Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vitundarvígsla manns og sólar Dxxlfræöi fyrir þá sem leita. Bókin fæst í Bókahusinu, Skeifunni 8 Erlendar bækur um heimspeki og skyld efn.i. Námskeið og leshringar. Áhugamenn um þróunarheimspeki Box 4124, 124 Rvk., Fax 587 9777 Sími 557 9763 MINNINGAR GUÐMUNDA ÞORA STEFÁNSDÓTTIR + Guðmunda Þóra Stefáns- dóttir fæddist í Stardal, Stokkseyr- arhreppi, 1. janúar 1901. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Ljósheimum þann 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Þorsteinsson f. 21.10. 1869, d. 19.4. 1954 og Vigdís Gestsdóttir f. 20.5. 1874, d. 28.1. 1949. PF-125 telefaxtœkið hefur sannað sig sem faxtœki í háum gœða- flokki og hentar mjög veltil notkunar á heimilum og minni fyrirtœkjum PF-125 telefaxi Tæknileg lýsing: • l.blsarkamatari • 16 grátónar fyrir sendingar á ljósmyndum • Útprentun á sendi- og villuskýrslum • Sjálfvirkur faxdeilir • Tengi fyrir síma og símsvara • 216mm 15 metra móttökurúlla • íslenskur leiöarvísir ■■■■■■■■•■■■ ■■ n ■ ■>VXi TÆKNI- 0G TOLVUDEILD Heimilistæki hf. SÆTÚNI 8 • 105 REYKJAVÍK • sími 569 15 00 • beinn slmi 569 14 00 • fax 569 15 55 Systir hennar var Guðlaug f. 15.11.1897, gift Birni Þorleifs- syni, Þórukoti í Njarðvíkum. Þau eru bæði látin. Þann 15. maí 1924 giftist Guðmunda Kristjáni Sveins- syni frá Asum í Gnúpverja- hreppi f. 5. sept. 1891, d. 2. ágúst 1990. Guðmunda og Kristján eignuðust 6 börn. Þau ÉG SÉ hana ömmu mína fyrir mér, hvar hún stendur á hlaðinu í Geirakoti, einn sólbjartan morgun að áliðnu sumri. Hún horfir drykk- langa stund niður traðirnar, fram á mýri, virðir síðan fyrir sér austur- fjöllin, finnur angan sveitarinnar, nemur hljóðin. Segir ekkert. Kyrrð- in í svipnum lýsir þeirri ró og styrk sem innra býr. Ekkert bar nýtt fyrir augu þennan morgun, fjöllin í ijarska á sínum stað og grösugur Flóinn breiðir úr sér. Hún þekkir þetta vel, í þessu umhverfi lifði hún meira en sex tugi ára. Ég sé hana fyrir mér bardúsa í ISLÆMD HANDA TDLVUNOTANDAfÆIM íslandskort á disklingum fyrir PC og MAC tölvur. Verð 1950 kr. Þrjár gerðir saman á jólatilboðsverði 4.900 kr. HANOAFEEŒFAMANNINUM Vönduð kortamappa með 9 hlutakortum af öllu landinu. Ómissandi ferðaf élagi. Jólatilboðsverð: 5.900 kr. Greiðslukortapjónusta. Sendumsamdægurs ípóstkröfu um land allt. Dpið 10 -18 mánud. - föstud. og laugardaga til jóla 10 -16 L&l JukJ Kúji lÍSsfaMS Á Gefum góðay ISLANDS KORTAVERSLUN • LAUGAVEGI178 • REYKJAVIK • SIMI533 4010 eru: Sveinn f. 1925, kvæntur Aðalheiði Edilonsdóttur; Katrín, f. 1926, gift Guðmundi Aage- stad; Stefán, f. 1927, lést 1970, kvæntur Önnu Borg; Sigrún, f. 1929, gift Gunnari Kristmundssyni; Steinþór, f. 1931 og Ólafur f. 1949, kvæntur Maríu Hauksdóttur. Guðmunda og Krislján hófu bú- Hæli í Gnúpverja- skap að hreppi 1924 en fluttu árið 1929 að Geirakoti í Flóa þar sem þau bjuggu síðan svo að segja allan sinn aldur. Barnabörnin eru 17 og langömmubörnin