Morgunblaðið - 16.12.1995, Side 12

Morgunblaðið - 16.12.1995, Side 12
12 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Urskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um vitnaskyldu blaðamanns Morgunblaðsins Skylt að bera vitni fyrir dómi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað í gær upp úr- skurð, sem hér birtist í heild, um þá kröfu Rannsóknar- lögreglu ríkisins að Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, verði gert að svara spumingum um á hvaða heimildum hún hafí byggt greinar sem birtust í Morgunblaðinu í mars 1995 og voru söguleg úttekt á uppgjöri viðskipta Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og Landsbanka Islands. AR 1995, föstudaginn 15. desem- ber, er dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur háð í Dómhúsinu við Lækjartorg af Júlíusi B. Georgssyni, dómarafulltrúa. Fyrir er tekið: Mál nr. R-190/1995: Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Agnesi Bragadóttur og kveðinn upp svohljóðandi. Úrskurður: Ár 1995, föstudaginn 15. desember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Júlíusi B. Georgssyni, dómarafulltrúa, kveðinn upp úr- skurður þessi: I. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur krafist þess að Agnesi Bragadóttur, kt. 190952-3989, blaðamanni á Morgunblaðinu, verði með úr- skurði gert að svara spumingum fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur um hvaða skrifleg gögn hún hafi haft undir höndum og frá hvaða mönnum hún hafí fengið gögn og upplýsingar, er hún ritaði greinar sínar í Morgunblaðið 25., 26., 28. og 29. mars 1995 - þ.e. vitninu verði gert skylt að svara spumingum um á hvaða heimild- um hún hafi byggt greinaskrifin. Af hálfu vamaraðila er þess krafíst að fram- angreindri kröfu sóknaraðila verði synjað. II. Með bréfí dagsettu 7. nóvember sl. fór sóknaraðili þess á leit við dóminn, með vísan til 74. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin- berra mála, að vamaraðili yrði kvödd fyrir dóm til að gefa vitnaskýrslu varðandi ætlað brot á þagnarskyldu skv. 43. gr., sbr. 100. gr. iaga nr. 43/1993 um viðskiptabanka og sparisjóði og 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, í RLR máli nr. 3455/95. Beiðnin er sett fram vegna opinberrar rannsóknar er beiri- ist að því að upplýsa hvort vamaraðili hafi við ritun greinaflokks sem birtist í Morgunblaðinu dagana 25., 26., 28. og 29. mars sl. um enda- lok Sambands íslenskra samvinnufélaga, byggt skrif sín á trúnaðarupplýsingum sem ætla megi að maður sem bundinn er þagnarskyldu sam- kvæmt lögum nr. 43/1993, hafí látið vamarað- ila í té. í greinaflokki þessum var megin umjöllunarefnið hvemig Landsbanka íslands tókst að leysa upp viðskiptaveldi Sambandsins, án þess að bankinn yrði fyrir milljarða tapi. Ríkissaksóknari mælti fyrir um rannsókn þessa af hálfu Rannsóknarlögreglu ríkisins með bréfí dagsettu 1. ágúst sl., eftir að bankaeftir- lit Seðlabanka íslands hafði með bréfí dagsettu 26. júlí sl. lagt málið fyrir ríkissaksóknara. í samantekt bankaeftirlitsins sem fylgdi bréfi þess til ríkissaksóknara eru tilfærð dæmi um ummæli í blaðagreinunum um endalok Sam- bandsins, sem talin eru vera tekin upp úr eða styðjast við gögn Landsbankans um uppgjör Sambandsins. I samantektinni em einnig listuð upp gögn, allt trúnaðargögn eða