Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 58
58 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sesselja Þor-
steinsdóttir
Clausen fæddist í
Eyvindartungu í
Laugardal 28.
desember 1904.
Hún andaðist á
Droplaugarstöðum
í Reykjavík aðfara-
nótt 6. desember sl.
Foreldrar hennar
voru hjónin Arn-
heiður Magnúsdótt-
ir og Þorsteinn
Jónsson. Arnheiður
var dóttir Arnheið-
ar Böðvarsdóttur
og Magnúsar Magnússonar,
hreppsljóra, sem bjuggu um
skeið í Úthlíð í Biskupstungum
og síðar á Laugarvatni. Þor-
steinn var sonur Kristínar
Árnadóttur og Jóns Collins
Þorsteinssonar, bónda í Úthlíð.
Sesselja var næstyngst ellefu
systkina, en tvö létust í
bernsku. Þau sem upp komust
voru Jónina (f. 1890, d. 1963),
Magnús (f. 1892, d. 1969), Jón
(f. 1894, d. 1971), Þorsteinn (f.
1895, d. 1935), Ari (f. 1897, d.
TENGDAMÓÐIR mín, Sesselja
Þorsteinsdóttir Clausen, andaðist
6. desember sl. tæplega 91 árs að
aldri. Langri og farsælli ævi mætr-
ar konu er lokið.
Foreldrar Sesselju fluttust að
Eyvindartungu í Laugardal um
aldamótin, og þar átti hún sín
bernskuár í stórum systkinahópi.
Minntist hún oft bernskuáranna
með gleði og þakklæti. Þótt börnin
yrðu fljótt að taka til hendinni við
vinnu, þá gafst þó tóm til að lesa
og syngja, en systkinin voru flest
óvenju ljóðelsk og söngvin. Var
Sesselja ekki há í loftinu, þegar
hún spilaði á orgelið undir söng
bræðra sinna. Faðir Sesselju and-
aðist langt um aldur fram árið
1919, og þá fluttist hún til Reykja-
víkur ásamt móður sinni. Skóla-
ganga hennar varð ekki löng, þótt
hugur hennar stæði til mennta.
Var eftir því tekið, er hún var í
barnaskóla, hve auðvelt hún átti
með að læra kvæði. Hún þurfti
aðeins að heyra farið með kvæði
e'inu sinni eða tvisvar og þá kunni
hún það og mundi. Ljóðalestur var
henni alla tíð hugleikinn, og leið
sjaldan sá dagur að hún ekki læsi
og færi með ljóð. Sesselja var ekki
gömul, þegar hún varð að fara að
sjá fyrir sér. Hún varð fljótt afar
góður kokkur og var ekki nema
16 ára, þegar hún fór að vinna hjá
Alfreð Rósenberg, en hann rak
Hótel ísland og matsölu í kjallaran-
um á Reykjavíkurapóteki og kjall-
ara Nýja Bíós. Rifjaði hún oft upp
minningar sínar frá þeim dögum
og kynni sín af fastagestunum í
Rósenbergkjallaranum. Mat-
reiðslukunnáttu sína þakkaði hún
árunum hjá Rósenberg, og þá ekki
síst handleiðslu frú Theódóru
Sveinsdóttur, sem hún aðstoðaði
oft við matartilbúning.
Tæplega 22 ára gömul giftist
Sesselja Arreboe Clausen, sem þá
rak húsgagnaverzlun ásamt bróður
sínum í Kirkjuhvoli. Þar var þeirra
fyrsta heimili, og þar fæddust syn-
ir þeirra. Þau bjuggu á ýmsum
stöðum í Reykjavík, en lengst
bjuggu þau í Vonarstræti 8,
Freyjugötu 49 og Hávallagötu 22.
Um tíma vann Arreboe skrifstofu-
störf hjá Sveini Egilssyni hf. og
Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Um
þetta leyti var mikið atvinnuleysi
í Reykjavík, og var Arreboe at-
vinnulaus í tvö ár, frá 1934 til
1936. Þá fékk hann vinnu við að
aka bifreið vegna konungskom-
unnar það ár, og að því loknu fékk
hann fast starf sem bílstjóri hjá
forsætisráðuneytinu, sem hann
1982), Ingólfur (f.
1901, d. 1989),
H(jörtur (f. 1902, d.
1991) og Georg (f.
1907, d. 1971).
Hinn 9. október
1926 giftist Sesselja
Arreboe Clausen (f.
