Morgunblaðið - 16.12.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 16.12.1995, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Annarri umræðu um fj árlagafrum varp lokið Allar tillögnr stjórnar- andstöðu felldar ALLAR breytingartillögur stjómar- i andstöðunnar við fjárlagafrumvarp- ið voru felldar í atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær. Umdeild tillaga Alþýðuflokksins um veiðileyfagjald kom ekki til at- kvæða heldur var kölluð aftur til 3. umræðu um frumvarpið. En tillaga flokksins um að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög og selja almenningi hluta þeirra var felld með 45 atkvæðum stjórnarfiokk- anna og sjö þingmanna Alþýðu- bandalagsins en þingmenn Þjóð- vaka, Kvennalista og tveir þingmenn Alþýðubandalags sátu hjá, þar á meðal Margrét Frímannsdóttir, for- Jólahangi- kjötið reykt KJÖTIÐNAÐARMENN hafa í nógu að snúast þessa dagana við að gera klárt hráefnið sem notað verður í kræsingarnar sem landsmenn munu gæða sér á um jólin. Hangikjötið er sem fyrr einn vinsælasti mat- urinn um jólin og á aðvent- unni. Hjá Goða hefur verið nóg að gera undanfarið við reyk- inguna. Tjónabætur til Flateyringa Búið að greiða 180 milljónir FULLTRÚAR Viðlagatrygg- ingar íslands gengu nú í vik- unni frá tjónauppgjöri vegna snjóflóðsins á Flateyri og er búið að greiða um 180 millj- ónir króna í uppgjör og veð- skuldir. Geir Zoéga framkvæmda- stjóri Viðlagatryggingar seg- ir að með þessari fjárhæð sé lokið við að greiða tjón að mestu leyti, en það er sam- kvæmt mati um 200-220 milljónir króna. Enn er nokk- urt tjón óuppgert og byggist það aðallega á að tjónþolar hafa margir dvalist fja™ Flateyri frá því að flóðið féli. „Það eru engin vafamál sem orð er á gerandi og við munum gera upp við þá sem eru eftir, um leið og næst í þessa aðila, en þeir eru víða um land,“ segir Geir. Mat hefur staðist Viðlagatrygging íslands greiddi rúmar 180 milljónir króna vegna snjóflóðsins í Súðavík með hreinsunar- kostnaði. Geir segir að mat stofnunarinnar á tjóninu í Flateyri virðist standast vel. „Við erum mjög óvanir því að áætlanir okkar standist ekki og ósáttir þá sjaldan það gerist,“ segir hann. maður flokksins. Þingmenn stjórnar- andstöðunnar greiddu almennt at- kvæði með þeim breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar sem gerðu ráð fyrir auknum fjárframlög- um en sátu hjá eða greiddu atkvæði gegm þeim tillögum sem fólu í sér skerðingu á útgjöldum. Ekkí alltaf samstiga Stjórnarandstöðuflokkamir voru ekki alltaf samstiga við atkvæða- greiðsluna. Þannig greiddu þing- menn Alþýðubandalagsins atkvæði, ásamt þingmönnum stjórnarflokk- anna, gegn tillögum Alþýðuflokksins um að draga verulega úr fjárfram- lögum til stofnana landbúnaðarins JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður sem ritstjórn Morg- unblaðsins hefur ráðið til þess að gæta hagsmuna sinna, hefur fyrir hönd Agnesar Bragadóttur, blaða- manns Morgunblaðsins, kært til Hæstaréttar úrskurð sem Héraðs- dómur Reykjavíkur kvað upp í gær um að Agnesi sé skylt að koma fyr- ir dóm sem vitni til að svara spurn- ingum Rannsóknarlögreglu ríkisins um hvaða gögn hún hafi haft undir höndum og hveijir hafi verið heimild- armenn hennar við ritun greina sem birtust í Morgunblaðinu í mars 