Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 35 LISTIR Islendingar í óvenjulega franskri Leðurblöku Lyonóperan frumsýnir í kvöld Leðurblökuna eftir Johann Strauss. Gunnar Guðbjörnsson og Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngja í upp- færslunni og segja Þórunni Þórsdóttur eitt og annað af henni og sjálfum sér. TVEIR íslenskir söngvarar taka þátt í sýningum Lyonóperunnar á Leðurblök- unni eftir Strauss. Gunnar Guðbjörns- son syngur hlutverk Alfredos og Ingveldur Ýr Jónsdóttir er Orlovsky prins í þessari þekktu óperettu. Frumsýning verður í kvöld og þar syngur Ingveldur Ýr, en þau Gunnar standa saman á sviðinu 22. desember. Sýnt verður til áramóta og síðan tekið til við Töfraflaut- una. Gunnar og Ingveldur syngja þar bæði og segjast hlakka til. Eins til þess að koma fram á tónleikum í Borgarleikhúsinu í Reykja- vík ásamt tveim öðrum ungum einsöngvurum þann 5. mars. Johann Strauss yngri samdi Leðurblökuna Ingveldur Ýr Gunnar Jónsdóttir Guðbjörnsson árið 1874 við afar flókna sögu eins og vera ber. „Eiginlega er þetta ádeila á karlmenn," segir Gunnar, „aðalflagari sögunnar fær sneypulega útreið.“ Ingveldur segir uppfærsl- una óvenjulega og ef til vill heldur þunga fyr- ir óperettutónlist. „Úrkynjun fólksins er undir- strikuð," segir hún, „söngvarar hlaðnir púðum svo þeir virðast akfeitir og látnir bera grímur í samræmi við skrokkana." Gunnari þykir líka uppsetningin alvarleg miðað við efnið, hann segir það vandamál eitt og sér að syngja gegn- um gúmmímaska á andlitinu. Eftir sem áður sé tónlistin með þvi skemmtilegasta í óperett- um. Leikstjórinn, Pierre Strosser, setti sýning- una upphaflega á svið Rínaróperunnar í Strass- borg. Algengt er að uppfærslur fari milli húsa, þannig sparast stórfé, en nýir söngvarar og hljómsveit mæta vitaskuld til leiks á hveijum stað. í Lyon hafa tveir hópar söngvara æft Leðurblökuna og þannig vill til að Gunnar og Ingveldur syngja ekki saman nema einu sinni. Gunnar, sem flutti sig frá Wiesbaden til Lyon í haust, hefur nýlokið sýningum á Ást- ardrykk Donizettis, þar sem hann var skiptis á við nýja stórtenórinn Roberto Allagna um söng á aðalhlutverki Nemorinos. Á sama hátt skiptir hann hlutverki Taminos í Töfraflaut- unni með Hans Peter Blochwitz. Fleiri stórhlut- verk eru framundan og Gunnar í mikilli upp- sveiflu. Hann kveðst í raun feginn að þurfa ekki að þenja sig mikið í Leðurblökunni, hans karakter birtist áðeins í fyrsta og síðasta þætti. Annan í jólum hefjist æfingar á Töfra- flautunni. Fleiri mikilvæg hlutverk eru fram- undan. Ingveldur Ýr, sem einnig var ráðin í Lyonó- peruna í haust, hefur byijað rólega og sungið í Stravinsky-óperunni Rake’s Progress fram að þessu. Hún verður önnur hirðmeyja Nætur- drottningarinnar í Töfraflautunni og sér fram á hlutverk Dorabellu í Cosi van tutte í apríl og Mercedesar í Carmen í maí. „Mér líkar rosalega vel hérna,“ segir hún aðspurð, „and- inn í húsinu er mjög góður, ærlegt fólk, og aðstaða eins og best gerist. Ég hef skellt mér í frönskunám, fundið út úr íbúðarmálum og öllu tilheyrandi og er hin ánægðasta. Æfingar á Leðurblökunni hafa verið sérstakar og stað- ið stutt. Þær síðustu farið fram án hljómsveit- ar og kórs vegna verkfalla í Frakklandi." Leðurblakan er flutt í frönsku í Lyon, þótt yfirleitt séu sýningar þar á frummálinu. „Þetta hefur kostað mikla vinnu,“ segir Ingveldur, „í ofanálag á ég að vera rússneskur prins og hafa viðeigandi hreim. En fólki þykir afar rússneskt að heyra íslensk err.