Morgunblaðið - 16.12.1995, Side 62

Morgunblaðið - 16.12.1995, Side 62
62 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hrafnhildur Kristín Krist- jánsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 26. apríl 1955. Hún Iést á Borgarspíta- lanum 7. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Margrét Ól- afsdóttir, f. 14. ág- úst 1929, d. 5. júní 1995, og Kristján Siguijónsson, f. 3. ágúst 1931, d. 15. desember 1983. Hún var fjórða í röðinni af tiu börnum þeirra. Systkini hennar eru: Ólafur Örn, f. 1. apríl 1948, Siguijón Marvin, f. 6. júní 1952, Anna María, f. 10. desember 1953, Trausti, f. 20. september 1956, Fanney, f. 16. ágúst 1958, Krist- ján, f. 18. október 1959, Mar- grét Elsabet, f. 26. nóvember 1962, Bjarki, f. 18. febrúar 1964, Brynjar, f. 13. október 1968. Auk þeirra átti Hrafn- hildur hálfbróður, Magnús Þór, í DAG er til moldar borin elskuleg móðir okkar, Hrafnhildur Kristín Kristjánsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku mamma! Okkur systkinin langar að þakka þér fyrir þann yndislega, en allt of stutta, tíma sem við fengum með þér, en við vitum að þú verður alltaf með okk- ur, passar okkur og gefur okkur styrk er á þarf að halda. Elsku mamma mín, hér kemur nú Ijóðið sem ég ætlaði að skrifa og nú stend ég við það: Þegar ég legg höfuð mitt til hvílu / bið ég Drottin sálu mína að geyma / og ef ég dey áður en ég vakna / bið ég Drottin sálu mína að taka. (Rakel Dögg.) Ástar- og saknaðarkveðjur. Hrefna, Rakel og Kristján Þór. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. (V. Briem.) Elskuleg systir okkar, Hrafnhild- ur Kristjánsdóttir, er látin. Þessi orð eru sögð með trega og miklum sökn- uði. Ekki eru nema rúmir sex mán- uðir frá því að við misstúm hana mömmu okkar eftir stutt en erfið veikindi. Á sama tíma og mamma veikist fær hún systir okkar þær fréttir að hún sé með illvígan sjúk- dóm. Þessar fréttir komu eins og reiðarslag yfir okkur öll en hún syst- ir okkar tók þessum fréttum með mikilli ró og dugnaði. Alltaf vorum við systurnar svo bjartsýnar á að hún myndi vinna bug á þessum sjúk- dómi en því miður varð raunin önn- ur. Hún systir okkar háði hetjulega baráttu fram á síðasta dag og varð hennar sjúkrahúslega ekki nema tæpur sólarhringur. En núna, elsku Habbý okkar, þegar kveðjustundin rennur upp koma upp í hugann margar minningar. Við munum sérstaklega eftir því þegar við vorum litlar stelpur og þú bjóst til karamellu handa okkur. Þú varst sérstaklega lagin við ailt sem við kom 'matargerð og veislu- höldum. Alltaf varstu boðin og búin f. 15. janúar 1947. Hinn 22. febrúar 1975 giftist Hrafn- hildur Sigurði Daníelssyni frá Borgarnesi. Hrafn- hildur og Sigurður eignuðust tvær dætur, Hrefnu Sig- urlaugu, f. 9. jan- úar 1975, og Rakel Dögg, f. 17. maí 1979. Hrafnhildur og Sigurður slitu samvistum. Hrafn- hildur eignaðist soninn Kristján Þór þann 11. janúar 1988 með Ein- ari Páli Einarssyni. Hrafnhild- ur vann í Vinnslustöð Vest- mannaeyja sem unglingur en síðan við verslunarstörf í Vest- mannaeyjum og í Borgarnesi. Síðustu árin starfaði hún sem aðstoðarmaður tannlæknis hjá Sigursteini Gunnarssyni. Útför Hrafnhildar fer fram frá Landakirkju I dag og hefst klukkan 14. að hjálpa ef eitthvað stóð til. Fann- ey systir hringdi í þig í september síðastliðnum svo stolt yfir því að hafa undirbúið afmæli dóttur sinnar upp á eigin spýtur í fyrsta sinn án þinnar hjálpar og þú sagðir við hana: Auðvitað getur þú þetta alvcg eins og ég. Þetta litla minningarbrot lýs- ir svo vel hvaða hug þú barst til okkar. Við systumar vorum alltaf svo stoltar af þér, alla tíð. Mikil gleði varð hjá ykkur, litlu fjölskyldunni, þegar þið fluttuð í Árnarsmárann í desember í fyrra. Þér leið svo vel og varst svo stolt af heimilinu ykkar og það máttir þú svo sannarlega vera. Ekki voru efnin mikil en hvað þú gast gert heimilið fallegt og hlýlegt. Þú hafð- ir