1995. Greinarnar voru söguleg úttekt á uppgjöri viðskipta Sambands ís- lenskra^ samvinnufélaga og Lands- banka Islands. Lá alltaf fyrir að kært yrði til Hæstaréttar „Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar þegar eftir uppkvaðn- ingu hans enda lá alltaf fyrir að þangað færi málið hver sem niður- staða Héraðsdóms yrði,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson. „Við athug- un á forsendum úrskurðarins hefur síðan, að mínu mati, fengist sérstök staðfesting á réttmæti kærunnar." Rannsóknarlögregla ríkisins hefur efnt til opinberrar rannsóknar, að °g Byggðastofnunar, þingmenn Þjóðvaka og Kvennalista greiddu atkvæði með eða sátu hjá. Og um þá tillögu stjórnarmeiri- hlutans að lækka framlag til aðstoð- ar á svæðum Palestínumanna í ísra- el greiddu þingmenn Alþýðubanda- lagsins og Lúðvík Bergvinsson Al- þýðuflokki atkvæði með stjórnar- þingmönnunum en Jón Baidvin Hannibalsson og Sighvatur Björg- vinsson Alþýðuflokki greiddu at- kvæði gegn. Aðrir stjórnarandstæð- ingar sátu hjá. Þingmenn Alþýðuflokksins greiddu hins vegar atkvæði ásamt stjómarmeirihlutanum gegn tillögu Alþýðubandalagsins um að auka frumkvæði bankaeftirlits Seðla- banka íslands, á því hvort fyrrgreind greinaskrif hafi byggst á trúnaðar- upplýsingum sem starfsmenn Landsbanka íslands hafi látið í té og þar með brotið gegn lagaákvæð- um um þagnarskyldu bankastarfs- manna og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Krafan byggist á ákvæði 1. mgr. 53. greinar laga um meðferð opin- berra mála þar sem segir að þeir, sem beri ábyrgð á efni sem birt er opinberlega, geti ekki skorast undan vitnaskyldu sé krafist vitnisburðar vegna brots sem ætla megi að varði þyngri refsingu en fésektum eða varðhaldi eða vegna brots gegn þagnarskyldu í opinberu starfi enda sé vitnisburðurinn nauðsynlegur og ríkir hagsmunir í húfi. í niðurstöðum Júlíusar Georgs- sonar dómarafulltrúa segir að fram komi í gögnum málsins að grunur RLR beinist einkum að því að fyrir- svarsmaður Landsbankans, banka- stjóri eða bankaráðsmaður, sé heim- ildarmaður sá sem afhent hafi trún- aðargögnin. Ekki leiki vafi á því að þeir aðilar séu opinberir starfsmenn í skilningi laga. Við skoðun rannsóknargagna verði Ijóst að framhald rannsóknar- framlag til Námsgagnastofnunar, enda hafði flokkurinn lagt til að skerða það framlag verulega. Þá greiddu þingmenn Kvennalist- ans og einn þingmaður Þjóðvaka atkvæði gegn tillögu um 500 þúsund króna framlag til Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga. Nú er gert ráð fyrir að 3. og síð- asta umræða um fjárlagafrumvarpið verði á miðvikudag í næstu viku en það gæti dregist fram á fimmtudag. Þá koma til umræðu breytingar á tekjuhlið frumvarpsins auk tillagna um rekstarútgjöld sjúkrastofnana og fleiri mála sem kunna að taka breyt- ingum milli umræðnanna. innar velti að verulegu leyti á því hvort Agnes beri vitni um þau atriði sem krafist er og því sé skilyrði lagaákvæðisins um nauðsyn upp- fyllt. Skilvirkni bankaeftirlits rýrð Þótt sá aðili sem trúnaður virðist hafa verið brotinn gagnvart, SÍS, hafi ekki, að séð verði, gert athuga- semdir við skrifin eða telji sig hafa skaðast vegna þeirra verði að líta til þess að grunur rannsóknara bein- ist að fámennum hópi, þar sem sek- ir