Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR, Frakkastíg 24, lést á Droplaugarstöðum 13. desember. Ásthildur Þorkelsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Guðjón Þorkelsson, Ingibjörg Jónsdóttir. t Ástkær bróðir minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SNORRI R. JÓNSSON frá Látrum í Aðalvík, Marbakkabraut 3, Kópavogi, lést á heimili sínu 12. desember. Fyrir hönd ástvina, Bróðir hins látna, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Sæunnargötu 4, Borgarnesi, lést þriðjudaginn 12. desember. Jarðarförin fer fram frá BorgarneskirkjU mánudaginn 18. desem- ber kl. 14.00. Kristrún Inga Valdimarsdóttir, börn, tengdadætur og barnabörn. + Bróðir okkar og móðurbróðir, ODDGEIR GESTSSON, Hringbraut 70, Keflavík, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurnesja 12. desember. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju miðvikudaginn 20. desem- ber kl. 14.00 Lfney Gestsdóttir, Inga Gestsdóttir, Oddný Gestsdóttir, Jenný Gestsdóttir og Hafdís Karlsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, RAGNAR F. GUÐMUNDSSON, Sogavegi 86, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 15. desem- ber, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vin- samlega bent á SfBS og Hjartavernd. Bergljót Sveinsdóttir. + Ástkær móðursystir okkar, HELGA FINNBOGADÓTTIR, Birkimel 6, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 12. desember. Útförin auglýst síðar. Hrönn Rasmussen, Jóhanna Jensdóttir. + Útför móður okkar og tengdamóður, SESSELJU ÞORSTEINSDÓTTUR CLAUSEN, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 15. desember, kl. 13.30. Haukur Clausen, Elfn H. Thorarensen, Örn Clausen, Guðrún Erlendsdóttir. GUÐMUNDUR ÖRN ÁGÚSTSSON Guðmundur Orn Agústsson var fæddur í Reykjavík 30. júlí 1950. Hann lést á heimili sínu í Osió 5. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans eru hjónin Ágúst Valur Guð- mundsson og Svava Berg Þorsteins- dóttir. Börn þeirra auk Guðmundar eru: Jónas Ágúst, f. 1953, kvæntur Hall- dóru G. Ámadóttur. Sólveig Björk, f. 1959, gift Óskari ís- feld Sigurðssyni og Þorsteinn Valur, f. 1965, kvæntur Irisi Dröfn Smáradóttur. Böm Guðmundar eru: Ingólfur Örn, f. 1970, Þórdís Svava, f. 1970, Ágúst Val- ur, f. 1973 og Bryiy- ar Öm, f. 1982 og uppeldisdóttir hans Ingibjörg f. 1970. Guðmundur var búsettur i Osló ásamt . sambýlis- konu sinni Bett Wangen. Útför Guðmund- ar Arnar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þegar kallið kemur svo snöggt, svo óvænt, svo ótímabært, skortir okkur orð. Kær bróðir er nú fallinn frá í blóma lífsins. Högg óvæntrar fréttar um andlát þitt fjarri okkur og þínum nánustu veldur losti og doða. Minningar koma upp í hugann hver af annarri og verða lifandi að nýju. Minningar frá bemsku, þegar við vorum að alast upp á Sogavegin- um hjá mömmu og pabba og um allt sem brallað var í „Hverfinu" sem var að byggjast svo hratt. í öllum húsum í nágrenninu var hóp- ur af krökkum sem eilíft fundu upp á nýjum uppátækjum og skemmti- legheitum. Þessir hinir sömu gömlu vinir eru margir ennþá okkar trygg- ustu félagar og samferðamenn. Snemma var þér ljóst að heimurinn var mun stærri en „Hverfíð“ okkar. Sextán ára stóðst þú á brúarvæng ms. Tungufoss, veifaðir okkur á bryggjunni og lagðir af stað út í heim á vit hins ókomna. Þær urðu margar sjóferðimar með skipum Eimskips, bæði með Tungufossi og Fjallfossi og síðar Gullfossi. Eftir þjónsnám í Hótel- og veit- ingaskóla íslands lá leiðin enn á ný til útlanda og nú var vinnustað- urinn stærri og glæsilegri, farþega- og skemmtiferðaskip sem sigldu um heimshöfin. Alltaf var þó sami spenningur þegar þú komst heim, hlaðinn gjöfum og sagðir okkur ýmsar sögur úr ferðum þínum, af samstarfsmönnum, tignum og frægum gestum sem þú þjónaðir víða. Að loknum mörgum ferðum um heiminn og langri búsetu í Dan- mörku varð Noregur fyrir valinu sem framtíðarheimili. Við góðan orðstír þjónaðir þú síðustu árin gestum eins virtasta hótels Osló- borgar, Hótel Continental. Draum- ur ykkar Bett um eigin íbúð var að rætast og síðustu mánuðir fóru í undirbúning undir framtíðarheim- ili ykkar. En þá kom kallið, svo snöggt, svo óvænt, í hina hinstu ferð sem engin fær umflúið. