Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Ásmundur Jónatansson fæddist 7. mars 1953 í Reykjavík. Hann var bráð- kvaddur um borð í Hólmadrangi 6. desember sl. For- eldrar hans eru Jónína Guðmunds- dóttir verslunar- maður, fædd 7. nóv- ember 1920 og Jón- atan Kristleifsson sjómaður fæddur 15. maí 1919. Hálf- systkini hans eru Helga, Kolbrún og Gunnar Jón- atansbörn. 15. mars 1975 kvæntist Ásmundur Sínu Þor- leifu Þórðardóttur fædd 10. jnaúar 1953 í Reykjavík. Böm þeirra eru Þórður, f. 9. mars 1976 og Jóna María, f. 7. ágúst 1978, og eru þau bæði í námi. Foreldrar Sínu eru Ólöf Haga- línsdóttir, f. 27. nóvember 1921 og Þórður Finnbogi Guðmunds- son, f. 27. maí 1919. Þau eiga fjögur börn. Ásmundur útskrif- ÉG VARÐ hljóður um stund, þegar mér var sagt að hann Ási, æskuvin- ur minn, hefði verið kallaður til starfa á öðru tilverusviði. Röð minninga streymdu um huga mér, um þennan ljúfa og skemmtilega vin, sem litaði líf mitt gleði og ánægju á mótunartímum unglings- áranna. ’ Ási var eins og vinir eiga að aðist úr Stýri- mannaskólanum í Reykjavík með far- mannapróf, 3. stig 1974. Var stýrimað- ur hjá Eimskipafé- lagi Islands frá ág- úst 1974 til ágúst- loka 1980. Byrjar þá nám í útgerðar- tækni við Tækni- skóla Islands, lauk námi þar í maí 1982. Var um tíma i Slipp- félaginu í Reykja- vík sem sölumaður. Var stýrimaður hjá Nesskip frá desember 1983 til september 1987. Byrjar sem sölumaður hjá Málningu hf. september 1987 til janúar 1989. Var skipstjóri á Andra 1. frá 15. júlí 1989 til 10. janúar 1990. Var stýrimaður á Sunnubergi frá Grindavík í 5 ár og nú síð- ast á Hólmadrangi frá Hólma- vík. Útför Ásmundar fer fram frá Fossvogskirkju 15. desember klukkan 15. vera. Alltaf glaður, alltaf skemmti- legur, hvar sem hann kom gerðust ævintýri. Frjór hugur Ása og óút- reiknanleg uppátæki voru misvin- sæl meðal fullorðna fólksins, en kímnin og lífsgleðin réðu þar alltaf ríkjum. Enginn sagði skemmtilegri sögur af samferðamönnum sínum en hann, og það var hveijum manni lífsnautn að hlusta á frásagnir MINNINGAR hans. Þrátt fyrir þetta var hann dulur, - ekki allra, og bar tilfinn- ingar sínar aldrei á torg. Það voru því ákveðin forréttindi, að geta kallað hann vin. Ég minnist hlýju og vináttu á heimili hans á Grettisgötunni, þar sem mér var alltaf tekið opnum örmum, og sú vinátta sem móðir hans sýndi, yljar mér enn um hjartarætur. En leiðir skildust. Ási fór í sjómannaskólann, ég í menntaskólann. Á þessum árum vann Ási á varðskipum, mest þó á Ægi. Ég minnist enn hve við strák- amir hlökkuðum til, þegar varð- skipið kom til Reykjavíkur. Það var eins og jólin væru komin. Að fá að vera með honum eina kvöld- stund, - hlusta á frásagnir hans og skemmta sér með honum. Þetta eru minningar sem aldrei gleymast. En smám saman misstum við sjónar hvor af öðrum. Sjórinn heill- aði hann. Hann varð skipstjórnar- maður á fraktskipum og síðar tog- urum sem sigldu um heimshöfin, en ég landkrabbi, sem aldrei fór á sjó. Eg hef oft saknað þessa góða vinar. Því segi ég: Veistu, ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta geði skaltu við hann blanda og gjðfum skipta, fara að fínna oft. Að lokum sendi ég móður hans, eiginkonu og börnum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ég bið að þau fái styrk í sorginni, og láti ljúf- ar minningar um góðan dreng ylja sér á köldum vetramóttum Við kveðjum öll Ása með sökn- uði og óskum honum góðs á leiðum sínum handan móðunnar miklu. Þorsteinn Barðason. ASMUNDUR JÓNA TANSSON 25 ára lán með 6,8 - 8,5% vöxtum íslandsbanki býður einstaklingum og fyrirtækjum sem þurfa að stækka við sig, endurskipuleggja fjármálin eða leggja út í stórar fjárfestingar, lán til allt að 25 ára. Langur lánstími og lágir vextir tryggja þægilegar afborganir og afgreiðslufrestur er stuttur. Kynntu þér þessa möguleika í næsta útibúi bankans