Morgunblaðið - 15.12.1995, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 57
I
i
j
I
1
i
I
I
J
j
i
í
í
I
3
j
j
j
I
<
<
í
í
f
i
i
<
i
MINIMINGAR
ANNA SIGRIÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
+ Anna Sigríður
Míagnúsdóttir
var fædd 9. október
1918 í Hattardal-
skoti við Álftafjörð.
Hún lést í Landspít-
alanum 30. nóvem-
ber síðastliðinn.
Anna Sigríður var
næstyngsta barn
hjónanna Magnúsar
Hannibalssonar og
Ólínu Kristínar Ól-
afsdóttur. Systkini
Önnu eru: Guð-
mundína Sigríður
Magnúsdóttir (hálf-
systir), d. 1950; Kristján, f.
1907, d. 1910; Guðrún, f. 1908,
d. 1978; Kristjana, f. 1910, d.
1937; Sigurborg, f. 1911, d.
1993; Högni, f. 1913; Guðmunda
Lilja, f. 1916, d. 1995, og Þor-
gerður, f. 1925.
Anna giftist ung Þorsteini
Jörundi Péturssyni. Hann lést
eftir stutta sambúð. 1943 giftist
Anna Kristjáni Einarssyni, þau
bjuggu á Lambastöðum í Lax-
árdal og síðar á Höskuldsstöð-
um. Frá 1984 bjuggu þau í
Dvalarheimili aldr-
aðra í Búðardal.
Börn þeirra eru:
Kristín, f. 27.4.
1944, maki Þórður
Guðmundsson; son-
ur Kristínar er Gísli
Jónsson. Hlíf
Krisljánsdóttir, _ f.
7.3. 1946, maki Ól-
afur Magnússon;
börn Hlífar Anna
Kristín Sigur-
björnsdóttir og
Bjarni Þór Sigur-
björnsson. Einar
Kristjánsson, f.
26.7. 1948, maki Dóra Guð-
mundsdóttir; dætur þeirra
Anna Helga og Guðrún Björk.
Magnús Kristjánsson, f. 22.9.
1957, maki Erla Guðbjartsdótt-
ir; dóttir þeirra Þórunn Anna;
synir Magnúsar og fyrri konu
hans, Rósu Jósepsdóttur, eru
Jósep, Kristján, Andrés Smári
og Helgi Pétur. Barnabarna-
börnin eru orðin þijú.
Útför Önnu Sigríðar fer
fram frá Bústaðakirkju í dag
og hefst athöfnin kl. 13.30.
MIG setti hljóðan, þegar ég frétti
lát Önnu Magnúsdóttur, móðursyst-
ur minnar, sem andaðist fimmtu-
daginn 30. nóvember síðastliðinn.
Ég hafði skömmu áður hitt hana i
íbúðinni þeirra Kristjáns í Silfurtúni
í Búðardal, sem bar heiti jarðarinn-
ar þeirra, Höskuldsstaðir. Að vanda
veitti Anna kaffi og meðlæti og var
glöð í bragði.
Ekki átti ég von á því, að þetta
væri í síðasta sinn, sem ég ætti
eftir að hitta hann hérna megin
grafar.
Það var oft venja mín, þegar
leiðin lá frá Reykjavík vestur að
Reykhólum, að líta við hjá Önnu
og Kristjáni og ræða við þau um
landsins gagn og nauðsynjar.
Ætíð var gaman að hitta þau
og Anna oft glettin og gamansöm
í viðræðum okkar.
Hún gat stundum farið nánast
á kostum hvað snerti spaugsyrði
og gáska. Kunni ég vel að meta
það og vildi gjarnan eiga hana að
sem kunningja og vin.
Þegar við hjónin komum saman
til Önnu og Kristjáns, þá lenti það
oft í hlut konunnar að tala við
Önnu á meðan við Kristján ræddum
þau dægurmál, sem efst voru á
baugi hverju sinni.
