Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ftttrgitsfiMiiMfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI ■ RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TOLLABANDALAG VIÐ TYRKLAND EVRÓPUÞINGIÐ í Strassborg samþykkti, vissulega með nokkrum semingi, samning Evrópusambandsins og Tyrklands um tollabandalag er taka á gildi í byrjun næsta árs. Tyrkir háfa um langt skeið sótt það fast að tengjast Evrópu nánari böndum og nokkur ár eru liðin frá því rík- ið hóf að sækjast eftir fullri aðild að Evrópusambandinu. Mun lengra er þó síðan Tyrkir hófu að aðlaga sig Evr- ópu. Á fyrri hluta aldarinnar, er Kemal Ataturk var við völd, réðust Tyrkir í viðamiklar þjóðfélagsumbætur til að nálgast Evrópu og evrópsk gildi. Latneska stafrófið var meðal annars tekið upp og konum veittur kosningaréttur. Með þátttöku sinni í vestrænu varnarsamstarfi á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins ítrekuðu Tyrkir vilja sinn til að vera aðilar að vestrænu gildasamfélagi. Þrátt fyrir það hafa Tyrkir verið utangarðs í Evrópu. Tyrkland er staðsett á landamærum Evrópu og Asíu, Vest- urlanda og Austurlanda. í raun tilheyra einungis 3% Tyrk- lands Evrópu landfræðilega. Múslimar eru í miklum meiri- • hluta meðal íbúa en íslamstrú hefur ekki gegnsýrt samfé- lagið líkt og í öðrum ríkjum múslima. Evrópuríki hafa verið hikandi við að taka Tyrkland í sinn hóp. Lýðræði hefur löngum staðið höllum fæti í land- inu, minnihlutahópar á borð við Kúrda átt undir högg að sækja, mannréttindi verið fótum troðin og vegna mikillar fátæktar hafa ítök heittrúarmanna stöðugt farið vaxandi. Loks hefur deila Tyrkja við Grikki um yfirráð á Kýpur ekki auðveldað samskiptin við ESB. Tollabandalagið gæti brúað bili milli óska Tyrkja um fulla aðild og ótta Evrópusambandsins við að hleypa sex- tíu milljónum múslima í sinn hóp. Með samningnum fá Tyrkir nánari tengsl við Evrópusambandið en flest önnur ríki utan þess og efnahagslega séð ættu báðir aðilar að hagnast á samningnum. Tyrkir gætu hugsanlega einnig gegnt mikilvægu hlutverki við að tengja Evrópu og ríki múslima með viðskiptalegri brú milli þessara tveggja menn- ingarheima. Evrópuþingið neitaði lengi að staðfesta samninginn vegna stöðu mannréttindamála í Tyrklandi. Til áð koma til móts við kröfur þingsins hefur ríkisstjórn Tansu Ciller knúið í gegn viðamiklar lagabreytingar. Þær breytingar voru vissulega ekki nægjanlegar að mati allra Evrópuþing- manna en miða þó í rétta átt. Vonandi mun tollabandalag- ið styrkja e'nn frekar þau öfl í Tyrklandi er berjast áfram fyrir umbótum og varða leiðina að bættum mannréttindum og traustara lýðræði. FJÖLMIÐLAR OG L ANDSB Y GGÐIN ALLIR helztu fjölmiðlar landsins hafa höfuðstöðvar sín- ar í Reykjavík. Umfjöllun þeirra um menn og mál- efni mótast óhjákvæmilega af því. Þótt tækni til upplýs- ingaöflunar hafi fleygt fram, getur ekkert komið í staðinn fyrir frásögn blaðamanns eða fréttamanns, sem er á staðn- um. Af þessum sökum tók Morgunblaðið ákvörðun um það fyrir einum áratug að opna sérstaka ritstjórnarskrifstofu á Akureyri. í tilefni af því að tíu ár voru liðin frá opnun þeirrar skrifstofu fylgdi Morgunblaðinu í gær sérstakur blaðauki um Akureyri, þar sem ekki sízt var fjallað um þær breytingar, sem orðið hafa í höfuðstað Norðurlands á þessum tíma. Árangursríkt starf Akureyrarskrifstofunnar hefur sýnt og sannað, hversu mikilvægt það er fyrir starfsmenn Morgunblaðsins að vera í nánum tengslum við starfsum- hverfi sitt og það skilar sér inn á síður blaðsins. Morgun- blaðið hefur jafnan lagt áherzlu á að rækta tengsl sín við byggðir landsins og