trúnaðarupp- lýsingar, sem bankaeftirlitið telur að vamar- aðili hafí haft undir höndum eða haft upplýs- ingar um við ritun blaðagreinanna. Við lögregluyfírheyrslu þann 6. nóvember sl. neitaði vamaraðili að svara spumingum um á hvaða heimildum hún hafí byggt greinaskrifín sem og öðrum spumingum er lutu að heimildum hennar og heimildarmanni eða mönnum. Lýsti hún því yfír að hún teldi synjun sína um heim- ildir og heimildarmenn eiga stoð í 8. kafla lagá nr. 19/1991. í framhaldi af því sendi sóknarað- ili málið til dómsins. Við skýrslutöku hér fyrir dómi þann 17. nóvember sl. neitaði vamaraðili að svara framangreindum spumingum og krafð- ist sóknaraðili þess þá að vamaraðiia yrði með úrskurði lýst rétt og skylt að svara spumingun- um. Af hálfu sóknaraðila og vamaraðila hafa verið lagðar fram greinargerðir. I framhaldi af framlagningu þeirra fór fram munnlegur mál- fiutningur þann 6. þ.m., en að svo búnu var málið tekið til úrskurðar. III. Af hálfu sóknaraðila er á þvt byggt að starfs- menn ríkisbankans Landsbanka Islands, svo sem bankastjórar og bankaráðsmenn gegni opinberu starfi í skilningi XIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þagnarskyldubrot starfsmanns ríkisbanka sýnist beinlínis varða við 136. gr. laga nr. 19/1940, enda sé þar fjall- að um brot í opinberu starfi. Væri þetta ákvæði ekki í XIV. kafla laganna myndu þagnarskyldu- brot starfsmanns ríkisbanka væntanlega varða við 43. gr. laga nr. 43/1993, sbr. 138. gr. al- mennra hegningarlaga. Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 49. gr. laga nr. 19/1991 sé öllum skylt að koma fyrir dóm í opinberu máli á varnarþingi sínu og bera þar vitni. Frá þessari meginreglu séu mikilvægar undantekningar sem komi fram í 50.-55. gr. laganna. Það ákvæði sem hér skipti máli sé í 1. mgr. 53. gr. laganna, en það sé sniðið eftir 172. gr. dönsku réttarfarslaganna. Túlka verði ákvæðið þannig að þeim sem ábyrgð ber að lögum á efni prentaðs rits eða öðru efni sem birt er opinberlega, sé óskylt að skýra frá því fyrir dómi hver sé höfundur eða heimildarmað- ur að grein eða frásögn sem birst hefur, nema vitnisburðar sé krafíst vegna afbrots sem ætla megi að varða muni þyngri refsingu en sektum eða varðhaldi eða vegna brots gegn þagn- arskyldu í opinberu starfí, enda sé vitnisburður nauðsynlegur fyrir rannsókn málsins og ríkir hagsmunir í húfí. 'Gögn málsins beri með sér að vitnisburðurinn sé nauðsynlegur fyrir rann- sóknina. Mikilvæg ástæða bankaleyndar sé hagsmunir einstakra viðskiptamanna bankans af því að málefni sem varða fjárhag þeirra og bankinn fær vitneskju um, verði ekki opinberað- ur óviðkomandi aðilum. Þessir hagsmunir geti verið afar mikilvægir t.d. þegar samband við- skiptavinarins við bankann varðar þýðingarmik- il viðskiptaleyndarmál, en þetta geti einnig varð- að persónulega hagsmuni. Bankaleyndin myndi ekki hafa verið eins líf- seig og raun ber vitni, ef einungis væri um að ræða tillitið til einkahagsmuna viðskiptavina bankans. Skýringin á því hve lífseig bankaleynd- in er hljóti að liggja í þýðingu og mikilvægi leyndarinnar fyrir markmið bankakerfísins. Óundanþæg forsenda þess að bankamir eigi að geta fullnægt hlutverki sínu í atvinnulífínu og samfélaginu yfírleitt sé að þeir auðsýni við- skiptavinum sínum trúnað og láti viðskiptavini sína njóta