Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GULLSMIÐJAN PYRIT-G15 SKÓUAVÖRÐUSTlG 15 • SÍMI 5511505 ♦ Nytsamleg gjöf við öll tækifæri! - - -• Stóll: A.GUÐMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiðja -•Tölvuborð með 3 hillum: Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100 adidas úrvals sportfatnaður Opið laugardag kl. 10-22, sunnudag kl. 13-17, mónud.-föstud. kl. 10-22, Þorláksmessu kl. 10-23, aðfangadag kl. 9-12. pltrjgttnlrlteltiti -kjarnimálsms! HINRIK ALBERTSSON + Hinrik Alberts- son fæddist í Hrauntúni í Leirár- sveit 20. nóvember 1925. Hann andað- ist í St. Jósepsspít- ala 8. desember sl. Foreldrar hans voru hjónin Petrína Jónsdóttir og Al- bert Gunnlaugsson. Systkini Hinriks voru þessi: Sigurð- ur Ingiberg f. 1915, Jón Eggerts f. 1921, d. 1983. Ing- veldur f. 1923, Gunnlaugur f. 1924, d. 1993, Guðrún Karitas f. 1927, Aldís Petra f. 1928, Pétur Hugi f. 1931 og Ásta f. 1934. Eiginkona Hinriks var Guðrún Þorsteins- dóttir frá Hrólfsstöðum I Skagafirði, f. 17. ágúst 1925, d. 31. desember 1980. Þau áttu tvær dætur: Margréti f. 30. desember 1956, eiginmaður hennar er Siguijón Ingi Haraldsson, þau eiga þijú börn: Guðrúnu, f. ’77, Ágústu f. ’81 og Einar Örn f. ’89; Halldóru, f. 6. maí 1958, eiginmaður hennar er Sigurður Emil Ævarsson. Þau eiga fjögur börn: Hinrik Þór f. ’82, Bryndísi Kolbrúnu f. ’84, Margréti Freyju f. ’88 og Haf- dísi Órnu f. ’94. Útför Hinriks fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 15. desember og hefst athöfnin kl. 13.30. TENGDAFAÐIR minn og vinur Hinrik Albertsson er lát.inn, rétt sjötugur að aldri. Þó að andlátið hafi alls ekki átt að koma manni á óvart, var samt sem strengur brysti í brjósti manns. Eftirsjáin og sorgin þyrmir yfir mann, en hann skilur eftir sig góðar minn- ingar, heilan fjársjóð. Þær hrann- ast upp í huga manns. Okkar kynni hófust fyrir u.þ.b. 14 árum þegar ég var 19 ára, feim- inn og óframfærinn strákpjakkur fór að draga mig á eftir yngri dóttur hans. Hann afgreiddi alla feimni og hlédrægni út í hafsauga strax á fyrstu mínútunum með hlýju og ljúfu viðmóti en jafnframt uppfullur af kímni og léttleika. Þama á þessum tíma höfðu tvö stór áföll riðið yfir hjá honum. Hann hafði misst konu sína eftir erfiða sjúkralegu og sjálfur greinst með MS og var óvinnufær af þeim sökum. Svona stór áföll hljóta að marka sín spor á menn, en hann hafði þær sorgir bara fyrir sig og hélt áfram lífsgöngu sinni léttur í lund og skemmtilegur. Hann bar tilfinningar sínar og líðan aldrei á torg og ef einhver spurði hvernig hann hefði það var alltaf sama svarið „Hva, það er ekkert að mér, maður“. Eftir að hann fór að vera heima við alla daga var oft gestkvæmt hjá honum og þéttsetinn bekkurinn í kaffi og yfir hestaspjalli. Vina- hópurinn var stór og á öllum aldri. Hann hafði svo ótrúlega gott lag á að tala jafnt við unga sem aldna en fyrir honum voru allir menn jafnir. Þá nutu ekki hvað síst afa- börnin þess að geta alltaf leitað til afa, bæði fyrir og eftir skóla, jafnt sem um helgar og er hans þáttur í uppeldi þessara barna mikill og ómetanlegur. Þeirra sorg er jafnframt erfiðust og mest. Hestar voru hans áhugamál og lífsfylling. Hann var alltaf með nokkra hesta á húsi og var seigur að hæna að sér og róa ótamin trippi, „fóðurtemja". Ég naut oft góðs af því að láta hann undirbúa fyrir mig trippi sem ég síðan klár- aði að temja. Þegar fór að vora var spennan mikil hjá Hinna að komast norður í Hrólfsstaði, lítið eyðibýli í Skagafirði, en þar dvaldi hann innan um hrossin og ekki síður vinafólk sitt á Borgarhóli. Stefán á Borgarhóli og hans fólk hefur reynst honum og okkur öllum sérstaklega vel og gert þennan borgarbúskap mögulegan. Sveita- ferðir þessar voru mikið eftirvænt- ingarefni hjá fleirum en honum, því bamabömin skiptust á að fara með og áttu þau öll yndislegar stundir þar með honum. Fijálsræði náttúr- unnar og fegurð Skagafjarðar réð ríkjum. Ég fór nokkuð margar ferð- ir með honum norður. Þá var nátt- úrlega margt spjallað, en það var helst í svona ferðum sem hann tal- aði um gamla tíma og uppvaxtarár sín. Þær sögur vora allar bjartar og fallegar, þó svo að maður viti að oft var erfítt á þeim tíma fyrir stóra föðurlausa fjölskyldu að sjá sér farborða. Þess vegna var snemma farið að vinna og eitthvað Íítið um skólagöngu nema í skóla lífsins og þar var mikið lært. Hinrik var lengi á sjó, en seinna við ýmsa verkamannavinnu í landi og var hann annálaður dugnaðar- forkur. Það er margs að minnast um svona karl eins og hann Hinna, en orð verða eitthvað svo máttvana á blaði, en minningarnar hjálpa manni í gegnum