og láttu ekki skynsamlegar framkvæmdir stranda á fjármagninu. Það er mikið lán fyrir félag eins og Skíðadeild ÍR að éiga trausta og dygga stuðningsmenn. Menn sem eru ávallt fúsir að leggja á sig ærna vinnu hvenær sem á þarf að halda. Eitt er víst að Ásmundur Jónatansson var einn þeirra. Þrátt fyrir að lengstan starfstíma hans hafí hann verið sjómaður lagði hann af mörkum mikið starf fyrir ÍR. Ásmundur var mikill áhuga- maður um skíðaóþróttina. Hann fylgdist vel með þróun og framför- um íþróttarinnar, hafði skoðanir á málunum og las sér betur til en margur annar. Hann fylgdist með nýjungum á sviði skíðaútbúnaðar og var vel heima í öllu sem snýr að mótahaldi og reglugerðum ýms- um. Ásmundur studdi keppendur Skíðadeildar ÍR af heilum hug. Hann fylgdi þeim á skíðamót ef hann hafði tök á vinnu sinnar vegna. Síðastliðinn vetur fór hann sem fararstjóri á íslandsmót og FlS-mót til Isafjarðar, Dalvíkur og Akureyrar. Han hafði mikla ánægju af þeirri ferð og eitt er víst að keppendur og þjálfari ÍR- inga voru í góðum höndum og eru þakklátir fyrir að hafa notið sam- veru hans og stuðnings. Margar góðar minningar eigum við ÍR-ingar um Ásmund og eru þær flestar tengdar Hamragili. Hann var ötull í uppbyggingu skíðasvæðisins eftir tjón sem þar varð í desember 1992. Hann vann að byggingu vélageymslu á sínum tíma og átti margar stundir við viðhald og uppsetningar á skíða- lyftum deildarinnar. Ásmundur tók þátt í ferðalögum og skemmtunum hjá félaginu og var haft á orði á liðnum vetri, þeg- ar hlé var á loðnuveiðum og Ás- mundur stundaði skíðin af fullum krafti, að hann hefði náð einni bestu æfingasókn allra sem æfa skíði hjá ÍR. Hvað er Reflectix bla.bla ENDURGEISLANDI EINANGRUN bla.bla PP &CO Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ARMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 553 8640 1 568 6100 Ásmundur Jónatansson var gæfumaður. Hann naut þess að eiga góða konu og efnileg börn. Það var ánægjulegt að fylgjast með samheldni þeirra á vettvangi skíða- íþróttarinnar. Skíðadeild ÍR sendir fjölskyldu hans allri innilegar sam- úðarkveðjur. Kæra Sína, Þórður og Jóna Mar- ía, megi Guð vera með ykkur í þess- ari miklu sorg. F.h. Skíðadeildar ÍR, Auður Björg. Nokkur orð til félaga sem kallað- ur er burt fyrirvaralaust í blóma lífsins. Ási kom til Nesskip hf. árið 1983 og sigldi með okkur á skipum félagsins þar til í september 1987, hann var einlægur og skemmtileg- ur félagi í leik og starfi. Í allmörg ár hefur ákveðinn kjarni þeirra sem sigldu saman hjá Nesskip á þessum árum hist reglu- lega nokkrum sinnum á ári, þó leið- ir manna hafi legið í ýmsar áttir. Ási og Sína tóku ávallt þátt í þess- um félagsskap, ferðalögum, þorra- blótum o.fl. ef þau mögulega gátu því við komið, á þessum árum hjá Nesskip bundust þau tengsl sem ekki hafa rofnað milli hóps skipsfé- laga og maka þeirra. Undanfarin ár hefur Ási starfað sem stýrimaður á Sunnuberginu frá Grindavík eftir nokkurn tíma í landi sem sölumaður hjá Málningu hf. í frístundum hafði Ási nóg að gera í tengslum við áhugamálið, skíða- mennskuna, en þar hafa þau Sína verið virkir þátttakendur ásamt börnum sínum Þórði og Jónu Maríu í félagsstarfi skíðadeildar ÍR. Ási, við þökkum þér samveruna, hvíl þú í friði. Kæra Sína, Þórður, Jóna María, foreldrar, tengdaforeldrar og aðrir vandamenn, við vottum okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Suðurlandshópurinn. KitchenAid DRAUMAVÉL HEIMILANNA! KM90: Verð frá kr. 29.830 stgr. m/hakkavél. Margir litir. Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. Mmjfm Einar mmm \ Farestveit&Co.hf. Borgartúnl 28 ® S62 2901 og 562 2900 ScBtir sófar d óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALA GERINN Smiðjuvegl 9 (gul gala) - Kópa -slmi 564 1475 Opið v.d. 10-19 lau. 11-17, sun 13-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.