trúnaðar. Grundvallarskilyrði þess að aðili fái yfírhöfuð tækifæri til að geyma trún- aðarmál annars sé að hann varðveiti þau leynd- armál sem honum sé trúað fyrir. Viðskiptavinir sem tapi trausti sínu á banka sem bregst trún- aði þeirra snúi sér til annarra banka. Ætla megi að í því tilviki sem hér um ræðir hafí forsvarsmaður ríkisbanka, bankastjóri eða bankaráðsmaður, brugðist trúnaði viðskipta- manns bankans og um leið bankanum sem hann starfar við. Miklu skipti að trúnaðarbrest- urinn verði upplýstur, enda mikið í húfi. Af hálfu vamaraðila er á það bent að verið sé að rannsaka hvort bankastarfsmenn hafí gerst sekir um refsiverð brot gegn 43. gr. laga nr. 43/1993 þar sem kveðið sé á um þagnar- skyldu starfsmanna viðskiptabanka og spari- sjóða, sbr. 100. gr. sömu laga. Sóknaraðili vísi einnig til þess að brotið hafí verið gegn 136. gr. almennra hegningarlaga. Því sé mótmælt að sú lagatilvísun geti átt við, sé það talið skipta máli, þar sem þagnarskylda bankastarfsmanna sé að öllu leyti hin sama skv. lögum nr. 43/1993 hvort heldur banki sé í eigu ríkisins eða einkaað- ila. Krafa vamaraðila um að vera undanþegin vitnaskyldu sé í fyrsta lagi byggð á 51. gr. laga nr. 19/1991. Þar sé kveðið svo á að manni sé ekki skylt að svara spumingu að viölagðri vitnaábyrgð ef ætla megi að svar við henni feli í sér játningu eða bendingu una að hann hafi framið refsiverðan verknað. Hér standi svo á að verið sé að rannsaka hvort starfsmenn banka hafí brotið lagareglur um þagnarskyldu. Ef þær sakargiftir væru réttar sé væntanlega um að ræða trúnaðarmál sem vamaraðili eigi að hafa birt í Morgunblaðinu með greinum sínum. Sé einhver fótur fyrir þessum rannsóknartilefnum sé væntanlega ljóst að varnaraðili kynni með vísan til 22. gr. laga nr. 19/1940, hvort sem er beint vegna 136. gr. sömu laga eða með lögjöfnun vegna laga nr. 43/1993, að verða talinn hlutdeildarmaður í meintum brotum, ann- aðhvort eða bæði fyrir að hafa aflað meintra trúnaðampplýsinga eða fyrir að hafa birt þær almenningi í blaðinu. Þessi aðstaða lfeiði til þess að 51. gr. laga nr. 19/1991 hljóti að undan- þiggja vamaraðila skyldunni til að svara. I annan stað bendir varnaraðili á að réttur hennar til að synja svörum sé byggður á því að henni sé stöðu sinnar vegna, óskylt að gefa upp heimildir sínar að greinunum í blaðinu. Sé þá átt við að hagsmunir almennings af frelsi fjölmiðla til efnisöflunar og tjáningar yrðu skert- ir ef réttarframkvæmd tryggi blaðamönnum ekki réttinn til að virða trúnað við heimildar- menn sína. Vísað sé til 73. gr. stjómarskrárinn- ar, sbr. 11. gr. stjómskipunariaga nr. 97/1995, sbr. áður 72. gr. stjórnarskrárinnar, 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem veitt hafí verið lagagildi með lögum nr. 62/1994 og 53. gr. laga nr. 19/1991. Á því leiki vart vafi að a.m.k. eftir gildistöku laga nr. 62/1994 og enn frekar eftir breytingu stjómarskrárinnar með lögum nr. 97/1995 njóti réttur manna til að taka við upplýsingum og miðla þeim áfram sérstakrar verndar. Þessi vemd fái sérstaka þýðingu þegar í hlut eigi blöð og blaðamenn í lýðræðisríkjum sem gegni veigamiklu hlutverki í þágu hins lýðræðislega þjóðskipulags. Verði að ætla þeim víðtækt frelsi til að afla sér upplýsinga, án þess að þeir sem upplýsingar vilja veita án þess að gefa upp nafn sitt, þurfí