jafnt sem saklausir liggi undir grun um ætlað þagnarskyldubrot sem varðað geti refsingu. Einnig verði að líta til hlutverks bankaeftirlits Seðlabankans. „Myndi það rýra mjög skilvirkni eftirlitsins ef þeir sem eftirlitinu sæta gætu með því sem sýnist vera yfirborðs- legar skýringar og svör komið sér undan rannsókn,“ segir í úrskurðin- um og jafnframt að að framansögðu virtu séu nægjanlega ríkir hagsmun- ir í húfi í skilningi laganna til að unnt sé að taka kröfu RLR til greina og gera Agnesi Bragadóttur skylt að bera vitni í málinu. ■ Skylt að bera vitni/I2 ■ Réttur blaðamanna/42 Alþingi afgreiðir ný lög Trygginga- gjald hækkað um 0,5% ALÞINGI samþykkti nokkur ný lög á fundi í gærkvöldi, þar á meðal breytingu á lögum um trygginga- gjald á laun, sem felur í sér 0,5% hækkun á gjaldinu. Samkvæmt lögunum verður gjaldið eftir breytinguna samsett úr tveimur gjöldum, almennu tryggingagjaldi og atvinnutrygg- ingagjaldi. A atvinnutrygginga- gjaldið, sem verður 1,5% af gjald- stofni, að fjármagna atvinnuleysis- tryggingasjóð en tekjur af almenna gjaldinu renna til Vinnueftirlitsins og Tryggingastofnunar eins og áður. Almenna gjaldið verður í tveim- ur gjaldstofnum, 2,05% í sérstök- um gjaldstofni og 5,35% í almenn- um. I sérstaka gjaldstofninum eru fyrirtæki í sjávarútvegi, landbún- aði, hugbúnaðariðnaði, ferðaþjón- ustu og samkeppnisgreinum en aðrar atvinnugreinar eru í almenna flokknum. Stjómarandstaðan var andvíg málinu og sagði það m.a. endur- spegla þá stefnu stjómvalda að fjármagna ákvörðun um skattfrelsi lífeyrissjóðsiðgjalda launafólks með hækkun tryggingagjalds. En sú hækkun er talin skila ríkissjóði um milljarði í tekjur. Þá er Alþýðu- flokkurinn andvígur þeirri mis- munun sem gjaldið felur í sér milli einstakra atvinnugreina og segir engu líkara en atvinnuvegunum sé skipt í tvo flokka, eingöngu eftir áhrifavaldi sérhagsmunahópa í röðum stjómarflokkanna. Heimilt að fella niður holræsagjald Nokkur fleiri lög voru samþykkt samhljóða á Alþingi í gær. Af þeim má nefna breytingar á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, lög um ör- yggi vöru og opinbera markaðs- gæslu og breytingar á vatnalögum sem fela í sér að sveitarstjórnum verður heimilt að fella niður hol- ræsagjald hjá tekjulitlum elli- eða örorkulífeyrisþegum en það laga- framvarp flutti félagsmálaráð- herra að beiðni Reykjavíkurborgar. Jafnt hjá Hannesi og Jóhanni JAFNTEFLI varð í skák þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Hannesar Hlífars Stefánssonar í einvígi þeirra í gær um ís- landsmeistaratitilinn. Tefldar eru fjórar umferðir og er tveim nú lokið og er Hannes með Vh vinning og Jóhann 'h Þriðja skákin verður tefld á morgun og.þefst hún kl. 17. Önnur umferð á Guðmundar Arasonar mótinu var tefld í Iþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gær, en alls verða tefldar 9 umferðir. Að lokinni annarri umferð era í 1.-5. sæti þeir Þröstur Þórhallsson, Al- bert Bleese, Li Riemersma, Ivar Bern og John Arni Nilsson með 2 vinninga. Þriðja umferð verður tefld í dag og hefst hún kl. 17. __________________________________Morgunblaðið/Kristinn Héraðsdómur úrskurðar að blaðamanni sé skylt að bera vitni Úrsknrðurinn kærður til Hæstaréttar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.