Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C/D *raimM*feift STOFNAÐ 1913 287. TBL. 83. ARG. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Forsetar Serbíu, Króatíu og Bosníu undirrita í París samkomulag um frið í Bosníu „Grípið þetta tækifæri og bregðist ekki börnum ykkar" Paris, Sarqjevo. Reuter. SAMKOMULAG um frið í Bosníu- Herzegóvínu var undirritað í París í gær. Leiðtogar Serbíu, Króatíu og Bosníu, Slobodan Milosevic, Franjo Tudjman og Alija Izet- begovic, undirrituðu friðarsáttmál- ann sem vonast er til að bindi enda á 3'/2 árs blóðbað í Bosníu en það hefur kostað yfir 200.000 manns lífið og hrakið um 2 milljónir frá heimilum sínum. Leiðtogarnir vör- uðu þó við því að friðurinn væri enn sem komið er aðeins á pappírnum. „Við finnum það í dag að sárin eru enn ekki gróin," sagði Izetbegovic og Milosevic sagði að langur tími liði áður en þjáningum linnti. Blekið var vart þornað á friðar- samningnum er fregnir bárust af því að sprengjum hefði Verið varpað á Sarajevo, auk minniháttar átaka í Mið-Bosníu. Fordæmdu deiluaðilar í lýðveldum gömlu Júgóslavíu sprengjuárásirnar og hvöttu heri sína til að „hafa trú á framtíðinni". Undirritað af heilindum Milosevic, Tudjman og Izet- begovic sátu hlið við hlið við athöfn- ina í Elysée-höll og tókust stirðlega í hendur er þeir höfðu undirritað samkomulagið. „Mér líður eins og manni sem hefur drukkið rammt en gagnlegt meðal. En ég get fullvissað ykkur um það að við undirritum þennan samning af heilindum," sagði Izet- begovic við athöfnina. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hvatti þjóðirnar, sem nú hafa samið um frið, til að „grípa þetta tæki- færi til að koma á varanlegum friði. Þið getið ekkert gert til að afmá fortíðina en þið getið gert allt til Clinton Bandaríkjaforseti segir ekki hægt að afmá fortíð- ina og gera eigi allt til að byggja upp framtíðina ? :.j, Di-: Paix síír i.'i:\-Yoi PARIS ( Reuter SLOBODAN Milosevic, forseti Serbíu, og Franjo Tudjman, forseti Króatíu, takast í hendur að lok- inni undirritun í Elysée-höll en Alja Izetbegovic, forseti Bosníu, stendur til hliðar. Atik leiðtoganna þriggja undirrituðu sanikomulagið Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar, (fyrir aftan Mil- osevic), Bill Clinton Bandaríkjaforseti, Jacques Cirac, forseti Frakklands, Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, John Major, forsætisráðherra Bretlands og Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússíands. Major og Tsjernomyrdín sjást ekki á myndinni. að byggja upp framtíðina. Bregðist ekki börnunum ykkar." Samkomulaginu, sem náðist í Dayton í Ohio í síðasta mánuði, fylgja tólf viðaukar og yfir 100 landakort, þar sem drégin er upp skipting Bosníu á milli Bosníu- Serba annars vegar og Króata og múslima hins vegar. Um 60.000 manna herlið á vegum Atlantshafs- bandalagsins mun gæta þess að friðarsamkomulagið verði virt. Ekki tókst að ná samkomulagi um gagnkvæma viðurkenningu Króata og Serba vegna deilu um skipti á landssvæðum. Frakkar höfðu bundið vonir við að þjóðirnar myndu forlega viðurkenna hvor aðra í kjölfar undirritunarinnar en fullyrt er að Króatar vilji ekki skipta á Prevlaka-skaga og landssvæði við Dubrovnik, sem myndi veita Bosn- íu-Serbum aðgang að Adríahafi. Króatar segja hins vegar að Mil- osevic sé andvígur viðurkenningu. Lítill fögnuður ríkti í Sarajevo er samningurinn var undirritaður. Ríkissjónvarpið sýndi undirritunina