eru orðin 34. Útför Guðmundu fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. eldhúsinu, hita vatn í stórum pott- um, baka vínarbrauð með sultu. Heyra hana spyija hvernig ný- borna kvígan mjólki, hvort einhver ærin hafi verið borin í morgun. Allt er gert af sömu trúmennsk- unni og hlýjunni. Virðingin fyrir náttúrunni, því lífi og björg sem hún gefur er aldrei langt undan. Ég minnist þeirra systranna ömmu og Laugu sitja í stofunni litlu, pijónamir tifa og margt er skrafað. Það er talað í lágum hljóð- um, aldrei sagt of mikið, bara nóg. Langar þagnir á milli en prjónam- ir í höndunum stóm og hlýju stoppa ekki, sífellt verið að starfa. Svo hefur önnur máls, hin tekur undir, afi kemur inn og leggur orð í belg og fram sprettur ljóslifandi frásögn af löngu liðnum atburðum og fólki, rifjaðar upp stökur og kvæði. Gamla fólkið yljar sér við minning- ar liðinna tíma. Heimurinn' hljóður fyrir utan, en þó allur inni í þess- ari stofu. Það var ljúft að sofna í kotinu hjá ömmu og afa, út frá skvaldri gamla fólksins, aldamóta- kynslóðarinnar sem mundi tímana tvenna. Móðuramma mín, Guðmunda Þóra Stefánsdóttir, var sá fulltrúi þeirrar kynslóðar sem ég kynntist best. Það var mér hollt veganesti sem barni og óhörðnuðum unglingi að kynnast sýn hennar á veröldina. En hver var konan, sem fæddist í byijun aldarinnar og upplifði öra þróun tækni og þæginda, en þekkti líka skort og fátækt af eigin raun? Hvaða hugsanir sóttu hana heim þegar hún sat þögul við hannyrðir? Við þekktum lundina léttu, hlát- urinn sem svo auðvelt var að laða fram, bjartsýpina og trúna á það góða í öllum mönnum. Minnumst hálfkveðinna vísna um drauma sem komu fram. Hún naut kyrr- látra stunda með bók í hendi, hún hélt sig til hlés, flíkaði engu. Sagð- ist sjálf telja það sína gæfu í lífinu að hafa aldrei kynnst öðru en góðu fólki. Hvert var það afl sem hún var drifin af, hvaðan kom henni æðru- leysið og krafturinn til að standa eins og klettur í hafinu, óhaggan- leg, líka í stórsjó? Því víst komu erfiðar stundir. Á síðari æviárum hennar varð mér ljóst að það var trúin, einlæg og efalaus trúin á Guð almáttugan, sem bæði gefur og tekur. Þangað sótti hún kraft- inn. Södd lífdaga, sátt við Guð og menn kvaddi hún þennan heim. Gekk kvíðalaus og reiðubúin til fundar við ástvini sína hinu megin. Að sá fræjum umburðarlyndis og kærleika í hjörtu samferða- manna sinna er mikið dagsverk. Elsku amma mín, ævinlega verð ég þakklát fyrir þig. Hvíl í friði. Guðmunda Gunnarsdóttir. „Að vera jákvæður" var það sem börnin í 7. bekk dóttur minnar voru sammála um að væri það mikilvægasta í lífinu. Ég er viss um að þessum börnum famast vel á lífsleiðinni ef þau hafa þetta allt- af hugfast. Guðmunda, eða gamla amma, eins og börnin mín kölluðu langömmu sína oft, virðist mér hafa lifað sínu langa lífi með þetta hugfast. Ég kom fyrst á heimili Guðmundu og Kristjáns í Geira- koti fyrir 17 árum með Kristjáni Sveinssyni þá kærasta