5. nóvember 1892,
d. 8. desember
1956). Arreboe var
sonur hjónanna
Guðrúnar Þorkels-
dóttur og Holger
Peter Clausen,
kaupmanns og al-
þingismanns í
Stykkishólmi. Sesselja og
Arreboe eignuðust tvo syni,
tviburana Hauk, tannlækni, og
Örn, hæstaréttarlögmann, (f.
8. nóvember 1928). Haukur er
kvæntur Elínu Hrefnu Thorar-
ensen, en kona Arnar er Guð-
rún Erlendsdóttir. Barnabörn
Sesselju eru tólf talsins og
barnabarnabörnin átta.
Útför Sesselju fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
gegndi til æviloka, eða í 20 ár.
Sesselja helgaði heimilinu alla
krafta sína. Hvar, sem heimili
hennar stóð, var það afar glæsilegt
og öllum veitt af mikilli rausn. Hún
hafði yndi af að laga mat og bera
á borð fyrir gesti og var höfðingi
heim að sækja. Það var líka mjög
gestkvæmt á heimili hennar. Móðir
hennar átti þar sitt annað heimili
þar til hún andaðist árið 1957 og
það sama má segja um bræður
hennar, Magnús og Ara, sem aldr-
ei gengu í hjúskap. Það var til siðs
hjá systkinum hennar og tengda-
fólki að líta inn á sunnudögum og
setjast að veizluborði. Þá var gjarn-
an tekið lagið, og lék Sesselja und-
ir á píanóið sitt, sem Arreboe gaf
henni í morgungjöf. Sesselja var
einstaklega næm á tónlist, hún
þurfti ekki að heyra lag nema einu
sinni til þess að geta leikið það á
píanóið. Hún samdi nokkur lög
sjálf, meðal annars Framvalsinn,
ásamt manni sínum, en hann var
einn af stofnendum knattspyrnufé-
lagsins Fram. Þá má einnig þakka
henni það, að mörg lög hins ást-
sæla tónskálds, Inga T. Lárusson-
ar, féllu ekki í gleymsku. Ingi og
Arreboe kynntust í Verzlunarskól-
anum og urðu góðir vinir. Þegár
Ingi var orðinn veikur og kominn
til Reykjavíkur bjó hann um tíma
í Vonarstræti 12 og var daglegur
gestur hjá Sesselju og Arreboe,
sem þá bjuggu í Vonarstræti 8.
Hann settist þá oft við píanóið og
spilaði lögin sín. Þegar þetta var
höfðu aðeins örfá laga hans verið
gefin út. Sesselja lærði lögin og
útsetti á sinn hátt, sem Carl Billich
fór síðan yfir, áður en þau voru
gefin út.
Tengdamóðir mín var stórbrotin
kona. Hún var teinrétt og sköruleg
fram til hins síðasta. Hún var ekki
allra og sagði meiningu sína hisp-
urslaust og dró ekkert undan. Hún
tók alltaf málstað lítilmagnans og
þoldi ekki flærð og óhreinlyndi.
Hún var góð tengdamóðir, af-
skiptalaus en ávallt reiðubúin að
hjálpa, ef um var beðið. Þegar ég
kynntist henni fyrir 35 árum var
ég kvíðin eins og flestar ungar
konur eru, er þær hitta tilvonandi
tengdamæður sínar. Það var
óþarfa kvíði hjá mér, því að hún
tók mér opnum örmum frá fyrsta
degi. Hún fylgdist náið með allri
minni fjölskyldu og lét sér annt
um systur mínar og þeirra börn.
Oft hljóp hún undir bagga með
mér og tók að sér heimilið, þegar
ég þurfti að fara af bæ. Börnum
mínum þótt.u það ekki leið skipti.
MINNINGAR
Ég fékk oft að heyra það, að kjöt-
bollurnar hennar ömmu Settu og
pönnukökurnar slægju allt út. Vet-
urinn 1974 var ég í burtu í tvo
mánuði og tók hún að sér heimilið
á meðan. Börnin voru þá 6, 8 og
11 ára, og auk þess var hundurinn
Pipp á heimilinu. Sesselja var ekki
mikið fyrir hunda í þéttbýli, en
ekki galt hundurinn þess, því að
hann fékk ekki síðra atlæti en
börnin. Sesselja umgekkst börn
ætíð sem jafningja. Börnin mín
sögðu oft, að hún væri yngri í
anda en synir hennar. Hún átti
ákaflega gott með að setja sig í
spor ungs fólks og skildi vel þarfir
þeirra og langanir. Barnabörnin
áttu því auðvelt með að leita til
hennar og fá góð ráð og notfærðu
sér það. Samband Sesselju og sona
hennar var einstakt. Það leið aldr-
ei sá dagur, að þeir kæmu ekki til
hennar og hringdu oft á dag. Þeir
fóru alltaf í hádegismat til hennar
á laugardögum allt þar til hún fór
á Droplaugarstaði. Hún fór með
þeim í ferðalög innanlands sem
utan, og engin veizla var haldin á
heimilum þeirra, án þess að hún
væri þar. Hún lifði fyrir syni sína,
gagnrýndi þá aldrei fyrir neitt, sem
þeir gerðu, heldur elskaði þá skil-
yrðislaust og alla þá, sem þeim
voru kærir.
