Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dr. Zhang segir betri árangur hafa orðið af aðgerðinni á Hrafnhildi en búist hafi verið við Yiss von um 2 eða 3 stiga mátt á 5 stiga skala Morgunblaðið/Kristinn DR. Halldór Jónsson, yfirlæknir bæklunardeildar Landspítalans, Auður Guðjónsdóttir, móðir Hrafn- hildar, og dr. Zhang Shaoeheng, taugaskurðlæknir, þáðu boð frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, í gær. Frú Vigdís þakkaði dr. Zhang fyrir að hafa komið til íslands til að framkvæma læknisverk í þágu læknavisindanna og um leið í þágu mannúðar. Dr. Zhang þakkaði henni fyrir að hafa greitt fyrir því að hann kæmi til íslands. Meiri árangur hefur orðið af flókinni tauga- skurðaðgerð íslensks og kínversks læknis á tuttugu og tveggja ára gamalli íslenskri stúlku en haldið var eftir aðgerðina á mið- vikudaginn. Dr. Zhang Shaocheng, annar skurðlæknanna, lýsti yfír ánægju sinni með árangurinn í samtali við Onnu G. Olafs- dóttur í gær. TILFINNING Hrafnhildar Thoroddsen frá áverka- stað hefur vaxið hraðar en búist var við eftir að gerð var á henni flókin tauga- skurðaðgerð á miðvikudag. Dr. Zhang Shaocheng taugaskurð- læknir segir að hún hafí fengið tilfinningu 20 sm niður frá áver- kastað á einum sólarhring. Venju- lega væru sjúklingar mun lengur að öðlast aftur tilfinningu. Viss von er um að hún geti náð 2 eða 3 mætti á skalanum fímm í vinstri fótinn. Dr. Zhang, dr. Halldór Jónsson jr., yfirlæknir bæklun- ardeildar Landspítalans, og Auður Guðjónsdóttir, móðir Hrafnhildar, þáðu boð frú Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands í gær. Dr. Zhang segist ekki hafa orðið fyrir meiri heiðri á ævinni. „Ég er fæddur í Tangshanborg í Hebeifylki í Norður-Kína. Eftir að hafa lokið MA-gráðu við Changhai háskóla og hafið lækna- störf í Sjanghæ lenti ég í gífurleg- um jarðskjálfta þegar ég var í sumarfríi heima árið 1976. Yfir 200.000 manns létu lífið og sjálfur slasaðist ég lítilsháttar. Við höfum á orði í Kína að þegar menn sleppi lifandi úr svona hörmungum eigi þeir eftir að verða fyrir einhveiju öðru mjög sérstöku síðar á lífsleið- inni. Ferðin hingað til íslands er ef til vill sönnun þess,“ segir dr. Zhang Shaocheng um förina til íslands. Dr. Zhang segir ýmsar ástæður fyrir því að hann hafi ákveðið að gerast læknir. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi gerast læknir var að margir læknar eru í fjölskyldunni. Önn- ur ástæða er að þegar ég var lítill var ég oft veikur og þurfti á læknishjálp að halda. Ég hugsaði því með mér að ég vildi sjálfur verða læknir og bjarga öðrum. í Kína er talað um að tak- ist lækni að bjarga lífi manns verði það honum til ævarandi gæfu,“ segir hann. Hann dregur úr því að hann hafi bjargað mörgum mannslífum. „Ég valdi mér taugaskurðlækn- ingar af því að mér fannst meira spennandi að velta fyrir mér möguleikum á því sviði en að ganga beint að því að lækna brot. Mitt aðalstarf hefur því verið að tengja saman taugar og sauma útlimi á fólk. Ég bjarga s.s. ekki mannslífum þó ég fari nærri því,“ segir hann. Starfar í 1.200 rúma sjúkrahúsi Dr. Zhang staðfestir að fáir kín- verskir læknar taki að sér flóknar taugaskurðaðgerðir enda verði að fara saman þekking, reynsla, góð sjón og næmni í höndum. Hann hefur haft næg verkefni og fram- kvæmt um 1.000 skurðaðgerðir á sínu sviði, flestar á handleggjum, og oftast eftir vinnuslys. „Ég starfa á stóru opnu hersjúkrahúsi í Sjanghæ. íbúar í hverfinu í kring- um sjúkrahúsið eru um milljón og sjúkrahúsið er með 1.200 rúm í fjórum stórum byggingum. Þrjár eru fyrir almenning og ein er