Morgunblaðið - 16.12.1995, Síða 13

Morgunblaðið - 16.12.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 13 FRETTIR ABFLUTTIR Aðfluttir og brottfluttir 1990-1995 , Jan.-nov. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Isl. rikisborgarar Erl. ríkisborgarar 2.055 1.111 2.281 1.708 1.980 979 1.749 949 1.796 880 1.767 869 Samtals BROTTFLUTTIR 3.166 3.989 2.959 2.698 2.676 2.636 Isl. rikisborgarar Erl. rikisborgarar 2.806 1.041 1.995 987 1.775 1.438 2.016 885 2.657 779 3.321 624 Samtals 3.847 2.982 3.213 2.901 BROTTFLUTTIR UMFRAM AÐFLUTTA 3.436 3.945 Isl. rikisborg: larar 751 -286 -205 267 861 1.554 Árin 1991 -92 fluttust fleiri ísl. rikisborgarar til landsins en fluttust á brott. Fólksflutningar milli landa fyrstu ellefu mánuði ársins Helmingi fleiri flytjast héðan en hingað ALLS hafði 3.321 íslenskur ríkis- borgari flutt brott af landinu frá ársbyrjun til loka nóvember í ár, en aðfluttir á sama tímabili voru 1.767. Brottfluttir umfram aðflutta á tíma- bilinu eru því 1.554, en það eru rúm- lega helmingi fleiri en á sama tíma- bili í fyrra. Þá voru brottfluttir íslenskir rík- isborgarar alls 2.449 og aðfluttir 1.653, eða 796 brottfluttir umfram aðflutta. Frá janúar í ár til loka nóv- ember höfðu 869 erlendir ríkisborg- arar flutt til landsins en 624 á brott, og fjöldi aðfiuttra umfram brottflutta því 245. Langflestir íslensku ríkisborgar- anna sem fluttust á brott frá landinu á umræddu tímabili fluttust til Norð- urlandanna, eða 2.711. Aðfluttir það- an voru 1.320, eða brottfluttir um- fram aðflutta samtals 1.391. Hvað Danmörk varðar eru brott- fluttir 1.603 og aðfluttir 542, eða 1.061 brottfluttir umfram aðflutta. Brottfluttir til Noregs eru 554 og aðfluttir 285, eða 269 brottfluttir umfram aðflutta, til Svíþjóðar 503 á móti 458, eða 45 brottfluttir umfram aðflutta, til Finnlands eru brottfluttir 19 og aðfluttir sömuleiðis 19, til Grænlands eru brottfluttir 16 og aðfluttir 5, eða 11 brottfluttir um- fram aðflutta, og til Færeyja eru brottfluttir 16 talsins á móti 11 að- fluttum, eða 5 brottfluttir umfram aðflutta. Brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta tii annarra landa en Norðurlanda eru samtals 163. Þar af er 101 til annarra Evrópulanda (36 til Bretlands), 24 til Ameríku, 27 til Afríku, 18 til Asíu, en frá Eyjaálfu komu 6 og einn aðfluttan var ekki hægt að staðsetja. Þorsteinn Pálsson um fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi Hugsanlegt að opna fyrir fjárfest- ingar í áföngum ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að ef sú ákvörðun yrði tekin að leyfa útlendingum að fj'árfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum á íslandi myndi rökunum gegn aðild íslands að Evópusambandinu fækka. Hann sagðist ekki vera tilbú- inn til að mæla með því á þessari stundu, að útlendingum yrði leyft að íjárfesta í ísienskum sjávarút- vegi, en væri tilbúinn til að skoða þann möguleika að opna fyrir fjár- festingar útlendinga smám saman. Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Samheija á Akureyri, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann væri óhræddur við að leyfa útlendingum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækj- um á íslandi. Það gæti orðið til góðs og vadri jafnvel nauðsynlegt fyrir framtíðarþróun greinarinnar. Eðlilegt að opna fyrir óbeina fjárfestingu „Ég er þeirrar skoðunar að gild- andi lög séu allt of þröng og það væri nauðsynlegt að opna fyrir óbeina fjárfestingu," sagði Þor- steinn Pálsson. „Ríkisstjórnin er búin að leggja fram frumvarp um breytingu í þá veru. Menn hafa hins vegar haft efasemdir um að það ætti að opna þetta meir á þessu stigi. Hræðsla manna hefur fyrst og fremst verið bundin við að með því gætum við opnað útlendingum aðgang að auðlindinni bakdyrameg- in. Ég held þess vegna að það sé eðlilegt að við stígum það skref sem ríkisstjórnin er að leggja til núna. Við verðum síðan að sjá hver reynsl- an verður. Vel má vera að það sé hægt að þróa þessi mál áfram og opna þetta smám saman meira síð- ar. Ég vil ekki útiloka neitt fyrir framtíðina í þessum efnum. Ég vek athygli á að þetta er það atriði sem menn hafa helst horft á sem ásteyt- ingarstein varðandi aðild okkar að Evrópusambandinu. Ef að það yrði um það almenn samstaða að opna fyrir þessar fjárfestingar myndi líka fækka rökunum gegn aðiid íslands að Evrópusambandinu." Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt lækkun fasteignaskatts hjá elli- og örorkulífeyrisþegum fyrir árið 1996 skv. eftirfarandi viðmiðunartölum Tekjur einstaklings (Var 1995) Tekjur hjóna (Var1995) Lækkun fasteigna- skatts um: alltað 640.000 kr. (625.000) ailt að 900.000 kr. (875.000) 100% 640-710.000 kr. (688.000) 900-985.000 kr. (961.000) 80% 710-800.000 kr. (780.000) 985-1.120.000 kr. (1.094.000) 50% hærri tekjur gefa engan afslátt Fasteignagjöld lögð á tvö hús Ferðafélagsins Spurning hvort þau eru sæluhús eða gistiskálar ÁGREININGUR er milli Ferðafé- lags íslands og Rangárvalla- hrepps um hvort félaginu beri að greiða fasteignagjöld af húsum sínum við Álftavatn og Hrafnt- innusker. Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga eru sæluhús undanþegin fasteigna- skatti, en hreppsnefnd og yfir- fasteignamatsnefnd telja að ekki sé um að ræða sæluhús heldur gistiskála og ná undanþágur lag- anna ekki til þeirra. „Þar stendur hnífurinn í kúnni,“ segir Jónas Haraldsson lögfræðingur sem fer með málið fyrir Ferðafélag Islands. „I þau tæplega 70 ár sem Ferðafélagið hefur verið starfrækt, hefur alltaf verið talað um húsnæði félagsins sem sæluiiús, bæði í ræðu og riti. í fjölmörgum gögnum öðrum, þar sem húseignir félagsins á hálend- inu eru til umfjöllunar, er talað um sæluhús. I íslenskum orðabók- um er sæluhús skilgreint sem hús í óbyggðum, sem hægt er að sofa í. Einnig skilgreina Landmæling- ar íslands þessi hús sem sæluhús, eins og fram kemur á öllum kort- um þeirra.