Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sig. Jóns. LOFTUR Eiríksson söng- með kór Fjölbrautaskóla Suðurlands. Aðventutónleikar á Selfossi um helgina Einsöngur Lofts Erl- ingssonar vakti sérstaka athygli EINSONGUR Lofts Erlingssonar með kór Fjölbrautaskóia Suðurlands á aðventutónleikum í Selfosskirkju vakti mikla athygli og hrifninu. Loft- ur, sem hefur verið við söngnám í Englandi, söng með kómum lagið Þá forðumtíð við undirleik Steinunn- ar Elfu Úlfarsdóttur undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Söng Lofts var fagnað lengi og innilega. Tónleikamir fóm fram 10. desember og voru vei sóttir. Alls komu fram á tónleikunum tíu söngkórar, einn bjöllukór og tvær lúðrasveitir. Tónleikar þessir em árlegir og rennur afrakstur þeirra til uppbyggingar í Selfoss- kirkju. Að þessu sinni gáfu tónleik- arnir af sér 160 þúsund krónur sem fara til kaupa á litlu kirkjuorgeli. Tónleikarnir þykja vera merki um þróttmikið starf á tónlistarsviðinu á Selfossi. Innan kirkjunnar starfa þrír kórar, kirkjukór, unglingakór og barnakór, en kirkjukórinn á sér 50 ára starfsafmæli á næsta ári. Þá eru þrír kórar hjá skólunum, kór Fjölbrautaskólans, kór Sandvíkur- skóla og kór Sólvallaskóla. Karlakór Selfoss stendur á gömlum merg sem og Samkór Selfoss. Kór eldri borg- ara á sér fimm ára sögu og Bjöllu- kór Sandvíkurskóla gefur alltaf tón- leikunum sérstakan tón. Lúðrasveit Selfoss og Skólalúðrasveit Selfoss komu einnig fram á tónleikunum. Það er gaman að grilla á nýju „MÍNÚTU-SNERTIGRILLUNUM" Nýju „mínútu-snertigrillin" frá Dé Longhi eru tilvalin þegar þig langar í gómsætan grillmat, kjöt, fisk> grænmeti eða nánast hvað sem er. Þú getur valið um 2 stærðir á stórgóðu jólatilboðsverði, kr. 7.650, - eða kr. 8.530,- ÆOmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Morgunblaðið/Kári Jónsson HÓPUR yngri nemenda Tón- listarskóla Arnessýslu á Laugarvatni eftir jólatónleik- ana ásamt kennara sínum, Gíslínu Jónatansdóttur. Jólatónleik- ar á Laug- arvatni Laugarvatni - Börn og unglingar i Laugarvatnsdeild Tónlistarskóla Arnessýslu héldu tónleika í Barna- skólanum á Laugarvatni sunnudag- inn 10. desember sl. Flutt voru um 20 verk af ýmsum toga. Leikið var á orgel, píanó, gít- ar og sungið við undirleik á píanó. Mikil gróska er nú í tónlistarskólan- um á Laugarvatni og augljóst að mikill metnaður er í starfinu. Fjöldi áheyrenda var á tónleikunum. Nýtt safnaðarheimili á Bolungarvík Morgunblaðið/Gunnar Hallsson PRESTARNIR Baldur Vilhelmsson prófastur, Gunnar Björnsson prestur í Holti í Önundarfirði, Agnes Sigurðardóttir, Jónas Guð- mundsson sýslumaður og Benedikt Bjarnason safnaðarfulltrúi. Bolungarvík - Nýtt og glæsilegt safnaðarheimili var formlega tekið í notkun og vígt í Bolungarvík sl. sunnudag. Á þeim degi voru 87 ár liðin frá vígslu Hólskirkju, en hún var vígð 6. desember 1908. Safnað- arheimilið sem er 300 m2 að flatar- máli er á efstu hæð í íbúðarhús- næði aldraðra við Aðalstræti sem tekið var í notkun fyrir um tveimur árum. Vígsluathöfnin hófst á táknrænni athöfn er kertaljós frá altari Hóls- kirkju var flutt inn í hið nýja safnað- arheimili og Jón Fr. Einarsson fyrr- verandi formaður sóknarnefndar Hólssóknar tendraði af því ljós á kertum safnaðarheimilisins, og þannig mynduð tengsl milli sÓknar- kirkjunnar og safnaðarheimilisins. Þá var vígður nýr flygill sem safnaðarheimilinu var færður að gjöf. Gefendur eru minningarsjóður kirkjukórs Bolungarvíkur um Sig- urð E. Friðriksson söngstjóra, sem lést 17. febrúar 1991, og Jónatan Einarsson, börn og tengdabörn til minningar um Höllu P. Kristjáns- dóttur eiginkonu Jónatans en hún lést 16. ágúst 1992. Af þessu tilefni lék Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir tengda- dóttir Jónatans og Höllu á hið nýja hljóðfæri kafla úr franskri svítu í G-dúr eftir J.S. Bach. Þá söng Kirkjukór Bolungarvíkur undir stjórn Hannesar Baldurssonar, en kirkjukórinn átti á þessu ári 50 ára starfsafmæli, en hann var formlega stofnaður 10. ágúst 1945. Séra Gunnar Björnsson prestur í Holti og fyrrum sóknarprestur Bolvíkinga las guðspjall dagsins og ávörp fluttu Einar Jónatansson for- maður sóknarnefndar, Benedikt