Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Ragnar F. Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1919. Hann lést aðfaranótt 7. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Helga Jens- dóttir og Guð- mundur Sigurðs- son. Hann var næstyngstur systk- ina sinna. Elst var hálfsystir hans Charlotta Ólöf Gissurardóttir, f. 16.1. 1916, d. 7.9. 1995, frá fyrra hjónabandi Helgu, en alsystkini voru Vikt- oría Dagmar, f. 11.1. 1917, búsett í Danmörku, Ágúst F., f. 1.8. 1919, tvíbuarbróðir AÐVENTAN er tími tilhlökkunar og undirbúnings. Aðdragandi há- tíðar er við minnumst fæðingar frelsarans. Hugur flestra er bund- inn væntanlegum fjölskylduboð- um, samverustundum vina og ^ vandamanna. Við gerum ráð fyrir að allt sé óbreytt og að jólaboðin verði eins, með sama sniði og und- anfarin ár eða áratugi. Snögglega er kippt í okkur og við minnt á, að ekki er hægt að reikna með að allt verði eins og það var. Tími tilhlökkunar og gleði verður að söknuði og sorg. Fjöl- skyldumeðlimur er allt í einu hrif- inn frá okkur. Raggi frændi, eins og við höfum kaliað hann í hartnær fimmtíu ár, andaðist aðfaranótt 7. desember á 77. aldursári. Hann ólst upp hjá einstæðri móður sinni ásamt systkinum, við kröpp kjör í Þingholtunum. Á ungl- ingsárunum æfði hann knatt- spyrnu og fímleika. Var mikið efni í honum, en ógæfan reið yfir, hann greindist með berkla. Hann var um tíma á Vífílstöðum og síðan á Kristneshæli, og þar var hann hoggin eins og þá tíðkaðist. Þá var hann hætt kominn, en vegna hraustleika, æðruleysins og lund- arfars, komst hann til manns. Fyr- ir fjörutíu árum kvænist Raggi eftirlifandi konu sinni, Bergljótu Sveinsdóttur, en þau höfðu þá ver- ið trúlofuð í sjö ár. Begga og Raggi byggðu sér framtíðarheimili á Sogavegi 86 og fluttu þar inn á brúðkaupsdaginn. Raggi hóf starfsferil sinn ungur að árum sem sendill hjá Sælgætis- gerðinni Víkingi, nokkru áður en hann veiktist. Vinnuveitendur hans, miklir heiðursmenn, studdu harui dyggilega í hinum erfiðu veikindum. Starfið beið eftir hon- um er hann komst til heilsu á ný. Hann vann sig upp innan fyrirtæk- isins, enda sótti hann kvöldskóla og námskeið til að auka þekkingu sína á verslunar- og skrifstofu- fræðum. Honum voru falin æ ábyrgðarmeiri störf, var m.a. gjaldkeri um árabil og síðan skrif- stofustjóri fyrirtækisins. Það hefur lengi loðað við okkur íslendinga að sinna tveimur störf- um og á árunum 1952-1965 starf- aði Raggi á kvöldin í Þjóðleikhús- inu sem sviðsmaður og vegna ná- kvæmni og áreiðanleika var honum ávallt falið að annast leikmuni. Eftir að starfsemi Víkings lauk, annaðist hann skrifstofustörf hjá Sportvali í nokkur ár, en 1983 hóf hann störf hjá Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis og starfaði þar uns hann varð að láta af störfum fyrir aldurs sakir fyrir um 5 árum. Hann naut þess að starfa í Spari- sjóðnum. „Það er svo gott fólk hjá SPRON,“ var hann vanur að segja. Hann passaði því vel í hópinn. Aðstæður í uppvexti hans voru - þannig að um langa skólagöngu var ekki að ræða, en hugur hans Ragnars, en hann lést 6 mánaða gam- all og Gústaf Mar- inó, f. 23.10.1921, d. 27.7. 