þessa tíma og ylja manni. Manni ber að þakka fyrir að kynnast svona heilsteypt- um og góðum manni eins og Hinna. Hann sýndi ekki hvað síst kraft sinn og kjark núna síðasta hálfa árið, en hann greindist með krabbamein og fór í stóra aðgerð snemma síðastliðið vor og barðist hetjulegri baráttu við þennan vá- gest, en varð að láta undan síga fyrir rest. Hann átti samt sem áður góða tíma inn á milli og var síðasti mánuður einn af þeim. Honum leið þá þokkalega vel og gat tekið á móti vinum sínum í kringum sjötugsafmælið sitt sem var 20. nóvember. Skömmu áður hafði hann fengið heimsóknir að norðan, en honum þótti alveg skelfilegt að hafa ekki • komist í Skagafjörð síðastliðið sumar. Núna er þessi vinur minn farinn á fund þess fólks sem hann dáði og er á undan honum farið. Hans er sárt saknað hérna megin, en við verðum að láta minningarnar um_ góðan karl duga okkur. Ég læt fylgja þér, Hinni, vísu- brot eftir Davíð Stefánsson, þó ég viti að þú hefðir viljað hafa far- skjótann bleikan og vakran. Um hádegi beislaði ég blakkinn. Á bak honum sté er sá ég að sólin bak við svörtu fjöllin hné. Nú sést ei hvort beini ég blakknum til byggða eða upp á fjöll. Því haustnóttin hylur okkur og hjúpar sporin mjöll. + Hallfríður Guðnadóttir fæddist 11. desem- ber 1936, á Rúts- stöðum í Gaulverja- bæjarhrepp í Ár- nessýslu. Hún lést á Landspítalanum 7. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guðni Guðjónsson og Ses- selja Júníusdóttir, hún var elst 13 systkina, 10 eru á lífi. Hallfríður gift- ist Kjartani Kjart- anssyni frá Siglufirði, hann lést fyrir tveimur árum, eignuðust þau 3 börn. Þau eru: Halldór Sævar Kjartansson, Eygló Björk Kjartansdóttir, Kjartan Haukur Kjartansson. Hallfríð- ur eignaðist soninn Viðar Reyni Helgason fyrir hjóna- band. Útför Hallfríðar fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. í DAG kveð ég elsku frænku mína og vinkonu. Hún kvaddi þennan heim aðfaranótt 7. desember, eftir langa og harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var mikið þrek og sálarró sem henni var gefið, hennar hugsun var sú að gef- ast aldrei upp. Ekki heyrði ég hana tala um veikindi sín, frekar hugsaði hún um aðra. Mikið á ég henni að þakka. Allt reyndi hún til að fá að vera lengur meðal okkar en stundaglasið var út rannið. Hún var svo sérstakur persónuleiki, bæði í orðum og verki og ljúf í framkomu. Átti hún því auðvelt með að laða fólk til sín og miðla því sinni þekkingu. Það var alveg sama hvað hún gerði, hvort sem var að sauma, baka, elda góðan mat eða sauma út, allt lá þetta opið fyrir henni. Hennar glæsilega heimili ber þess llka vott, þau stóra listaverk prýða veggi þess. Það eru ófáar minning- ar sem koma í hugann þegar að kveðjustund er komið. Þær minn- ingar eru mér dýrmætar og ég er þakklát fyrir þær. Við vorum búnar að þekkjast frá því að við mundum eftir okkur. Þó sambandið rofnaði um tíma milli okkar þá slitnaði þráðurinn aldrei í hugum okkar. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar við heimtum hvor aðra á ný. Aldrei leið svo sá dagur að við heyrðum ekki hvor í annarri, sím- leiðis eða yfír kaffíbolla. Ég sakna hennar mikið. En minningin er svo falleg um þig, hana mun ég geyma í hjarta mínu. Oft var glatt á hjalla þegar æskuminningarnar vora rifj- aðar upp. Margt var brallað heima á Rútsstöðum. Mikið var talað og hlegið heilu næturnar heima. Rúts- staðir var hennar annað heimili, þar bjuggu foreldrar mínir, bræður og amma og afí okkar sem við unnum svo heitt. En á Selfossi bjó hún hjá foreldrum sínum og systk- inum. Hún var elst 13 systkina. Það lá mikið á hennar herðum að hjálpa systkinum sínum og móður. Mikill var dugnaður hennar. Þegar hún var 18 ára veiktist hún og lamaðist alveg. Á fætur komst hún eftir hálft ár með dugnaði og kjarki, áfram skyldi haldið. Hún giftist Kjartani Kjartanssyni heild- sala og eignuðust þau þijú börn. Halldór Sævar, Eygló Björk og Kjartan Hauk. Áður hafði hún eignast soninn Viðar Reyni Helga- son. Þau voru henni allt og starfa þau öll við heildverslun Kj. Kjart- ansson, sem er fjölskyldufyrir- tæki. Sólargeislar hennar voru litlu sonarsynirnir Birgir Rúnar og Eiríkur Búi sem hún unni mjög heitt. Það er mjög erfítt að kveðja þig elsku Friða mín en nú hefur þú feng- ið frið í hjarta þínu vegna veikinda þinna. Nú nálgast hátíð ljósanna og mun stjarna þín skína skært í hjört- um okkar, og vil ég þakka þér, elsku frænka mín, fyrir allt sem við gerð- um saman. Ég veit að við eigum eftir að hittast aftur. HALLFRIÐUR GUÐNADÓTTIR í 4 4 i 4 < < < < < I < < < i < l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.