Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 18

Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 18
18 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Góð útkoma í útflutningsiðnaði fyrstu tíu mánuði ársins Útflutningsverðmæti eykst um fimmtung VERÐMÆTI útflutnings iðnaðar- vara jókst um 3,3 milljarða króna fyrstu tíu mánuði ársins eða sem svarar til um 20% aukningar frá sama tíma í fyrra. Hefur hlutdeild iðnaðarvara í vöruútflutningi hækk- að úr 17,5% í 21% frá árinu 1993. Þetta kom fram í erindi Þorsteins M. Jónssonar, hagfræðings Sam- taka iðnaðarins á morgunverðar- fundi samtakanna í vikunni. Þor- steinn greindi frá því að verðhækk- anir á erlendum mörkuðum hefðu skilað um 12,9 prósentustigum af verðmætisaukningunni í ár en magnaukningin 6,2 prósentustig- um. Þegar litið væri til útflutnings á afurðum stóriðju ykist verðmætið um 16,3% en verðmæti annarra iðn- aðarvara væri hins vegar 26,4% meira. í því sambandi vekti athygli að verðmætisaukningin í stóriðju skýrðist nær eingöngu af hækkuðu verði, enda afkastagetan alla jafna fullnýtt, en verðmætisaukningin í flokknum aðrar iðnaðarvörur væri aðallega tilkomin vegna aukins magns. Sókn hafin í samkeppnisiðnaði „Þessu til viðbótar benda nýjar upplýsingar um markaðshlutdeild samkeppnisiðnaðar til að þar sé einnig hafin sókn. Samkvæmt nýj- um niðurstöðum fyrir fyrstu þrjá ársfjórðunga þessa árs í saman- burði við sama tímabil árið á und- an, þá er innlend framleiðsla að sækja í sig veðrið í öllum þeim greinum sem markaðshlutdeildar- könnunin nær til. Þótt ekki liggi fyrir tölulegar upplýsingar um þró- unina í öðrum samkeppnisiðnaði er ekki óvarlegt að álykta, með hlið- sjón af þessum niðurstöðum og þeim þáttum sem aðallega liggja að baki, að þar sé einnig sókn til aukinnar markaðshlutdeildar. Hvort tveggja, aukinn útflutn- ingur og meiri markaðshlutdeild, er afrakstur þeirra hagstæðu rekstrarskilyrða sem hér hafa verið að myndast á síðustu árum. Aukn- ingin að undanförnu kemur fram í flestum greinum útflutningsiðnað- ar, þótt í mismiklum mæli sé,“ sagði Þorsteinn. Félag íslenskra stórkaupmanna Væntír góðs af sam- starfi við Búr ehf. STEFÁN Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna, segir að stórkaupmönnum lítist vel á áform kaupfélaganna, Nóatúnsverslananna og Olíufélags- ins um stofnun innkaupafyrirtækis- ins, Búrs ehf. „Við höfum góða reynslu af sam- starfi við Baug og væntum þess að eiga gott samstarf við þessi fyrir- tæki,“ sagði hann. „Stofnun nýrrar birgðastöðvar gæti haft í för með sér einföldun og hagræðingu í vörudreif- ingunni og því ber auðvitað að fagna.“ Stefán svaraði því neitandi þegar hann var spurður um hvort ekki væri hætta á að sameiginleg innkaup matvöruverslana gætu kippt rekstr- argrundvellinum undan einhverjum heildverslunum. „Okkar félagsmenn eru nokkurskonar umboðsheildversl- anir og nánast framlenging af sölu- deildum erlendu framleiðendanna. Innflutningsfyrirtækin hafa verið að eflast á undanförnum árum og á þessu ári hefur verið opnað fyrir dreifingu á vörutegundum sem áður voru undir opinberri forsjá. Matvöru- innflytjendur eiga viðskipti- við mun fleiri aðila en hefðbundnar matvöru- verslanir m.a. sjúkrahús, elliheimiii, mötuneyti og veitingahús. Á síðasta ári var velta í veitingarekstri í Bandaríkjunum meiri en hjá mat- vöruverslunum og svipuð þróun hefur verið að eiga sér stað í Evrópu." Vextir húsbréfa aftur á uppleið VAXTALÆKKUN á verðtryggðum skuldabréfum sem varð í haust hefur gengið að nokkru til baka að undan- förnu. Þannig var kaupávöxtunar- krafa húsbréfa almennt 5,78% í gær hjá verðbréfafyrirtækjunum en fór lægst í 5,57% í nóvember. Davíð Björnsson, forstöðumaður hjá Landsbréfum, segir tvennt hafa valdið hækkunum _ ávöxtunarkröf- unnar undanfarið. „í fyrsta lagi varð verðhjöðnun núna í desember, þó hún hafí að vísu verið afskaplega lítil. Það þýðir auðvitað að verðtryggð bréf lækka örlítið í verði milli mán- aða. Menn hafa því ekki verið að flýta sér á verðtryggða markaðnum, auk þess kjörin á óverðtryggða markaðnum hafa verið mjög góð. Það er hægt er að fá ríkisvíxla til þriggja mánaða með yfir 7% ávöxtun og bankavíxla til mjög skamms tíma með góðum vöxtum.