1988. Ragn- ar gekk að eiga eft- irlifandi konu sína Bergljótu Sveins- dóttur 3. desember 1956, og hafa þau átt heimili sitt alla tið í húsinu sem þau byggðu sér á Soga- vegi 86. Hann starf- aði lengst af hjá Sælgætisgerðinni Víkingi en lauk starfsdegi sínum hjá SPRON. Útför Ragnars fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag föstudaginn 15. desember og hefst athöfnin kl. 15. lá ávallt í þá átt að auka þekkingu sína. Tungumál voru honum hug- leikin og hann gat auðveldlega bjargað sér á mörgum erlendum málum og nýtti sér öll tækifæri sem gáfust til að reyna kunnáttu sína. Hann hafði unun af tónlist, þá las hann mikið, einkum og sér í lagi fræðandi bókmenntir. Hann spilaði bridge í tugi ára, alltaf með sömu félögunum. Honum þótti gaman að tefla. Hann var einn af drengjunum hans séra Friðriks, bæði í KFUM og Val. Hann var í áratugi fastamaður á vellinum þegar Valur var að spila. Eitt áhugamál var þeim hjónum afar kært, að veiða. Ekki var algengt að stunda lax- og silungsveiði á árunum uppúr 1949, en þá fóru þau í sína fyrstu veiðiferð og urðu þær margar áður en yfir lauk. Raggi og Begga voru alla tíð mjög samrýnd, þau ferðuðust um allt land og veiddu í mörgum ám og vötnum. Snyrtimennska var honum í blóð borin og veiðikassi hans var eins og skartgripaskrín. Það má segja með sanni að allt var í röð og reglu hjá Ragga. Létt- leiki og glaðværð var hans aðals- merki og hann átti einstaklega auðvelt með að kalla fram bros og jákvæðni í samskiptum sínum við aðra. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfr ið sama. en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur (Hávamál) Nú þegar kveðjustundin er kom- ið, langar okkur ijölskylduna að rifja upp liðnar samverustundir og bjartar minningar. Við gerum það þó ekki hér, heldur í einrúmi. Hér viljum við þakka góðum dreng samfylgdina. Samfylgd sem aldrei hefur borið skugga á. Megi drottinn styrkja og styðja Beggu frænku í sorg hennar og söknuði. Sveinn Grétar og Jónas R. Kær vinur er farinn, en.samt svo nærri. Ég hitti hann Ragga í fyrsta sinn þar sem ég lá í vögg- unni á heimili foreldra minna í Reykjahlíð 10 árið 1952. Við áttum eftir að hittast oft. Raggi vann með föður mínum í Þjóðleikhúsinu í mörg ár, en þar átti ég eftir að eyða mörgum góðum stundum inn- an um vinnufélaga pabba. Þeir kynntust ungir, Raggi og Þórarinn Þorkelsson faðir minn, báðir voru þeir lærisveinar séra Friðriks og í knattspyrnufélaginu Val. Raggi var einstakt ljúfmenni, hlýr og góður. Hann hafði létta lund, sá björtu hliðar lífsins og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Það væri betra að lifa ef fleiri væru eins og Raggi. Raggi og Begga gengu í hjónaband 3. des- MINNINGAR ember 1956, en þá voru þau búin að vera trúlofuð í 7 ár. Þau byggðu sér hús á Sogavegi 86 og þar bjuggu þau saman í 39 ár. Þau voru eins nátengd og hægt er að hugsa sér. Umhyggja og virðing hvors fyrir öðru var einstök. Undanfarin ár hefur Begga átt við vanheilsu að stríða og þá hefur henni þótt gott að kúra fram eftir á morgnana, en þegar hún kom niður í eldhús var Raggi tilbúinn með hressingu fyrir þau. Hann tók hana í fang sér, kyssti hana og óskaði að hún ætti góðan dag fyr- ir höndum. Á daginn fóru