Sesselja var sterkbyggð og
heilsuhraust fram að sjötugsaldri.
Árið 1975 fékk hún krabbamein í
brisið og gekkst undir mikla skurð-
aðgerð í Bandaríkjunum, þar sem
stór hluti innyflanna var íjarlægð-
ur. Frá þeim tíma þurfti hún að
sprauta sig daglega með insúlíni.
Hún náði sér vel eftir þessa aðgerð
og lifði góðu lífi þar til hún slasað-
ist í febrúar 1989. Eftir það átti
hún erfitt með að fara sinna ferða
vegna svima, en hún bjó eftir sem
áður ein og sá um sig sjálf með
hjálp sona sinna þar til fyrir tveim-
ur árum, er hún fluttist á Drop-
laugarstaði. Þar naut hún góðs
aðbúnaðar og leið vel. Hún hélt sig
að vísu mest út af fyrir sig, las
bækurnar sínar og hlustaði á plöt-
urnar sínar og útvarpið og ekki
má gleyma píanóinu. Það leið varla
sá dagur, að hún tæki ekki í píanó-
ið. Þótt líkaminn væri farinn að
gefa sig hélt hún sinni andlegu
reisn til hinzta dags.
Þremur vikum fyrir andlátið fékk
Sesselja vægt heilablóðfall og lá
rúmföst eftir það. Hún var trúuð
kona og var fýrir löngu tilbúin að
yfirgefa þetta líf. Þegar ég var
nýgift fyrir 34 árum þá voru milli
tíu og tólf eldri fjölskyldumeðlimir
í jólaboðunum. Þetta fólk hefur
verið að tínast í burtu, og nú er sú
síðasta farin. Lífið verður tómlegra
án hennar. Ég þakka samfylgdina
og allar góðu minningarnar, sem
hún skilur eftir sig.
Guðrún Erlendsdóttir.
Það er orðið langt síðan kynni
okkar Sesselju hófust. Fimm og
hálfur áratugur er liðinn frá því að
ég bar út Morgunblaðið til hennar
í Vonarstræti 8 en þar bjuggu þau
Sesselja og Arreboe með syni sína,
Hauk og Órn. Ég hafði verið svo
heppinn að mitt svæði var miðbær-
inn. Það er mér í fersku minni hve
gott mér þótti að hitta Sesselju í
þeim viðskiptum. Það var ljúft að
eiga við hana samskipti og mann-
bætandi, ekki síst ungum blaðburð-
arstrák. Það hefur sjálfsagt ýtt
undir vináttu okkar að kær föður-
systir mín, Lára Siggeirs, og Sess-
elja voru um skeið svilkonur, giftar
bræðrunum Herluf og Arreboe
Clausen, en það tengdi fjölskyldum-
ar saman upp frá því.
Sesselja var sjálfstæð kona og
hafði ákveðnar skoðanir. Henni lá
gott orð til allra sem hún hafði
verið samvistum við á lífsleiðinni
þótt hún vissulega væri ekki gagn-
rýnislaus. Það var notalegt að tala
við hana um lífið og tilveruna og
hún mat mikils fornar dyggðir án
þess að fordæma það sem síðar
kom. Uppvaxtarárin og æskuheim-
ilið að Eyvindartungu í Laugardal
var henni ætíð ofarlega í huga og
það leyndi sér ekki hversu sterkum
jarðvegi hún var sprottin úr. Það
var lærdómsríkt að hlusta á hana
lýsa sínum æskudögum. Henni var
fólkið á Efra-Apavatni, þar sem
systir hennar bjó, og Böðvarsfólkið,
frændfólkið á Laugarvatni, afar
kært.
