Morgunblaðið - 16.12.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.12.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 23 ERLENT Warren Christopher á fundi með forseta Sýrlands „Nýjar hugmynd- ir“ Peres ræddar Damaskus. Reuter. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, í Damaskus í gær til að freista þess að fá Sýrlendinga og ísraela aftur að samningaborði. Christ- opher sagði þetta rétta tímann til að blása lífi í samningaumleitan- irnar og „gera sér mat úr viðhorfs- breytingunum“ sem hann kvað hafa orðið í stjórn ísraels eftir að Shimon Peres varð forsætisráð- herra. Peres gaf til kynna í gær að hann léði máls á að flytja allt herlið ísraels frá Gólan-hæðum, sem hefur verið helsti ásteytingar- steinninn í viðræðunum. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, jók bjartsýni manna á að skriður kæmist á friðarumleitan- irnar þegar hann sagði í ræðu á Bandaríkjaþingi í vikunni að hann teldi mikilvægara að ná friðarsam- komulagi við Sýrlendinga en að bera sigur úr býtum í næstu þing- kosningum. Frá því Peres tók við embætti forsætisráðherra eftir morðið á Yitzhak Rabin hefur hann rætt möguleikann á að semja strax um alla þætti samskiptanna við Sýrland, frekar en að einbh'na á öryggismáiin, og gefíð til kynna að Israelsstjóm léði máls á fleiri tilslökunum. Christopher og Assad ræddu þessar „nýju hugmyndir, nýjú sáttatillögur sem Peres er nú reiðubúinn að ræða“, eins og utan- ríkisráðherrann komst að orði, en hann vildi ekki tjá sig frekar um þessar hugmyndir. „Fullt verð fyrir fullar sættir“ Bandarískir embættismenn vildu gera sem minnst úr fréttum fjölmiðla í ísrael um að Peres iéði m.a. máls á að flytja ísraelska hermenn frá suðurhluta Líbanons ef Sýrlendingar lofuðu að stöðva árásir skæruliða á ísrael af svæð- inu. Þeir viðurkenndu hins vegar að fótur gæti verið fyrir fréttum um að Peres væri reiðubúinn að flytja allt ísraelska herliðið frá Gólan- hæðum fljótlega eftir að samning- ar næðust, en ekki í áföngum eins og Rabin vildi. Peres gaf til kynna í gær að hann léði máls á að flytja allt herliðið frá Gólan-hæðum, sem ísraelar hernámu árið 1967, þegar hann sagði að ísraelar ættu að vera reiðubúnir að greiða „fullt verð fyrir fullar sættir“ við Sýr- lendinga. _ Christopher ræðir við ráðamenn í ísrael um helgina og Hosni Mub- arak, forseta Egyptalands, á mánudag, áður en hann heldur aftur til Bandaríkjanna. Reuter Kína- tíska KÍNVERSKAR fyrirsætur spóka sig í klæðnaði sem fram- leiddur er fyrir kínverskan markað og sýndur var á alþjóð- legri vörusýningu í Peking í gær. Æ fleiri Kínverjar hafa efni á því að ganga í erlendum tískuklæðum og hyggja kín- verskir framleiðendur sér nú gott til glóðarinnar og hafa aukið mjög framleiðslu á tísku- fatnaði. Einstök náttúrufræðauppgötvun Ný fylking í dýraríkinu Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. NYJAR dýrategundir finnast öðru hveiju en ný fylking í dýraríkinu hefur aðeins fundist þrisvar á þess- ari öld. Þriðji fundurinn var gerður nýlega af dönskum fræðimönnum, sem hafa birt uppgötvun sína í tímaritinu Nature. Um er að ræða dýr, sem er minna en einn milli- metri á stærð og hefur því verið gefið nafnið hringberi eða Cycliop- hora á latínu. Dýrið myndar áður óþekkta fylkingu í dýraríkinu, svo nú eru flokkar 36 í stað 35 áður. Það eru fræðimennimir Peter Funch og Reinhardt Möbjerg Krist- ensen frá Kaupmannahafnarhá- skóla, sem hafa fundið og greint dýrið. Aðeins tvisvar áður á þessari Nýtt sníkjudýr uppgötvað á humri öld hafa nýjar fylkingar í dýraíjöl- skyldunni fundist, en hver fylking greinist síðan í flokka, ættbálka, ættir, ættkvíslir og tegundir. Upp- götvunin hefur vakið mikla at- hygli og ýmis stórblöð og fjölmiðl- ar víða um heim greindu í gær frá fundinum og greininni í Nature. Dýrið var þekkt áður og eintak af því var til við Kaupmannahafnar- háskóla. í tengslum við lokaverk- efni rannsakaði Funch það og ásamt Möbjerg Kristensen komst hann að því að um nýja fylkingu í dýraríkinu var að ræða, en ekki dýr af áður þekktri fýlkingu. Dýrið er snikjudýr. Á því stigi sem mest er af því situr það í kring- um munn jómfrúrhumars og kræk- ir sér í mat frá honum með löngum þreifihárum. Dýrin fjölga sér bæði með og án kynæxlunar. Nafnið hringberi er bein þýðing á latneska heiti þess Cycliophora og er dregið af hring hárfruma í kringum munninn. Ættin kallast Symbion og undirættin Symbion pandora. Rannsóknir á nýja dýrinu hafa farið fram í Danmörku, en einnig í Færeyjum og Belgíu. Búist er við að nú muni finnast önnur dýr, sem tilheyra þessari nýfundnu fylkingu. ER FEGURSTA KIRKJAN Á ISFANDII FEGURSTU i KIRKJUNNI ÁÍSLANDI? Hallgrímskirkja á vígsludegi? Bænhúsið á Núpsstað? Prýði Norðurlands? Djásnið á hálsi Kópavogs? Á kærleiksstundu getur hjarta þitt verið fegursta kirkjan á íslandi. Því svarar þú einn. Ljóðabók, myndabók og fræðibók eftir Jón Ögmund Þormóðsson um fjársjóði kirknanna, kristninnar og sögunnar okkar. Fjörutíu Ijóð í einum Ijóðaflokki um nokkrar fegurstu kirkjur íslands. Stór litljósmynd tengist hverju Ijóði. Skýringar, t.d. um fyrirmyndina að turni Hallgrímskirkju og fjölda flísanna í altaristöflunni í Skálholti, tilvitnanir í Biblíuna og aðrar trúarheimildir, svo sem hvar sagan um eyri ekkjunnar sé geymd, ítarleg orðaskrá, vandaður útdráttur á ensku o.fl. Ort um áttundu hverja kirkju, skrifað um fjórðu hverja kirkju. FRODI BÓK/\ & BLAÐAÚTGÁFA HÉÐINSHÚSIÐ SÍMI: 515 5500 SELJAVEGUR 2 FAX: 515 5599
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.