þau oft í ísbíltúr vestur á Hagamel, á kvöldin skiptu þau stundum á milli sín einum bjór og dönsuðu jafnvel nokkur spor á eldhúsgólfínu. Þegar ég hóf störf hjá Hönnu Kristínu og Sveini Grétari á Kristu í Kringl- unni 1989 hitti ég þau hjón oft. Þá kom Begga oftast í hverri viku og lét laga á sér hárið. Raggi kom með hana og sótti. Við Hönnu Kristínu sagði hann bon jour mad- ame og hún svaraði bon jour monsieur. Meira skildi ég ekki af frönsku tali þeirra. Raggi keypti oft inn til heimilisins. Þá hitti ég hann stundum. Við tókum tal sam- an, hann strauk mér um vangann eins og faðir minn var vanur að gera og ég tók í hlýju höndina hans. Á göngu minni niður Lauga- veginr. í september síðastliðnum hitti ég Ragga í síðasta sinn. Miðvikudaginn 6. desember síð- astliðinn hitti ég Beggu á Kristu. Vorum við glaðar að sjá hvor aðra og héldumst í hendur á meðan hún fékk hárþvott. Það lá vel á henni. Hún ætlaði á jólagleði í Múlabæ daginn eftir. En margt fer öðruvísi en við ætlum. Ég bað Beggu fyrir kveðju og koss til Ragga frá mér. Ég er fegin að hann fékk kveðjuna frá mér aðeins fáum klukkustund- um áður en hann fór í þá ferð sem bíður okkar allra. Við fáum öll okkar skammt af mótlæti hér í þessu lífí. Raggi fékk sinn skammt ríflega. Ungur fékk hann berkla og dvaldi hann lengi á Vífílsstöð- um. Setti það mark sitt á heilsu hans alla ævi. Nú síðustu ár var hann veill fyrir hjarta, en aldrei kvartaði hann. Hann var ávallt léttur og kátur. Það var bara ekki hans stíll að gefast upp þótt á móti blési. Elsku Begga mín, Guð gefí þér styrk. Ég samhryggist þér og öðr- um ástvinum af öllu hjarta. Eg sé þá fyrir mér núna, Ijúflingana Ragga og föður minn saman. Raggi segir: „Sæll Doddi-minn, hvað segir þú elsku vinur.“ Guð geymi elsku Ragga. Fríða Björg Þórarinsdóttir. Þegar okkur að morgni sjöunda desember barst fregnin um andlát Ragga frænda, setti okkur hljóð og endurminningarnar hrönnuðust upp fullar af söknuði og hlýjum minningum. Ragnar F. Guðmunds- son eða Raggi frændi eins og við systkinin vorum vön að kalla hann er látinn og við fáum ekki að njóta nærveru hans framar. Við fráfall hans hefur myndast stórt skarð í okkar fjölskyldu. Raggi og eftirlifandi eiginkona hans Begga frænka (Bergljót Sveinsdóttir) voru okkur ætíð sem aðrir foreldrar. Ofá voru skiptin sem við biðum eftir að hitta Ragga með sína skemmtilegu kímnigáfu og góða frásagnarlist. Raggi var alltaf hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var, sama hvort það var í jólaboðum, afmælum eða í hvers- dagsleika lífsins. Hann var mjög vinsæll maður og átti gott með að umgangast fólk. Hann var mjög heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur sama hvort það var að hlúa að sínu venslafólki eða stunda sína vinnu, allir hlutir voru gerðir að stakri natni og samviskusemi. Á æskuárum okkar kom það ósjaldan fyrir að Raggi birtist ásamt Beggu frænku á heimili okkar og foreldra í smáíbúðahverf- inu. Ævinlega með einhvern glaðn- ing meðferðis fyrir okkur krakk- ana. Alltaf hafði hann tíma til að setjast niður með okkur, segja okkur sögur, kenna okkur nýjan kapal eða bara gantast við okkur. Þegar við urðum eldri og fórum í gagnfræðaskóla