Sesselja og Arreboe voru sam-
hent í öllu. Arreboe var mikill lista-
maður og áhugi þeirra sameinaðist
í tónlistinni. Hún lék vel á píanó
og unun var á að hlusta þegar hún
settist við hljóðfærið. Heimili
þeirra var fallegt og gestkvæmt
og Sesselja fyrirmyndarhúsmóðir.
Þangað lögðu margir leið sína,
skyldfólkið og ýmsir listamenn,
sem voru vinir þeirra hjóna, voru
þar tíðir gestir. Arreboe lést um
aldur fram í desember 1956, 64
ára áð aldri. Hún varð því ekkja
52 ára. Við það breyttust aðstæður
en hér kom styrkur hennar og
stefnufesta skýrast í ljós. Hún hélt
heimilinu eins og það hafði alltaf
verið og hún stóð ekki ein. Synim-
ir, Haukur og Örn, urðu hennar
stoð og stytta og hygg ég að fá
dæmi séu um jafn fallegt samband
sona við móður sína. Kærleiksríkt
samband þeirra var einstakt og
hlaut að vekja aðdáun að virða
fyrir sér hve þau nutu þess, öll
þijú, að vera saman.
Gömul fjölskyldukynni endurnýj-
uðust þegar Om, sonur hennar,
gekk að eiga mágkonu mína, Guð-
rúnu Erlendsdótturj fyrir þremur
og hálfum áratug. Á heimili þeirra
hafa verið tíðir vinafundir í tímans
rás. Bömin þeirra þijú, þau Ólafur,
Guðrún Sesselja og Jóhanna Vig-
dís, sjá nú á bak ömmu sinni sem
var þeim áfar kær.
Það er lán að eiga samleið með
slíkri öndvegiskonu sem Sesselja
var. Við ræddum saman fyrir
skömmu og talið barst að ungu
kynslóðinni. Þá sagði hún að maður
ætti ekki að bera saman ólíkan tíð-
aranda, heldur setja sig inn í breytt-
an tíma, aðstæður og hugsun frá
því sem var á hennar ungu dögum
og taka tillit til þess. Sjálf aðlagað-
ist hún vel breyttum aðstæðum.
Nú síðast þegar hún fluttist að
Droplaugarstöðum við Snorrabraut.
Hún sagðist una sér þar vel, hún
hafi vitað fyrirfram að hún gæti
ekki tekið með sér allt heimili sitt
á nýjan íverustað. Engu að síður
var maður kominn á heimili henn-
ar, svo sterkan persónuleika hafði
hún til að bera. Þarna var píanóið
hennar, hljómflutningstækin, mál-
verkin eftir Arreboe, myndir af son-
unum og þeirra fjölskyldum, allt
sem henni þótti vænst um. Og
umfram allt hlýjan sem fylgdi
henni.
Ég og fjölskylda mín þökkum
allar góðu samverustundirnar. Við
biðjum Guð að biessa minningu
hennar og allt sem henni var kært.
Hjalti Geir Kristjánsson.
Frú Sesselja Clausen er til grafar
borin i dag. Mikil og merk kona er
gengin. Með örfáum orðum vil ég
minnast þessarar góðu vinkonu
minnar.
Setta var vinkona foreldra
minna og ég hef því þekkt hana
alla mína ævi. Það var mikil vin-
átta sem tengdi saman Arreboe og
Settu og foreldra mína. Vinátta
sem entist alla tíð og aldrei bar
skugga þar á. Heimili þeirra Claus-
ens-hjóna var alltaf opið fyrir gesti
og gangandi og þar var jafnan
mannmargt enda gestrisni þeirra
annáluð. Þau voru bæði einstak-
lega tónelsk og þar sem þau voru
hljómaði fjörug og kraftmikil tón-
list. Það var alltaf jafn gaman að
heyra Settu taka í píanóið og það
gerði hún allt til hins síðasta. Þeir
eru ófáir gestirnir og vinirnir, sem
sóttu þau hjón heim í tíma og ótíma
og mér er kunnugt um að alltaf
var gestum vel tekið. Setta var
myndarleg húsmóðir og henni tókst
alltaf að töfra fram eitthvert gott
meðlæti hvenær sem gest bar að
garði. Ég man vel að faðir minn
sagði oft að hvergi væri betra að
koma en til Settu, þar væri maður
alltaf aufúsugestur.
Setta var einstaklega trygg vin-
--------------------------------------- I
um sínum og ræktaði þá vináttu E
alla tíð. Hún var hreinskilin og ^
opin og fór ekki leynt með skoðan-
ir sínar á mönnum og málefnum.
