Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umboðsmaður Alþingis um málefni Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka íslands Ohæfilegnr dráttur á staðfestingu reglugerðar UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að óhæfílegur dráttur hafi orðið á að komið yrði á starfhæfri stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna Út- vegsbanka íslands og að gengið yrði frá endurskoðaðri reglugerð fyrir sjóðinn í samræmi við ákvæði laga nn 7/1987 þar um. Þá telur umboðsmaður aðfinnsluvert að fjármálaráðuneytið skuli hafa látið hjá líða að staðfesta reglugerð fyrir sjóðinn og er því beint til ráðuneytisins að það tryggi að líf- eyrissjóðir starfi samkvæmt stað- festum reglugerðum. Umboðs- maður telur einnig að birta beri staðfestar reglugerðir lífeyrissjóða í B-deild Stjórnartíðinda en það hefur ekki tíðkast til þessa. EKKI er búið að dreifa afruglurum Stöðvar 3 til áskrifenda og verður það gert í einu átaki í janúar, að sögn Úlfars Steindórssonar, fram- kvæmdastjóra Stöðvar 3. Hann segir hluta af afruglurunum komna til landsins en ákveðið hafi verið að bíða til að allir fengju þá samtímis. „Þetta er sérstök aðgerð sem þarf að meðhöndla sem slíka, fyrst afruglaramir voru ekki komnir til landsins þegar við hófum áskriftarsölu. Það verður ekki gert í litlum skömmtum og með flýti, heldur að vandlega yfirlögðu ráði í einu áhlaupi," segir Úlfar. Málið er tilkomið vegna kvört- unar fyrrum starfsmanns Útvegs- bankans vegna hækkunar vaxta á skuldabréfí sem Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka ísíands var eigandi að og að sú reglugerð sem sjóðurinn virtist starfa eftir hefði ekki verið staðfest af fjár- málaráðuneytinu. Reglugerðin er frá 1983 og var ekki staðfest af fjármálaráðherra, né var sett ný reglugerð um sjóð- inn, eins og þó var kveðið á í íög- um nr. 7/1987 vegna sölu Útvegs- bankans eða stjórn sjóðsins skipuð svo sem mælt var fyrir um í fyrr- greindum lögum. Fram kemur að hátt á áttunda ár leið áður en ný reglugerð var Bitnar ekki á áskrifendum Hann segir að samningurinn við framleiðendur afruglaranna hljóði upp á ákveðin skil sem hafi stað- ist, þannig að málið strandi ekki á þeim. Þetta komi ekki á neinn hátt niður á áskrifendum stöðvar- innar og í raun þvert á móti eins og fram komi í niðurfellingu áskriftargjalds i desembermánuði. Því sé hins vegar ekki að neita að eftirspurnin hafi verið miklum mun meiri en forsvarsmenn Stöðar 3 áttu von á, en þegar það hafi komið í ljós hafí verið ákveðið að dreifa tækjunum samtímis til allra. sett sjóðnum og finnur umboðs- maður að þvi hvernig að var stað- ið, þar sem fyrri reglugerð er skeytt við nýju reglugerðina sem viðauka og kveðið á um að fara beri eftir henni ef ekki er að finna fyrirmæli í nýju reglugerðinni sem er í átta greinum. Telur umboðs- maður að þessi vinnubrögð séu ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Vextir lækkaðir Stjórn Eftirlaunasjóðsins tók þá ákvörðun á miðju þessu ári að lækka vexti á skuldabréfum sjóðs- ins hjá þeim sem greiddu hærri vexti og hefðu látið af störfum hjá bankanum eftir 1. maí 