasund heimskommún- ismans". Heimildir um skáldið voru ekki margar í þeim skjalamöppum sem ég fór í gegnum, en gildi heim- ilda fer ekki eftir magni. Auk þess getur heimildagildi verið umdeilt, eða misjafnt, eftir því hver heimild- irnar notar og til hvers. Finnanlegar heimildir um Halldór Laxness í skjalasafninu við Púskín- götu eru frá fjórða áratug aldarinn- ar og tengjast tveimur ferðum hans í austurveg, aðdraganda þeirra og eftirtekju. Þegar Halldór fór í fyrstu ferð sína til Sovétríkjanna var hann nokkuð innan við þrítugt, þjóð- þekktur rithöfundur, víðförull og sennilega með betri alménna menntun en flestir jafnaldrar hans sem fetað höfðu mjóstigu akadem- ískra fræða. Tvítugur hafði hann ferðast víða um Suður-Evrópu, búið á Ítalíu og dvalið í kaþólsku klaustri í Lúxemborg þar sem hann fann hinn hreina tón kaþólsku. ísland hafði hann þrætt þvert og endi- langt, búið í sjávarþorpum og í sveitum í þeim tilgangi að kynnast íslenskri þjóðarsál svo vel sem verða mátti. Eftir að hann hafði skrifað Vefarann mikla frá Kasmír (Rvk. 1925) fór hann vestur um haf og bjó eitt ár í Los Angeles og skrif- aði Alþýðubók sína sem kom út árið 1929. Sú síðamefnda hneyksl- aði marga, engu síður en sú fyrr- nefnda, enda réðst hann af öllu því andríki sem honum var blásið í bijóst á ríkjandi samfélagsform, lofaði sovétskipulagið og sagði Is- Þorleifur Friðriksson lendingum að bursta í sér tennurnar og þvo hár sitt og hendur, þá yrði íslensk bylting. í austurvegi Annan dag janúar- mánaðar 1931 settist Halldór Kiljan Lax- ness við ritvél og skrif- aði einhverjum kærum landa sínum í Moskvu bréf sem nú er varð- veitt á safninu við Púskingötu. Hver þessi „kæri lándi“ var er ekki vitað með vissu. Sennilega hét hann Jens Figved sem þá var nemandi á Lenínskólanum, en svo mikil leynd hvíldi yfir hveij- ir þar væru hveiju sinni að jafnvel nánustu vinir og ættingjar máttu ekkert um það vita.1 í upphafi bréfs síns segir Halldór að sér hafi lengi leikið hugur á að komast í bréfasamband við viðtak- andann og hafi loks á nýársdag fengið heimilisfangið hjá sameigin- legri kunningjakonu. Síðan segir hann: „En það er eins og fyrri dag- inn, maður hefur altaf sjálfan sig á bak við eyrað og vill hafa gott af öllum, og svo er mál með vexti, að mig lángar mikið til að bregða mér til þessarar paradísar þarna eystra, sem mest er talað um í Morgunblaðinu. En til þess að geta framkvæmt þá hugmynd, þarf ég að leita fyrir mér um alveg sérstök kjör, með því mér er sagt, að mjög dýrt sé fyrir útlendan ferðamann að lifa í Rússlandi, en svo er háttað um mig, að ég hef lægri árstekjur en almennur daglaunamaður. Nú er að vita, hvort þér munduð vilja benda mér á möguleika til þess að fá þau kjör til Rússlandsferðar (eða dvalar), sem ráðstjórnin veitir fólki af mínu tagi, sem fer þángað til að afla sér þekkíngar á því, sem Morgunblaðið kallar „ástandið í Rússlandi“. Mér þykir líklegt, að ég mundi skrifa bókarkorn um för mína. Ég er að vísu ekki yfirlýstur kommúnisti, og þaðan af síður Sós- íai-demókrat, eini rauði félagsskap- urinn, sem ég tilheyri, er Alþjóða- samhjálp verkamanna (,,I.A.H.