í beinni útsendingu en margir Sarajevo-búar fylgdust ekki með henni, á veitingahúsum var ýmist slökkt á tækjunum eða horft á kvik- myndir. Átök á sama tíma og undirritun Fréttir af átökum í Bosníu vörp- uðu skugga á gærdaginn. Tvær sprengjur féllu nærri grafreit gyð- inga í Sarajevo og fjórum sprengj- um var varpað nærri brúnni sem aðskilur hverfi Bosníu-Serba og múslima. Bosnískir embættismenn fullyrtu að Bosníu-Serbar hefðu verið að verki en það fékkst ekki staðfest. Þá skutu hermenn úr Bosníuher á þyrlu franskra friðargæsluliða er þeir sveimuðu yfir landsvæði suður af Sarajevo í leit að gæsluliðum sem ekkert hafði spurst til. Vopnuðum liðssveitum Bosníu-Króata og svo- kallaðra mujaheddin, heittrúaðra múslima, laust saman við bæinn Zepce í Bosníu í gær og hermdu fregnir að nokkrir hefðu fallið. ¦ Líkt við „rammt meðal"/24 Þrýst á um aðildar- viðræður ÞÝSKA stjórnin ætlar á leiðtoga- fundi Evrópusambandsins, sem hefst í Madrid í dag, að þrýsta á önnur aðildarríki um að heita Tékkum, Pólverjum og Ungverjum að aðildarviðræður við þá hefjist um sex mánuðum eftir að ríkjaráð- stefnu sambandsins lýkur. Þá eiga einnig að hefjast viðræður við Kýpur og Möltu. Breska blaðið Financial Times greindi frá því í gær að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, teldi það vera helsta forgangsverkefni ESB að koma á stöðugleika á austurlandamærum Þýskalands, þ.e. að Póllandi. Er búist við hörðum deilum um þetta á fundinum en mun fleiri ríki hafa sótt um aðild. Barist í Tsjetsjníju Verkfallið í Frakklandi Nokkur félög hætta aðgerðum RUSSNESKAR fallbyssuþyrlur gerðu harða eldflaugahríð að Gudermes, næststærstu borg í Tsjetsjmju, í gær eftir að skæru- liðar höfðu náð henni á sitt vald. Að sögn Itar-Tass höfðu Rússar misst 12 hermenn. í gær hófust í Tsjetsjn\ju kosningar til rússneska þingsins og héraðsstjórnarinnar þótt annars staðar sé kosið á sunnudag. Byssuhvellir kváðu við í Grosníj í fyrrinótt, líklega til að vara fólk við að fara á kjörstað. Kjiii'sóku var uijiig- lítil í gær. Á myndinni mótmælir gömul kona kosningunum. ¦ Kosningar ógna ekki/23 París, Hcidelberg. Reuter. SEX félög lestarstarfsmanna hættu í gær verkfallsaðgerðum í Frakk- landi og ein leið neðanjarðarlestanna í París var opnuð að nýju, eftir 21 dags lokun. Mestur hluti lestar- starfsmannanna heldur verkfalli þó áfram. Óttast er að verkfallið kunni að hafa áhrif á birgðaflutninga Atl- antshafsbandalagsins til Bosníu, þar sem vagnar sem þarf til flutningana eru fastir í Frakklandi vegna verk- fallsaðgerðanna. Það voru lestarstarfsmenn í Mul- house, Strasbourg, Reims, Belfort og tveimur úthverfum Parísar sem mættu til vinnu í gærmorgun. Þá hvatti eitt félaga bifreiðastjóra til þess að endi yrði bundinn á verkfall- ið í kjölfar tilboðs Alain Juppé for- sætisráðherra um að ekki yrðu gerð- ar breytingar á eftirlaunaaldri eða útreikningum á eftirlaunum. Greidd voru atkvæði í 345 félög- um járnbrautarstarfsmanna um hvort halda ætti verkfalli áfram og voru meðlimir 326 félaga á því. Hins vegar var meirihlutinn ekki jafnaf- gerandi og áður. Leiðtogar tveggja stærstu verka- lýðsfélaganna kröfðust þess í gær að rædd yrðu fleiri atriði í fyrirhug- uðum viðræðum við Juppé í næstu viku. Vilja verkalýðsleiðtogarnir að rætt verði með hvaða skilyrðum starfsmenn snúi aftur til vinnu, breytingar á velferðarkerfinu og fækkun vinnustunda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.