Bjarnason safnaðarfulltrúi og séra Agnes M. Sigurðardóttir sóknar- prestur Bolvíkinga. Að lokum blessaði séra Baldur Vilhelmsson prófastur hið nýja safnaðarheimiii. Að vígsluathöfn lokinni var boðið til kaffisamsætis Hvolsvöllur Hús Tónlistar- skólans lagfært Hvolsveili - MIKLAR endurbætur hafa nú verið gerðar á húsnæði Tónlistarskóla Rangæinga á Hvols- velli. Húsið hefur verið klætt að utan og innandyra hefur allt verið málað og ný gólfefni sett á allan skólann. Að sögn Agnesar Löve, skólastjóra, er hér um mikla bragar- bót að ræða og telur hún að óvíða sé jafn vel búið að tónlistárkennslu og á Hvolsvelli. Áhugi fyrir tónlistarnámi fer nú vaxandi og til marks um það má geta þess að fjórar íjölskyldur festu kaup á píanóum sl. haust og verður það að teljast allnokkuð á ekki stærri stað. Nemendafjöldi í vetur er um 230 og er kennt á 6 stöðum í Rangárvallasýslu. Helga í Sinfóníuhljómsveit æskunnar . Einn nemandi skólans, Helga Árnadóttir frá Hellu sem lauk 5. stigi í þverflautuleik, í vor hefur nú verið tekin inn í Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar. Helga iauk grunn- skólaprófi sl. vor og stundar nú nám við Fjölbrautaskólann á Selfossi. Agnes telur það mikla viðurkenn- ingu fyrir Tónlistarskóla Rangæ- inga að Helga skuli hafa komist í hljómsveitina. sem kirkjunefnd kvenfélagsins Brautarinnar stóð fyrir. Heildarkostnaður 26 milljónir Framkvæmdir við byggingu íbúða fyrir aldraða við Aðalstræti hófust árið 1988 og sá Jón Frið- geir Einarsson byggingameistari um byggingu hússins fyrir Bolung- arvíkurkaupstað. Rishæðin var síðan formlega af- hent Hólssókn, frágengin að utan og tilbúin undir tréverk og máln- ingu að innan, hinn 20. janúar 1994 og við uppgjör námu heildargreiðsl- ur til Bolungarvíkurkaupstaðar 14,5 milljónum króna. Það sama ár var ákveðið að hefj- ast handa við að innrétta sam- kvæmt tillögu Helga Hjálmarssonar arkitekts, og að undangengnu út- boði var samið við Sigurð Olafsson húsasmíðameistara um verkið, en tilboð hans í verkið var 5,4 milljón- ir króna. Húsgögn í safnaðarheimilið voru valin í samráði við arkitekt og var heildarkostnaður við kaupin um 3 milljónir króna, þá voru keypt tæki í eldhús fyrir um 700 þúsund kr. Heildarkostnaður við safnaðar- heimilið er því um 26 milljónir króna og hefur það verið Ijármagnað fram að þessu með eigin fé safnaðarins, skammtímalánum og framlagi úr jöfnunarsjóði sókna. Tilkoma safnaðarheimilisins mun gerbreyta allri aðstöðu til safnaðar- starfs hér í Bolungarvík. Sóknar- prestur fær þarna starfsaðstöðu og mun hafa þar fasta viðtalstíma. Þá er hér kominn fastur sama- staður fyrir annað safnaðarstarf svo sem fermingarfræðslu, æsku- lýðsstarf og starfsemi kirkjukórs auk fundaraðstöðu fyrir sóknar- nefnd og aðstöðu til varðveislu skjala og gagna sóknarinnar. Einn- ig hefur verið rætt um að nýta húsnæðið fyrir félagsstarf eldri borgara. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson BARNAKOR Reykhólaskóla söng nokkur lög. Aðventukvöld í Reykhólakirkju Miðhúsum - Aðventukvöld í Reyk- hólakirkju var haldið laugardaginn 9. desember og hófst kvöldið með því að Steinunn Rasmus kennari lék á píanóið sónötu op. 55 nr. 1 eftir Fr. Kuhlau. Að því loknu söng Samkór Reyk- hólahrepps nokkur lög en kórfélag- ar eru víðsvegar að úr hreppnum. Þar mátti sjá Einar Hafliðason, bónda í Gufudal, og Jóhannes Gísla- son, bónda í Skáleyjum, en þeir eiga lengst að sækja á æfingar. Söng- stjóri er Haraldur Bragason, skóla- stjóri Tónlistarskólans á Reykhólum og organisti Reykhólaprestakalls. Næst á dagskránni var að Freydís Daníelsdóttir og Haraldur léku á flautu saman eitt lag. Þá söi barnakór úr Reykhólaskóla nokk lög, þar á meðal Bjart er yfir Betl hem. Sr. Bragi Benediktsson prófast las jólasögu og síðan sungu si karlmenn, sem eru félagar í Sai kórnum, nokkur lög. Að lokum söi svo Samkórinn og m.a. tvö lög e: ir söngstjórann. Síðasta lagið se kórinn söng var Slá þú lijarta hörpustrengi etir J.S. Bach. í lok stóðu allir upp og sungu Heims u ból. Kirkjan var vel sótt og þétt sel enda hljómar kirkjan vel og svo kvöld lyftir byggðarlaginu örlíi hærra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.