Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN 5,8% meiri auglýsinga- tekjur blaða vestanhafs Reston, Virgfiníu. Reuter. TEKJUR bandarískra blaða munu nema væntanlega 48 milljörðum dollara í árslok 1996 og búizt er við að auglýs- ingatekjur aukist um 5,8 í 6,2% 1997 að sögn samtaka banda- rískra blaða, NAA (Newspaper Association of America). Þrátt fyrir hægan efnahags- bata og 40-50% methækkun á verði dagblaðapappírs jukust auglýsingatekjur á fýrstu níu mánuðum ársins um 5,1% í 25.37 milljarða dollara miðað við sama tíma í fyrra. NAA telur að horfur séu góðar í greininni og að búast megi við að verð á dagblaða- pappír muni lækka 1996 og 1997. Verð sumra blaða hefur verið hækkað vegna hækkunar pappírsverðsins á árinu. I fyrra var 22,8% af heild- arútgjöldum til auglýsinga í Bandaríkjunum varið til aug- lýsinga í dagblöðum, en 20,8% komu í hlut sjónvarps, 19,91% var varið til auglýsinga í pósti, 7% í útvarpi og 5,3% í tímarit- um að sögn NAA. Nigel Wade ritstjóri Chicago Sun-Times Chicago. Reuter. NIGEL WADE, ritstjóri er- lendra frétta The Daily Te- legraph í London, hefur verið skipaður aðalritstjóri Chicago Sun-Times. Wade er 49 ára gamall Ástr- alíumaður og hefur verið fréttaritari blaðs síns í Was- hington. Hann var fréttaritari í Peking 1976-1980 og í Moskvu í fjögur ár. Norski alnetsfræðingurinn Odd de Presno er staddur hér á landi meðal annars til að kynna nýútkomna bók, Netheima, sem fjallar um tölvusamskipti. Hann sagði A ————————— — —— Arna Matthíassyni að alnetið væri að breytast úr villta vestrinu í nútímalega stórborg. I netheimum ODD DE Presno er Norðmað- ur á sextugsaldri. Hann hóf vinnu við tölvur 1967 þegar hann stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki sem hann stjómaði í fimm ár, en þá tók hann við öðru norsku hug- búnaðarfyrirtæki, CDC, sem hann rak í sjö ár. Hann segist þegar hafa áttað sig á möguleikum net- tengingar þegar hann kynntist pakkanetum og sá sæng sína upp reidda. Upp frá því hefur hann starfað við nettengingar, rekið BBS-tölvubanka, skrifað um alnetið og möguleika þess, rekið netheims- fyrirtæki og tekið þátt í uppbygg- ingu alþjóðanets ungmenna, Kid- link, sem fór af stað fyrir fimm árum og hefur tengt saman 42.000 börn á aldrinum 10—15 ára í 74 löndum. Auk þessa hefur hann ver- ið afkastamikill blaðamaður, fyrir- lesari og ráðgjafi, skrifað grúa greina í blöð og tímarit, um stjórn- unar- og tæknimál, aukinheldur sem hann hefur gefið út tólf bæk- ur. Bókin Netheimar er að miklu leyti byggð á bók hans The Online World, sem fáanleg er á alnetinu í deiliútgáfu, en íslenska útgáfan er þýdd, staðfærð og endursamin að nokkru af þeim Láru Stefánsdóttur og Lars H. Andersen. Alnetið snýst um fólk Hinn gríðarlegi vöxtur alnetsins er ekki síst vegna veraldarvefsins, sem byggist á því að sérstök forrit, sem sumir kalla rápforrit, lesa skrár með upplýsingum um útlit og mynd- efni, geta tekið við hreyfimyndum og hljóðum og flutt fyrir notand- ann, ef tölvan hans ræður við það, og meira að segja hafa þrívídd- arrápforrit litið dagsins ljós á síð- ustu mánuðum. Mörgum er líka hætt að rugla saman alnetinu og veraldarvefnum, en ef til vill mætti skýra þetta með því að segja að alnetið sé vegakerfið, en veraldar- OÐD de Presno spjallar við börn í Grandaskóla, en þau hafa náð góðum árangri í Kidlink-verkefninu, 1 Hii ****? | , < t j i dll ||||l|i j | W\ Morgunblaðið/Jón Svavarsson ODD, Lára Stefánsdóttir og Lars H. Andersen afhenda mennta- málaráðherra, Birni Bjarnasyni, eintak af bókinni Netheimar. um munu hlutföllin verða álíka. Ég tel líka að alnetið eigi eftir að styrkja lítil mál- og menningarsam- félög. Til að mynda eru álíka marg- ir Bandaríkjamenn norskumælandi og Norðmenn, og mér virðast þeir áhugasamari um norska menningu og tungu en íbúar Noregs, sem eru hallir undir Hollywood-mál. Álíka áhugi hefur sameinað fyrrum port- úgalskar nýlendur, til að mynda í Brasilíu, Leeward-eyjum, Angóla, Grænhöfðaeyjum, sem bera hag portúgalskrar menningar og tungu fyrir btjósti. Ég tel allar líkur á því að þessi þróun eigi eftir að, draga úr áhrifum Hollywood og Disney- lands og treysta þjóðlega menningu þegar fram líður.