einstakt lag á að gera allt svo fallegt í kringum þig og varst mikil smekkmanneskja. Elsku Habbý okkar, við systurnar vitum að þín dýrmætasta eign í líf- inu voru bömin þín þijú, Hrefna, Rakel og Kristján Þór, og við heitum þér því að gæta þeirra fyrir þig, því máttu treysta, því þeirra er sorgin og söknuðurinn mestur. Nú vitum við að þú ert komin til mömmu og pabba og það sefar sárustu sorgina, en auðvitað syrgjum við þig sárt því við elskuðum þig mikið og emm þakklátar að hafa getað verið hjá þér þínar síðustu vikur í lífinu. Elsku Habbý okkar, hvíl í friði. Ástarkveðjur frá, Maríu, Fanneyju og Margréti Elsabetu. Öll vissum við að Hrafnhildur væri alvarlega veik en að hún færi svona fljótt hvarflaði aldrei að okk- ur. Jólin höfðum við skipulagt í Arnarsmáranum en þeirra verðum við að njóta á æðra sviði með henni. Habbý var mér, sem svo mörgum öðmm, kær og okkur Kidda fannst við ávallt vera komin heim þegar við komum til hennar. Við vorum aldrei gestir heldur hluti af fjöl- skyidunni, lögðumst upp f sófa, fengum besta kaffi í heimi ótal sinn- um og töluðum um allt milli himins og jarðar. Aldrei hef ég komið inn á þrifalegra og snyrtilegra heimili. Eg á margar góðar minningar um Habbý sem ég mun alltaf geyma. Síðast í fertugsafmæli henn- ar í vor glöddumst við áhyggjulaus saman þó að gleðin hafi ekki verið fullkomin þar sem móðir hennar hafði nýlega veikst. Þrátt fyrir það áttum við yndislega stund. Við nut- um veitinga sem voru listi- og lysti- legar eins og henni .einni var lagið að útbúa og áttum ógleymanlega stund þar sem Habbý var hrókur alls fagnaðar. Engan grunaði annað en framtíðin væri björt og allir erfið- leikar að baki. Mér fannst nóg á Habbý lagt þegar ég sagði henni frá láti móður hennar í júní síðastliðnum. Einmitt þann dag fékk hún hinar skelfilegu fréttir um sjúkdóminn. Hún og við öll stóðum í þeirri trú að allt myndi lagast og hinn ótrú- legi kraftur og viljastyrkur hennar myndi koma henni í gegnum allar þrautir. Sú stund er þó runnin upp að við sjáum að ekki varð við ráðið. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá Habbý og krabbameinið var ekki það fýrsta sem hún barðist við. Hún fór þó alltaf sínar eigin leiðir og ég hef áður sagt að það var aldr- ei nein lognmolla í kringum hana. Samt fannst okkur fyrir tæpu ári síðan, í desember ’94, að Habbý hefði höndlað hamingjuna. Hún flutti með börnin sín þijú í Amar- smárann og var loksins komin með sitt eigið heimili þar sem gott rými var fyrir þau öll fjögur. Með sinni einstöku smekkvísi og nákvæmni prýddi hún heimilið á þann hátt að öllum fannst að hún, Rakel, Hrefna og Kristján Þór væru komin í ör- uggt skjól. Habbý var miklu meira en mág- kona mín, hún var vinkona mín og af stómm systkinahópi stóð hún okkur Kidda næst því við og hún vomm þau einu sem bjuggum á Reykjavíkursvæðinu nú síðustu ár. Þess nutum við svo sannarlega og í ágúst á síðasta ári vann hún eins og berserkur þegar hún hjálpaði okkur að mála, þrifa og flytja á Bergstaðastrætið. Allir sem þar vora höfðu orð á því hve kraftmikil hún væri, vandvirk og, ekki síst, engar spurningar, hún vissi ná- kvæmlega hvernig vinna átti verkin. Hún var líka sú fyrsta sem skoðaði íbúðina með okkur og fullvissaði okkur um að þetta væri rétt framtíð- arheimili fyrir okkur. Elsku Hrefna, Rakel og Kristján Þór, þið genguð í gegnum gleði og erfiðleika með mömmu ykkar og hún var ykkur góð móðir, öft ströng og hörð en iíka ljúf og blíð, og við minnumst allra hennar hliða. Hún kenndi ykkur hvemig kljást á við lífið og þá varð hún að vera sterk og ákveðin en við sjáum líka að ákvarðanimar voru um margt réttar þó ykkur hafi fundist blása á móti. Við munum líka öll að hún átti ráð undir rifi hveiju í hinum ólíkustu málum. Ég samhryggist ykkur innilega, Rakel, Hrefna og Kristján Þór, og það sem við eigum eftir af henni lifir í ykkur. Ég segi eins og hún sjálf sagði fyrir