Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 76
MewdCd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(a>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fj ármagnstekj u- skattur tekur ekki gildi um áramót NÚ ER ljóst að frumvarp um álagningu fjármagnstekjuskatts kemur ekki fram á Alþingi fyrir jól og verður ekki að lögum fyrir áramót eins og að var stefnt. Ás- mundur Stefánsson, formaður nefndar sem undirbýr álagningu skattsins og í eiga sæti fulltrúar allra þingflokkanna og aðila vinnu- markaðarins, segist gera sér vonir um að hægt verði að afgreiða málið til ríkisstjórnarinnar um miðjan janúar. í yfirlýsingu fyrri ríkisstjórnar um aðgerðir til að stuðla að auk- inni atvinnu, stöðugleika og kjara- jöfnun, sem gefin var 10. desember 1994, fyrir rétt rúmu ári, er við það miðað að lög um skattlagningu fjármagnstekna geti tekið gildi í ársbyijun 1996 og var nefndinni falið að miða störf sín við það. Áhersla á sátt í nefndinni Ásmundur sagði að hann hefði lagt mikla áherslu á að sátt yrði í nefndinni um niðurstöður hennar. Aðalatriðið væri ekki hvort skattur- inn tæki gildi um áramót eða ekki heidur að sátt yrði um tillögur nefndarinnar og þær nýttust til lagasetningar. „Ég trúi því að þau drög sem eru til umfjöllunar í nefnd- inni nú geti lagt grunn að slíkri niðurstöðu," sagði Ásmundur. Stefnt er að því að frumvarpið taki, auk vaxtatekna, til arðs, sölu- hagnaðar og húsaleigu. Ásmundur vildi ekki tjá sig um einstök efnisat- riði frumvarpsins, en sagði að hvað skattlagningu vaxtatekna varðaði væri byggt á tillögu Alþýðusam- bandsins þar um, en í henni er gert ráð fyrir flötum skatti á nafnvexti. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kaupfélög, Nóatún og Olíufélagið hf. stofna innkaupafyrirtækið Búr Sameinast um innkaup á nýlenduvörum Hyggjast reka birgðastöð í Reykjavík og á Akureyri NOKKUR kaupfélög hafa í sam- vinnu við Olíufélagið hf. og Nóa- túnsverslanimar á höfuðborgar- svæðinu stofnað fyrirtækið Búr ehf. sem ætlað er að annast inn- kaup og birgðahald á nýlenduvör- um fyrir hluthafana. Markmiðið er að ná fram lægsta mögulega innkaupsverði hjá innlendum og erlendum framleiðendum og heild- sölum í krafti stærðar og tryggja sem lægstan tilkostnað við inn- kaup, birgðahald og dreifingu á nýlenduvörum. Fyrirtækið hyggst reka tvær birgðastöðvar, önnur verður í Reykjavík og hin á Akureyri. Með- al þeirra kaupfélaga sem eiga að- ild að fyrirtækinu eru Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri, gegnum dótturfélag sitt, Samland hf., Kaupfélag Árnesinga á Selfossi, Kaupfélag Suðumesja í Jíeflavík, Kaupfélag Borgfirðinga í Borgar- nesi, Kaupfélag Austur-Húnvetn- inga á Blönduósi, Kaupfélag Hér- aðsbúa á Egilsstöðum og Kaupfé- lag Austur-Skaftfellinga á Höfn. Samanlögð velta hluthafa félags- ins á matvörumarkaði nemur um 10 milljörðum króna. Þeir stærstu fá betri kjör „Það er þekkt að stærstu aðil- arnir á markaðnum hafa fengið betri kjör heldur en aðrir og við teljum því hægt að ná fram tals- verðum ávinningi," sagði Þor- steinn Pálsson, stjórnarformaður Búrs í samtali við Morgunblaðið. „Við gerum ráð fyrir að fá ekki lakari viðskiptakjör hjá framleið- endum og heildsölum en stærsti aðilinn, Baugur hf. [innkaupafyr- irtæki Hagkaups og Bónuss] hefur fengið, þar sem um svipaða veltu verður að ræða hjá Búri.“ Stefnt er að því að hefja inn- kaupasamstarfíð þegar um áramót- in með innkaupum á þurrvöru og er sá þáttur u.