“ Alnetið er stjórnlaust og óstöðvandi STEINAR WAAGE Hlýleg jólagjöf Umfjöllun um alnetið hefur yfir- leitt byggst á óttalegum sögum af því að þar sé allt vaðandi í klámi og viðurstyggð og í kjölfarið hafa heyrst raddir um það að komá þurfi beisli" á netið og vefinn. Allar slíkar vangaveltur segir Odd að byggist á vanþekkingu, því alnetið sé þann- ig úr garði gert að það sé ógjörning- ur að stöðva það eða stýra því. „Alnetið er byggt þannig upp að halda megi áfram samskiptum þó kjarnorkusprengjum á borgir þær sem tölvuboðin fari um. Mín tölva hlutar það sem ég vil koma áleiðis í litla pakka og sendir af stað. Þeir fara ekki allir sömu leiðina, geta reyndar farið um ólíkar heimsálfur, án þess að ég hafi hugmynd um hvaða leið varð fyrir valinu. Ef ein- hveijir pakkar lenda í hremmingum vegna stríðsátaka eða íhlutunar stjórnvalda, sendir tölvan þá bara aftur og þá aðra leið. Það er ekki hægt að stöðva alnetið og verður ekki hægt og það er ekki hægt að koma á það böndum frekar en sím- ann eða póstþjónustuna,“ segir Odd og er skemmt að einhver láti sér detta annað eins í hug. „Það eina sem hægt er að gera er að kenna börnum að umgangast netið, eins og þeim er kennt að umgangast daglegt líf.“ Islensk heimasíða Netheima er http://www.ismennt.is/n/netheim- ar. Finna má enska útgáfu bókar- innar á slóðinni http://login.eu- net.no/'presno/index.html. Upp- lýsingar um Kidlink eru í gop- her://gopher.kidlink.org, en einnig má finna upplýsingar á heimasíðu Láru Stefánsdóttur, http://www.is- mennt.is/'lara. Töskurnar komnar Nýir litir • Mikið úrval Frábœrt verð frá kr. 2.900-3.900 vefurinn hluti af flutningakerfinu, því líka er að finna á alnetinu tölvu- póst, gopher, ftp, wais, usenet o.fl. Að mati Odds hætti fólki einmitt til að sjá ekki skóginn fyrir tiján- um; alnetið sé ekki veraldarvefurinn með sínum grúa skrautlegra upp- lýsingalinda, heldur snúist það frek- ar um ráðstefnurnar á netinu, 26.000 talsins, þar sem fólk komi saman til að ræða um allt á milli himins og jarðar, „alnetið byggist fyrst og fremst á samskiptum ein- staklinga og þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir.“ í upphafi var alnetið nánast eins og þorp þar sem allir þekktu alla, en það hefur tekið stórstígum breyt- ingum, „frá því að vera eins og villta vestrið í nútímalega stór- borg,“ segir Odd, með samfélags- þjónustu, bókasöfn, ráðgjöf, ráð- húsi, borgarstjórn aðstoð o.fl., en þann heim sem er að myndast kalla menn cyberspace upp á ensku, en netheima á íslensku. Þessi þróun er mjög merkileg að mati Odds, og hann leggur einnig áherslu á að í netheimum séu að myndast mál- samfélög ólíkra tungumála, í stað enskunnar sem hefur verið ráðandi tungumál á alnetinu. „Á ferð minni um Suður-Ameríku fyrir skemmstu kynntist ég því að þar eru menn mjög áhugasamir um að byggja upp alnetssamband á sínu móðurmáli, og ég er reyndar þeirrar skoðunar að enskuáhrifin séu stórlega ofmet- in, því menn hafa einfaldlega ekki gert sér grein fyrir því hve önnur málsamfélög á alnetinu eru þegar orðin sterk vegna þess að þeir skilja ekki tungumálið. Það vita til að mynda fáir að allir helstu bankar Brasilíu eru komnir á alnetið, en endalaust er hægt að lesa um bandaríska banka. Enskumælandi fólk er ekki nema 15% prósent íbúa heimsins, 15% prósent tala rómönsk mál og 40% lesa kínverskt letur. Við teljum ósjálfrátt að enska sé móðurmál alnetsins, en með tíman- snyrti- og gjafavöruverslun, Miðbæ - Háaleitisbraut 58-60, sími 581 3525. SKOVERSLUN DOMUS MEDICA - KRINGLUNNI Tegund: CAMEL BOOTS 118 10 Litir: Svart, brúnt. Verð: 14.995,-. Stærðir: 39-48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.