Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIVIIIMGAR FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 51- I i I I I I ) J J I í I J ! I I j I : 0 I 1 I Einn sunnudaginn var Guðmunda sest þar hjá honum og þótti sýnt að hverju dró. Það geislaði af þeim báðum, eins og alltaf síðar í lífinu. Og nú fóru að höndum mikil ham- ingjuár.- Ungu hjónin hófu búskap á Hæli í Gnúpveijahreppi vorið 1924. Þar hafði búið sá landsfrægi og gáfaði félagsmálafrömuður Gestur Einarsson sem lést úr spönsku veik- inni 1918. Margrét ekkja hans hélt þar fullum búskap áfram í nokkur ár en svo samdist um að þau Guð- munda og Kristján kæmu þar í leiguábúð og var svo næstu fimm árin. Þeim bar báðum saman um að á Hæli hefði verið gott að vera, glaðlynt sambýlisfólk og nágrennið hið besta. Þar fæddust elstu börn þeirra og í upphafi virðist ekki annað séð en fjölskyldan festist í sessi í Hreppunum. En árin urðu erfið til búskapar, lágt verð á flest- um búvörum og brátt gengu efnin til þurrðar. Því tóku þau Guðmunda og Kristján það til ráðs að leigja jörðina Geirakot í Sandvíkurhreppi af Guðmundi hreppstjóra Þorvarð- arsyni í Litlu-Sandvík og þar hófu þau búskap vorið 1929. Keyptu þau þá jörð síðar meir. Séð hefi ég nákvæma lýsingu á búferlisflutningum í hinum gagn- merku dagbókum sem Kristján Sveinsson hélt. Það var mikið lagt á hin ungu hjón að búa sig undir búferlaflutninginn og vinna vor- yrkju á tveimur jörðum, en vissum hlutum þurfti að ljúka á Hæli áður en í fyrirheitna landið yrði flutt. Farartækin voru hestvagnar sem skröltu eftir hálfgerðum vegum niður Hrepp.a og Skeið. Svo var flutt úr góðu timburhúsi í moldar- kofa með litlum túnkraga um- hverfis. En jörðin beið eftir hæfi- leikafólki og allt lagðist í haginn með þeim Guðmundu og Kristjáni. Flóaáveitan var nýtekin í notkun, Mjólkurbú Flóamanna tók til starfa seint á þessu ári og Kaupfé- lag Árnesinga árið eftir. Þau hjón fengu því glæsilega möguleika í fangið og gerðust samvinnumenn. Þeim var ekki stætt á öðru. Krist- ján var einn þeirra sem gengu í Mjólkurbú Flóamanna í upphafi. Og gæfa þeirra var að taka þátt í því ævintýri sem gerðist hér í sveitum frá 1930-1985 þegar bóndinn hafði óbundnar hendur og mátti framleiða meira í dag en í gær. Einhvern tímann á þessum miklu framfaraárum kynntist ég þeim Guðmundu og Kristjáni. Fæddist reyndar í þeirra nágrenni, þegar þau stóðu orðið traustum fótum. Kom í barnæsku í elstu húsakynni þeirra, moldarkofana, en man ekk- ert eftir þeim húsakynnum, aðeins viðmótinu og hjartahlýjunni sem alltaf var eins, hvert sem húsrýmið var. Heimsóknirnar þessa stuttu bæjarleið yfir Eyrarbakkaveginn voru einstakar fyrir lítinn mann. Móðir mín og Guðmunda voru vin- konur ofan úr Hrepp og þurftu beinlínis að hittast. Móttökur voru hlýjar og sérstæðar fyrir lítinn mann, t.d. átti Guðmunda það til að ná í þægan hest og setja þennan litla mann á bak og teyma hestinn langleiðina heim. Svo komu aðrir dagar, og ég var sendur einn eftir skömmtunarseðlunum sem Krist- ján afgreiddi. Ekki var talandi um annað en setja sendimann inn í bestu stofu, leggja þar á borðið og svo var borið fram kakó með kök- um. Þessar heimsóknir tóku yfir meira en 40 ár og seinustu árin var sendimaðurinn kominn til að sækja sveitargjöldin. Þá neitaði ég að koma í stofuna, borðið í eldhús- inu var best. Þar voru þau Guð- munda og Kristján bæði í sessinu sínu og ég reyndi það sama og margir sem hafa farið um sveitir. Menn hafa ekki kynni af sveita- fólki nema koma í eldhúsið. Þá kynntust þeir betri helmingnum á bænum. Þetta eru minningar sem koma kannski engum við. En sann- ar eru þær og eins satt er að á þessum árum var Geirakotsheimilið glaðværasta og skemmtilegasta heimilið í Sandvíkurhreppi í Flóa. Allt innanhúss var snyrtilegt og fágað og mikið gert úr litlum efn- um. Börnin voru að komast upp, en