Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ - I' I I I ; ! i j í I 5 I i i i i i < < < < < < I IMYJAR HUOMPLOTUR FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 73 Má kynna: Aka Hansen Egill Ólafsson hefur haft í nógu að snúast á árinu og þar á meðal hefur hann hljóðritað fjórar ólíkar breiðskífur. A einni bregður hann sér í gervi hljómsveitar- stjórans Aka Hansen úr Þreki og tárum Olafs Hauks Símonarsonar. að þau séu valin inní leikverk- ið með tilliti til kringum- stæðna þess. „Öll þessi lög eiga það sammerkt að hljóta vinsældir hér, í flutningi ís- lenskra flytjenda. Mörg iag- anna éru erlend, en þó eru þarna íslensk lög innan um, eftir höfunda eins og Ingi- björgu Þorbergs, Tólfta sept- ember, Magnús Ingimarsson, Ólaf Gauk o.fl. • Það kemur þægilega á óvart hvað íslensku lagasmíðarnar eru góðar og oftar en ekki skáka þær þeim erlendu." Mikil fjölbreytni Morgunblaðið/Einar Falur maður aukinheldur sem hann út- setur líka í félagi við sveitina. „Þetta eru eðalmúsíkantar, spila allt og eru læsir á alla tónlist og gaman að vinna með þeim.“ EGILL Ólafsson segir að það hafi verið gaman að riíja upp tónlist bernskunnar. .,Eg var lítill strákur á þeim tíma sem verkefnið tekur til,“ segir Egill. „og tónlistin frá tímabilinu lætur því kunnuglega í eyrum. Ég kom in í verkefnið þegar Ólafur Haukur hafði valið dijúgan hluta laganna, ég reyndi svo að velja til viðbótar lög senf síður hafa heyrst frá þessum tíma, en eru engu að síður eftirminnileg, en það er reyndar merkilegt hve mikið af tónlist frá árunum 1950 til 1962 er fersk og góð.“ Hann segist vera að öllu leyti sáttur við þau lög sem Ólafur Haukur valdi og leggur áherslu á Egill segir fjölbreytnina mikla á plötunni. „í verkinu eru lögin nær 30, en á plötunni rúmast 15 lög og eru það einsöngslög, kvart- ettlög, dúettar, tangóar, jass- þættir, mambó og svo rok'k. Út- setningar skiptast nokkuð jafn á milli, því mannval í hljómsveit Áka Hansen er mikið. Hljómsveitin sem er í raun Tamlasveitin, er skipuð auk Eg- ils, Birni Thoroddsen, Eiríki Erni Pálssyni, Gunnari Hrafnssyni, Jónasi Þóri, Stefáni S. Stefáns- syni og Ásgeiri Óskarssyni. Auk Egils syngja leikararnir Edda Heiðrún, Hilmar Snær, Vigdís Gunnarsdóttir, Örn Árnason, Stefán ■ Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Elva Ósk og fleiri. Egill segist vera umsjónar- Takmarkaður vettvangur Egill kemur víða við sögu fyrir þessi jól eins og svo oft áður; hann er gestur á plötu Ásgeirs Óskarssonar, er fremstur meðal jafningja á breiðskífu Tamlasveit- arinnar og leikur að auki Áka Hanser, í hljómsveit hans. Hann segir þó að ekki sé allt upp talið, hann hafi einnig lokið upptökum á breiðskífu með Birni Thoroddsen, sem komi út í febrú- arlok, aukinheldur sem hann hef- ur tekið upp efni á breiðskífu með framúrstefnu-danspoppi með 3tol. „Vettvangurinn er tak- markaður hér á landi og til þess að fá fullnægingu úr því sem maður er að gera verður þetta að vera svona.“ Léttpoppuð Mjöll TONLIST Gcisladiskur MJÖLL Geisladiskur Mjallar Hólm. Söngur: MjöII Hólm. Tölvuforritun: Júlíus Jónasson og Þórir Úlfarsson. Gítar. Sigurgeir Sigmundsson og Einar Einarsson í einu lagi. Hijómborð: Július Jónasson og Þórir Ulfarsson. Saxófónn: Ari Daníel. Bassi: Júlíus Jónasson. Stjóm upptöku: Júlíus Jón- asson. Hljóðblöndun: Július Jónasson og Þórir Ulfarsson. J. Jónasson gefur út. Dreifmg: Skifan. Verð 1.999 krónur. MJÖLL Hólm var á árum áður í hópi þekktustu söngkvenna á ís- landi og hefur alltaf haldið sínu striki, þótt minna hafi bor- ið á henni nú í seinni tíð. Hún sannar það hins vegar á nýrri geislaplötu sinni, að hún er í toppformi og satt að segja minnist ég þess ekki að hafa heyrt hana betri en einmitt á þessari plötu. Annað sem kemur á óvart við þessa plötu er að Mjöll hefur ekki fallið í þá freistni að velja á plötuna gamla „standarda" frá því á gullaldar- árunum heldur er hún byggð á frumsömdum lögum eftir þá Agnar Steinarsson og Júlíus Jónasson, sem mörg hver standa vel fyrir sínu. Tónsmíðar þeirra Agnars og Júl- íusar bera það með sér að þeir hafa haft tölvuvædd hljómborð við hönd- ina enda er undirleikur að miklu leyti unnin á hljóðgervla. Það hefur mér alltaf þótt veikleiki á plötum, en þessi sleppur þó furðu vel því þeir Júlíus og Þórir Úlfarsson, sem annast hljómborðsleik, hafa passað sig á að ofhlaða. lögin ekki með strengjum og lúðrablæstri, eins og mönnum hættir stundum til þegar tölvugræjur eru nærri. Lögin eru líka mörg hver léttpoppuð og því eflaust bæði hagræðing og sparnað- ur sem hlýst af þessu fýrirkomu- lagi. Gott dæmi um þetta léttpopp er Sá við sál, Prinsessa og Sek eða saklaus. En Agnar og Júlíus eiga líka mildari tóna í lagasafni sínu, eins og Einhvern dag, sem er eitt besta lag plötunnar að mínu mati. Þar á Sigurgeir Sig- mundsson gott inn- legg á gítar, sem og raunar víðar á þess- ari plötu. Mér finnst Mjöll takast best upp á rólegri nótunum og auk áðumefnds lags þeirra Agnars og Júlíusar eru lögin Aðeins eina nótt og Þú lýsir mér leið, sem bæði em af er- lendurrt uppruna, vel heppnuð í flutn- ingi Mjallar. Þegar á heildina er litið geta aðstandendur þessarar plötu vel við unað og ekki síst Mjöll sjálf, sem sannar hér að hún stendur enn fyllilega fýrir sínu. Sveinn Guðjónsson MJÖLL Hólm: Stendur fyrir sínu. FLOTTIR A'OtUilti<cui <?AÉVU‘. PfHoNVáRPSÞ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.