sýndi hann námi okkar mikinn áhuga. Auðsótt var að fá aðstoð hjá honum við nám erlendra tungumála. Raggi var vel heima í þeim efnum og gerðu tímarnir hjá honum oft gæfumun- inn. Raggi var einn af þeim fáu mönnum sem var alltaf tilbúinn til að gefa af sér til annarra en vildi sem minnst af öðrum þiggja. Nú seinni árin upplifðum við sömu væntumþykju til okkar fjölskyldna. Fyrr á árum eyddu Raggi og Begga rnörgum stundum saman í veiði á bökkum áa og vatna. Hann hafði gaman af að spila bridds og í fjölda ára spilaði hann reglulega við vini sína. Einnig hafði hann mjög gaman af góðri tónlist og lestri góðra bóka ásamt ýmsu fleiru. Þrátt fyrir að Raggi frændi hafi oft átt við mikil veikindi að stríða allt frá því á unglingsárum kvart- aði hann ekki. Ávallt tókst honum að vinna sig út úr þeim. Samband hans og Beggu frænku var ein- staklega náið og voru þau hvort öðru stoð og stytta í einu og öllu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði -sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku Begga frænka, megi góður Guð styrkja þig og styðja í sorg- inni. Við vitum hvað Raggi var þér mikils virði. Við og okkar fjölskyld- ur söknum hans sárt. Eftir sitja hlýjar minningar um góðan frænda 'og vin. Sigga Gunnars. Guðni Gunnars. Kær vinur, mágur og svili Ragn- ar F. Guðmundsson lést þann sjö- unda desember, eftir enn eitt hjartaáfallið, á neyðarvakt Borgar- spítalans. Við þann sjúkdóm hafði hann barist lengi og af miklum hetjuskap. Við minnumst Ragga fyrst og fremst fyrir hans miklu manngæsku, góða og létta skap. Hann var ávallt svo glaður og gef- andi og eiga börnin okkar þeim hjónum Beggu og Ragga ekki lítið að þakka, fyrir alla þeirra góðvild og gjafmildi í gegnum árin. Enda sóttu þau mikið í félagsskap þeirra hjóna. Oft minnumst við gömlu dagana í smáíbúðahverfinu þegar komið var saman og létt af sér hversdags- leikanum, með þeim hjónum og öðrum úr fjölskyldunni. Var þá oft glatt á hjalla, mikið rætt og hleg- ið. Svo hagaði til að við systurnar og svilarnir byggðum hvor sitt húsið í smálbúðahverfinu, eins og gefur að skilja var vinnudagurinn oft langur og strangur. Á þessum árum drýgði Raggi tekjurnar með kvöldvinnu sem sviðsmaður hjá Þjóðleikhúsinu. Hann Raggi fæddist og ólst upp í Þingholtunum ásamt systkinum sínum og móðir. Föður sinn og missti hann barnungur. Samt braust hann áfram og lauk gagn- fræðaprófí. Hann átti gott með að læra og til marks um það var, hve vel hann var heima í mörgum tungumálum. Eins og margir ung- ir menn á þessum árum tók hann þátt í starfi KFUM, spilaði með Val og seldi Vísi, Morgunblaðið og Alþýðublaðið. Ungur að árum byijaði hann sem sendill hjá sælgætisgerðinni Víkingi, þar vann hann sig upp í gjaldkerastöðu hjá þeim mæta manni Jóni Kjartanssyni, sem hon- RAGNAR F. - GUÐMUNDSSON um þótti alla tíð mikið til koma. Raggi var mjög samviskusamur maður og ljúfur vinnufélagi. Enda eignaðist hann marga vini og kunningja og var víst oft glatt á hjalla í kringum hann Ragga okk- ar. Hjá Víkingi starfaði hann yfir fjörutíu ár, að undanskildum árun- um sem hann barðist við illvígan sjúkdóm sem hann sigraðist á að lokum. Eftir árin í Víkingi starfaði hann hjá