Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Kaupfélög hafa stofnað innkaupafyrírtækið Búr ehf. í samvinnu við Nóatún og Olíufélagið hf. Markmiðið að fá lægsta mögulega verð Morgunblaðið/Þorkell ÞEIR Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Kaupfélags Árnesinga og Einar Jónsson, hjá Nóatúni sitja í stjórn hins nýja innkaupafyrirtækis, Búrs ehf. NOKKUR kaupfélög hafa í sam- vinnu við Ólíufélagið hf. og Nóatún stofnað fyrirtækið Búr ehf. sem ætlað er að annast innkaup og birgðahald á nýlenduvörum fyrir hluthafa. Markmiðið er að ná fram lægsta mögulega innkaupsverði hjá innlendum og erlendum framleið- endum og heildsölum í krafti stærð- ar og tryggja sem lægstan tilkostn- að við innkaup, birgðahald og dreif- ingu á nýlenduvörum. Fyrirtækið hyggst reka tvær birgðastöðvar, eina í Reykjavík og aðra á Akur- eyri. Meðal þeirra kaupfélaga sem eiga aðild að fyrirtækinu eru Kaup- félag Eyfirðinga, gegnum dótturfé- \ag sitt, Samland hf., Kaupfélag Árnesinga, Kaupfélag Suðurnesja, Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfé- lag Húnvetninga, Kaupfélag Hér- aðsbúa og KASK. Samanlögð velta hluthafa félagsins á matvörumark- aði nemur um 10 milljörðum króna. Stefnt að góðu samstarfi við heildsala og framleiðendur Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Árnes- inga, hefur verið kjörinn stjórnar- formaður hins nýja félags. „Á mat- vörumarkaðnum hér á landi er eitt mjög stórt fyrirtæki Baugur hf., sem kaupir af innflytjendum og framleiðendum ásamt því að flytja inn vörur,“ sagði Þorsteinn í sam- tali við Morgúnblaðið um aðdrag- andann. „Velta þeirra verslana sem standa að því nemur samtals 10 milljörðum á matvörumarkaðnum. Næst kemur fyrirtæki með 3 milij- arða í veltu og þar fyrir neðan eru fyrirtæki með 1-2 milljarða. Eðli- lega hefur Baugur hf. náð hag- stæðari kjörum hjá innflytjendum og framleiðendum en önnur fyrir- tæki á markaðnum. Það náðist samkomulag hjá Nóa- túi, kaupfélögunum og Olíufélaginu að taka höndum saman og stofna fyrirtæki sem sæi um innkaup fyr- Það er gaman að grilla á nýju „MÍNÚTU-SNERTIGRILLUNUM" Nýju „mínútu-snertigrillin" frá Dé Longhi eru tilvalin þegar þig langar í gómsætan grillmat, kjöt, fisk, grænmeti eða nánast hvað sem er. Þú getur valið um 2 stærðir á stórgóðu jólatilboðsverði, kr 7.650, - eða kr. 8.530,- >Fonix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 ir hönd þeirra og næði betri kjör- um. Það er þekkt að stærstu aðil- arnir á markaðnum hafa fengið betri kjör heldur en aðrir og við teljum því hægt að ná fram tals- verðum ávinningi. Við gerum ráð fyrir að fá ekki lakari viðskiptakjör hjá framleiðendum og heildsölum en stærsti aðilinn hefur, þar sem um svipaða veltu verður að ræða hjá Búri.“ Aðspurður kvaðst hann telja að þetta myndi leiða til frek- ari samþjöppunar innflutningsfyr- irtækja og þau yrðu fremur mark- aðsfyrirtæki en dreifingarfyrir- tæki. „Þá teljum við einnig unnt að ná fram verulegri hagræðingu með stærri pöntunum og fleiri langtíma- samningum. Þáð er stefnt að því að góðu samstarfi við framleiðend- ur og innflytjendur þannig að hag- ræðingin nái alla leið frá þeim inn í verslanirnar. Við höfum hugleitt innflutning en það mun ráðast af því hvernig þróunin verður." Innkaup hefjast um áramót Stefnt er að því að hefja inn- kaupasamstarfið þegar um áramót- in með innkaupum á þurrvöru og er sá þáttur u.