Ég stend í mikilli þakkarskuld
við Ónnu og Kristján fyrir allar
góðu stundirnar, sem við hjónin
áttum á heimili þeirra á langri leið
okkar vestur að Reykhólum.
Lífsstarf þeirra hjónanna var við
landbúnaðarstörf, fyrst á Lamba-
sstöðum í Laxárdal og síðar á
Höskuldsstöðum í sömu sveit. Það
var því sveitin, sem var vettvangur
lífs þeirra, jörðin, sem þau ræktuðu
og eijuðu og búsmalinn, sem þau
önnuðust um með stakri prýði og
eljusemi.
Sjálfsagt hafa þau stundum
hugsað um ljóðlínurnar fornu, sem
segja: „Bóndi er bústólpi, bú er
landstólpi, því skal hann virður
vel,“ sem koma fyrir í ljóðinu hans
Jónasar Hallgrímssonar, þjóð-
skáldsins og náttúruunnandans.
En það var einkenni Önnu og
systra hennar að meta mikils ljóð
og ljóðlist og hafa gjarnan fögur
kvæði á takteinum í viðræðum við
fólk.
En nú er lífsskeiðið á enda runn-
ið, ljóðin þögnuð, en minningin lifir
fögur og björt um góða konu, sem
ól upp börnin sín í striti daganna
og veitti þeim hlýju og blessun elsku
sinnar. Þau þakka henni samleiðar-
sporin og árin mörgu í sveitinni.
Og kunnugt er mér um það, að
barnabörnin voru henni hjartfólgin
og gaf hún þeim ákveðinn skammt
af kærleika sínum og hlýju. Þau
sakna vinar í stað, þegar amma
þeirra er horfin jarðneskum sjónum
þeirra.
Guð blessi minningu þeirra um
hana.
Þegar starfskraftarnir dvínuðu
og þau Anna og Kristján töldu sig
ekki lengur fær um að stunda hefð-
bundinn búskap í nútíma stíl, þá
eftirlétu þau Magnúsi syni sínum
jörðina á Höskuldsstöðum. Hann
stundar þar sauðfjárbúskap eins og
foreldrar hans gerðu.
Við leiðarlok hugsa ég til móður-
systur minnar og bið henni blessun-
ar Guðs. Kristjáni færi ég innilegar
samúðarkveðjur okkar hjónanna og
afkomendum öllum.
Guð styrki þau í söknuði þeirra.
Bragi Benediktsson.
Elsku amma, nú er hún dáin og
hugurinn fer á flug. Það er svo
margs að minnast. Hún amma mín
elskaði okkur öll og einnig dýrin,
sem hún tók að sér.
Mamma sagði mér frá því þegar
hún var að gefa Blesa mjólk og
hann vissi hvaðan hún kom. Stund-
um átti hann það þá til að ýta á
bæjarhurðina og biðja um meira.
Hið sama var að segja um heim-
alninginn, sem var heima á túni öll
sín ár. Hann kom gjarnan á
gluggann í kaffitímanum til að biðja
um kleinu. Hvað hundana snerti,
þá var þeim ekki úthýst úr eldhús-
króknum, þótt þeir væru jafnvel
blautir og óhreinir.
Kötturinn Hróa stökk út og inn
um eldhúsgluggann heima á Hös-
kuldsstöðum ásamt hinum köttun-
um og vildi gjarnan vera þar, sem
amma var. Kötturinn Hróa stökk
út og inn um eldhúsgluggann heima
á Höskuldsstöðum ásamt hinum
köttunum og vildi gjarnan vera þar
sem amma var.
Ég man eftir eggjakökunum, sem
hún bjó til áður en ég fór í skólann
á morgnana, hlýju sokkunum og
vettlingunum, sem hún var sífellt
að pijóna á okkur barnabörnin og
raunar fleiri.
Hún átti líka alltaf eitthvað gott
í munninn, þegar gest bar að garði.
Hún amma mín var ekki í lífs-
gæðakapphlaupi og átti aldrei mik-
ið af skrauti eða stássi.