svila sínum Jóni Aðal- steini í Sportval. Þar til að hann réðist til starfa hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Hann eignaðist þar góða vinnufélaga og vandaða stjórnendur. Hann undi sér vel hjá SPRON þar til að hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Kæri vinur, við þökkum þér ómetanlega vináttu og kveðjum þig að sinni. Eins biðjum við góðan Guð að styðja þig og styrkja á nýjum vegum. Elsku Begga, góður Guð gefí þér styrk og stoð til að sigrast á þinni miklu sorg. Anna og Gunnar. Þegar Ragnar Guðmundsson, þessi einstaklega geðfelldi og ljúfi maður, kom í sparisjóðinn til mín í októbermánuði 1983 og óskaði eftir að vera ráðinn til starfa í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis, tók ég boði hans þegar í stað. Ragnar var þá 64 ára og samkvæmt gijót- hörðum stjómunarreglum hefði kannske verið eðlilegra að velja yngri mann til þess starfs sem ég ætlaði Ragnari, sem var að annast akstur sendiferðabíls sparisjóðsins. í því fólst að flytja hverskonar skjöl og önnur gögn milli útibúa spari- sjóðsins og aðalstöðvanna á Skóla- vörðustígnum, þar á meðal flutn- ingur á mynt og öðrum peninga- sendingum. Raunar voru ávallt tveir í bflnum af öryggisástæðum, sem gátu þá hjálpast að við að bera t.d. myntboxin sem em engin Iéttavara. Ragnari þótti það líka léttvæg ástæða að hafna þessu starfí þótt einhver peningabox reyndu á kraftana. Peningaþyngsli höfðu ekki íþyngt honum um ævina fram til þessa. Og Ragnar hóf störf hjá okkur 1. nóvember 1983 og lítið reyndi á peningaburðinn því að samstarfs- menn hans voru óðfúsir að létta Ragnari öll áreynslustörf. Það kom fljótt á daginn að með ráðningu Ragnars hafði sparisjóðnum bæst ákaflega farsæll og traustur liðs- maður. Geðprýði hans og greið- vikni samfara hrífandi glaðværð og ógleymanlegu brosmildu aug- um, unnu hugi og hjörtu alls starfs- fólksins í sparisjóðnum þegar frá fyrstu kynnum við Ragnar. Kurt- eisi hans og prúðmennska opnuðu honum allar dyr, svo að sendiferð- ir hans, m.a. í gegnum biðstofur ráðamanna, tóku hann oft skemmri tíma en gerðist um ýmsa kollega hans. Milli okkar Ragnars myndaðist fljótlega traust og einlæg vinátta, sem entist gersamlega áfallalaust meðan báðir lifðu. Sama gilti um allt samstarfsfólk Ragnars, hvort heldur innan sparisjóðsins eða utan. Viðskiptavinir höfðu oft orð á því hve íjarskalega Ragnar væri liðlegur og fágaður maður. Hann væri lifandi auglýsing um þá góðu þjónustu sem við í sparisjóðnum leituðumst ávallt við að veita. Ragnar var borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur, fæddur og uppal- inn í Þingholtunum. Hann missti ungur föður sinn og ólst upp hjá móður sinni og fjórum systkinum sínum og hálfsystkinum, við erfíð og kröpp kjör. Ungur að aldri veiktist hann alvarlega af berklum og dvaldist langtímum saman, fyrst á Vífilstaðahæli og síðar í Kristneshæli. Lítið varð því úr skólagöngu hjá Ragnari og þegar hann loks vann bug á veikindum sínum hóf hann störf 22 ára gam- all hjá Sælgætisgerðinni Víkingi. Þar vann hann sleitulaust I 40 ár, fyrst sem sendill og útkeyrslumað- ur og síðustu 20 árin sem skrif-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.