“ í öðru lagi er oft á tíðum þung lífeyrisgreiðsla hjá lífeyrissjóðunum í desember. Þeir hafa verið lítið á ferðinni fyrri hluta mánaðarins sem er ekkert nýnæmi. Hins vegar er alveg eins von á því að lífeyrissjóðirn- ir komi inn á markaðinn síðari hluta mánaðarins. Við teljum því að úr þessu taki eftirspum verðtryggðra bréfa við sér. Ávöxtunarkrafan hefur hækkað og við teljum að verðtryggðu bréfin séu því orðin mjög góður kostur. Miðað við ástandið á markaðnum sé krafan nú við eða nálægt hámarki. Við eigum því von á góðri eftirspum síðari hluta mánaðarins. Ef það gengur eftir má alveg eins búast við að eitthvað af þessari hækkun gangi til baka.“ Stórkaupmenn gagnrýna seinagang við afgreiðslu á nýjum álagningarreglum ÁTVR Samkeppnisstaða heildsala óljós FÉLAG íslenskra stórkaupmanna hefur ítrekað óskir sínar um að heild- sölum verði kynnt hvernig álagningu hjá ÁTVR verði háttað, eftir að ný lög um heildverslun með áfengi tóku gildi þann 1. desember s.l. Baldvin Hafsteinsson, Iögmaður félagsins, segir það vera nauðsynlegt fyrir heildsala að fá frekari upplýsingar um þessi mál svo þeir standi jafnfæt- is aðfangadeild ATVR í samkeppn- inni. Hann bendir á að eðlilegast hefði verið að þessar reglur hefðu legið fyrir strax við gildistöku lag- anna. Samkvæmt _ nýju lögunum mun smásöludeild ÁTVR skipta við að- fangadeild sína eða heildsala, eftir því hvor kosturinn reynist hag- kvæmari. Baldvin segir nauðsynlegt að álagningarreglurnar verði skýrar til þess að koma í veg fyrir tor- tryggni á markaðnum. Aðfangadeild ÁTVR sé í mjög góðri aðstöðu til þess að undirbjóða einstaka heild- sala eftir að tilboð þeirra hafa bor- ist, kjósi þeir að gera svo og því verði reglurnar að vera mjög skýrar frá byrjun. Þannig sé t.d. kostnaðar- hlutdeild aðfangadeildarinnar vegna birgðahalds ekki nægjanlega vel t skilgreind auk þess sem arðsemis- | krafa af rekstri hennar sé óljós. Það , geti því reynst mjög erfitt fyrir heild- • sala að keppa við hana ef hún verði rekin á núlli. Ætti að skýrast í næstu viku Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir að ekki hafi enn verið gengið frá þessum nýju álagningar- reglum af fjármálaráðuneytinu og því hafi ekki verið hægt að kynna | þær fyrir heildsölum enn sem komið er. Hann segir hins vegar að unnið v sé í málinu og það ætti að liggja I fyrir í næstu viku hvernig álagning- unni verður háttað. Ný verðskrá ÁTVR verði hins vegar ekki birt fyrr en um áramót. Formaður Kaupmanna- samtakanna segir af sér VIÐAR Magnússon hefur sagt af sér sem formaður Kaupmannasamtak- anna og Benedikt Kristjánsson, vara- formaður samtakanna hefur tekið við sem formaður. Margrét Pálsdótt- ir, eigandi verslunarinnar Liverpool, hefur verið skipuð varaformaður. Viðar, sem kjörinn var formaður samtakanna síðastliðið sumar, til- kynnti um afsögn sína á fram- kvæmdastjómarfundi Kaupmanna- samtakanna s.l. fímmtudag og í kjöl- farið voru fyrrnefndar breytingar á stjóm samtakanna ákveðnar. Um ástæður afsagnar sinnar segir Viðar að hann hefði einfaldlega ekki haft tíma til þess að sinna þessum störfum samhliða rekstri verslunar sinnar og því hafi hann kosið að snúa sér alfar- ið að rekstrinum. Sú ákvörðun hafi verið tekin í fullri sátt við hlutaðeig- andi aðila. i Símon Sigurpálsson, sem setið hefur í varastjórn Kaupmannasam- takanna mun taka það sæti sem nú hefur losnað í stjórninni. * íslensk myndlist • • Nýtt úrval af plaggötum í mörgum stærðum, einnig í country-stíl • Karton, sýrufrítt, nýir litir. • Úrval ramma úr tré og áli auk rammaiista. Opið: 16. des. frá kl. 10-22, 17. des. frá kl. 12-18. • NYTT GLER • Glært * Matt 0Nú getur þú séð þína mynd í réttum lit Getum annast innrömmum fyrir jól. «C*Þ>U RAMMA Sérverslun með innrömmunarvörur MIÐSTOÐIN Sigtúni 10 (Sóltún), sími 511-1616.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.