voru mikið við heimilið; stund- uðu vinnu þaðan áður en þau stofn- uðu sjálf heimili. Á sumrin voru aðkomubörnin sem deildu geði við heimaunglingana í sveitinni. í jóla- fríi og miklu oftar var reyndar troð- fullt hús í Geirakoti og þar var í stríðslok risið nýtt íbúðarhús sem Stefán sonur þeirra smíðaði. Lítið hús að utan en feiknastórt að inn- an, fannst mér. Það var vegna þess að hugblærinn stækkaði það. Og yfir öllu þessu hélt Guðmunda verndarhendi, hló með unga fólk- inu, gladdi þá sem hryggir voru. Falleg augu hennar lýstu okkur fram á veg í bernskunni og svo komu viturlegar leiðbeiningar þeg- ar maður var það uppkominn að kunna að taka þeim. „Þau ár eru liðin og koma aldrei aftur,“ sagði skáldið Gunnar Gunn- arsson. Vel má það vera, og óneit- anlega voru það forréttindi að mega njóta vináttu kvenna eins og Guðmundu í Geirakoti. Þau Krist- ján bjuggu í Geirakoti til efri ára, t- er Ólafur sonur þeirra tók við árið 1970. Býr hann þar myndarbúi ásamt eiginkonu sinni, Maríu Hauksdóttur frá Stóru-Reykjum. Enn er sótt fram á veg í Geirakoti og nýtt hús risið, stórt að utan og stærra að innan. En þau Guðmunda og Kristján bjuggu í eigin húsi í mörg ár eftir það, uns farið var á hjúkrunarheimili. Áður var Guð- munda nokkur ár á Selfossi í skjóli dætra sinna Sigrúnar og Katrínar. Hún fékk hægt andlát á Ljósheim- um á Selfossi en var hressj anda til hins síðasta. Guðmunda í Geirakoti fylgdi þessari öld nákvæmlega; fædd fyrsta janúar 1901. Á tölvumáli heitir það 010101. Því hefur hún verið fyrsta manneskjan í íslensku þjóðskránni eins og henni er raðað upp, eða fyrst íslendinga. Hún bar þetta aldamótakennitákn með sóma og átti sinn þátt í að gera ísland svo byggilegt sem það er í dag. Verkin þeirra Kristjáns standa vonandi lengi áfram í Geirakoti, en fyrst og fremst lifa þau hjón í þeim fjölmenna og myndarlega niðjahópi sem fylgir til grafar í dag. Votta ég þeim öllum virðingu mína og samúð. Páll Lýðsson. vinaleg, hlý og notaleg Lifandi jóladagskrá Jólasveinninn, kórar, brass-hljómsveitir, þverflautur, bókakynningar og margt fleira á dagskrá fram til jóla. Opnunartimar verslana til jóla: Föstud. 15. des. O U. 10-19 ^ ^Laugard. 16. des. kl. 10-22 W ® Sunnud. 17. des. kl. 12-18 Mánud. 18. des. - föstud. 22. des. kl. 10-22 Laugardagurinn 23. des. kl. 10-23 Sunnudagurinn 24. des. kl. 9- vlatvöruverslunin 10/11 opin alla daga kl. 10-23 nema aðfangadag kl. 10-15. Borgarkringlan — i jólaskapi Gefðu þér tima og líttu inn -eldá bara pottar ogpömtur! BRÆÐURNIR 0 20 og 24 cm VERÐ FRÁ: Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umbobsmenn um allt land 0 26.28, og 30 cm 0 14.1 Reykjavík: Byggt og Búið Kringlunni, Magasin, Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Guðni E.Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestfirðir:-.Rafverk,Bolungarvik.Straumur,ísafirði. Norðurland: Kf. Sfeingrímsfjarðar, Hólmavik. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Skágfirðingabúð.Sauðárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsslöðum. Stál, Seyðisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirklnn, Sellossi. Rás, Þorlákshðin. Jón Porbergsson, Klrkjubæjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reyk|anes: Stapafell, Kellavik. Rafborq Grindavlk Fjaröarkaup. Hafnarlirði. 0 24cm rTEFAL^ ARMATAL Sérstök stálplata á botni,sem tryggir að pannan v verpistekki^d ///• á/i <>(/ '\'/(t/f Ný framleiðsla úr áli og stáli.Bestu kostir tveggja efna sameinaðir í einu áhaldi. Frábærir steikingareiginteikar þ.e. hitateiðni álsins og glæsilegt státútlit. Að innan eru pönnumar húðaðar með slitsterku viðloðunarfríu efni, sem gerir alla matargerð auðveldari. svo og þrif. TEFAL er langstærsti pottaframleiðandi heims. TEFALvörur eru seldar í nær öllum löndum heims. VERÐ FRÁ:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.