til marks um það má nefna, að um eitt hundrað fréttaritarar starfa á þess vegum við efnisöfl- un í bæjum og sveitum. Á tímum, þegar upplýsingar og ímynd skipta verulegu máli, sumir mundu kannski segja of miklu máli, er mikil- vægt fyrir einstök byggðarlög að koma á framfæri við fólk í öðrum landshlutum upplýsingum um það, sem er að ger- ast á þeirra vettvangi. Fjölmiðlarnir gegna þar hlutverki, sem er mikilvægara fyrir byggðirnar en nokkru sinni fyrr. ISLENSKU bókmenntaverð- launin voru stofnuð í tilefni af 100 ára afmæli Félags ís- lenskra bókaútgefenda árið 1989. Eftir áramót verða þau því afhent í sjöunda skipti. Samkvæmt reglum verðlaunanna er tilgangur þeirra að „styrkja stöðu frumsa- minna íslenskra bóka, efla vandaða bókaútgáfu, auka umfjöllun um bókmenntir í fjölmiðlum og hvetja almenna lesendur til umræðna um bókmenntir“. Nokkuð hefur verið deilt um það hvort verðlaunin hafi þjónað tilgangi sínum, hvort markmiðunum hafi verið náð. Mest hefur þó ef til vill verið deilt um einstakar tilnefningar og útnefning- ar; í þeim efnum hefur stundum verið talað um að útnefningar hafi verið fyrirsjánlegar þar sem verð- launin væru fyrst og fremst veitt til að heiðra höfunda fyrir „vel unn- in störf“ á undangengnum árum en ekki fyrir þau verk sem lögð eru fram í hvert skipti. Umræða á þess- um nótum er hins vegar ekki bund- in við íslensku bókmenntaverðlaun- in ein, þar sem smekksdómar eru annars vegar verða menn sennilega seint á eitt sáttir. Einnig hefur verið deilt nokkuð um fyrirkomulag verðlaunanna. Gagnrýnt hefur verið að aðeins hluti þeirra bóka sem koma út á ári hveiju hafa verið lagðar fyrir dóm- nefnd. Ástæðan hefur verið talin sú að útgefandi þarf að borga ákveðna upphæð með hveijum titli sem lagð- ur er fram. Einnig hefur verið deilt um tímasetningu verðlaunanna en forlögin verða að vera búin að leggja fram bækur sínar fyrir 25. október og tilnefningar eru svo tilkynntar um mánaðamótin nóvember-des- ember, það er að segja mánuði áður en árið er liðið. Auk þess hefur það þótt undarleg tilhögun að almenn- ingur hefur ekki fengið að vita úr hvaða bókum dómnefndin hefur að moða í hvert skipti; ef til vill halda margir að hún velji úr öllum út- komnum bókum og líta því á ís- lensku bókmenntaverðlaunin sem allsheijar úttekt á þeim - og kannski líta sumir á þau sem eins konar „stóradóm". Misjafnt hvað lagt er fram Samkvæmt reglum verðlaunanna eiga allir sem gefa út bækur þess kost að leggja fram verk en þátt- tökugjald er 25.000 krónur nema fyrir barna- og unglingabækur en með þeim þarf að greiða 12.500 krónur. Bækur eru iagðar fram í tveimur flokkum; annars vegar „frumsamin íslensk skáldverk, laust mál eða ljóð, fyrir alla aldursflokka" og hins vegar „önnur íslensk rit- verk, fræðirit, frásagnir, handbæk- ur og hver þau verk sem að jafnaði teljast ekki skáldverk eða fagurbók- menntir". I ár voru lögð fram 28 verk í fyrrnefnda flokknum (sbr. lista á síðunni). Þau sex forlög sem lögðu fram bækur í þennan flokk sendu allar bækur sem þau gefa út í flokknum. í síðarnefnda flokknum voru lögð fram 15 verk. í þessum flokki leggja aðeins fjögur forlög fram allar bækur sínar til verðlaun- anna, Mál og menning, Vaka- Helgafell og Bókaútgáfan Hólar og Forlagið sem að vísu gefa einungis út eitt fræðirit hvort. Snæbjörn Arngrímsson hjá Bjarti sagðist hafa það að venju að leggja fram allar frumsamdar bækur sem forlagið gæfi út. „Mér tókst reyndar ekki að leggja fram bók Jórunnar Sigurðardóttur um Kristbjörgu Kjeld í fræðibókaflokkinn vegna þess að hún var ekki tilbúin í tíma en annars hef ég það að reglu að senda allar bækur þótt útgjöldin af því nánast sligi þetta litla forlag. Þeir sem eru svo bjartsýnir og hug- aðir að gefa út hjá Bjarti verða að minnsta kosti að hafa þennan mögu- leika.