Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 23

Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 23 ERLENT Warren Christopher á fundi með forseta Sýrlands „Nýjar hugmynd- ir“ Peres ræddar Damaskus. Reuter. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, í Damaskus í gær til að freista þess að fá Sýrlendinga og ísraela aftur að samningaborði. Christ- opher sagði þetta rétta tímann til að blása lífi í samningaumleitan- irnar og „gera sér mat úr viðhorfs- breytingunum“ sem hann kvað hafa orðið í stjórn ísraels eftir að Shimon Peres varð forsætisráð- herra. Peres gaf til kynna í gær að hann léði máls á að flytja allt herlið ísraels frá Gólan-hæðum, sem hefur verið helsti ásteytingar- steinninn í viðræðunum. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, jók bjartsýni manna á að skriður kæmist á friðarumleitan- irnar þegar hann sagði í ræðu á Bandaríkjaþingi í vikunni að hann teldi mikilvægara að ná friðarsam- komulagi við Sýrlendinga en að bera sigur úr býtum í næstu þing- kosningum. Frá því Peres tók við embætti forsætisráðherra eftir morðið á Yitzhak Rabin hefur hann rætt möguleikann á að semja strax um alla þætti samskiptanna við Sýrland, frekar en að einbh'na á öryggismáiin, og gefíð til kynna að Israelsstjóm léði máls á fleiri tilslökunum. Christopher og Assad ræddu þessar „nýju hugmyndir, nýjú sáttatillögur sem Peres er nú reiðubúinn að ræða“, eins og utan- ríkisráðherrann komst að orði, en hann vildi ekki tjá sig frekar um þessar hugmyndir. „Fullt verð fyrir fullar sættir“ Bandarískir embættismenn vildu gera sem minnst úr fréttum fjölmiðla í ísrael um að Peres iéði m.a. máls á að flytja ísraelska hermenn frá suðurhluta Líbanons ef Sýrlendingar lofuðu að stöðva árásir skæruliða á ísrael af svæð- inu. Þeir viðurkenndu hins vegar að fótur gæti verið fyrir fréttum um að Peres væri reiðubúinn að flytja allt ísraelska herliðið frá Gólan- hæðum fljótlega eftir að samning- ar næðust, en ekki í áföngum eins og Rabin vildi. Peres gaf til kynna í gær að hann léði máls á að flytja allt herliðið frá Gólan-hæðum, sem ísraelar hernámu árið 1967, þegar hann sagði að ísraelar ættu að vera reiðubúnir að greiða „fullt verð fyrir fullar sættir“ við Sýr- lendinga. _ Christopher ræðir við ráðamenn í ísrael um helgina og Hosni Mub- arak, forseta Egyptalands, á mánudag, áður en hann heldur aftur til Bandaríkjanna. Reuter Kína- tíska KÍNVERSKAR fyrirsætur spóka sig í klæðnaði sem fram- leiddur er fyrir kínverskan markað og sýndur var á alþjóð- legri vörusýningu í Peking í gær. Æ fleiri Kínverjar hafa efni á því að ganga í erlendum tískuklæðum og hyggja kín- verskir framleiðendur sér nú gott til glóðarinnar og hafa aukið mjög framleiðslu á tísku- fatnaði. Einstök náttúrufræðauppgötvun Ný fylking í dýraríkinu Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. NYJAR dýrategundir finnast öðru hveiju en ný fylking í dýraríkinu hefur aðeins fundist þrisvar á þess- ari öld. Þriðji fundurinn var gerður nýlega af dönskum fræðimönnum, sem hafa birt uppgötvun sína í tímaritinu Nature. Um er að ræða dýr, sem er minna en einn milli- metri á stærð og hefur því verið gefið nafnið hringberi eða Cycliop- hora á latínu. Dýrið myndar áður óþekkta fylkingu í dýraríkinu, svo nú eru flokkar 36 í stað 35 áður. Það eru fræðimennimir Peter Funch og Reinhardt Möbjerg Krist- ensen frá Kaupmannahafnarhá- skóla, sem hafa fundið og greint dýrið. Aðeins tvisvar áður á þessari Nýtt sníkjudýr uppgötvað á humri öld hafa nýjar fylkingar í dýraíjöl- skyldunni fundist, en hver fylking greinist síðan í flokka, ættbálka, ættir, ættkvíslir og tegundir. Upp- götvunin hefur vakið mikla at- hygli og ýmis stórblöð og fjölmiðl- ar víða um heim greindu í gær frá fundinum og greininni í Nature. Dýrið var þekkt áður og eintak af því var til við Kaupmannahafnar- háskóla. í tengslum við lokaverk- efni rannsakaði Funch það og ásamt Möbjerg Kristensen komst hann að því að um nýja fylkingu í dýraríkinu var að ræða, en ekki dýr af áður þekktri fýlkingu. Dýrið er snikjudýr. Á því stigi sem mest er af því situr það í kring- um munn jómfrúrhumars og kræk- ir sér í mat frá honum með löngum þreifihárum. Dýrin fjölga sér bæði með og án kynæxlunar. Nafnið hringberi er bein þýðing á latneska heiti þess Cycliophora og er dregið af hring hárfruma í kringum munninn. Ættin kallast Symbion og undirættin Symbion pandora. Rannsóknir á nýja dýrinu hafa farið fram í Danmörku, en einnig í Færeyjum og Belgíu. Búist er við að nú muni finnast önnur dýr, sem tilheyra þessari nýfundnu fylkingu. ER FEGURSTA KIRKJAN Á ISFANDII FEGURSTU i KIRKJUNNI ÁÍSLANDI? Hallgrímskirkja á vígsludegi? Bænhúsið á Núpsstað? Prýði Norðurlands? Djásnið á hálsi Kópavogs? Á kærleiksstundu getur hjarta þitt verið fegursta kirkjan á íslandi. Því svarar þú einn. Ljóðabók, myndabók og fræðibók eftir Jón Ögmund Þormóðsson um fjársjóði kirknanna, kristninnar og sögunnar okkar. Fjörutíu Ijóð í einum Ijóðaflokki um nokkrar fegurstu kirkjur íslands. Stór litljósmynd tengist hverju Ijóði. Skýringar, t.d. um fyrirmyndina að turni Hallgrímskirkju og fjölda flísanna í altaristöflunni í Skálholti, tilvitnanir í Biblíuna og aðrar trúarheimildir, svo sem hvar sagan um eyri ekkjunnar sé geymd, ítarleg orðaskrá, vandaður útdráttur á ensku o.fl. Ort um áttundu hverja kirkju, skrifað um fjórðu hverja kirkju. FRODI BÓK/\ & BLAÐAÚTGÁFA HÉÐINSHÚSIÐ SÍMI: 515 5500 SELJAVEGUR 2 FAX: 515 5599

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.