að óttast að trúnaður við þá verði rofinn. Nauðsynlegt sé að hafa í huga að meginefni greina vamaraðila í Morgunblað- inu hafí varðað samskipti félags með víðtækri þátttöku almennings við ríkisbanka. Ljóst sé því að efnið sem um var fjallað varðaði almanna- hagsmuni og hafí átt fullt erindi til almenn- ings. Við birtingu upplýsinga um slík efni séu íjölmiðlar aðeins að gegna lýðræðislegri skyldu sinni. Að því er varðar skýringu á 53. gr. laga nr. 19/1991 sé í fyrsta lagi á því byggt að 1. mgr. undanþiggi vamaraðila skyldu til vitnis- burðar. Árétta beri að það geti ekki átt við hér að verið sé að rannsaka brot gegn þagnar- skyldu í opinberu starfí. Brot gegn tilgreindum ákvæðum laga nr. 43/1993 varði aðeins sektum eða varðhaldi, þannig að undanþága greinarinn- ar eigi beint við, enda hljóti vamaraðili í þessu tilliti að verða lögð að jöfnu við þann sem „ber ábyrgð á efni prentaðs rits“. Jafnvel þótt fótur þætti vera fyrir þeirri ætlan sóknaraðila að verið sé að rannsaka brot í opinberu starfí, þá verði aldrei talið að skilyrðum greinarinnar um nauðsyn vitnisburðar og ríka hagsmuni sé full- nægt. Við mat á hagsmunum verði m.a. að hafa í huga hina enn ríkari hagsmuni sem vamaraðili vilji vemda. Verði talið að framangreindar ástæður dugi ekki til þess að taka kröfur vamaraðila til greina, sé að lokum bent á heimildarákvæði 2. mgr. 53. gr. laga nr. 19/1991. í því efni sé vísað til þess sem fyrr sagði um mat á þeim hagsmunum sem um er fjallað í málinu. Að auki beri að nefna að það tilheyri starfsskyldum vamaraðila að virða siðareglur blaðamanna, m.a. um trúnað við heimildarmenn. Með því að úrskurða vamaraðila skylt að svara væri verið að knýja vamaraðila til að bijóta gegn þessum starfsskyldum. IV. Heimild sóknaraðila til að leggja mál þetta fyrir dómara er í 74. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Fjallar VIII. kafli lag- anna um vitni o.fl. 1. mgr. 49. gr. laganna hefur að geyma meginregluna um að öllum sé skylt að koma fyrir dóm í opinberu máli á vam- arþingi sínu og bera þar vitni. Undantekningar frá þessari meginreglu er að fínna í 50.-55. gr. laganna. Að því er varðar þá sem að lögum bera ábyrgð á efni prentaðs rits eða öðru efni sem birt er opinberlega er slíkt undanþágu- ákvæði að fínna í 1. mgr. 53. gr. laganna. Fram kemur í greinargerð með lögunum að ákvæðið sé sniðið eftir 172. gr. dönsku réttarfarslag- anna. Lýtur ákvæðið að því að framangreindum aðilum sé óskylt að skýra frá því fyrir dómi hver sé höfundur að riti, grein, frásögn eða til- kynningu sem birst hefur án þess að höfundur væri nafngreindur. Skýra verður ákvæðið þann- ig að það taki einnig til þess tilviks sem hér er til úrlausnar, þ.e. að sá sem er heimildarmaður falli einnig undir það. Frá ákvæðinu er hins vegar sú undantekning að þetta eigi ekki við ef krafíst ér vitnisburðar vegna afbrots sem ætla má að varða muni þyngri refsingu en fé- sektum eða varðhaldi, eða vegna brots gegn þagnarskyldu í opinberu starfi, en það skilyrði er sett að vitnisburðurinn sé nauðsynlegur fyrir rannsókn málsins og ríkir hagsmunir í húfí. Eins og málið liggur fyrir verður ekki talið að greinarskrifin séu vamaraðila saknæm þann- ig að 51. gr. laga nr. 19/1991 eigi við. Verður niðurstaða málsins einungis byggð á því hvem- ig beita skuli 1. mgr. 53. gr. laganna. í