Morgunblaðið - 15.12.1995, Page 45

Morgunblaðið - 15.12.1995, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR15. DESEMBER 1995 45 AÐSENDAR GREINAR Hvað leiðrétti Vilhjálmur? í GREIN sem ég skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 7. des- ember sl. undir fyrir- sögninni „Flutningur grunnskólans, hvað nú?“ fjalla ég um nokkra þætti sem snúa að fiutningi grunnskól- ans frá ríki yfir til sveitarfélaganna. Þar kem ég meðal annars inn á nokkur þeirra atriða sem margir kennarar hafa veruleg- ar áhyggjur af í tengsl- um við umræddan flutning. Hér má nefna stórmál eins og að nemendur eiga að hafa jafnan rétt til náms. Atriði eins og nauðsyn þess að sveitarfé- lögunum verði tryggður tekjustofn sem dugi til þess að reka grunnskól- Kennarar fá nýja vinnuveitendur, segir Már Vilhjálmsson, en hver er trygging þeirra fyrir því, að kjör þeirra verði ekki skert? ann í samræmi við lög og reglugerð- ir. Atriði eins og það að tryggt verði að sveitarfélögin noti það fé sem þau fá vegna flutningsins til reksturs skólanna en ekki í eitthvað annað. Atriði eins og það að fleiri þúsund kennarar fá nýja vinnuveit- endur sem enn hafa ekki treyst sér til þess að gefa út þá yfirlýsingu að kjör þeirra verði á engan hátt skert. Atriði eins og það að formað- ur Sambands íslenskra sveitarfé- laga lýsir yfir umboðsleysi sínu til þess að efna til samningaviðræðna við kennara en ætlar samt að taka við grunnskólanum 1. ágúst 1996. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga sá ástæðu til þess að svara grein minni þar sem hann telur mig hafa farið með rangt mái. Fyrirsögn svar- greinar Vilhjálms, „Formaður HÍK leið- réttur“, er leiðinlega vitlaus. Ég er ekki for- maður HIK! Þetta veit Vilhjálmur og er sökin varla hans. Ég vil þakka Vil- hjálmi fyrir að lesa grein mína. Ég þakka honum einnig fyrir að bregðast skjótt við og svara mér. Það veldur mér hins vegar tölu- verðum áhyggjum hverju hann telur brýn- ast að svara. Engin svör um það hvernig tryggt verði að tekjustofnar ætlaðir í rekstur grunnskólans verði notaðir alfarið í rekstur grunnskól- ans. Engin svör við því hvort kjör kennara verði á einhvern hátt skert. Engin svör við því hvort ætlunin sé að afla sér samningsumboðs. Ekkert innlegg í þá umræðu sem á sér stað um flutning grunnskólans! Vilhjálmur telur mikilvægast að benda á það að ég hafi ekki haft orðrétt eftir honum þegar ég sagði í grein minni: „Formaðurinn nefndi einnig í umræddu viðtali að ekki væri nein sérstök ástæða að bæta kjör kennara." Það er rétt hjá Vil- hjálmi að þessi orð eru ekki höfð orðrétt eftir honum. Trúlega hefði verið betra hjá mér að segja: „For- maðurinn gaf í skyn í umræddu viðtali..." Þessi orð hefðu verið heppilegri og að mínu mati óneitan- lega í fullu samræmi við það sem Vilhjálmur sagði. Ef Vilhjálmur telur hins vegar að ég hafi efnislega alrangt fyrir mér, hann telji sérstaklega mikil- vægt að bæta kjör kennara, þá skal ég manna glaðastur biðja hann afsökunar og setjast niður með honum ásamt öðrum samninga- mönnum og binda þær kjarabætur í nýjan kjarasamning! Höfundur er formaður hagsmuna- nefndar Hins íslenska kennarafé- lags. Már Vilhjálmsson Bók um Candia sveppasýkingu á íslensku Erfiðleikum við að sofa — síþreytu — máttleysi — úthaldsleysi — þunglyndi — áhugaleysi — sífelldum áhyggjum — stöðugum efasem dum — skyndiiegum kvíða — ofvirkni — erfiðleikum í einbeitingu - minnistruflunum — námserfiðleikum — talvandamálum — minnkandi bragðskyni — minnkandi lyktarskyni — hræðsluköstum — fælni — ótta — ofskynjunúm — hugarórum — sjóntruflunum — sóni í eyra — höfuðverkjum — mígreni — ttðum þvaglátum — sviða við þvaglát — heftingu á þvagflæði — lofti í maga eða maga- bólgum — magasári — kviðverkjum — munnangri — of háum magasýrum — vindverkjum — krampa í ristli — meltingartru- flunum — sýkingu í þvagrás — lofti í þörmum — hægðatregðu — þöndum kvið — niðurgangi — kláða við endaþarm---- fæðufíkn — stirðleika í vöðvum — máttleysi í vöðvum — hakverkjum — stífni í hálsi og vöðvum — útbrotum á húð - exemi eða þrota í húð -— kláða og pirringi í húð — köldum höndum og fótum — brjóstvérki við átak — fótaverkjum við átak — sveiflum í hjartslætti — liðagigt — liðamótaverkjum — roða í húðinni — marblettum út af engu — þurrki í húð — grófri húð — útbrotum á húð — ofsakláða — köfnunartil- finningu — hósta — sýkingu í hálsi — sýkingu í eyrum — sýkingu í ennis- og kinnholum — bronkítis — lungnabólgu — brjóstverkjum við innöndun — flösu — mikilli svitamyndun — sveittum höndum og fótum — stífluðu nefi - nefrennsli — kláða í nefi — hnerra — blóðnösum — kláða í augum — eyrnaverkjum — hálsbólgu — kláða í munni eða hálsi — asma eða soghljóðum í öndun — votum augum — blóðnösum -—• bólgnum augnlokum — dökkum baugum undir augum — djúpum kláða í eyrum — vökva í eyrum — svlða í leg- göngum — kláða í leggöngum — áhugaleysi á kynlífi — óreglulegum blæðingum — \/©L—-"jr"" vökvasöfnun — þyngdaraukningu — reiðiköstum — pirringi — tíðakrampa. \ .29^?- Hallgrímur hefur um árabil haldið fyrirlestra og fræðsluerindi um Candida sveppasýkingu og aðferðir til að vinna bug á henni, svo og lyfjalausar lækningar. Hann og Guðrún hafa haldið fræðsluerindi og námskeið saman, en Guðrún er á batavegi eftir slæma Candida sveppasýkingu. I þessari bók leggja þau saman krafta sína og fjalla á einfaldan hátt um það hvað Candida sveppasýking er, skýrt er frá hlutverki líffæranna í starfsemi líkamans, innbyrðis tengingu þeirra, tímatöflu líkamans, fæðusamsetningu, fjallað um þau sjúkdómseinkenni sem Candida sveppasýking veldur og rætt um leiðir til að ráða bug á henni. Fjallað er um fæðutegundir sem þarf að forðast og eins þær sem neyta má, rætt um stuðningsleiðir og ýmislegt fleira. FfPlft t öllwm Útgefandi LEIÐARLJÓS, heístu sími 435 6800, fax 435 6801. bó\averslunum Dreifing Stór-Reykjavík: SALA OG DREIFING Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir. Guðrún Bergmann, leiðbeinandi og rithöfundur. Ævar Guðmundsson, GSM.: 89-23334. NECESSITY, á íslandi Borgarkringlunnl sími. 588 4848 Síð pils frá kr. 2.990,- Repeat netkjólar kr. 2.390,- Þunnir netbolir kr. 1.540,- Leggings frá kr. 1.790,- OTW úlpur kr. 3.990,- Peysur frá kr 1,990,- -<!» o.fl. AttLJ sentuiTíp«*'»" Hvítar blússur frá kr. 2.760,- Síðar satín blússur kr. 2.990,- Satín pils, stutt, frá kr. 1.980,- Satin kjólar, stutt;“ frákr. 2.490, Satin kjólar, síðir, kr. 4.790,- Satin buxur kr. 4.990,- NÝ *en®®9 01898»®®"* 9{ólavbtum Munið ðiafabréfin 9óð jólagjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.