Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Boðflennan átti ekki heimang’engt París. Reuter. ÖRYGGISVERÐIRNIR, sem gættu þjóðarleiðtoganna í París í gær, höfðu augun hjá sér og biðu þess dálítið spenntir að þurfa að vísa einum ákveðnum manni á dyr, frönsku boðflenn- unni „Herra X“. Hann átti hins vegar ekki heimangengt. Claude Khazizian, eftirlauna- þegi, sem setið hefur leiðtoga- fundi og konunglegt brúðkaup í krafti myndugleika síns og snyrtilegs klæðnaðar, sagði, að bandaríska sendiráðið hefði orðið sér úti um myndir af hpn- um til að tryggja, að hann yrði ekki viðstaddur undirritun Day- ton-samninganna um frið í Bos- níu. Khazizian sagði, að hann hefði ákveðið að sleppa fundin- um í Élysée-höll vegna þess hve erfitt væri að komast leiðar sinnar vegna verkfallanna í Par- ís þessa dagana. Fagnaði styrjaldarlokum Khazizian var í brúðkaupi Jóakims prins og Alexöndru Manley í Friðriksborgarkastala í Danmörku í síðasta mánuði en þekktist og var vísað út eftir nokkurn tíma. Hans stærsta stund var þó í maí í vor þegar hann fagnaði því í París ásamt þjóðarleiðtogum víðs vegar að úr heimi, að hálf öld var liðin frá lokum síðari heimsstyijaldar. Sat hann síðan fyrir á myndum með öllu stórmenninu. Lítill fögnuður í Sarajevo NOKKRIR Sarajevo-búar hleyptu af rifflum og vélbyssum upp í loftið til að fagna undirrit- un friðarsamninganna í París, en margir borgarbúar voru þó efins um að varanlegur friður væri í nánd. Vegfarendur í mið- borginni sögðust vera of þreyttir eftir 3Vz árs stríð, matarskort, kulda og stöðugan ótta, til að fagna atburði sem gæti markað upphaf friðar I landinu. „Guði gefi að þessu linni,“ sagði 65 ára kona. „Fyrir gamla konu eins og mig var stríðið mjög erfitt.“ „Eg er gjörsamlega örmagna, ég þarf langt, langt frí einhvers staðar langt í burtu frá þessarí borg,“ sagði þrítug kona, sem stundaði háskólanám í arkitektúr þegar stríðið skall á. Faðir henn- ar lést af völdum andlega álags- ins sem stríðið olli. „Enginn okkar hefur sigrað," sagði hún. „Serbarnir fá ekki þá Stór-Serbíu sem þeir börðust fyr- Reuter ir og hinir fá ekki það ríki sem þeir vildu, þannig að ég tel að fríðurínn vari ekki lengi.“ Ríkissjónvarpið sýndi undirrit- unina í beinni útsendingu en margir Sarajevo-búar fylgdust ekki með henni, höfðu annað- hvort slökkt á tækjunum eða horfðu á kvikmyndir. Samningarnir um frið í fyrrverandi Júgóslavíu undirritaðir í París Reuter SLOBODAN Milosevic forseti Serbíu, Franjo Tudjman forseti Króatíu, og Alija Izetbegovic forseti Bosníu undirrita friðarsamningana í Élysée-höU í París. Við borðið standa: FeUpe Gonzalez forsætisráðherra Spánar, BiU Clinton forseti Bandaríkjanna, Jacques Chirac forseti Frakklands, Helmut Kohl kanslari Þýskalands, John M^jor forsætisráðherra Bretlands, og Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra Rússlands. Bandaríkjastjórn gagnrýnir Boutros-Ghali Deilt um gæslu í A-Slavoníu Sameinuðu þjóðunum. Rcuter. BANDARIKJASTJÓRN er mjög óánægð með þá afstöðu Boutros Bo- utros-Ghalis, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að betra sé að senda alþjóðlegt herlið á borð við NATO-liðið til friðargæslu í Austur- Slavoníu í Króatíu en lið á vegum SÞ. Telur hún, að með þvi væru SÞ að víkjast undan skyldum sínum. í skýrslu, sem Boutros-Ghali lagði fyrir öryggisráðið á þriðjudag, sagði hann, að þörf væri fyrir 9.300 her- menn og 2.000 starfsmenn aðra til að gæta friðarins í Austur-Slavoníu. Taldi hann betra, að SÞ hefðu ekki afskipti af skipan þess eða fram- kvæmd gæslunnar. „Ég tel það rangt, að SÞ reyni að koma sér undan þessu af ótta við að verða fyrir enn frekari álitshnekki vegna starfsemi sirlnar í Júgóslavíu fyrrverandi," sagði í yfirlýsingu frá Madelaine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, í fyrradag. Skömmu áður en Albright lýsti þessu yfir tilkynnti talsmaður SÞ, að skýrsla Boutros-Ghali hefði verið aft- urkölluð og yrði endurskoðuð en talið var, að það breytti litlu um meginatr- iði málsins. -----♦-------- Bandarískir Líkt við „rammt en gagnlegt meðal“ París. Reutcr. ALUA Izetbegovic, forseti Bosníu, sagði í ávarpi sínu í Élysée-höll í París í gær eftir að hafa undirritað samninga um frið í fyrrverandi Júgó- slavíu að sér liði eins og manni sem hefði drukkið „rammt en gagnlegt meðal“. