Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 35

Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 35 FJÖLMIÐLAR Morgunblaðið/Páll Stefánsson Sprangað um vefinn MARGAR útvarpsstöðvai' eru með heimasíður á veraldarvefnum. Þar er einnig að finna stöðvar sem stunda útvarpssendingar um vef- inn. Til að taka við þeim þarf tölv- an að vera útbúin til að flytja hljóð. Ríkisútvarpið er að setja upp heimasíðu (http://www.ruv.is) og verða þar birtar dagskrár Útvarps og Sjónvarps og fleira. Af útlendum stöðvum má nefna heimasíðu BBC í Bretlandi (http://www.bbc.co.uk) sem geymir ijölbreyttar upplýsingar. Þýska stöðin Deutsche Welle er einnig með ítarlega heimasíðu (http://www-dw.gmd.de/) sem hægt er að nálgast á ensku og þýsku. Þar eru einnig tengi í ýmsar áttir. Sænska ríkisútvarpið er með myndarlega heimasíðu (http://www.sr.se). Sérstök síða er kölluð Sýndarnorður (Virtual North) og þar er að finna upplýs- ingar um útsendingar Svía á stutt- bylgju, um gervihnetti og alnetið (http://www.sr.se/rs). Vestanhafs er um auðugan garð að gresja á þessu sviði. Almanna- útvarpið PBS er með heimasíðuna (http://www.pbs.org), ABC er með (http://www.abcradio.com) og staf- ræna útvarpið USA Digital Radio er með heimasíðuna (http://www.usadr.com/). Hvalur á flugi í Iceland Review ÞAÐ ER ekki á hverjum degi að það tekst að festa stökk- vandi hnúfubak á filmu en það gerði nú Páll Stéfánsson, ljós- myndari Iceland Review, síð- sumars í hvalaskoðunarferð á Skjálfanda, í báti frá Húsavík. Fróður maður taldi að hvalur- inn gæti verið allt að 30 tonn að þyngd og þá upp undir 17 m langur. í samvinnu við Hótel Húsa- vík var prentuð veggmynd og send samanbrotin með 4. tölu- blaði Iceland Review á þessu ári til lesenda um allan heim. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, segir í frétt frá Ice- land Review, og fólk sé himin- lifandi yfir þessari einstöku mynd. Páli Stefánssyni segist svo frá í samtali: „Eg áttaði mig varla á þessu fyrr en allt var yfirstaðið. Hnúfubakurinn þeyttist upp úr hafinu, það var eins og hann svifi með miklum hávaða og skvampi, og hvarf samstundis í djúpið. Þetta var nánast sekúndubrot, en ég smellti af þegar hvalinn bar hæst.“ „ Við vorum að elta þennan hval, ég var búinn að ná bak- ugganum og sporðinum nokkr- um sinnum þegar hann kom upp til að anda, en við vissum auðvitað aldrei hvar hann kæmi upp næst. Og enginn átti von á að hann færi á flug. Þetta var slembilukka, ég trúði því varla eftir á að hval- urinn væri á filmunni," bætti Páll við. Hótel Húsavík og Flugleiðir fengu umframprentun af vegg- myndinni, sem notuð verður til kynningar víða í útlöndum. Pappirs- kostnaður rýrir hag DailyMail London. Reuter. BREZKA blaðaútgáfan Daily Mail & General Trust plc hefur skýrt frá því að hagnaður fyrir skatta hafi rýrnað um 27%, þar sem verð á dagblaðapappír hafi hækkað. Hagnaður fyrir skatta á tólf mánuðum til 1. október 1995 rýrn- aði í 66.8 milljónir punda úr 92.1 milljón punda á næstu tólf mánuð- um á undan. Kostnaður vegna kaupa á dag- blaðapappír jókst um tæplega 20 milljónir punda. Fyrirtækið er vongott um að takast megi að auka hagnað á ný. Aukin útbreiðsla Deildinni Associated News- papers var hrósað fyrir aukna út- breiðslu Daily Mail og systurblaðs- ins Mail on Sunday. Auglýsingatekjur þeirra jukust um 10% og hafa aldrei verið meiri. Hagnaður minnkaði þó vegna auk- ins kostnaðar og aukinna útgjalda á ritstjórnum blaðanna. Verð Daily Mail var hækkað í 35 pens úr 32 pensum eintakið í júlilok til að vega á móti auknum kostnaði og fyrirtækið segir að hækkunin hafi ekki dregið úr út- breiðslu. Daglega voru seldar 1.8 milljón- ir eintaka af Mail að meðaltali, um 600.000 fleiri eintök en ai Daily Express, aðalkeppinautin- um. Methagnaður varð af útgáfu landshlutablaða Northcliffe-útgáf- unnar vegna dijúgra auglýsinga- tekna, en hagnaður viðskiptaút- gáfunnar Euromoney minnkaði um tæpan fjórðung í 18,2 milljón- ir punda. J&b er merkilegt hvað sum lög eru lífsseig. M_ög eins og Only You, Sunny side of the street, Amor, Quando quando, Keep On Running, More og öll hin. Þau þurfa ekki einu sinni að vekja upp minningar því að þau búa yfir sjálfstæðum töfrum. Á þessari geislaplötu, sem gleðigjafinn André Bachmann sendir frá sér, eru mörg þessara laga auk nokkurra sem sjaldnar hafa heyrst. Platan er líka eins og André; Ijúf, þægileg og kemur beint frá hjartanu. Þetta er geislaplata til þin. JAPISS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.