Hún elskaði bækur og ljóð voru
hennar uppáhald. Má þar nefna
skáldin Jóhannes úr Kötlum, Davíð
Stefánsson og Jónas Hallgrímsson,
svo að einhveijir séu nefndir.
Með þessum orðum kveð ég þig,
elsku amma mín. Við biðjum góðan
Guð að styrkja elsku afa í sorg
hans og aðra sem syrgja ömmu.
Blessuð sé minning þín, amma
mín. Við kveðjum við með þessum
orðum:
Þökk fyrir langa trú og tryggð
og tár og strit og raun. Þökk fyrir
langa dáð og dyggð og Drottinn sé
þín laun.
Gísli Jónsson.
HREINN SÆVAR
SÍMONARSON
+ Hreinn Sævar Símonarson
fæddist á Akureyri 23. jan-
úar 1951. Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
31. október síðastliðinn og fór
útför hans frani frá Akureyrar-
kirkju 8. nóvember.
SÆVAR vinur okkar er dáinn.
Þetta var harmafregn er okkur
barst 31. október sl. Við sem töldum
hann á batavegi sl. sumar og hann
væri að sigrast á þeim sjúkdómi er
hann hafði átt við að stríða sl. ár.
Upp í hugann koma margar minn-
ingar frá þeim samverustundum er
við áttum saman í uppvextinum og
skal minnst á nokkrar þeirra hér.
Hversu gott það var að eiga þig
sem vin og félaga og í hverju sem
á gekk. Þú varst traustur vinur sem
ætíð var hægt að reiða sig á. Ég
man fyrst eftir þér þegar við vorum
á leið í skólann, Hreiðarsskóla, í
fyrsta sinn. Við vorum í fylgd
mæðra okkar, tveir sex ára gamlir
snáðar. Við urðum strax miklir vin-
ir og síðan hafa þessi vináttubönd
haldist. Öll barnaskólaárin vorum
við saman í bekk og allt fram í
gagnfræðaskólann. Það gekk varla
hnífurinn á milli okkar þessi fyrstu
skólaár og oft vorum við spurðir,
hvort við værum bræður eða jafn-
vel tvíburar, svo mikið vorum sam-
an.
Og fljótt var ég eins og e'inn úr
fjölskyldu þinni. Við fórum með
Kidda og Dísu yfir í sumarbústað
og eins Jóni og Ingu. Það var verið
að taka til, setja niður kartöflur,
taka upp og planta tijáplöntum o.fl.
o.fl. Og þú talaðir um reitinn sem
þú og mamma þín áttuð og það var
auðséð hversu ánægður þú varst
yfir honum.
Ég var í sveit bróðurpartinn úr
sumrinu um tíma, en alltaf hitt-
umst við jafn góðir vinir sem fyrr.
Og alltaf var nóg að gera, við unnum
hjá Kidda, bundum dýnur, boruðum
kústa og pússuðum lok. Og síðast
en ekki síst var gripið í spil mörg
kvöld á löngum vetrum.
Nú, það var svo eitt vorið að fað-
ir minn veiktist og móðir mín þurfti
að fara suður. Þá var ekkert mál
fyrir þau á Brekkugötu að taka mig
og systur mína í fóstur í nokkurn
tíma. Síðan urðum við félagarnir
þrír um tíu ára aldurinn og áfram
var haldið við leik og störf og ekki
var vináttan minni hjá okkur þrem-
ur. Fórum saman í sumarbúðir og
útilegu, stofnuðum kvikmyndafélag
og þar af leiðandi eru til lifandi
myndir af okkar samverustundum.