því sambandi verður fyrst að líta til þess að sá banki sem grunur leikur á að trúnaðargögn og trúnaðampplýsingar’séu komin úr er í eigu ís- lenska ríkisins. Af hálfu vamaraðila er því mótmælt að ákvæði almennra hegningarlaga um þagnar- skyldu eigi við um bankastarfsmenn. Gildi þar einu hvort þeir séu starfsmenn einkabanka eða ríkisbanka. Um þá gildi einurigis ákvæði laga nr. 43/1993 og því eigi skírskotun til 136. gr. laga nr. 19/1940 ekki við. Fram kemur í gögn- um málsins að grunur sóknaraðila beinist eink- um að því að fyrirsvarsmaður Landsbankans, bankastjóri eða bankaráðsmaður, sé heimildar- maður og sá sem afhent hafí trúnaðargögnin. Á því leikur ekki vafí að þeir sem að framan em nefndir em opinberir starfsmenn í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. hrd. í málinu nr. 146/1995, og falla því hvað refsiábyrgð varðar undir ákvæði XIV. kafla almennra hegn- ingarlaga. Samanburður á þeim hluta rannsóknargagna málsins sem flokkast sem trúnaðargögn við orðalag í blaðagreinum vamaraðila bendir ein- dregið til að vamaraðili hafí haft þessi gögn við að styðjast. Er því uppi rökstuddur gmnur um að miðlun upplýsinganna til varnaraðila stafí frá einhveijum þeirra sem fyrr eru nefnd- ir, og að með því kunni ekki einungis að hafa verið brotið gegn 43. gr. laga nr. 43/1993 held- ur einnig 136. gr. Iaga nr. 19/1940. Við skoðun rannsóknargagna málsins er einnig ljóst að framhald rannsóknarinnar veltur að vemlegu leyti á því hvort vamaraðili beri vitni um þau atriði sem krafa sóknaraðila lýtur að. Það skil- yrði 1. mgr. 53. gr. laga nr. 19/1991 að vitnis- burður sé nauðsynlegur fyrir rannsókn málsins er því uppfyllt. Eftir stendur þá að meta hve ríkir hagsmunir séu í húfí að réttlætt geti fram- gang kröfu sóknaraðila. Þess er þá fyrst að geta að þess sér hvergi stað í gögnum málsins að sá aðili sem trúnaður virðist hafa verið brot- inn gagnvart hafí látið uppi álit um að hann hafí skaðast vegna greinaskrifanna eða að at- hugasemdir hafi verið gerðar við þau af hans hálfu. Næríægast væri því að láta við svo búið sitja. Allt að einu verður hér að líta til fleiri þátta. Eins og áður er að vikið beinist gmnur rannsóknara að tiltölulega fámennum hópi manna sem liggi þá allir, sekir jafnt sem sak- lausir, undir gmn um ætlað þagnarskyldubrot er varðað gæti refsingu samkvæmt 43. gr. laga nr. 43/1993 og 136. gr. almennra hegningar- laga. Einnig verður í þessu samhengi að líta til hlutverks þess aðila sem hratt rannsókninni af stað, þ.e. bankaeftirlits Seðlabankans. Eins og nafn þeirrar stofnunar gefur til kynna er hún eftirlitsstofnun með bönkum og sparisjóð- um. Myndi það rýra mjög skilvirkni eftirlitsins ef þeir sem eftirlitinu sæta gætu með því sem sýnist vera yfirborðslegar skýringar og svör komið sér undan rannsókn. Að öllu þessu athuguðu og virtu verður niður- staða dómsins sú að nægjanlega ríkir hagsmun- ir séu í húfi í skilningi 1. mgr. 53. gr. laga nr. 19/1991 til þess að unnt sé að taka kröfu sóknaraðila til greina. Er varnaraðila sam- kvæmt ftamansögðu skylt að bera vitni í máli þessu. Úrskurðarorð: Varnaraðila, Agnesi Bragadóttur, blaða- manni á Morgunblaðinu, er skylt að koma fyr- ir dóm sem vitni til skýrlsugjafar í RLR máli nr. 3455/95. Júlíus B. Georgsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.