þ.b. þriðjungur af matvöruveltu viðkomandi verslana. ■ Markmiðið/18 Slæmt aðgengi hreyfihamlaðra að Alþingi HREYFIHAMLAÐIR heimsóttu Alþingi í gærmorgun til að fylgj- ast með fjárlagaumræðunni, en að sögn Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Alþingis, var til- gangur heimsóknarinnar einnig að vekja athygli á slæmu aðgengi hreyfihamlaðra sem fylgjast vilja með þingfundum. Friðrik sagði að erfitt væri að bæta aðgengið að áheyrendapöllunum, m.a. vegna friðunar alþingishússins, og væntanlega yrði ekki hægt að bæta aðgengið nema með tengibyggingu milli þinghússins og húsa Alþingis vestan við það. Að sögn Friðriks voru 5 þeirra sem heimsóttu Alþingi í gær- morgun í hjólastólum og voru vaskir karlmenn fengnir til að aðstoða þá við að komast upp á áheyrendapallana. Fram- kvæmdastjórn Sjálfsbjargar í ít- rekaði gær mótmæli sín við fyrir- hugaðri aftengingu bóta lífeyris- þega við almennt vikukaup verkafólks. Islaad verður kært til EFTA-dómstólsins fyrst aðildarríkja EES Vörugjaldinu breytt í janúar Kveikt í sinu SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað út síðdegis í gær til að slökkva í sinu í Glerárhverfi, en eldurinn nálgaðist hús skammt undan. STJÓRN Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) ákvað á fundi sínum í gær- morgun að kæra ísland til EFTA- dómstólsins fyrir brot á samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið. ísland er fyrsta aðildarríkið, sem kært er til dómstólsins. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segist vona að hægt verði að leggja fram frumvarp í janúar til að bregðast við athugasemdum stofnunarinnar, og hún dragi þá kæru sína til baka, Kæran varðar tvö atriði í álagn- ingu og innheimtu vörugjalds hér á landi. Annars vegar telur ESA það bijóta EES-samninginn að áætla heildsöluálagningu innfluttrar vöru við útreikning vörugjalds, í stað þess að miða við raunverulegt verð eins og gert er við innlenda vöru. í öðru lagi telur ESA ólöglegt að veita innlendum framleiðendum gjaldfrest, en ekki erlendum. Frest- ur sá, sem ESA gaf íslenzkum stjómvöldum til að breyta þessum atriðum rann út í ágúst. Málið til dómstólsins upp úr áramótum Að sögn Hákans Berglins, blaða- fulltrúa ESA, verður nú hafizt handa um að ganga frá kærunni til EFTA:dómstóIsins. Hann segir að slíkt taki líklega tvær til þijár vikur, meðal annars þar sem þýða þurfi málsskjöl. Kæran fari því ekki til dómstólsins fyrir jól. „Við bú- umst við að hægt verði að senda kæruna til dómstólsins fljótlega upp úr hátíðunum," segir Berglin. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun undirbúningur málsins jafnframt taka nokkurn tíma hjá dómstólnum og dómur því ekki falla fyrr en að einhveijum vikum eða mánuðum liðnum. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að því miður hafí dreg- izt nokkuð að niðurstaða fengist í málinu, sem hefur verið til skoðunar í nefnd fjármálaráðuneytisins, Sam- taka iðnaðarins og stórkaupmanna. „Málið er flókið, varðar hagsmuni bæði iðnrekenda og innflytjenda og um leið verðlag í landinu. Á spýt- unni hangir einnig að vörugjaldið skilar verulegum fjármunum í ríkis- sjóð. Auk þess, sem breyta þarf gjaldtökunni, verðum við að sjá til þess að ríkissjóður verði ekki af verulegum tekjum,“ segir Friðrik. Ríkissjóður fær um þijá milljarða króna í tekjur af vörugjaldi. Friðrik segist eiga von á að nefnd- in skili niðurstöðu snemma í janúar. „Ef það tekst og ríkisstjórnin sam- þykkir að leggja fram frumvarp, trúi ég ekki öðru en ESA muni aftur- kalla rnálið," segir Friðrik. Hann segir að ýmsir möguleikar hafí verið skoðaðir í nefndinni, og að smám saman séu menn að verða sammála um leiðir. Hann segist hins vegar ekki vilja lýsa því nánar fyrr en nefndin hafi komizt að end- anlegri niðurstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.