Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR15. DESEMBER 1995 45 AÐSENDAR GREINAR Hvað leiðrétti Vilhjálmur? í GREIN sem ég skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 7. des- ember sl. undir fyrir- sögninni „Flutningur grunnskólans, hvað nú?“ fjalla ég um nokkra þætti sem snúa að fiutningi grunnskól- ans frá ríki yfir til sveitarfélaganna. Þar kem ég meðal annars inn á nokkur þeirra atriða sem margir kennarar hafa veruleg- ar áhyggjur af í tengsl- um við umræddan flutning. Hér má nefna stórmál eins og að nemendur eiga að hafa jafnan rétt til náms. Atriði eins og nauðsyn þess að sveitarfé- lögunum verði tryggður tekjustofn sem dugi til þess að reka grunnskól- Kennarar fá nýja vinnuveitendur, segir Már Vilhjálmsson, en hver er trygging þeirra fyrir því, að kjör þeirra verði ekki skert? ann í samræmi við lög og reglugerð- ir. Atriði eins og það að tryggt verði að sveitarfélögin noti það fé sem þau fá vegna flutningsins til reksturs skólanna en ekki í eitthvað annað. Atriði eins og það að fleiri þúsund kennarar fá nýja vinnuveit- endur sem enn hafa ekki treyst sér til þess að gefa út þá yfirlýsingu að kjör þeirra verði á engan hátt skert. Atriði eins og það að formað- ur Sambands íslenskra sveitarfé- laga lýsir yfir umboðsleysi sínu til þess að efna til samningaviðræðna við kennara en ætlar samt að taka við grunnskólanum 1. ágúst 1996. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga sá ástæðu til þess að svara grein minni þar sem hann telur mig hafa farið með rangt mái. Fyrirsögn svar- greinar Vilhjálms, „Formaður HÍK leið- réttur“, er leiðinlega vitlaus. Ég er ekki for- maður HIK! Þetta veit Vilhjálmur og er sökin varla hans. Ég vil þakka Vil- hjálmi fyrir að lesa grein mína. Ég þakka honum einnig fyrir að bregðast skjótt við og svara mér. Það veldur mér hins vegar tölu- verðum áhyggjum hverju hann telur brýn- ast að svara. Engin svör um það hvernig tryggt verði að tekjustofnar ætlaðir í rekstur grunnskólans verði notaðir alfarið í rekstur grunnskól- ans. Engin svör við því hvort kjör kennara verði á einhvern hátt skert. Engin svör við því hvort ætlunin sé að afla sér samningsumboðs. Ekkert innlegg í þá umræðu sem á sér stað um flutning grunnskólans! Vilhjálmur telur mikilvægast að benda á það að ég hafi ekki haft orðrétt eftir honum þegar ég sagði í grein minni: „Formaðurinn nefndi einnig í umræddu viðtali að ekki væri nein sérstök ástæða að bæta kjör kennara." Það er rétt hjá Vil- hjálmi að þessi orð eru ekki höfð orðrétt eftir honum. Trúlega hefði verið betra hjá mér að segja: „For- maðurinn gaf í skyn í umræddu viðtali..." Þessi orð hefðu verið heppilegri og að mínu mati óneitan- lega í fullu samræmi við það sem Vilhjálmur sagði. Ef Vilhjálmur telur hins vegar að ég hafi efnislega alrangt fyrir mér, hann telji sérstaklega mikil- vægt að bæta kjör kennara, þá skal ég manna glaðastur biðja hann afsökunar og setjast niður með honum ásamt öðrum samninga- mönnum og binda þær kjarabætur í nýjan kjarasamning! Höfundur er formaður hagsmuna- nefndar Hins íslenska kennarafé- lags. Már Vilhjálmsson Bók um Candia sveppasýkingu á íslensku Erfiðleikum við að sofa — síþreytu — máttleysi — úthaldsleysi — þunglyndi — áhugaleysi — sífelldum áhyggjum — stöðugum efasem dum — skyndiiegum kvíða — ofvirkni — erfiðleikum í einbeitingu - minnistruflunum — námserfiðleikum — talvandamálum — minnkandi bragðskyni — minnkandi lyktarskyni — hræðsluköstum — fælni — ótta — ofskynjunúm — hugarórum — sjóntruflunum — sóni í eyra — höfuðverkjum — mígreni — ttðum þvaglátum — sviða við þvaglát — heftingu á þvagflæði — lofti í maga eða maga- bólgum — magasári — kviðverkjum — munnangri — of háum magasýrum — vindverkjum — krampa í ristli — meltingartru- flunum — sýkingu í þvagrás — lofti í þörmum — hægðatregðu — þöndum kvið — niðurgangi — kláða við endaþarm---- fæðufíkn — stirðleika í vöðvum — máttleysi í vöðvum — hakverkjum — stífni í hálsi og vöðvum — útbrotum á húð - exemi eða þrota í húð -— kláða og pirringi í húð — köldum höndum og fótum — brjóstvérki við átak — fótaverkjum við átak — sveiflum í hjartslætti — liðagigt — liðamótaverkjum — roða í húðinni — marblettum út af engu — þurrki í húð — grófri húð — útbrotum á húð — ofsakláða — köfnunartil- finningu — hósta — sýkingu í hálsi — sýkingu í eyrum — sýkingu í ennis- og kinnholum — bronkítis — lungnabólgu — brjóstverkjum við innöndun — flösu — mikilli svitamyndun — sveittum höndum og fótum — stífluðu nefi - nefrennsli — kláða í nefi — hnerra — blóðnösum — kláða í augum — eyrnaverkjum — hálsbólgu — kláða í munni eða hálsi — asma eða soghljóðum í öndun — votum augum — blóðnösum -—• bólgnum augnlokum — dökkum baugum undir augum — djúpum kláða í eyrum — vökva í eyrum — svlða í leg- göngum — kláða í leggöngum — áhugaleysi á kynlífi — óreglulegum blæðingum — \/©L—-"jr"" vökvasöfnun — þyngdaraukningu — reiðiköstum — pirringi — tíðakrampa. \ .29^?- Hallgrímur hefur um árabil haldið fyrirlestra og fræðsluerindi um Candida sveppasýkingu og aðferðir til að vinna bug á henni, svo og lyfjalausar lækningar. Hann og Guðrún hafa haldið fræðsluerindi og námskeið saman, en Guðrún er á batavegi eftir slæma Candida sveppasýkingu. I þessari bók leggja þau saman krafta sína og fjalla á einfaldan hátt um það hvað Candida sveppasýking er, skýrt er frá hlutverki líffæranna í starfsemi líkamans, innbyrðis tengingu þeirra, tímatöflu líkamans, fæðusamsetningu, fjallað um þau sjúkdómseinkenni sem Candida sveppasýking veldur og rætt um leiðir til að ráða bug á henni. Fjallað er um fæðutegundir sem þarf að forðast og eins þær sem neyta má, rætt um stuðningsleiðir og ýmislegt fleira. FfPlft t öllwm Útgefandi LEIÐARLJÓS, heístu sími 435 6800, fax 435 6801. bó\averslunum Dreifing Stór-Reykjavík: SALA OG DREIFING Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir. Guðrún Bergmann, leiðbeinandi og rithöfundur. Ævar Guðmundsson, GSM.: 89-23334. NECESSITY, á íslandi Borgarkringlunnl sími. 588 4848 Síð pils frá kr. 2.990,- Repeat netkjólar kr. 2.390,- Þunnir netbolir kr. 1.540,- Leggings frá kr. 1.790,- OTW úlpur kr. 3.990,- Peysur frá kr 1,990,- -<!» o.fl. AttLJ sentuiTíp«*'»" Hvítar blússur frá kr. 2.760,- Síðar satín blússur kr. 2.990,- Satín pils, stutt, frá kr. 1.980,- Satin kjólar, stutt;“ frákr. 2.490, Satin kjólar, síðir, kr. 4.790,- Satin buxur kr. 4.990,- NÝ *en®®9 01898»®®"* 9{ólavbtum Munið ðiafabréfin 9óð jólagjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.