Þegar við byijuðum að vinna sum-
arvinnu fórst þú að vinna hjá Kidda
frænda þínum, á dívanavinnustof-
unni og þar hefur þinn áhugi á
smíðum vaknað. Það átti síðan fyrir
þér að liggja að læra þá iðn. Oft
hittumst við þar og spjölluðum um
eitt og annað er fyrir okkur kom
eða ofarlega var á baugi í þjóðfélag-
inu og fylgdist Kiddi þá ætíð vel
með og tók þátt i samræðum. Þama
lá alltaf vel á þér og var það auð-
fundið hversu vel þú kunnir við þig
við smíðar og handverk. Þó við hitt-
umst á heimilum hver annars var
það svo að langoftast komum við
saman á þínu heimili á Brekkugötu
15. Þú varst alla tíð heimakær og
mikill fjölskyldumaður. Þannig liðu
þessi bernskuár okkar sem við
minnumst með hlýju og söknuði.
Við minnumst þess er við hjóluðum
þrír saman Eyjafjarðarhringinn,
sumir nýbúnir að eignast tvíhjól og
áðum við Kristnes og borðuðum
nestið, sem mun nú ekki hafa verið
margbrotið, þar sem við héldum að
við værum hálfnaðir, en annað kom
nú í ljós. Það kom þó ekki til greina
að gefast upp þrátt fyrir að leiðin
væri miklu lengri en við héldum,
ferðinni skyldi lokið.
En nú hefur þú lokið þínu ferða-
lagi í þessu lífi og heldur áfram
þinni för á öðrum stað. Það á víst
fyrir okkur öllum að liggja, en erf-
itt er að sætta sig við að leiðin
skuli ekki verða lengri hjá sumum
en raun varð á hjá þér, elsku vin-
ur. Við munum ætíð minnast þín
og þeirra mörgu góðu stunda er við
áttuih saman í uppvextinum.
Elsku Kittý, þú sem hefur staðið
svo dyggilega með manni þínum í
veikindum hans við þennan ill-
skeytta sjúkdóm. Við sendum þér
og börnum ykkar okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Og elsku Fidda,
þú sem misst hefur þitt eina barn,
við sendum þér okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Missir ykkar allra
og sorg er mikil. Megi góður Guð
hjálpa ykkur og vernda.
Oli og Jóhann Karl.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum, er
sýndu okkur samúð og velvilja við and-
lát og útför
ÁSLAUGAR ÞORSTEINSDÓTTUR
frá Dýrastöðum.
Sérstakar þakkir til starfsmanna A-
deildar á Sjúkrahúsi Akraness og starfs-
manna Dvalarheimilis aldraðra, Borgar-
nesi.
Guð blessi ykkur.
Halldór Klemenzson,
Þorsteinn Guðbergsson, Þuríður Ingimundardóttir,
Gunnar Guðbergsson,
Guðmundur Lind Egilsson,
Ástríður Björk Steingrímsdóttir,
Ragnheiður Steinunn Hjörleifsdóttir,
Óðinn Sigurgeirsson,
Kristín Halldórsdóttir,
Haukur Halldórsdóttir,
Klemenz Halldórsson,
Guðrún Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JAKOB SIGURÐSSON,
Stóragerði 21,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
mánudaginn 18. desember kl. 13.30.
Gyða Gisladóttir,
Ingibjörg Jakobsdóttir, Ómar Hafliðason,
Sigrfður Jakobsdóttir, Sveinn H. Gunnarsson,
Ásdis Ó. Jakobsdóttir, Daníel Jónasson,
Ásgeir Már Jakobsson, Guðrún Pálsdóttir,
Valgerður Jakobsdóttir, Þórarinn Sigurjónsson,
Gunnar Örn Jakobsson, Olga S. Marinósdóttir,
Gyða Jakobsdóttir, J. Halldór Haralz,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Norðureyri,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 10. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Valdfs Þ. Guðnadóttir,
Ingveldur Jónsdóttir, Georg Þorvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURJÓNA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Vesturgötu 44,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavfkurkirkju
laugardaginn 16. desember kl. 13.30.
Ólafur Helgason,
Guðrún Ólafsdóttir, Helgi Ólafsson,
Elsa Ólafsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir,
Hulda Ólafsdóttir, Ólafía Ólafsdóttir,
tendabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.