“ Gunnar hefur líka þurft að taka til við frönskuna og segir raunar að sjarminn minnki með þýðingunni. Óperettan eigi að vera létt og freyðandi, veisla hlaðin klækjum, misskilningi og hrifningu. Þannig er Leðurblakan og í kvöld kemur í ljós hvort uppfærslan í Lyon er nógu daður- gjörn og áleitin til að heilla gestina. Tónlistarskóli Njarðvíkur Blandað- . írjola- tónleikar UM þessi jól heldur Tónlistarskóli Njarðvíkur tvenna jólatónleika sem báðir fara fram í Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Þeir fyrri verða laugardag- inn 16. desember kl. 17. Á þeim tónleikum leikur lúðrasveitin, eldri deild, í upphafi tónleikanna og síð- an rekur hvert atriðið annað, bæði einleiks- og samleiksatriði. Seinni tónleikarnir verða sunnudaginn 17. desember og hefjast kl. 15. Þar koma fram m.a. forskólanemendur og Suzukinemendur auk þess sem boðið verður upp á fjölda annarra einleiks- og samleiksatriða. Að þessu sinni eru jólatónleik- arnir ekki skilgreindir sérstaklega með styttra og lengra komnum nemendum eins verið hefur um árabil, heldur eru þeir nokkuð blandaðir. Ástæðan fyrir því er sú að þetta er fyrsta skólaárið sem Tónlistarskóli Njarðvíkur er starf- ræktur sem aldursskiptur skóli, eingöngu fyrir nemendur á grunn- skólaaldri, og því nauðsynlegt að endurmeta það hvort og þá hvern- ig heppilegast sé að skipta tónleik- um skólans í framtíðinni. Þó eru samleiksatriði yngstu nemend- anna, forskóla- og Suzukinem- enda, höfð á sunnudagstónleik- unum. Aðgangur að báðum tón- leikunum er að sjálfsögðu ókeypis og öllum heimill. -----» ♦ » Fj ölskylduvandi Michelangelos Róm. The Daily Telegraph. MICHELANGELO var óumdeildur snillingur en það sama verður seint sagt um fjölskyldu hans, ef marka má yfir 400 bréf sem fóru á milli Michelangelos og nokkurra fjöl- skyldumeðlima. Bréfin voru ný- lega gefin út í Flórens og draga upp skýrari og dekkri mynd af einkalífi þessa mikla málara, myndhöggvara og arkitekts. Þau eru skrif- uð á um 60 ára tímabili og inni- halda að mestu beiðnir um að Michelangelo sendi meiri pen- inga heim. Sú ósk var í flestum tilfellum uppfyílt eins og fram kemur í bréfunum frá föðurnum Ludovico, bræðrunum Buonarroto og Gismondo og frændanum Leon- ardo. Fyrstu bréfín eru frá árinu 1503 þegar Michelangelo var 28 ára og gekk allt í haginn í listsköpun sinni og þeim lýkur við dauða hans 1564. í bréfunum furða ættingjar hans sig á því að hann berist ekki á þrátt fyrir velgengnina. Af bréf- unum að dæma hefur stór hluti þess ijár sem hann vann sér inn farið til ættingjanna, sem eyddu því í misheppnaðar fjárfestingar og sólunduðu á annan hátt. Fyrir kom að þeir sýndu þakklæti og í bréfi til sonarins Buonarroto segir Ludocvico: „Ég vildi allt til vinna að geta rétt það sem ég hefi gert á hluta hans.“ Síðasta sýn- ingarhelgi Þorgerðar SÝNINGU Þorgerðar Sigurðar- dóttur í Listasafni Kópavogs lýkur nú á sunnudag. Myndirnar eru þrykktar á papp- ír, í einu eintaki hver, eftir trérist- um sem allar voru unnar á þessu ári. Opið er daglega kl. 12-18. INGOLFUR OG MARIA ÁRITA BÓK SÍNA í MÁLI OG MENNINGU Ingólfur Margeirsson og María Guðmundsdóttir árita bók sína María - konan bak við goðsögnina í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, í dag milli kl. 16-18. Mál Iffl og menning Laugavegi 18, sfmi 552 4240 Síðumúla 7 - 9, sími 568 8577 Sendum áritaðar bækur í póstkröfu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.