“), en ég má víst teljast „verklýðssinn- aður byltíngarmaður“ út frá heil- brigðri skynsemi og leiðist í meira lagi flest það, sem þessu svokallaða auðvaldi er á hángandi, - hef skrif- að dálítið kver fyrir alþýðu á móti allskonar svínaríi og vitleysu, sem apakettir og illmenni halda hvað mest að fátækum mönnum eins og mér (veit ekki, hvort þér hafið séð það, en það gerir þá heldur ekkert til, það er hvorki fugl né fiskur); um þessa bók hefur verið mikið skrifað í Morgunblaðinu, en það blað er af mörgum talið æðsta and- legt yfirvald hér á landi, enda þótt mér hafi orðið á að kalla það skíta- pressu á einum stað. Mig lángar mest til að skreppa til Moskva seinni partinn í vetur, ég er sem stendur að koma af stað nýrri bók, og vildi helst komast héðan þegar hún er fullprentuð, - haldið þér ekki, að það sé hægt að komast að kjörum, sem gerðu manni mögulegt að búa þarna fyrir u.þ.b. tvö- hundruð-kall á mánuði, fyrir þá upphæð á mán- uði lifði ég í Bandaríkj- unum og leið prýðilega. Nú, ég haga mér eftir yðar ráðum, þér eruð öllu kunnugur í þvísa landi og ég vona, að þér verðið svo vænn að svara mér við yðar fyrstu góðu hentug- RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG Sími 551 3010 HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTIG leika.“2 „Kæri landi“ gerði eins og fyrir hann var lagt, og á næsta ári (1932) hélt skáldið í austurveg að leita „paradísar". Leiðin lá um Finnland til Leníngrad, sem nú heitir St. Pétursborg. Og fyrsta hljóðið sem næm eyru unga mannsins greindu í þvísa landi var skark í dráttarvél, „þessari vél sem í vitund heimsins hefur staðið sem tákn hins „vakn- andi Rússlands" á síðustu árum.“ (Ef til vill var þar á ferðinni dráttar- vélin sem kreppuhijáðir íslendingar söfnuðu fyrir og sendu Sovétstjórn- Hvílík náð fylgir mönn- um sem ófreskir eru og geta sagt fyrir um það sem flestum er hulið, segir Þorleifur Frið- riksson og óskar þess að Baldur Hermannsson hefði verið við hlið hans í skjalasafni í Púskíngötu. inni með bróðurlegri kveðju árið áður?) Hann var kominn „úr at- vinnuleysisjarmi og landbúnaðar- kreppu auðvaldslandanna yfir í vélagný hinnar samvirku uppbygg- ingar.“ Til landsins þar sem menn höfðu gleymt hvað atvinnuleysi var, þar sem konur unnu fyrir sama kaupi og karlar, þar sem „kvenrétt- indahjal“ var „hlægilegt fortíðar- spursmál",- en þetta var þrátt fyrir allt ekki „paradís". í bókinni „í austurvegi" sem hann skrifaði í ferðarlok og Sovét- vinafélagið gaf út árið 1933 kemur fram mikil hrifning á þeirri tilraun sem hann þóttist hafa séð að væri verið að gera í Ráðstjórnarríkjun- um. Hann þóttist hafa séð undur og stórmerki. Fyrstu fimm ára áætluninni var nýlega lokið, „á að- eins fjórum árum.“ Heilsusamlegar verksmiðjur höfðu verið reistar, verkamannabústaðir, menningar- hallir, garðar, matsöluhús, skólar, bókasöfn, leikhús, sjúkrahús, sund- laugar og íþróttavellir. Slíkar lýs- ingar á uppbyggingunni og velsæld- inni, í samfélagi þar sem verkamenn unnu aðeins sjö tíma á dag, sex daga í viku og nutu fullra atvinnu- leysistrygginga, hlutu að vekja heit- ar tilfinningar í bijóstum þeirra sem sjaldnast höfðu nóg á diskinn sinn. Láir nokkur slíku fólki þótt það hafi ekki vitað að á sama tíma og Halldór var í austurvegi var félagi Stalín að ganga á milli bols og höfuðs á hans líkum, sovéskum skáldum sem þorðu að hugsa sjálf- stætt? Eftir að Halldór kom heim úr för sinni lét hann mikið að sér kveða í pólitík þótt hann gengi aldrei formlega í Kommúnistaflokkinn. Hann var í forystu Félags byltingar- sinnaðra rithöfunda, og þegar kom fram undir miðjan áratuginn varð hann einhver skeleggasti talsmaður hinnar svonefndu samfylkingar- stefnu, náinnar samvinnu kommún- ista og krata. Enginn