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ávörpuðu leiðtoga Bos- níu, Króatiu og Serbíu eftir undirrit- unina og hvöttu þá til að grípa tæki- færið til að tryggja varanlegan frið og binda enda á stríðshörmungarnar. Izetbegovic kvaðst undirrita samn- ingana af fullri „einlægni“ þrátt fyr- ir óbragð í munni og hvatti ríki heims til að aðstoða við framkvæmd samn- inganna. Stjóm Bosníu kvartaði lengi yfir aðgerðarleysi vesturveldanna eft- ir að stríðið hófst fyrir 3'/2 ári. Franjo Tudjman, forseti Króatfu, og Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, lofuðu að gera allt sem á valdi þeirra stæði til að tryggja varanlegan frið. „Við höfum stigið stórt og sögulegt skref fram á við til að binda enda á eitt af flóknustu og hörmulegustu stríðum okkar tíma,“ sagði Tudjman. Milosevic sagði sárin af völdum stríðsins ekki gróa að fullu fyrr en eftir langan tíma. „Friður er frum- skilyrði þess að þjáningunum linni. Hann leysir auðvitað ekki öll vanda- málin.“ Izetbegovic klappaði ekki eftir ávörp Milosevic og Tudjmans og lófa- klapp hans eftir undirritunina var stutt. Clinton tók eftir þessu og sagði við forsetana: „Við fmnum jafnvel í dag að sárin hafa ekki gróið.“ „Bregðist ekki bömunum" Clinton hvatti forsetana til að grípa þetta tækifæri til að koma á varan- legum friði. „Þið getið ekkert gert til að afmá fortíðina en þið getið gert allt til að byggja upp framtíð- ina. Bregðist ekki bömunum ykkar." Forsetinn sagði að Bandaríkja- stjóm hygðist senda hermenn til Bosníu þrátt fyrir andmæli „efa- semdamanna sem segja að þjóðir Balkanskaga sleppi ekki undan blóð- ugri fortið sinni, að Balkanhjörtun séu of hörð fyrir frið“. Hann minnt- ist stríðshörmunganna sem bosnísk börn urðu fyrir, sprengjuárása á lei- kvelli þeirra, ungra stúlkna sem var nauðgað, fórnarlamba sem grafin voru í fjöldagröfum og þjóðernsis- hreinsana sem gerðu milljónir manna heimilislausar. Hann lagði áherslu á að þeir sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi yrðu sóttir til saka. „Það að koma á varanlegum friði er fyrst og fremst verkefni ríkjanna og þjóðanna á svæðinu,“ sagði Jacques Chirac í ávarpi sínu. „Eg skora á leiðtoga þeirra að snúa við blaði stríðs og haturs. Ég býð þeim að skrifa saman, sem leiðtogar og menn friðarins, kapítula sáttanna." Chirac minntist þeirra 200.000 manna sem létu lífið í stríðinu og 56 franskra hermanna sem hafa beðið bana við friðargæslu í gömlu Júgóslavíu. Rússar vHja aflétta viðskiptabanni Viktor Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, var viðstaddur undirritunina í stað Borís Jeltsíns forseta sem er að jafna sig eftir vægt hjartaáfall. Tsjernomyrdín áréttaði þá afstöðu rússnesku stjórn- arinnar að aflétta bæri að fullu við- skiptabanninu á Serbíu. „Það er mikilvægt fyrir pólitíska lausn vand- ans,“ sagði hann. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði við fréttamenn eftir undirritunina að hann hygðist fara til Sarajevo bráðlega til að hvetja til sátta í Bosníu. hermenn til Bosníu Þingið sam- þykkti með semingi Washington. Reuter. BANDARÍKJAÞING samþykkti í fyrrakvöld með nokkrum semingi að veita Bill Clinton, forseta Bandaríkj- anna, heimild til eða kannski öllu heldur að koma ekki í veg fyrir, að sendir yrðu 20.000 hermenn til friðar- gæslustarfa í Bosníu. Öldungadeildin samþykkti með 69 atkvæðum gegn 30 ályktun frá Bob Dole, þingleiðtoga repúblikana, þar sem sagði, að Clinton væri heimilt að standa við fyrirheit sín um að senda 20.000 hermenn til Bosníu í eitt ár en orðið „samþykki" kom þó hvergi fyrir í ályktuninni. í fulltrúadeildinni var felld tillaga frá demókrötum um skilyrðislausan stuðning við friðargæsluna en síðan samþykkt naumlega, með 218 at- kvæðum gegn 210, að koma ekki í veg fyrir, að hermennimir yrðu send- ir með því að girða fyrir fjárveitingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.