“ Þar er seld gistiþjónusta Guðmundur Ingi Gunnlaugs- Ferðafélag Is- lands lætur reyna á málið fyrir dómstólum son, sveitarstjóri Rangárvallar- hrepps, staðfesti að Ferðafélagið hefði neitað að greiða fasteigna- gjöld fyrir 1994 og óskað eftir áliti yfirfasteignanefndar. „Með úrskurði hennar er mál- inu lokið af okkar hálfu. Nefndin úrskurðaði að leggja mætti fasteignagjöld á umrædd hús, enda væru þetta fullkomlega út- búin gistihús. í þeim er seld gisti- þjónusta og okkur finnst að Ferðafélag Islands eigi að sitja við sama borð og aðrir atvinnu- rekendur og ferðaþjónustuaðilar varðandi álagningu skatta og gjalda. Ég er fremur þolinmóður við innheimtu fasteignagjalda, en þeir sem ekki hafa greitt þau um áramót geta vænst hertra að- gerða.“ í úrskurði yfirfasteignanefndar kemur fram það álit að skýra beri hugtakið sæluhús svo að þar sé átt við hús eða skýli, sem hafi því meginhlutverki að gegna að þeir sem eiga ferð um landið og þá einkum þeir sem lenda í hrakn- ingum, geti leitað þar skjóls, þ.e. að vera neyðarathvarf líkt og skipbrotsmannaskýli eru við ströndina. Látum reyna á þetta fyrir dómstólum Jónas Haraldsson, lögfræðing- ur og félagi í Ferðafélagi íslands, segir að félagið muni ekki greiða fasteignagjöld af umræddum hús- um. „Við ætlum að láta reyna á þetta fyrir dómsstólum. Hér er ekki deilt um háar fjárhæðir, en þetta er grundvallaratriði sem þarf að fá leyst úr. Margir eiga hlut að máli, ekki aðeins Ferðafé- lag íslands og því finnst okkur Ferðafélagsmönnum nauðsynlegt að fá niðurstöðu dómstóla í mál- inu. Ég vil taka fram að þetta mál gengur allt fyrir sig í fullri sátt, sagði Jónas.“ Guðmundur Ingi Gunnlaugs- son, sveitarstjóri Rangárvallar- hrepps, ítrekaði einnig að sam- starf við Ferðafélg væri gott. „Okkur greinir bara á um skil- greiningu hugtaks." Borgarráð Lækkun fasteigna- skatts elli- og örorku- lífeyrisþega BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu Framtalsnefndar Reykjavíkur að viðmiðunartölum vegna lækkunar á fasteignaskatti elli- og örorkulíf- eyrisþega árið 1996. I tillögu Framtaisnefndar kemur fram að tölumar byggjast á upplýs- ingum frá Tryggingastofnun ríkisins en árið 1995 hækkuðu bótagreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega um allt að 3% miðað við árið 1994. Hringsjá tek- in í notkun HÚS Starfsþjálfunar fatlaðra og Tölvumiðstöðvar fatlaðra, Hátúni 10 d hefur hiotið heitið Hringsjá. Við opnunina færði Steinn Guð mundsson, fyrir hönd Oddfellow-stú- kunnar Skúla fógeta, Starfsþjálfun- inni tvær tölvur.Kristján Ingvarsson, gaf bókhaldsforritið Vaskhuga og Bókaútgáfa Máls og menningar gaf 50 bókatitla í bókasafn hússins. Öryrkjabandalag íslands veitti fyrr á árinu 1,5 milljón króna til hússins og við opnunina bættust 400 þúsund krónur við frá Hússjóði Ör- yrkjabandalags íslands. Mikið úrvol of vönduðum sporiskóm PETER KAISER Teg. nr. 61485. Litur: Svart rúskinn. Stærö: 371/2. Verö: 8.490. Teg. nr. 44445. Litir: Svart rúskinn. Stærðir: 38-41. Verö: 8.490. SALAMANDER® Teg. nr. 41941. Litur: Brúnn. Stæröir: 371/2^11. Verö: 7.490. ara Teg. nr. 40226. Litur: Svart/grátt. Stæröir: 371/2-411/2. Verö: 6.490,- Teg. nr. 15463. Litur: Brúnn - Nubuk. Stæröir: 401/2-461/2. Verð: 9.990,- C BOOTS Kuldaskór Teg.: nr. 11837. Litir: Svart - Nubuk. Stæröir: 40 1/2-44. Verö: 11.590,- Opið í dag kl. 10-22. Gísíi Ferdmandssonnf SKÓVERSLUN Lœkjorgöru 6q -101 Peyt'jQvík sími 551 4711.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.