Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 41
AÐSENPAR GREINAR
Nóbelsverðlaun í
bókmenntum 1965
í GREIN í Morgun-
blaðinu sunnudaginn
10. þ.m. fjallar gagn-
rýnandi blaðsins, Jó-
hann Hjálnjíarsson, um
veitingu nóbelsverð-
launanna í bókmennt-
um árið 1965 og segir
þar varðandi Gunnar
Gunnarsson: „Gunnar
Gunnarsson var að
vísu nefndur en gegn
honum stóð að hann
hafði skrifað höfuð-
verk sín á dönsku.“
Mig langar til að
spyija Jóhann hveijar
marktækar heimildir
hann hafi fyrir þessari
fullyrðingu.
Það er engin algild regla að
nóbelshöfundar hafi skrifað á
móðurmáli'SÍnu. Samuel Beckett,
sem fékk verðlaunin árið 1969,
skrifaði höfuðverk sín á frönsku
og þýddi þau síðan, oft nokkrum
árum síðar, yfir á ensku.
Vegna þessarar hvatvíslegu „af-
greiðslu" Jóhanns á Gunnari fínnst
mér rétt að upplýsa aðstæður bet-
ur. Gunnar Gunnarsson var orðinn
viðurkenndur rithöfundur um alla
Norður-Evrópu og Þýskaland
a.m.k. áratug fyrir valdatöku Hitl-
ers. í bókum sínum kynnti hann
íslenskan veruleika fyrir lesendum
á sama hátt og Jón Sveinsson hafði
gert með Nonnabókunum meira
en áratug á undan honum. Á
stríðsárunum, þegar hann var sest-
ur að á Skriðuklaustri, lét hann
frá sér fara nýtt, stórbrotið skáld-
verk, Heiðaharm.
Jóhann Hjálmarsson hlýtur að
vita hvernig andrúmsloftið var í
íslenskum bókmennta-
heimi á þessum tíma
svo og á tíma kalda
stríðsins, en vinstri
sinnaðir höfundar réðu
lögum og lofum og
níddu aðra höfunda,
sem voru tregir til að
lofsyngja sæluríkið í
austri og Stalín.
Gunnar Gunnarsson
var vart stiginn af
skipsfjöl þegar ófræg-
ingarherferð var hafin
gegn honum í Þjóðvilj-
anum og honum
brigslað um að vera
nasisti og gekk svo
langt að hann neyddist
til að höfða mál á hendur blaðinu.
Hann mátti og þola það að Bretar
gerðu húsrannsókn á heimili hans
á Skriðuklaustri.
Vinstri sinnaðir höfund-
ar, segir Hildigunnur
Hjálmarsdóttir, réðu
lögum og lofum og
níddu aðra höfunda.
Ég held að það hljóti að vera
deginum ljósara að áróður vinstri
sinnaðra bókmenntamanna á ís-
landi svo og skoðanabræðra þeirra
í Svíþjóð hafi haft áhrif á val
sænsku akademíunnar árið 1965.
Höfundur er fyrrverandi ríkis-
starfsmaður og BA í frönsku og
dönsku.
Hildigunnur
Hjálmarsdóttir
i i IniIT00 EH£ 1 KrPkwsi sM f l ■
L : BSB W '<mm ■gn -P Æyk
Hálsbindi Barnaheilla
- fyrír affa strákana á fvefmfffnuf
Vönduð sUMbindl * Fjöldi t&gunda * Takmarkaö upplag
Litskrúðug og glæsileg • Gofið góða gjöf og styrMð gott málofnl
Bamaheillabindin fást hjá
Mariu Lovísu, Skólavörðustíg 10,
Borgarkringlunni, 2. hæð
og t Allra handa, Grófargili á Akureyri
Hálsbindin eru framleidd jyrir alpjóðlegu Save the Children samtökin ogseld víða um heim tilstyrktar barnastarfi.
f
Barnaheill
-bœttur haúur barna
Ný hönnun
Cross gœði á góðu verði
4 tegundir:
kúlupenni kr. 2.512
blýantur kr. 2.512
kúlutússpenni kr. 3.386
blekpenni kr. 3.999
4 litir
Cross lífstíðarábyrgð
Hallarmúla • Kringlunni • Austurstrœti