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. (Tómas. Guðm.) + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN G. HÁKONARSON, Þorragötu 5, lést á heimili sínu þann 5. desember. Útför hans hefur þegar farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Snjáfríður Sigurjónsdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Sveinbjörn Jónsson, Erna Kristjánsdóttir, ísleifur Ólafsson og barnabörn. Emilfa Ólafsdóttir, Kristbjörg Ólafsdóttir, Jón Sigurðsson, Finnur Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Bláhömrum 2. Börn, tengdabörn og barnabörn. Samverustundimar síðustu árin vom þó allt of fáar. Þó að fjarlægð- in til Noregs væri ekki mikil, var það þó einhvem veginn þannig að síminn var oftar notaður til sam- vem heldur en ferðalög. Við biðjum góðan Guð að taka á móti kærum bróður í hinstu ferð og búa honum stað í ljósinu eilífa á himnum. Með þakklæti fyrir allt og allt. Megi góður Guð styðja og styrkja Bett, mömmu og pabba og börnin þín í þeirra miklu sorg. Jónas, Sólveig og Þorsteinn. Látinn er langt um aldur fram frændi minn og æskuvinur. Við ól- umst upp í sama húsi á Laugateign- um í Reykjavík. Guðmundur Öm var fjómm árum yngri en ég, en allan þann tíma sem við áttum heima í sama húsi var hann mér sem kær bróðir og sömu tilfínningar ber ég til hans enn í dag. Guðmundur gat stundum verið mér erfíður frændi. Oft mátti ég ekki víkja frá húsinu án þess að hann vildi vera mér samferða, skipti það engu máli hvort fara átti í sund eða út að leika, ekki varð undan skorast, því Guðmundur lét ótví- rætt í ljós vanþóknun sína, ef óskir hans vom ekki uppfylltar. Stundum fómm við Guðmundur saman í heimsókn til móðurömmu hans, Emilíu Jónasdóttur, leikkonu, á Oðinsgötuna. Það em ógleyman- legar heimsóknir. Emilía tók á móti okkur með heitu súkkulaði og í okkar augum var hún næstum því „goðum lík vera“, því hún var þekkt leikkona og Guðmundur var mjög stoltur af þessari ömmu sinni og hún af honum. Okkur þótti það hámark ánægjunnar áð fara í leik- húsið og sjá hana að störfum og ekki spillti það fyrir, að stundum bauð hún okkur á bak við sviðið. Þegar Guðmundur frændi minn óx úr grasi varð hann hinn glæsileg- asti maður. Lengst af starfaði hann sem framreiðslumaður á ýmsum veitingastöðum hér heima, í Dan- mörku og nú síðast á Hótel Inter- continental í Osló. Hann kynntist Hlín Baldvinsdótt- ur, mikilli ágætiskonu og giftu þau sig árið 1972. Það er trú mín að þau 10 ár, sem þau voru í hjóna- bandi, hafí verið hamingjuríkustu árin í lífi Guðmundar míns. Þau Guðmundur og Hlín bjuggu lengst af í Danmörku. Þau eignuðust eitt barn, Ágúst Val, alnafna föðurafa síns, auk þess gekk Guðmundur Ingibjörgu dóttur Hlínar í föðurstað og með þeim var alltaf mjög kært. Ingibjörg og Ágúst eru búsett hjá móður sinni í Danmörku og eru þar í framhaldsnámi, en eru nú hingað komin til að fylgja föður sínum til grafar og búa á Sogaveginum hjá ömmu og afa. Á þessum árum var ég oft gestur þeirra í Danmörku og alltaf var jafn ánægjulegt að dvelja hjá þeim og gestrisni einstök, ég fann alltaf að ég var velkomin til lengri eða skemmri dvalar. Fyrir hjónaband sitt eignaðist Guðmundur tvo börn, Ingólf og Þórdísi Svövu. Það er aðdáunarvert hversu gott samband Ingólfur hefur við föðurömmu sína og afa á Soga- veginum. Hann er þeim sem besti sonur og hefur fyllt upp í það tóma- rúm er Iöng dvöl Guðmundar er- lendis var þeim. Yngstur bama Guðmundar er Brynjar, búsettur í Keflavík, nú á fermingaraldri. Einnig hann hefur gott samband við afa sinn og ömmu. Síðustu árin hefur samband okk- ar Guðmundar verið lítið, þó átti hann til að hringja í mig frá Nor- egi og virtist honum famast vel. Nýbúinn að kaupa nýja íbúð. Ekki vissi ég betur en hann gengi heill til skógar og ótímabært andlát hans kom mér því mjög á óvart, en Guð- mundur lést í svefni á heimili sínu í Noregi að morgni 5. des. sl. Elsku Svava og Gústi, góður guð styðji ykkur og styrki við fráfall sonar og góðs drengs. Skapadægur fær enginn flúið. Endurfundirnir bíða síns tíma. Sigrún Aspelund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.