sér- staklega fyrir sjúklinga með erlend vegabréf. Tækjakosturinn er að langmestu leyti innfluttur, t.d. frá Japan, og þykir góður á kínversk- an mælikvarða,“ segir hann. Um 6.000 komur eru á sjúkrahúsið á hveijum degi að jafnaði. Hann sagði ómögulegt að full- yrða að ekki hefði verið gerð jafn- flókin aðgerð og aðgerðin á Hrafn- hildi á Vesturlöndum fyrr. „Vesturlöndin eru fjölmenn og engu hægt að slá föstu um slíkt. Hins vegar veit ég ekki til um árangur hafi náðst af svona aðgerð jafn- löngu eftir að slys hefur orðið. Venjulega er reynt að skera upp innan við tveimur árum eftir slys en Hrafn- hildur varð fyrir slysi fyrir sex árum,“ segir hann. Hann segir að mæna Hrafnhild- ar hafi reynst nokkuð mikið sködd- uð. „Mænan var svo mikið sködduð neðst að ekki var hægt að tengja í hana. Ofar var mænan sködduð á fleiri stöðum og ekki var hægt að eiga neitt við þá. Með hjálp örtækni tókst okkur hins vegar að mynda meira rými fyrir aðrar taugar til að gefa þeim tækifæri til að virka betur. Árangurinn hef- ur þegar orðið mjög góður því Hrafnhildur hefur fengið tilfinn- ingu 20 sm niður á einum degi. Venjulega, þegar aðgerð er fram- kvæmd innan við tveimur árum eftir að slys hefur orðið, vex til- fínningin um 10 sm eða svo á hálfu ári,“ segir hann. Taugatenging heimspeki Hann tekur fram að engin von sé til að Hrafnhildur nái fullkomn- um bata. „Fyrir aðgerðina gerði Hrafnhildur ekki annað en að halda holdum á vinstri fætinum. Eftir hana, ef við ímyndum okkur að máttur hafi fímm stig, er viss von um að hún geti náð 2 eða í besta falli 3 mætti. Ég get til sam- anburðar sagt þér að ef um hendi væri að ræða þýddi sá styrkur að hún gæti tekið upp hlut en hún gæti ekki tekið á,“ segir hann. „Ef tilfinningin liðast niður í fótinn er ýmislegt hægt að gera í framhaldi af því sem kæmi henni að gagni. Ég get t.d. nefnt að sameina vöðva og færa til vöðva til að hún geti hreyft fótinn eða tengja taugar áfram niður til að virkja aðrar taugar í fætinum," segir dr. Zhang og hann tekur fram að eins og nú sé háttað séu horfumar svo góðar að hann sé ekki að velta því fyrir sér að at- huga aðra mögleika til að færa mátt í vinstri fót Hrafnhildar, t.d. með því að tengja heil- brigðar taugar við taug- ar í efri hluta mænu hennar eða tengja taug- ar úr handlegg. Annars segir dr. Zhang að honum sé fremur illa við að spá fyrir um árangur hvort heldur er fyrir eða eftir aðgerðir. „Einu sinni sagði starfsfélagi minn að ákveðin tækni fælist í því að sauma saman æðar en ákveðin heimspeki í að tengja saman taug- ar,“ segir hann. „Engu er líkara en einhver dularfullur kraftur sé stundum á ferðinni, a.m.k. er eng- in trygging fyrir því að sami árangur náist þó sami skurðlækn- ir geri aðgerðir á tveimur einstakl- ingum vegna sama áverkans," segir hann. Stuðst er við þijár aðferðir til að mæla mátt sjúklings áður en hann getur farið að hreyfa vöðva eftir aðgerð. „Ein aðferðin er að beita skynprófí og reyndari læknar geta reynt að þreifa á vöðvanum. Hins vegar er best að nota raf- magnsmælitæki til að sýna hvað vöðvinn hefur tekið mikið við sér. Við erum með dönsk mælitæki í Kína og þau hljóta að vera til hér.