Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Jólagjöf golfarans Hálfsett með poka Heilsett Heilsett Graphite Golfpokar í úrvali Púttarar í úrvali Golfkerrur Golfskór Regngallar í úrvali frá kr. 12.850 frá kr. 26.620 frá kr. 39.870 frá kr. 3.422 frá kr. 1.680 frákr. 5.630 frákr. 3.480 frá kr. 13.865 Ýmsar aðrar gjafavörur í úrvali. Ath. 10% afsl. af öllum vörum í desember, einnig af póstkröfum, GOLFVÖRUR SF. Lyngásl 10, Garðaba, sími 5651044. I\enningar I~íelga ^J^jeturss um lífið, voru langt á undan samtíma þekkingu Helgi Pjeturss Efþú vilt vita hvað bera mun hœst í heimspeki og vísindum á komatidi árutn, þá er þetta bókin fyrir þig ÚRSMÍÐAMEISTARI 0 IAUGAVEG 15-101 REYtUAVÍK SÍMl 552 8555 Fagleg ráðgjöf og þjónusla. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! LISTIR fgp&r..... 1 ■*, HIe j , ii rfjWm •• kSJ ||P(V wl* 1 m 1 . I m£%Ji / v' ' ■ cm 'Jf m eí" á H ' V- T :/ ' - BL • K !fi . fj 1 „Án hand- leggja“ MYNPLIST Norræna húsið OLÍUMÁLVERK Rut Rebekka. Opið frá 14-19 alla (laga til 22. desember. Aðgangur 200 krónur. MÁLARINN Rut Rebekka telst vera ein af vinnusömustu og framagjörnustu listakonum okkar nú um stundir. Ein mynda hennar í Norræna húsinu nefnist „Án handleggja“ (3) oggæti verið sam- nefni sýningarinnar, vegna þess að jafnframt því að vera meðal athyglisverðustu verka hennar, felst í nafngiftinni nokkur áfellis- dómur um vinnubrögðin við gerð meiri hiuta þeirra. Segja má að sýningin skiptist í tvo flokka og eru sjáanlegar drjúgar framfarir í þeim fyrri og vil ég þá helst nefna auk fyrmefndu myndarinnar; „Tvær í ballkjólum“ (1), “í fjötr- um“ (13) „Tvær í pilsum“ (15) og „Á fömum vegi“ (21). í þeim Öllum er litameðferðin þróaðri og efnis- kenndari en áður og sjálf hrynj- andi myndflæðisins heilsteyptari. Þetta em allt atriði skynjunar, VERK eftir Rut Rebekku sem getur tekið ár að ná fram og maður saknar þeirra jafnvel í verk- um mun þekktari og reyndari málara. Einnig má nefna myndir eins og „Stúlkan og skepnan" (10) og „Dans“ (11), sem þó eru á öðmm nótum og úthverfari. Teikning handa, handleggja og raunar allra útlima hefur mjög vafist fyrir listakonunni í gegnum árin. Hún er afar feimnisleg og ófullkomin, alls ekki bemsk og upprunaleg, mun frekar barnaleg og einföld. Hér skortir fyrst og fremst á þjálfun, sem Rut virðist hafa afrækt, og jafnframt að skól- ar sem hún hefur verið í hafí for- sómað. Listaskólar nútímans fjar- lægjast þessa hlið gmnnmenntun- ar stig af stigi, og þannig hefur ströng akademísk teikning aldrei verið kennd á íslandi svo sem ég hef áður bent á, og menn náð rétt út fyrir hraðteikningarstigið „croquis“. Teikning er ótvírætt undirstaðan í allri málun hvort heldur menn ganga út frá lit formi eða línu, og engan veit ég það hafa skaðað að hafa lært þau grunnatriði til nokkurrar hlítar. Ég held að Rut Rebekka sé afar gott dæmi um- afleiðingar rangviðhorfa, þess að hafa ein- ungis lært teikningu í kvöldskóla, og svo eina eða tvær annir í dag- skóla en hafi þó handa á milli vitn- isburð