Morgunblaðið - 16.12.1995, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 53
SJÓIMMENIMTAVETTVANGUR
MÁLVERK eftir Þorvald Skúlason í Menntaskólanum á Akureyri.
vík fram um gott vatn og naut ég
þess að synda í þeim og hér hafði
sú síðasttalda vinninginn. Á báðum
stöðum voru gufuböðin góð, einkum
á Þelamörk enda úr viði, sem gerir
gufuna og jafnframt hitann mýkri.
Viðurinn andar, en það gerir plast-
ið ekki og kastar því frá sér hitan-
um, sem verður fyrir vikið óþægi-
lega stingandi er hann stigmagn-
ast. í skólanum er myndskreyting
eftir mig frá 1973, en hér tel ég
mig hafa gert afleit mistök er ég
lét telja mig á að setja liti í lágmynd-
ina, sem að sjálfsögðu á að vera í
einum hlýjum og möttum litatón
og helst gráum. Þá fyrst mun hún
birtast skoðandanum í sinni réttu
og heillegu mynd. Eins og hún er
í dag virkar hún á mig, og vafalítið
fleiri, eins og hún hafi verið klædd
í jólapappír og svona lítið rými þol-
ir ekki jafn efnismikla og sterka liti.
Gamli bærinn í Laufási var að
sjálfsögðu á óskalistanum og þar
var tilefni til að doka lengi og hugsa
til liðinnar tíðar. Menningin felst
ekki í yfirbyggingu né umbúðum
haldi það einhveijir og því síður
ögurstundinni, sem það tekur að fá
ruslfæði heim í stofu. Hér þarf að
búa enn betur að gamla tímanum
og gesturinn þarf að geta haft eitt-
hvað markvert milli handanna til
minningar um heimsókninna. Út-
lendum mun finnast staðurinn stór-
fróðlegur, en hið upprunalega er
öðru fremur inni í myndinni á tím-
um sýndarmennsku og yfirborðs.
Hér talar fortíðin til gestsins, lágum
en áhrifamiklum rómi.
Hrísey telst perla Eyjaljarðar og
fínnist einhveijum Akureyri fram-
andleg er heimsókn í eyjuna líkust
því að koma í aðra heimsálfu. Hið
litla samfélagi virkar afar lokað og
frumstætt, ásamt því sem kirkjan
á staðnum er eitt skýrasta og kostu-
legasta dæmi um einangrað mat á
skreytikenndri fegurð, sem ég
minnist að hafi orðið á vegi mínum.
Frá eyjunni blasir við tignarleg feg-
urð til allra átta, einkum frá odda
hennar þar sem vitinn er staðsett-
ur. Sér til Ufsastrandar og
Hvannadala á vinstri hönd en
Látrastrandar og Gjögurs til hægri.
Hríseyjarfeijan, lítil og skemmti-
leg, minnir á fyrri tíma og maður
skoðaði af áhuga ljósmyndirnar
neðan þilja, sem mættu vera fleiri,
þær segja nokkra sögu og eins og
jarðtengja mann aðstæðunum.
Ferðin sat djúpt í skrokknum, er
stefnan var óvænt tekin á Múlann
og göngin í gegnum hann. Þótti
mér, gömlum vegavinnumanninum,
sem man þá tíð er menn notuðu
hestvagna, haka og skóflur, þetta
hrikaleg framkvæmd og svimaði við
að hugsa til baka. Skyndilega birt-
ist svo Ólafsfjörður, reisulegt þorp
og ríkmannlegt með glæsilegum og
þriflegum sædrekum við hafnar-
bakkann. Eitthvað til að verða stolt-
ur af, en mikið var maður undrandi
af að líta byggðina sem er einna
þéttust þar sem hlíðarnar eru bratt-
astar, en stijálast svo innar þar sem
landrýmið er meira og slakkinn
meiri. Á bakaleiðinni var komið við
í Dalvík og þar er einnig búsældar-
legt og færir heim sannin um yfir-
burði hugvits og vakandi skilning-
arvita.
Með því síðasta sem við Helgi
Vilberg, skólastjóri myndlistarskól-
ans á Akureyri, tókum okkur fýrir
hendur var til margra ára fyrirhuguð
dagsferð að Ásbyrgi, með viðkomu
á öllum helstu stöðum á leiðinni, svo
sem Goðafossi, Mývatni, Náma-
skarði, Grímsstöðum, Dettifossi, og
svo Húsavík á bakaleiðinni. Og þó
ég hafí ekki gert neitt annað fyrir
norðan en að fara þessa einu ferð
var það eitthvað til að minnast ævina
á enda. Allt lagðist á eitt, veðrið,
skyggnið og stemmningin. Komust
við strax í gott skap, þegar við sáum
hvað gert hafði verið á bökkum
Goðafoss, en þar er komið skilti frá
Eimskip með upplýsingum og fróð-
leik um fossinn. Síðan rak hveija
náttúruperluna á fætur annarri með
frábæru útsýni suður til Vatnajökuls
og kennileitinu og toppinum- á
Ódáðahrauni, sjálfri tignarlegri
Herðubreið, sem fylgdi okkur eins
og lífvörður lengi vel. Undarlega
magnað flall.