“ Mestur heiðurinn að hitta frú Vigdísi Dr. Zhang segir að samstarfíð við dr. Halldór Jónsson jr., yfir- lækni bæklunardeildar Landspítal- ans, hafí gengið mjög vel enda sé Halldór mjög fær læknir. Þegar dr. Zhang var spurður að því hvort hann myndi skoða fleiri sjúklinga, sagðist hann hafa komið til Is- lands af því að heilbrigðisráðu- neytið hefði farið fram á að hann kæmi. Hann myndi fara eftir áætl- unum þess. Dr. Zhang sagðist mjöjg ánægð- ur með móttökurnar á Islandi en vona að ekki væri eytt miklu til þeirra, enda væri hann sjálfur ekki vanur miklum íburði heldur ynni mikið og lifði einföldu lífi. Hann sagði að mestur heiður sem hann hefði orðið fyrir á ævinni hefði verið að hitta frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands í gær. „Hún er mikill leið- togi,“ sagði hann. Hann sagðist halda að stór hluti kínversks almenn- ings vissi hver Vigdís væri. „Fyrir því eru nokkrar ástæður. Ég get nefnt að Vigdís var oft í fararbroddi í heim- sókn sinni til Kína og að ekki eru margir kvenforsetar í heiminum.“ Dr. Zhang tók fram að hann væri mjög ánægður með að hafa fengið tækifæri til að koma til íslands. „Ég hugsa að margir haldi að hér sé bara ís og snjór en auð- vitað fer því fjarri. Ég er mjög ánægður með að fá að koma hing- að og hafa fengið tækifæri til að hitta forsetann ykkar og þann mikilhæfa lækni sem Halldór Jóns- son er.“ Viðbúnaðar- áætlun Flug- málastjórnar „Fyllsta öryggis gætt“ ÞORGEIR Pálsson, flugmála- stjóri, sagði í gær að verið væri að leggja „síðustu hönd á smáatriði" viðbúnaðará- ætlunar, sem nota á til flug- umferðarstjórnar eftir ára- mót, og þar yrði fyllsta örygg- is gætt. Eftir fund Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) á miðvikudag kom fram að flugumferðarstjórar hefðu áhyggjur af áætluninni og af hálfu félagsins yrði félögum í sjálfsvald sett hvort þeir kæmu til vinnu eftir að upp- sagnir þeirra tækju gildi 1. janúar þótt þeim hefði verið gert að vinna fram yfir upp- sagnarfrestinn eins og heimilt er í lögum. „Þetta er á misskilningi byggt,“ sagði Þorgeir Páls- son. „Oryggi verður ekki skert með neinum hætti.“ Að sögn Þorgeirs er mark- mið flugumferðarstjórnar al- mennt tvíþætt. Annars vegar að tryggja aðskilnað flugvéla og öryggi þeirra og hins veg- ar að sjá til þess að ná sem mestri hagkvæmni fyrir flug- menn og flugfélög. Þorleifur Björnsson, for- ' maður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), sagði í samtali við Morgun- blaðið í fyrradag að hann hefði áhyggjur af því að við- búnaðaráætluninni fylgdi lítill sveigjanleiki, vélar yrðu að fljúga í ákveðinni hæð og erf- itt yrði að bregðast við frávik- um. Þorgeir Pálsson sagði að það yrði að draga úr sveigjan- leika með föstum flugferlum og það drægi úr hagkvæmni. Hagkvæmni yrði heldul' minni, en öryggi yrði óskert. Nú væri meðal annars verið að kanna hvernig viðbúnað- aráætlunin stæðist fyrri flug- umferð, með því að nota tölvuhermi, og enn hefðu eng- in vandamál komið í ljós. Að sögn Þorgeirs hefur Flugmálastofnun stöðugt samráð við Alþjóðaflugmála- stofnunina um þessi mál og er von á sérfræðingi hennar til íslands eftir helgina. Fulltrúar Alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra til íslands Einnig eru væntanlegir hingað til lands tveir fulltrúar Alþjóðasamtaka flugum- ferðarstjóra (IFATCA) í næstu viku vegna þess ástands sem skapast hefur í málefnum flugumferðarstjóra undanfarið. Þorleifur Björnsson sagði að áætlun Flugmálastjórnar, sem notast á við eftir áramót, hefði valdið IFATCA áhyggj- um. Einnig þætti sú mikla yfirvinna, sem hér er unnin að jafnaði, keyra úr hófi fram, enda þekktist slíkt ekki í ná- grannalöndunum. Að sögn Þorleifs koma Pre- ben Falkman Lauritsen, for- seti IFATCA, og Gunther Melchert, aðstoðarstjórnandi Evrópudeildar samtakanna, hingað til lands eftir helgi og verður haldinn með þeim blaðamannafundur. Að bjarga mannslífi færir gæfu Vinnur mikið og lífir einföldu lífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.