tók honum fram í beitingu stílvopnsins og rök hans voru jafnan hárbeitt. Gerska ævintýrið Þegar Halldór settist við ritvél þann 18. nóvember 1936, þá stadd- ur í Kaupmannahöfn, var hann ekki aðeins kunnur af skáldverkum sínum heldur einnig af pólitískum afskiptum. Enn var hugur skálds- ins í Moskvu og þangað ritaði hann „kærum vini“ bréf þar sem sagði m.a.: „þú sagðir mér i fyrra vetur, að ég þyrfti ekki annað en skrifa Willy Bredel og láta í Ijósi, að ég vildi koma til Sovét-ríkjanna, og mundi þá för mín þángað strax verða skipulögð. Loks í haust hef ég tíma og tækifæri til að takast þessa lángþráðu ferð á hendur og fór því að ráðum þínum og skrif- aði Bredel, bjóst við, að þetta væri alt undirbúið, og ég feingi þá um- töluðu „invítasjón“ þegar í stað. En nú er h.u.b. mánuður síðan ég skrifaði Bredel og enn hef ég ekki feingið tilkynníngu um að bréf mitt hafi komið fram, auk heldur meir. Eg hef beðið hér í Kaup- mannahöfn eftir svari, en það er kostnaðarsamt og óþægilegt fyrir mig að bíða hér mikið leingur. Kanski hefur bréf mitt til Bredels misfarist, enda þótt ég sendi það „via Stockholm". Nú treysti ég þér til að taka málið í þínar hendur á ný það allra bráðasta og mun ég bíða hér á meðan.“3 Skáldið unga hefur þurft að bíða lengi í Kaupmannahöfn, því af ein- hveijum ástæðum fékk hann ekki hina langþráðu „invítasjón". í bréfi, dagsettu 3. mars 1938, sem Wil- helm Florin, yfirmaður Skandin- avíudeildar Kominterns, sendi Ge- orgi Dimitrov (aðalritara Komint- erns og síðar forsætisráðherra Búlgaríu 1946-1949), kemur fram að Florin hafi borið upp ósk þess efnis „fyrir nokkru síðan“ að Lax- ness fengi að vera viðstaddur Moskvuréttarhöldin, en því verið hafnað. Florin sagði í bréfi sínu til Dim- itroffs að sér væri óskiljanlegt _ef þessi vinsælasti rithöfundur ís- lands, sem væri þekktur víða í Vestur- Evrópu, fengi ekki aðgang að réttarhöldunum þar sem hann yrði stjórnvöldum vafalaust að miklu liði. Hann myndi ekki aðeins skrifa um réttarhöldin í skandinav- ísk blöð heldur myndi hann einnig fjalla um þau á ýmsan annan hátt á opinberum vettvangi.' Áð þessu sinni fékk-Halldór „að- göngumiða“ og árangurinn lét ekki á sér standa. Hann ritaði ljölmarg- ar greinar í blöð þar sem hann lýsti nauðsyn réttarhaldanna og glæpum sakborninga, með öllum þeim töframætti sem orðkynngi hans réð yfir, og bók að auki; Gerska ævintýrið. *Rossíjskíj Tsentr Khraneníja í ízutsjeníja dokúmentov novejshej ístoríi. (RTsKhlDNI) Á íslensku: Rússnesk miðstöð skjalavörslu og rannsókna ú sviði samtímasögu. Hét áður „Stofnun Marx-Lenínismans undir miðstjórn Kommúnista-flokks Sovétríkj- anna“) 1 Þór Whitehead telur hugsanlegt að nefnd- ur „landi" hafi verið Jens Figved, (Milli vonar og ótta, bls. 65 (neðanmúls). Þetta er að öllum líkindum rétt. t það minnsta ritar „Jan Brun“, sem var dulnefni Figveds, undir bréf til framkvæmdastjómar Komint- erns dags. 25. mars 1938 þar sem farið er þess ú leit að Halldóri yrði boðið. RTsKhlDNI. Fond 495 opís 177 - 19 - 2. ! RTsKhlDNI. Fond 495 opís 177 - 19 - 3. 3 RTsKhlDNI. Fond 495 opís 15 - 101 - 32. Ofan ívitnuð Bréf birtust úður í grein Þ.F. „Moskvuskjölin. Hið hvíta stríð Olafs Friðrikssonar 1923. Hinn rauði friður Hall- dórs Laxness 1932-1938." Mannlíf septem- ber 1992. ‘ Florin til Dimitroffs bréf dags 3. 3.1938. RTsKhlDNI. Fond 495 opís 15 - 101 - 35 Höfundur er sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.