Það var einhvern veginn þannig
að þótt aldursmunur væri mikill
þá fann ég aldrei fyrir því. Það var
eins og ég væri að tala við jafn-
aldra minn þegar við Setta ræddum
saman. Fyrir henni var kynslóða-
bilið eitthvað sem ekki skipti neinu a
máli. Hún fylgdist vel með öllu og
var ófeimin við að láta skoðanir <
sínar í ljós. Svo mikið er víst að |
ekki þurfti að fara í grafgötur með
það að hún sagði hug sinn óhikað
og falslaust. Aldrei heyrði ég hana
baktala fólk eða segja eitthvað um
náungann, sem hún hefði ekki sagt
beint við viðkomandi. Á hinn bóg-
inn heyrði ég hana oft taka upp
hanskann fyrir fólk þegar henni
ofbauð fullyrðingar eða ummæli, &
sem henni þóttu ekki við hæfi. Það
áttu margir tryggan vin þar sem
Setta var, hún var heil og óskipt (
í öllu sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Mér er það minnisstætt þegar
ég var nýflutt á æskuheimili mitt,
sem við hjónin höfðum keypt eftir
lát móður minnar og gert upp, að
Setta kom í heimsókn. Einhverra
hluta vegna var ég með hnút í
maganum, ég vissi að ef mér hefði
ekki tekist vel upp við að gera
húsið sem líkast því sem það hafði
verið fengi ég örugglega að heyra
það frá Settu. Mér var því mikið (
létt þegar hún sagði mér að sér
fyndist hún vera að koma aftur í
Garðastræti eins og það var. Þetta
var fyrir mig kærkomið „kompli-
ment“ sem mér þótti mjög vænt
um. Það var engin hætta á að hún
segði annað en það sem henni
fannst I raun og veru. Ekki
skemmdi það heimsóknina þegar
hún settist við píanóið og húsið ;
fylltist af ljúfum tópum.
Elsta systir mín, Ásrún, og Setta *
urðu mjög góðir og nánir vinir og
ég veit að Ásrún mun nú sakna
vinkonu sinnar og allra heimsókn-
anna til hennar. Stórbrotin persóna
er nú fallin í valinn. Það munu
margir sakna þessarar merku konu
um leið og þeir þakka samfylgdina
og biðja henni blessunar á nýjum
vegi.
Sonum hennar og fjölskyldum
þeirra sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Margrét S. Einarsdóttir.
Þegar ég settist niður til að skrifa
nokkur kveðjuorð um ömmu Settu
átti ég í töluverðum erfiðleikum
með að setja fyrstu orðin niður á
blað. Það kemur svo margt upp í
hugann. Hún var mér ekki aðeins
amma, heldur líka einn af mínum
bestu vinum.
Það er ekki ofsagt að hún amma
Setta hafi verið gestrisnasta mann-
eskja sem ég hef kynnst. Hún hafði
unun af að taka á móti gestum og
gera vel við þá. Ég man vel eftir
kjötbollunum hennar ömmu Settu
og kótilettunum. Kókostertan, sem
hún bakaði svo oft sérstaklega fyr-
ir mig, á sér tæpast sinn líka.
Aldrei kom maður að tómum kof-
unum hjá ömmu.
Hún amma Setta var engin með-
almanneskja. Hún lagði okkur
barnabörnunum góðar lífsreglur en
tókst að gera það án þess að pred-
ika yfir okkur. Margar mínar kær-
ustu minningar eru tengdar sam-
verustundum .með henni. í mínum
augum var hún alltaf góður félagi,
sem gaman var að hitta og tala
við. Við sátum stundum tímunum
saman og röbbuðum um allt milli
himins og jarðar. Fyrir borgarbarn
eins og mig var það ómetanlegt að
fá miðlað af reynslu aldamóta-
barnsins, sem lifði tímana tvenna
og sá eitt og annað í öðru ljósi en
við, sem höldum að mjólk sé fram-
leidd í verksmiðjum. Hún var af
þeirri kynslóð, sem af dugnaði og
fyrirhyggjusemi byggði upp það
allsnægtaþjóðfélag, sem við, hin
yngri, erum svo lánsöm að hafa
fæðst í.
Tónlist var ömmu mjög kær, og
var hún sjálf gædd mikilli tónlist-
argáfu. Varla var til það lag, sem
SESSELJA
ÞORSTEINSDÓTTIR
CLA USEN