Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ________________AÐSEIMPAR GREINAR_ Góð bók er allra hagiir ti &tt IHlM ■ ...ef IdtktULtníx OtÚa o3 Sjat^o [>ét ■ Astarsaga móður til lrarns, ástar- og reynslusaga ]tar sem öllum tilfinningum móður er eignast Larn, sem verður fatlað vegna keilaLlæðingar, er lýst. Það krjúfasta og keitasta í tilverunni á örfáum árum með litlu karni. Hvernig óttinn og loks vissan um að ungu lífi júki keltekur aumt móðurkjarta. Frásögn samferðamanns sem engan getur látið ósnortinn. Ólöf cle Bont Ólafs íslensk bókmenning hefur í aldanna rás ver- ið kjölfesta þessa sam- félags, segir Ingi Bogi Bogason. Án hennar værum við eins og hver önnur kvartmilljón manns hvar sem er í heiminum. Hér á landi eru tugir bókaútgáfu- fyrirtækja og eru þau afar mis- jöfn að stærð og umfangi en velta í bókaútgáfu árið 1994 var rúm- lega 1.300 miiljónir króna. Yfir 2.000 manns vinna hér á landi við bókagerð og prentun. Þar er samankomin mikil þekking því að á undanförnum áruin hafa átt sér stað gríðarmiklar framfarir í prentiðnaði sem íslensk fyrirtæki hafa fylgt vel eftir. Islenskar prentsmiðjur hafa gengið gegnum miklar breytingar og prenta nú fyrir erlendan markað. Sú stað- reynd að íslensk bókagerð hefur hlotið eftirsótt verðlaun á erlend- um markaði er til vitnis um að við erum á réttri leið. Góð bók- menning hér á landi er mikilvæg- ur bakhjarl fyrir áframhaldandi sókn á þessu sviði. Bækur eru hluti af íslenskri verslun Hvergi á Vesturlöndum haldast jól og bækur jafn kirfilega í hend- ur og hér á landi. Hvorugt gæti án hins verið því að í hugum fólks eru góð jól bókajól. Meirihluti árssölu íslenskra bóka á sér stað seinustu dagana fyrir jólin. Þetta sérkennilega ástand hef- ur bæði kosti og galla. Gallarnir eru augljósir. Það er augljóst óhagræði af því að lung- inn af ársveltunni dreifist á örfáa daga. Áður fyrr byggðist bókaút- gáfa að mestu á jólabókasölunni en nú hafa stærri bókaútgáfufyr- irtæki reynt að jafna álagið með ákveðnum aðgerðum og annars konar útgáfu. Bókaverslanir hafa liðið fyrir þessa ójöfnu sölu og þess vegna hafa þær þurft að bregðast við. Allar selja þær ein- hveijar hliðarvörur, s.s. ritföng og leikföng. En bókafólk vill hafa sínar bókaverslanir þar sem það getur í friði og ró kynnt sér úrval- ið, spurt bóksalann álits og feng- ið aðra sjálfsagða þjónustu. Það er þvi óviðunandi að versl- anakeðjur sem ráða neysluvöru- markaðnum hér á landi skuli nota jafnviðkvæmar vörur og bækur til þess að laða að kaupendur Harmonikukennsla Hljómborðskennsla Foreldrar gefið börnunum taikii’æri til aö lama á harmoniku. - Einkatímar - Allir aldurshópar velkomnir. Kennsla hefst í janúar. Viðar H. Guðnason, Kópavogsbraut 75, sími 554 0988. Á TÍMUM ofurframboðs fjöl- miðla af öllu tagi er alls ekki sjálf- sagt að bækur séu lesnar af þorra almennings. Þess vegna hefur Bókasamband íslands beitt sér fyrir auglýsingum þar sem vakin er athygli á menningarlegu og þjóðhagslegu gildi bókmennta. Að Bókasambandi íslands standa þeir sem með einum eða öðrum hætti tengjast bókagerð og bók- lestri á Islandi: Bókavarðafélag íslands, Félag íslenskra bókaút- gefenda, Félag bókagerðar- manna, Félag íslenskra bóka- og ritfangaverslana, Hagþenkir, Rit- höfundasamband íslands, Samtök gagnrýnenda og Samtök iðnaðar- ins. Þegar rætt er um sérstöðu ís- lendinga og spurt hvað við höfum fært öðrum þjóðum kemur tvennt fyrst í hugann: fiskur og bók- menntir. Afkomendur Ketils flat- nefs hafa svo lengi sem þeir hafa búið í þessu landi veitt fisk og selt til annarra landa; jafn lengi hafa þeir sagt og skrifað sögur og ljóð sem hafa m.a. fleytt þeim gegnum myrkasta skammdegið. Segja má að af þessu tvennu hafi þjóðin fengið andlega og