þ.b. þriðjungur af matvöruveltu viðkomandi verslana. EKKI virðist vera talið mikið svig- rúm á innlendum fjármagnsmark- aði fyrir heildsölubanka af því tagi sem hópur fjárfesta með Sjóvá/Al- mennar og VÍS í broddi fylkingar hefur rætt um að setja á fót. Bent er á að lánastofnanir hér á Iandi séu þegar of margar og því engin þörf fyrir fleiri. Hins vegar geti nýtt fyrirtæki þó alltaf skapað sér svigrúm með skeleggri samkeppni. Hér á landi eru starfandi nokkrir fjárfestingalánasjóðir og á starf- semi þeirrá um margt skylt við starfssvið heildsölubanka. Þar má nefna sem dæmi Fiskveiðasjóð og Iðnlánasjóð. Helsti munurinn er sá hérlendir fjárfestingalánasjóðir hafa ekki heimild til innlánsvið- skipta og veita fyrirtækjum aukin- heldur ekki rekstrarlán, líkt og tíðk- ast meðal erlendra heildsölubanka. Ekki þörf fyrir fleiri lánastofnanir Bragi Hannesson, forstjóri Iðn- lánasjóðs, segist ekki sjá mikið svig- rúm fyrir nýja lánastofnun hér á landi. „Málið er að það eru allt of margar lánastofnanir á innlenda lánsfjármarkaðnum í dag og því vantar ekki fleiri. Ég sé því ekki nokkurn grundvöll fyrir svona banka,“ segir Bragi. Hann bendir á að eftirspurn eftir lánum hafi minnkað töluvert á undanförnum árum en á sama tíma hafi orðið mjög lítil fækkun í lánastofnunum. Að auki hafi lífeyrissjóðirnir verið að færa sig sífellt meira inn á þenn- Hvert fyrirtæki mun sjálft annast dreifingu varanna frá birgðastöðv- unum til sinna verslana og sagðist Þorsteinn eiga von á að sú dreifing yrði boðin út. Þorsteinn svaraði því neitandi hvort hann teldi hættu á því að samkeppnisyfirvöld myndu hafa einhver afskipti af væntanlegu inn- kaupasamstarfi fyrirtækjanna. „Samkeppnisyfirvöld hafa gefið þær yfirlýsingar að samstarf Hag- kaups og Bónus um Baug flokkist undir eðlilega viðskiptahætti. Þar- afleiðandi hlýtur okkar samstarf að vera metið á sama hátt, enda verður áfram full samkeppni milli an markað, meðal annars með þátt- töku í skuldabréfaútboðum fyrir- tækja. Bragi bendir hins vegar á að enn vanti nánari útfærslu á þessum hugmyndum og því sé erfitt að segja til um hvert svigrúmið yrði. Ef þessi fjárfestingahópur færi til dæmis út í það að kaupa einhveijar stofnanir sem fyrir eru á markaðn- um, t.d. Búnaðarbankann eða ís- landsbanka, þá horfði málið öðru vísi við. „Mér finnst sú leið mun líklegri til árangurs en sú að setja á fót nýja lánastofnun," segir Bragi. Góð samkeppni getur skapað svigrúm Már Elísson, framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs, segir að nýtt fyrir- tæki af þessu tagi gæti alltaf skap- að sér svigrúm á þessum markaði með öflugri samkeppni. „Þetta velt- ur mikið á því hvort þessir aðilar eru að velta því fyrir sér að kaupa sig inn i þá banka eða lánastofnan- ir sem fyrir eru á markaðnum eða hvort að þeir eru að hugsa um að setia á fót nýtt lánafyrirtæki sem færi út í að taka lán og endurlána.“ Már bendir á að mjög öflug fyr- irtæki standi að baki þessari hug- mynd og því geti þau eflaust lagt til talsvert mikið hlutafé, sem væri auðvitað ein af forsendum þess að koma slíkum banka á fót. Hins veg- ar þyrfti fyrirtækið að leita á mark- aði hér heima eða erlendis eftir meira fjármagni, ef einhver veru- legur vöxtur í útlánum þess ætti allra þessara fyrirtækja.