1987, þar sem í ljós hafi komið að sam- ræmis hafi ekki verið gætt við vaxtabreytingar. Umboðsmaður telur því ekki ástæðu til frekari afskipta af sinni hálfu vegna þess- arar kvörtunar en tekur ekki af- stöðu til hugsanlegs endurkröfu- réttar vegna þegar greiddra vaxta. Þá telur umboðsmaður ástæðu til þess að fjármálaráðuneytið hafí forgöngu um athugun á því hvort ástæða sé til að samræma ákvæði í reglugerð Eftirlaunasjóðs starfs- manna Útvegsbankans vegna lág- marksiðgjaldagreiðslutíma ákvæðum í reglugerð Eftirlauna- sjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans, en upplýst er að breytingar á þessum reglugerð- um hafi iðulega haldist í hendur. I ákvæðum reglugerðarinnar frá 1983 eru réttindi bundin til- teknum iðgjaldagreiðslutíma, en öll ákvæði af þessum toga eru afnumin í reglugerð Eftirlauna- sjóðs Landsbanka og Seðlabanka í ársbyijun 1988 nema réttur til makalífeyris er bundinn 12 mán- aða lágmarksiðgjaldagreiðslutíma. Stöð 3 Afruglurum dreift í janúar Leiðsögn sálarinnar Fullorðinsfræðsla Páls 1 frumkristni Dr. Clarence E. Glad NÝLEGA kom út bókin Paul and Philodemus. Adaptabilify in Epicurean and 'Early Chrístian Psyc- hagogy (Páll og Fílodem- os. Sveigjanleiki í epikúr- ískri og frumkristinni sál- gæslu) eftir dr. Clarence E. Glad hjá forlaginu E.J. Brill. Það hefur aðsetur í Hollandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi og útibú í 126 löndum. Forlagið sér- hæfir sig í útgáfu fræðirita og þykir mjög kröfuhart. Hvernig gengur svona útgáfa fyrir sig? „Bókin er að stofni til endurskoðuð doktorsrit- gerð, en um þriðjungur textans var skrifaður sér- staklega fyrir bókina. Út- gáfuferlið hófst í árslok 1992 með því að ég lagði handrits- drög fyrir ritstjórn ritraðarinnar. Þegar samþykki hennar lá fyrir voru þrír sérfræðingar látnir gagnrýna handritið og veita fræði- lega umsögn. Þegar þeir veittu samþykki sitt tóku ritstjórar for- lagsins við. Prófessor Malherbe við Yale háskóla, einn fremsti sér- fræðingur heims í Nýja testament- isfræðum, var ritstjóri minn. Bók- in kom svo út nú í september. Þetta útgáfuferli gerir að ýmsu leyti strangari kröfur en doktors- ferlið. Það koma fleiri fræðimenn við sögu.“ - Um hvað fjallar bókin? „Pál postula og fullorðins- fræðslu samtíma hans. Páll mót- aði fyrstu kristnu samfélögin og leiðbeindi þeim með bréfum sín- um. Ég íjalla um upplýsingar sem lesa má úr bréfunum um leiðsögn Páls og þá sveigjanlegu sálgæslu- aðferð sem hann lagði til að kristnu söfnuðirnir tileinkuðu sér. Ég tel að það sé náinn skyld- leiki með skóla Páls og því sem sjá má í heimspekiskóla Epikúr- inga, ekki síst í Napólí og Aþenu. Þetta kemur vel fram í riti eftir Fílodemos og snertir bæði kennsluhætti og leiðbeiningar- hlutverk Epíkúringa. Leiðtoga- hlutverkið hjá þeim var ekki fast- mótað félagslegt fyrirbæri heldur sveigjanlegt. Menn gátu gengið í hlutverk leiðtoga eða kennara ef þeir sönnuðu sig.