líkam- lega næringu. En við höfum ekki eingöngu setið ein að þessum gffægtarbrunni. Fram á þennan dag höfum við borið gæfu til að selja öðrum þjóðum fiskinn okkar og með sama hætti ættum við að geta kynnt öðrum þjóðum bók- menntir okkar og bókagerð. Að flytja út bókvit Sú var tíðin að íslenskur skáld- skapur var dýrmæt útflutning- svara; þau skáld sem mærðu nor- ræna kónga voru á tímabili und- antekningarlítið íslensk. Fyrir ljóð fengu skáldin hollustu kónga og dýra gripi. Það er hreint engin firra að ætla að menning okkar geti orðið jafngóð útflutningsvara og hver önnur íslensk framleiðsla. Reyndar er þegar kominn allgildur vísir að því sem koma skyldi. íslenskir rit- höfundar eru um þessar mundir þýddir á erlendar tungur sem aldrei fyrr og nútíma- íslenska er kennd við eina 25 háskóla á meginlandi Evrópu. Islensk myndlist er víða þekkt sem og ís- lensk kvikmynda- gerð. Á sama tíma og þessi gleðilegu tíðindi berast okkur erlendis frá er ástæða til að hyggja alvar- lega að íslenskri bókmenningu. Það er alls ekki sjálfsagt að ungt fólk velji sér bækur sem afþrey- ingarefni eins og áður var. Óþarfi ætti að vera að nefna nýja og skrautlegri möguleika eins og tölvur, myndbönd og fjölda útvarps- og sjónvarpsrása sem keppa um tíma fólks. Ekki er úr vegi að rifja upp nokkur ártöl í þessu samhengi. Árið 1981 var PC-tölvan sett á markað, árið 1983 fékk „Gamla gufan“ sam- keppni þegar Rás 2 hóf útsend- ingar og árið 1986 hófst starfsemi Stöðvar 2. Enginn ætti að efast um að jafn byltingarkenndur ára- tugur og sá níundi skilji eftir sig spor í menningu þjóðar. Enda er það svo að ólæsi er að ryðja sér til rúms hér á landi sem og víðar í vestrænum löndum. Kennarar kvarta undan því að æ meira beri á því að nemendur, sem að vísu kunna að Iesa stutta texta, eigi erfiðara með að fá heildarmynd af einföldum texta; þeim er vandi á höndum þegar þeir eru beðnir um að draga út meginmerkingu í stuttu lesmáli. Sumt ungt fólk ber sig þunglega ef það er beðið um að opna bók og finna þar upplýsingar; t.d. getur símaskráin reynst mörgum mikið torf. Bókasamband ís- lands telur brýnt að draga athygli sem flestra í þjóðfélaginu að þessari nýju og óheillavænlegu þró- un. í auglýsingum sem birtast þessa dagana ávarpar Bókasambandið þing- menn, foreldra, bóka- fólk, sjónvarpsstjóra, ritstjóra og stjórn- endur útvarpsstöðva og hvetur þessa aðila til þess að gefa bók- inni gaum og nýta sér hana. Það borgar sig einfaldlega. Bækur fyrir börn Enginn heldur því fram að þeim breytingum sem eiga sér stacF í þjóðfélaginu sé vísvitandi beint gegn bókum. Skemmtiiðnaðurinn heldur ekki fram sinni þjónustu til höfuðs bókum. Sem betur fer skilja flestir mikilvægi bóklestrar og fáir eru svo fráhverfir bókum að þeir stilli ekki upp nokkrum í stofuhillunum. En efni bókanna smitast því miður ekki út milli spjaldanna með þráðlausu sam- bandi. Lestur er athöfn sem tekur tíma og kostar ákveðna fyrirhöfn. Lestur krefst þjálfunar og einbeit- ingar. En hvernig á að glæða áhuga ungs fólks á bókum? Svar- ið við þeirri spurningu er: Með því að lesa fyrir þau sem allra fyrst. Því fyrr sem bækur eru hafðar fyrir börnum því líklegra er að þau muni lesa sér til ánægju og skilnings síðar. Hér er komið að ákveðnu kjarnaatriði sem hljómar svo: Foreldrar, lesið kvöldsögur fyrir börnin ykkar! Fimmtán mínútna lestur eykur lestraráhuga barnsins og elur af sér hæfileikaríkari einstakling sem er verðmætari sjálfum sér og þjóðfélaginu en ella. Þjóðhagslegt gildi bóka Ingi Bogi Bogason Á íslandi eru bækur mikilvæg- ur hluti upplýsingaiðnaðarins. Innan Rithöfundasambands ís- lands og Hagþenkis eru mörg hundruð höfundar sem stunda rit- un fagurbókmennta og fræðirita. Á bókasöfnum landsins vinna