“ í birgðastöðinni verða kjör ein- stakra aðila ákveðin með hliðsjón af því magni sem viðkomandi kaup- ir. „Hinn stærsti mun hafa hlut- fallslega mestan hag af þessu,“ sagði hann. Varðandi fyrirkomulag birgðastöðvarinnar sagði Þorsteinn að ákveðið hefði verið að semja við þriðja aðila um að annast rekstur- inn og stæðu yfir viðræður um það mál. Fleiri matvöruverslunum verður gefinn kostur á aðild að Búri hf. að uppfylltum vissum skilyrðum. En sú spurning vaknar hins vegar hvort ekki sé hætta á að samstaðan að eiga sér stað. Þá tæki það ailtaf ákveðinn tíma að vinna fyrirtækinu traust á mörkuðum, og þá sér í lagi erlendis þar sem erlendir bank- ar séu eðlilega mjög varfærnir í sínum viðskiptum. Því muni það væntanlega taka nýtt fyrirtæki af þessu tagi nokkurn tíma að ná þar fótfestu. Hann bendir þó á að svigrúm geti verið að finna í inniánastarf- semi og kaupum á hlutabréfum í stað lána. Þetta séu svið sem að erlendir heildsölubankar fari gjarn- an inn á en Fiskveiðasjóði sé það hins vegar ekki heimilt. Bankarnir geta mætt þessari samkeppni Viðskiptabankar hér á landi hafa sinnt lánsfjárþörf innlendra fyrir- tækja að hluta til fram til þessa. Ef af stofnun sérstaks heildsölu- banka yrði myndi hann væntanlega taka til sín hluta af þessum lánveit- ingum. Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra viðskiptabanka, segir að bankarnir hafi, líkt og aðrir aðilar á fjármagnsmarkaönum hér á landi, séð þennan markað breytast mjög mikið á undanförnum árum og breytingarnar séu ef til vill meiri en menn geri sér almennt grein fyrir. „Það hafa komið til ýmiss konar nýjungar sem bankarnir hafa þurft að keppa við og þeir hafa kappkost- að við að mæta _þeirri samkeppni," segir Finnur. „Eg held að það sé meðal aðildarfyrirtækja Búrs bresti eins og varð raunin í samstarfi kaupfélaganna á árum áður. „í við- ræðum milli þessara fyrirtækja hefur náðst mikil samstaða og í stofnsamningi hafa þau skuldbund- ið sig til áð kaupa allar þessar vöru- flokka í gegnum Búr. Fyrirtækið verður rekið með eins lágum til- kostnaði eins og hægt er og er ekki ætlað að skila hagnaði." Auk Þorsteins sitja í stjórn fé- lagsins þeir Einar Jónsson, varafor- maður, hjá Nóatúni og Hannes Karlsson, frá Samlandi á Akureyri. Framkvæmdastjóri verður Sigurð- ur Á. Sigurðsson. hægt að segja að bankarnir hafi staðið sig ágætlega hvað þetta varðar. Þeir hafa aðlagað sig að breyttum veruleika og munu halda áfram að gera það.“ Hann bendii' jafnframt á að batnandi afkoma bankanna að undanförnu þýði að þeir séu nú betur í stakk búnir en áður til þess að mæta nýrri sam- keppni, ef af henni verður. Möguleikar fyrirtækja á er- lendum lántökum takmarkaðir Möguleikar íslenskra fyrirtækja til að nýta sér milliliðalaust þjón- ustu erlendra heildsölubanka eru takmarkaðir. Samkvæmt því sem næst verður komist takmarka al- þjóðlegir heildsölubankar útlána- starfsemi sína við u.þ.b. 1.000 stærstu fyrirtækin í Evrópu, en heildsölubankar í einstökum aðild- arríkjum beina augum sínum fyrst og fremst að innlendum fjármagns- markaði. Ástæðan er sá kostnaður sem fylgir því að verða sér út um upp- lýsingar um erlenda markaði og fyrirtæki á þeim, sér í lagi ef um smærri fyrirtæki er að ræða. Hins vegar hafa nokkur íslensk einka- fyrirtæki, og hins opinbera, haft beinan aðgang að lánum hjá heild- sölubönkum á undanförnum árum. Þar má meðal annars nefna Lands- virkjun, og stærri fyrirtæki á borð við Flugleiðir og Eimskip. Smærri fyrirtækin hafa hins vegar þurft að fara í gegnum innlendu fjárfest- ingalánasjóðina. Forsvarsmenn fjárfestingalánasjóða efins um svigrúm fyrir heildsölubanka Lánastofnanir eru nú þegar of margar 1 I ) ) > j )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.