Undrin við Námaskarð leiða
hugann að kraftinum úti í himin-
geiminum og hvernig hann kraum-
ar á öðrum himintunglum. Vita
menn að sólin, sem sinna verka
ekki sakna lætur, okkur þykir svo
fögur og er svo dijúgur gleðigjafi
Norðurálfubúum, er eitt kraum-
andi gígavíti, og gossúlurnar ná
hálfa miljón kílómetra frá henni
út í geiminn?
Það er mikil ástæða, að undrast
yfir þeim öflum, sem öllum þessum
krafti stýra og halda í skefjum á
hinn undursamlegasta hátt. Við
eigum fleiri dæmi um þau feikna-
öfl, sem ráða lífinu, en fátt ef nokk-
uð er þó jafn magnað og mis-
kunnarlaust og sjálfur Dettifoss,
„ægilegur og undrafríður“, og trú-
lega verður enginn samur sem
hann hefur litið og upplifað hin
feiknþrúngnu jötunöfl sem að verki
eru. „Þar sem aldrei á gijóti
gráu/gullin mót sólu hlæja blóm/
og ginnhvítar öldur gljúfrin háu/
grimmefldum nísta heljarklóm“
þetta eru með sönnustu og mögnuð-
ustu ljóðlínum, er Fjallaskáldið orti
til íslenzkrar náttúru, um leið og
þjóðin gleymir þeim og Dettifoss
hættir að vera til, verður saga
landsins öll, því hann er í bland við
landvættina, og að þeim skal með
varúð farið. Mikil viðbrigði voru svo
að kom til Ásbyrgis, mynnast við
kyrrðina, lygnuna, gróðurinn og
kristallstært bergvatnið.
Maður var í hálfgerðu roti eftir
alla þessa miklu sjónrænu viðburði
dagsins, er komið var að Breiðar-
víkuvita og rennt niður Tjörnes.
Lengst á Skjálfanda blasti Flatey
við, en eins og fjarst í eilífðar útsæ
sá í Grímsey.
Það bíður seinni tíma að segja
frá safninu í Húsavík, sem var að
loka er okkur bar að garði, og við
sáum rétt í sjónhendingu, en annað
sem helst vakti athygli ásamt blíð-
legri fegurð sveitanna var hve
skepnurnar á bithögunum voru ein-
staklega fallegar, hreinlegar og vSl
á sig komnar. Þá voru skólarnir svo
miklir um sig og vel úr garði gerð-
ir, að engu er saman að jafna...
Vitundarvígsla manns og sólar
Du-lfrseöi fyrir þá. sem leita.
Bókin fæst í Bókahúsinu, Skeifunni 8
Erlenciajr bækur um heimspeki og skylcl efni.
Námskeið og leshringar.
Á.h'u.gamenn nm þrónnarheimspehi
Ðox 4124. 124 Rvk., Fax 587 9777 Sími 557 9763
W&f'
Island í kortum, máli og myndum
Margmiðlunarútgáfa
á geisladiski, CD-ROM
Náma fróðleiks fyrir heimili og skóla, sniðin að tæknikröfum
upplýsingaþjóðfélagsins.
Á diskinum eru um 200 ferðakort, nær 1000 Ijósmyndir
og myndbandaglefsur frá völdum stöðum.
Einfalt leitarforrit gerir kleift að fletta upp á öllum
orðum textans.
Forritið keyrir í WINDOWS 3.1, 3.11 eða WINDOWS 95
eftir Höskuld Þráinsson
Tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna 1995
Sjálfsögð handbók á hverju heimili.
Ómetanlegt hjálpartæki fyrir skólafólk á öllum skólastigum
Nauðsynlegt stuöningsrit fyrir kennara.
Bókin hefur að geyma: ' /
Stuttar skilgreiningar á liðlega 420 hugtökum og heitum
í íslenskri málfræði.
Yfirlit yfir íslenska málfræði i víðasta skilningi þess orðs.
/ök NÁMSGAGNASTOFNUN -SKÓLAVÖRUBÚÐ
Laugavegi 166 • 105 Reykjavík • Sími 552 8088 • Pox 562 4137