mörg hundruð manns við að að- stoða fólk við að sækja sér upplýs- ingar og afþreyingu. Mikill fjöldi stundar ritstörf við Ú'ölmiðla landsins: dagblöð, út- varp, sjónvarp, tímarit og fagrit. Damkur dmember með íilemku ívafi Verð kr. 2.890* pr. mann um helgar Verð kr. 2.590*^B pr. mann virka dag? * Innifalið í verði: Jólahlaðborð. rúluferðir. lifandi tónlist o.m.fl. § ()vk»i|!iianlt>v kvöldttund! Skíðaskálinn í Hveradölum — TTkdar fólk. (fjöllunum neysluvöru. Þarna eru bækur seldar með lítilli álagningu, jafn- vel undir framleiðsluverði og upp- lýsingar um vöruna takmarkaðar. Með þessu er bókamarkaðurinn settur úr skorðum á viðkvæmasta tíma. Stórmarkaðirnir gera skyn- diáhlaup og velja úr örfáa titla og ráða því þar með hvaða bækur seljast. Síðan er viðskiptavininum meinað að fá vöru sinni skipt; hann verður að fara til bóksalans til þess. Framhaldið er augljóst. Bóksalinn tekur nauðugur við bókinni fullu verði og býður við- skiptavininum að taka skiptibók eða aðra vöru. Með þessum hætti eru viðkomandi stórmarkaðir að láta önnur fyrirtæki greiða niður útsölubækurnar og annast fyrir sig sjálfsagða þjónustu. Þetta geta varla talist sómasamlegir viðskiptahættir. Bækur og fjölmiðlar eiga samleið í daglegri umræðu er oft minnst á ábyrgð fjölmiðla. Fjöl- miðlar gegna margs konar hlut- verki: þeirra er að upplýsa, fræða og skemmta. Fjölmiðlar móta einnig skoðanir okkar, bæði vilj- andi og óviljandi, með því að halda sumu á lofti en láta lítið um ann- að. Það er álit stjórnar Bókasam- bands íslands að fjölmiðlar myndu ekki einungis gera íslensk- um bókmenntum mikið gagn með því að gera þeim hærra undir höfði heldur og einnig sjálfum sér. Bækur og fjölmiðlar geta og eiga að hafa gagn hvert af öðru. Bókasamband íslands hvetur fjölmiðla til þess að nýta sér bæk- ur mun meira en þeir gera. Flest- ir fjölmiðlar (blöð, útvarp og sjón- varp) leggja metnað sinn í að fjalla um bækur, a.m.k. fyrir jól- in. Þetta er mikilvægt og ber að gleðjast yfir. Samt sem áður hafa fjölmiðlar tækifæri til að gera enn betur. Of mikið ber á því að bóka- umfjöllun sé ekki nógu almenn og breið. Þetta á bæði við um prentmiðla og ljósvakamiðla. Sjónvarpsstöðvar hér á landi keppast við að bjóða áhorfendum upp á sem ríkulegast úrval er- lendra þáttaraða en virðast ger- samlega láta lönd og leið þá möguleika sem þeim bjóðast til að skapa sér sérstöðu. Á meðan Mjólkursamsalan gerir íslensku að okkar máli og olíustöðvarnar keppast um að tengja sig skóg- rækt og landgræðslu láta sjón- varpsstöðvarnar fram hjá sér fara tækifærið til að tengja sig up- plögðu þjóðþrifamáli með svipuð- um hætti: íslenskum bókmenntum og bókagerð. Bókasamband ís- lands býður hér með þeirri sjón- varpsstöð sem hefur áhuga á að halda íslenskum bókum og bóka- gerð sérstaklega á lofti til sam- starfs. í stuttu máli Bókasamband íslands vill koma þeim skilaboðum á framfæri að ritstörf, bókaútgáfa og prentun skapa bæði efnisleg og andleg verðmæti sem mega ekki rýrna. íslensk bókmenning hefur í ald- anna rás verið kjölfesta Jiessa samfélags. Án hennar væri Island ekkert annað en sú veiðistöð sem Ketill flatnefur sagðist aldrei myndu fara til á gamals aldri. Án hennar værum við eins og hver önnur kvartmilljón manns hvar sem er í heiminum. Á umbrotatímum í fjölmiðlun og tækni þurfum við því að bregð- ast við þeim breytingum sem vofa yfir og hafa áhrif á þær. Við verð- um að vita hvernig við viljum sjá þjóðfélagið okkar eftir 10 ár eða 50 ár. Verður þjóðin bókalaus eða mun hún þvert á móti njóta efna- hagslegra og menningarlegra gæða einmitt vegna rótgróinnar bókmenningar? Höfundur er formaður Jiókasnm- bands Islands og vinnur hjá Sam- tökum iðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.