mínum. Mér þótti þetta látlaust og hlýlegt heim- ili og var mér vel tekið. Ferðirnar í Geirakot urðu síðan margar og sótti Kristján maðurinn minn alltaf í sveitina til afa og ömmu enda hafði hann eytt öllum sumrum í æsku sinni á þessu heimili. Börnin okkar komu síðan oft í sveitina og hafa þau einnig kynnst sveitalífinu í gegnum allar sögurnar sem pabbi þeirra hefur sagt þeim og alltaf tengjast á einhvern hátt lífinu í sveitinni hans. Guðmunda ávarpaði Kristján oft sem „frænda", sem mér þótti fyrst sérkennilegt en hefur síðan þótt vera eitt af hlý- legu og jákvæðu orðatiltækjunum hennar Guðmundu. Seinna meir eftir að Guðmunda fór að gista hjá syni sínum í Kópa- vogi hittu börnin mín oftar langömmu sína. Þau muna eftir stóru „gull“-skálinni hennar sem alltaf leyndist nammi í og ekki síð- ur öllum hlýju fötunum sem hún pijónaði handa þeim og þau ganga enn í. Við hittum Guðmundu síðast fyrir 3 vikum á Ljósheimum og þá var hún ekki síður jákvæð en alltaf áður þrátt fyrir að farið væri að draga af henni. Ég hafði orð á því við hana að hún væri alltaf svo jákvæð og þá sagði hún að það væri gott að hafa létta lund og sagði síðan að sr. Valdimar Briem á Stóra-Núpi hafi eitt sinn ort til sín vísu sem var svona: Gott er að hafa létta lund líknarfúsa blíða. Láta ekki neina stund ónotaða líða. Hún fór með hana nokkrum sinnum og sagði mér að ég skildi leggja hana á minnið og ég gæti kannski notað hana við eitthvert tækifæri. Ekki gerði ég mér grein fyrir að þetta væri síðasta heimsókn mín til þessarar jákvæðu konu en Kristján sagði á leiðinni yfir heið- ina aftur að sér fýndist hann vera að kveðja ömmu sína í síðasta sinn. Ef afkomendur Guðmundu eiga eftir að tileinka sér þetta jákvæða lífsviðhorf sem hún hafði þá eiga margir ánægðir einstaklingar eftir að vaxa úr grasi. Sigríður Hjörleifsdóttir. Guðmunda Þóra Stefánsdóttir fæddist að Stardal á Stokkseyri en fluttist fimm ára gömul að Breiða- mýrarholti í sömu sveit. Þaðan var faðir hennar ættaður og munu átt- hagarnir hafa togað. Eftir tíu ára dvöl í Breiðumýrarholti brast heilsa móður hennar sem náði sér aldrei eftir það. Faðir hennar brá þá búi og fór til prestanna á Stóra-Núpi, séra Olafs V. Briem og sr. Valdi- mars vígslubiskups og sálmaskálds. Fylgdi Guðmunda honum í hina nýju vist, en Guðlaug systir hennar fór til náinna skyldmenna. Heimilið á Stóra-Núpi var með mestu menningarheimilum í sveit- um sunnanlands og naut Guð- munda þess á unglingsárum sín- um. Enn meiri gæfa hennar var að árið 1919 kom ungur maður úr næsta nágrenni hennar að Núpi og gerðist ráðsmaður prestanna. Það var Kristján Sveinsson frá Ásum, menntaður úr Flensborgar- skóla og hvers manns hugljúfí. Felldu þau Guðmunda brátt hugi saman. Mér hefur verið sagt að þau hafi þótt fallegt par. Eitt af störfum Kristjáns á Stóra-Núpi var hringjarastarfið. Þá sat hann í stiganum upp við klukkuturninn. I í € I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.