Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 16. ÐESEMBER 1995 VIKII m , MORGUNBLAÐIÐ Marblettir sem ekki hverfa MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Æðar rofna Spurning: Hvernig stendur á því að þriggja ára marblettir hverfa ekki? Hvað er til ráða? Svar: Marblettir myndast við það að æðar rofna og blóð lekur út í vefi undir húðinni. I slíkum tilfell- um er blóðið dökkrautt eða nánast blátt og þess vegna eru blettirnir bláleitir í fyrstu. Eftir nokkra klukkutíma byrja rauðu blóðkom- in að springa, blóðrauðinn lekur út úr þeim og hluti hans breytist í galllitarefni. Við þetta breytist litur marbletta úr bláu yfir í grænt og síðar gult. Pessi efni berast síðan smám saman út í blóðið, blet- turinn dofnar og hverfur að lokum. Hversu hratt marblettur dofnar og hverfur fer eftir staðsetningu og eftir því hve mikið hefur blætt í vefinn. Flestir marblettir hverfa á 1-2 vikum en í sumum tilfellum getur það tekið nokkrar vikur. Stundum berast galllitarefnin út í sjálfa húðina og þá getur tekið enn lengri tíma fyrir blettinn að hverfa alveg. Ef marblettir hverfa ekki á nokkrum mánuðum þá er eitthvað annað á seyði en hér hefur verið lýst og rétt að sýna húðsjúkdó- malækni blettina til að fá úr því skorið hvað um er að ræða. Spurning: Ég hef verið með lungnabólgu á annan mánuð. Þegar ég veiktist var ég íyrst hlustaður, síðan tekin mynd og í framhaldi af því fékk ég lyf sem virðast ekki virka og ég hef haft hita bæði kvölds og morgna. Er eðlilegt að lungnabólga vari svona lengi og ef þetta er vírus, hvað getur þá tekið langan tíma að vinna bug á veikinni? Svar: Venjuleg lungnabólga geng- ur yfir á 1-2 vikum en margir, einkum þeir eldri, geta verið marg- ar vikur eða jafnvel mánuði að ná sér að fullu. Þetta lýsir sér oftast með þreytu og slappleika en miklu Lungna- bólga sjaldnar með hitavellu og nætur- svita. Til eru ýmsar sjaldgæfari tegundir lungnabólgu og sumar þeirx-a geta verið langvinnar. Hemannaveiki er lungnabólga sem stafar af lítilli bakteríu sem stundum tekur langan tíma að vinna á með lyfjum. Svipað má segja um aðra tegund lungnabólgu sem orsakast af berfrymingum (mycoplasma) en þeim er stundum lýst sem millistigi milli baktería og veira. Lungnabólgur sem orsakast af veirum koma einnig fyrir og má þar nefna inflúensu og páfa- gaukasótt (öðru nafni fýlasótt; smitast frá fuglum). Að lokum má ekki gleyma berklum sem eru alls ekki úr sögunni. Best er að tala við lækninn sem sá um greininguna og útvegaði lyfin og fá að vita hvað hann fann og hvort hann telur ástæðu til frekari rannsókna eða endurskoðunar á meðferð. Spurning: Ég hef lesið um það í bandarískum blöðum að þar í landi sé komið á markað nýtt lyf, MELA- TONIN, sem hægir á öldrun. Hvers konar lyf er þetta og af hverju er það ekki selt hér á landi? Svar: Melatónín er eins konar hormón sem myndast í heilanum og tekur þátt í að stjórna þeim sveiflum sem verða í starfsemi líkamans yfir sólarhringinn. Svo virðist sem nota megi þetta efni til að hjálpa fólki sem hefur ferðast langar vegalengdir í austur eða vestur til að jafna sig fljótar á tíma- mismuninum. Einnig getur efnið líklega hjálpað við sumum tegund- • um af svefnleysi og svefntrufl- unum. Vegna áhrifa melatóníns á svefn og vöku fengu einhverjir þá hugmynd að nota mætti efnið til að hægja á klukku líkamans og hægja þannig á öldrun. Þetta á ekki við nein rök að styðjast og engar rannsóknir hafa verið gerðar sem Eins konar hormónar sýna slíka verkun melatóníns. Melatónín hefur verið í tísku und- anfarin misseri sem töfraefni sem lækni hitt og þetta og hægi á öldr- un. Enn sem komið er er þetta allt á tilraunastigi og hugsanlegt nota- gildi melatóníns á huldu. Melatónín er, eftir því sem ég best veit, ein- ungis á mai-kaði erlendis sem náttúrumeðal en ekki sem lyf. Ef það er ekki á markaði hér á landi er það sennilega vegna þess að enginn hefur sóst eftir að flytja það inn. Fyrir um tveimur mánuðum var töluverð umfjöllun um þetta efni á síðum Morgunblaðsins. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim ligg- ur á hjarta og er tekið á móti spurningum á virkum dögum á milli klukkan 10 og 12 í síma 569 1100. Jólatilboð Dýna - Queen stærð frá kr. 47.800 stgr. Rekkjan hf. PIZZA & TOAST LITLI SÆLKERAOFNINN FRÁ Lítill og nettur borðofn sem getur alla skapaða hluti. Steikir og grillar, ristar brauð og bakar kökur. Og nú getur þú eldað pizzu á hinn eina og sanna ítalska máta. Ofninum fylgir sérhönnuð leirplata (pizzasteinn), sem jafnar hita.og dregur í sig raka. Þú eldar, án fitu, pizzu, kjöt, fisk o.fl. PIZZA & TOAST kostar aðeins kr. 10.250,- stgr. TILVALIN JÓLAGJÖF TIL SÆLKERA 6 gerðir (íf'ltTTfHTI^) borðofna á verði frá 9.300,- /ponix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.