“ - Var Páll ekki strangur og ósveigjanlegur? „Hann stóð vissulega fast á sínu. En festa hans og sveigjan- leiki var hluti af algengu leiðsagn- armunstri þessa tíma. Maður átti að vera fastur fyrir gagnvart þeim sem lifðu í löstum eða voru þijósk- ir og þurftu á harðri gagnrýni að halda. Hins vegar var maður sveigjanlegur gagnvart minni máttar og þeim veikgeðja. Páll talar um veika og sterka. Því hefur verið haldið fram að þar vísi hann til stöðu manna í þjóðfélaginu. Ég vil hins vegar meina að þetta séu sálfræðileg hugtök. Hann eigi við þá sem eru veik- geðja pg hina sem hafa sálar- styrk. I þessu er ég á skjön við flesta fræðimenn en færi rök fyrir því að heimspekingar notuðu þessi hugtök til að lýsa manngerðum." - Hvernig birtist sveigjanleiki Páls? „Hann sagðist vera orðinn öll- um allt, til að geta áunnið sem flesta. Þar styðst hann við leið- sagnarmunstur sem átti meðal annars við um stjórnmálaleiðtoga og smjaðrara - að vera sveigjan- legur og geta höfðað til fjöldans. Páll var einmitt gagnrýndur fyrir þetta, því stjórnmálaforinginn og ►Dr. Clarence Edvin Glad fæddist á Sauðárkróki 1956 og ólst upp þar, í Stykkishólmi og Reykjavík. Hann varð stúdent frá MH 1975, BA í guðfræði frá Continental Bible College í Belgíu 1979, nam hebresku við Hebrew University í Jerúsalem 1979, lauk embættisprófi í guð- fræði og BA-prófi í heimspeki og jrrísku frá Háskóla íslands (HI) 1983, Ph.D-prófi í Nýja testamentisfræðum frá Brown University í Bandaríkjunum 1992. Hann hefur einnig lokið námi í kennslufræði til kennslu- réttinda við HÍ. Clarence stund- ar fræðistörf með styrk frá Rannsóknarráði íslands og Guðfræðistofnun HÍ auk stundakennslu við HÍ. Kona hans er Kolbrún Baldursdóttir, deildarsljóri og yfirsálfræðing- ur á móttöku- og meðferðar- deild Meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinjga. Dætur þeirra eru Karen Aslaug og Harpa Rún. smjaðrarinn þóttu í ýmsu ámælis- verðir.“ - Hver var Fílodemos? „Hann var uppi á 1. öld f.Kr. og ritaði „Hina opinskáu gagn- rýni“ sem geymir fyrirlestra skólastjóra Epíkúringa í Aþenu sem hét Zenon. Handritið týndist sennilega í Vesúvíusargosinu 79 e.Kr. og fannst ekki fyrr en í lok 18. aldar. Það hefur aldrei verið þýtt úr grísku, en ég hef unnið að þýðingu á því ásamt fjórum bandarískum fræðimönnum und- anfarin ár og er stefnt að útgáfu ritsins á ensku 1997. Það er nokkuð tilviljanakennt hvaða áhersluþættir verða ofan á í notkun hinna ýmsu kirkjudeilda og trúarhefða á helgiritum og fer eftir ríkjandi viðhorfum þegar mótandi aðilar eru uppi. í augum Lúthers var Páll fyrst og fremst mikill guð- fræðingur sem ijallaði um synd mannsins og náð Guðs. Páll sjálfur setur reyndar þetta sveigjanlega leiðsagnarmynstur í guðfræðilegt samhengi og vísar til Jesú Krists sem sinnar fyrir- myndar. Slíkar hugmyndir voru ræddar í fornkirkjunni, m.a. í Alexandríu." Hvaða lærdóm má draga af þessum rannsóknum? „Þetta er fræðirit sem væntan- lega fer í flest háskólabókasöfn í heimi og verður notað í doktors- námi nemenda. Ef draga má lær- dóm af þessu þá er hann sá að menn ættu að taka ríkjandi hefð- um með ákveðnum fyrirvara og fara varlega í að túlka texta frá öðrum tímum sögunnar einvörð- ungu á forsendum nútímans." Sveigjaniegur gagnvart minni máttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.