“ Aðspurður hvort hann myndi vilja breyta fyrirkomulaginu á verðlaun- unuin sagði Snæbjörn að þetta yrði alltaf spurningin um hvert ætti að sækja peningana. „Ef einhverjir óháðir aðilar væru til í að kosta 4 Aðeins hluti bóka lagður fram til í Fyrirkomi launannc íslensku bókmennta- verðlaunin verða afhent í sjöunda skipti eftir ára- mót en allt frá stofnun hafa þau verið umdeild. Mest hefur sennilega verið deilt um einstakar til- o g útnefningar en einnig hefur fyrirkomu- lag verðlaunanna verið umdeilt, einkum tíma- setningin og reglurnar um framlagningu verka. Þröstur Helgason kannaði hug nokkurra útgefenda til verðlaun- anna og í ljós kom að þeir virðast skiptast í tvö horn. ER HEITIÐ, íslensku bókmennta sem gefnar eru út á hverju ári, við félagið sem si l ffipÁi verðlaunin væri það auðvitað ág- ætt. En eins og fyrirkomulagið er nú eiga höfundar sem gefa út hjá litlum og fjárlitlum forlögum minni möguleika á því að verða lagðir fram en þeir sem gefa út hjá stærri og fjársterkari-forlögunum." Forsvarsmenn hinna forlaganna sem lögðu fram verk til verðlaun- anna í flokki fagurbókmennta að þessu sinni sögðust einnig hafa haft það að venju að leggja fram allar sínar bækur sem féllu innan marka þess flokks. Ólafur Ragnars- son, framkvæmdastjóri Vöku- Helgafells, sagði að stundum hefði forlagið valið úr sínum bókum og nú hefði það til dæmis verið ákveð- ið að leggja ekki fram bækur ætlað- ar börnum og unglingum vegna þess að þær virðast ekki hafa átt upp á pallborðið hingað til í þessum verðlaunum. Mál og menning er eina forlagið sem ieggur fram barnabækur. Halldór Guðmunds- son, útgáfustjóri, sagði þó að af sömu ástæðum og Ölafur nefndi væru ekki allar barnabækur lagðar fram. Verðlaunin óhagstæð smærri útgefendum En það er fjöldi forlaga sem ekki leggja fram bækur sínar til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Blaða- maður ræddi við forsvarsmenn nokkurra þeirra og mátti skilja á máli flestra að tilhögun verðlaun- anna væri óeðlileg og óhagstæð smærri útgefendum. Fram kom gagnrýni á að borga þyrfti með verkunum. „Það er aug- ljóst að sú tilhögun dregur úr minni útgefendum," sagði Reynir Jóhanns- son, útgáfustjóri Reykholts, „það getur orðið þeim dýrt að borga með bókum sem seljast kannski í lág- marksupplagi." Reykholt gefur út tvær íslenskar skáldsögur um þessi jól, Heimi eftir Þorvarð Hjálmarsson og Febrúarkrísur eftir Ragnar lnga Aðalsteinsson. Björn Eiríksson, forstjóri Skjald- borgar, tók undir gagnrýni Reynis og sagði að vegna gjaldsins yrðu margar bækur óhjákvæmilega út- undan í samkeppninni um verðlaun- in. „Ef tekin yrði ákvörðun um að Snæbjörn Arngrímsson Bragi Þórðarson Rit HÉR Á eftir fer listi yfir þau rit sem lögð voru fram til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1995. Rit sem eru feitietruð hafa verið tilnefnd til verðlaunanna sem for- seti Islands afhendir við hátíðlega athöfn eigi síðar en 15. febrúar á næsta ári. Dómnefndirnar sem völdu tilnefndar bækur voru skip- aðar þeim Jóni Ormi Halldórssyni, Dagnýju Kristjánsdóttur og Vigdísi Grímsdóttur í flokki fagurbók- mennta en Sigríði Th. Erlendsdótt- ur, Sverri Tómassyni og Þorsteini Vilhjálmssyni í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Jón Ormur og Sigríður eru formenn nefndanna, tilnefnd af Félagi íslenskra bókaút- gefenda, en hin eru tilnefnd af heimspekideild Háskóla íslands,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.