um að kunna að teikna - hafi „lokið prófi“ í teikningu... Hér er þó um atriði að ræða sem tekur mörg ár og allt lífið að tileinka sér, teikningin telst framlenging sálarinnar, hugsæis- ins, og jafnframt handarinnar. Hér em riss Matisse og Munch upplagt dæmi, því þótt smáatrið- um geti verið ábótavant er heildin skýr og óhagganleg. Einhvern veginn eru þessi atriði markvissrar heildar ekki nægjan- lega virk hjá Rut Rebekku hvað línuna snertir, sem liggur mest á yfirborðinu, en með dýpkun lita- meðferðarinnar er hún farin að nálgast innri lífæðar myndflatar- ins, og það er í sjálfu sér dijúg framför. Bragi Ásgeirsson Jólatón- leikar Kársnes- kóranna UM 140 kórsöngvarar úr Kárs- nes- og Þinghólsskóla halda sameiginlega jólatónleika í Di- graneskirkju laugardaginn 16. desember kl. 17.00. Þar koma fram Skólakór Kársness, Stúlknakór Kársnesskóla og nýstofnaður Drengjakór Kárs- nesskóla, en í honum eru um 40 drengir úr 5. og 6. bekk. Á efnisskrá eru mörg kunn jólalög og jólasálmar í vönduð- um raddsetningum. Skólakór Kársness syngur m.a. Söngva- sveig, „A Ceremony of Carols“ eftir B. Britten en þetta tónverk er flutt á jólatónleikum kóra um allan lieim. íslenska þýðingu gerði Heimir Pálsson fyrir Skólakór Kársness og syngur kórinn árlega nokkra kafla úr verkinu um jólin en í þetta sinn verður það sungið í heild sinni. Sljórnandi kóranna er Þór- unn Björnsdóttir, tónmennta- kennari og kórstjóri. Undir- leikarar kórsins á tónleikunum eru þau Marteinn H. Friðriks- son, orgelleikari og Monika Abendroth hörpuleikari. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 300. Morgunblaðið/ÓB Á AFMÆLISHÁTÍÐ Leikklúbbsins voru allir skyldaðir til að mæta með höfuðfat. Leikklúbb- ur Skaga- strandar 20 ára Skagaströnd/Morgunblaðið ÁRIÐ 1995 er mikið afmælisár í sögu leiklistar á Skagaströnd. Eitt hundrað ár eru liðin síðan fyrsta leiksýningin, sem vitað er um með vissu, var sett upp á staðnum. 50 ár eru liðin síðan Leikfélag Skagastrandar var stofnað og Leikklúbbur Skagastrandar varð tvítugur 22. nóvember síðastliðinn. Fyrsti sjónleikurinn sem settur var upp á svið hér var Neiið og Háa-Cið °g fylgir sögunni að sýningin hafi tekist vel. 1945 var Leikfélag Skaga- strandar stofnað og starfaði það af krafti um allmörg ár en hafði að mestu lagt upp laupana 1975 þegar Leikklúbburinn var stofnaður. Til að halda upp á afmæli Leik- klúbbsins gerðu félagarnir sér glaðan dag og héldu kaffisamsæti þar sem allir voru skyldaðir til að koma með einhvers konar höfuðfat. Þar voru flutt frumsamin skemmtiatriði og mikið sungið og meðal annars var flutt saga klúbbsins með upplestri og söng. Á þessum tuttugu árum hafa ver- ið sett upp á vegum Leikklúbbsins 15 leikrit, nokkrar kvöldvökur með ýmiss konar skemmtiatriðum, þorra- blót með frumsömdum revíum um bæjarmálin, jólatrésskemmtanir og fleira. Meðlimir klúbbsins nú eru milli 50 og 60. Núverandi formaður klúbbsins er Birna Blöndal en hún var einnig fyrsti formaður hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.