örfáum dögum, þó í öðm samhengi væri: Guð geymi ykkur öll. Kolbrún Kolbeinsdóttir. Hvert mannslíf er dýrmætt, gefið af guði til að göfga og fegra sinn stað, því er hver dagur sem við fáum að lifa svo dýrmætur. Öll setjum við svip á umhverfi okkar með ein- hveiju móti og skiljum eftir minn- ingar. Skólasystir okkar er dáin. Stað- urinn sem hún prýddi er svo tómur, því lífíð er ekki lengur þar. En minn- ingin lifír í huga okkar og hjarta, við viljum heiðra minningu Hrafn- hildar með því að gleyma henni ekki. Habbý, eins og við kölluðum hana, var fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum og var Birtingarholt við Vestmannabraut hennar æsku- heimili. Hún var fjórða í röð tíu systkina, kunni því að taka tillit til annarra og deila með öðrum, en líka beijast fyrir sínu. Viljinn var hennar sterka vopn, „ég skal“ var oft viðkvæðið hjá henni þegar takmarkinu skyldi náð og gengu hlutimir ekki upp horfði hún sposk á mann og sagði „maður fær nú ekki allt“. Jafnaldramir í hverfínu lærðu það fljótlega að Habbý væri leiðtoginn, atkvæðagreiðsla hefði engu breytt þar um vegna fjöldans í Birtingar- holti. En þessi alvörugefna, þrosk- aða stúlka hafði mun betri skilning á leikreglum lífsins en við hin, þetta skildum við, þess vegna treystum við henni. Undir hennar forystu enduðu allir leikir vel. í skólanum var Habbý traustur félagi og virkur þátttakandi í leik og starfi, hún var ekki áberandi, samt ómissandi. Skarð hennar fyllti enginn. Því vitum við að hennar er sárt saknað. Við sendum börnum hennar, systkinum og öðmm ástvinum sam- úðarkveðjur. Árgangur 1995 í Vestmannaeyj- um kveður Hrafnhildi hinstu kveðju með þakklæti og virðingu. Skólasystkin. Mig langar að kveðja Hrafnhildi mína í örfáum orðum. Fyrir nokkr- um mánuðum greindist hún með alvarlegan sjúkdóm. En þvílíkur baráttuvilji og hugrekki sem hún sýndi myndi hafa verið mörgum lærdómsríkt. Alltaf var hún tilbúin að hjálpa öðmm, leiðbeina og sýna að maður gefst ekki upp þó að á móti blási. Elsku Hrafnhildur, þú munt ætíð lifa í minningu minni og ég þakka þér allt og kveð þig með þessum orðum: Að liðnum öllum þessum þrautum þessum þrotlausu erfiðleikum þessum endurteknu vonbrigðum þessum hverfulu gleðistundum spyijum við þrátt fyrir allt þegar því er skyndilega lokið: Hvers vegna ekki einn dag enn aðeins einn dag? (Halldór B. Bjömsson.) Elsku Hrefna, Rakel og Kristján, ég votta ykkur rnína dýpstu samúð og öðrum aðstandendum. Jóna Bryndís. Okkur íbúa að Arnarsmára 12 langar að minnast kærrar vinkonu sem flutti með okkur í þetta nýja hús fyrir tæpu ári. Fljótlega eftir að við fluttum inn myndaðist sam- gangur á milli íbúða og fundum við margt sem tengdi okkur saman. Habbý greindist með krabbamein síðastliðið vor og tók hún því af miklu æðmleysi og hugrekki og gíf- urlegum baráttuvilja. Henni var mikið í mun að halda húsi okkar hreinu og fallegu og lét ekki veikindi sín aftra sér frá því og munum við halda því á loft í minningu hennar. Síðastliðið sumar héldum við grillveislu við þetta hús og ekki lét hún sig vanta heldur mætti galvösk á staðinn og skemmti sjálfum sér og öðmm. í dag munum við eiga þessar minningar því hún mætti með myndavél og tók mynd- ir, rammaði þær inn og hanga þær nú í stigahúsi okkar. Elsku Habbý, þú átt mikinn þátt í því einstaka litla samfélagi sem við búum við í dag og vonandi búum við áfram þó söknuður okkar sé mikill. Elsku Habbý, við kveðjum þig með þessum orðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við vottum börnum Hrafnhildar, Hrefnu, Rakel og Kristjáni, og nán- ustu ættingjum okkar dýpstu sam- úð. íbúar Arnarsmára 12, Kópavogi. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til vinkonu minnar Habbýjar sem lést fyrir aldur fram úr illvígum sjúkdómi. Hún var hress í anda fram á síðasta dag, eins og hún var alla tíð hress og kát, létt í skapi og yndisleg. Við kynntumst í Eyjum er ég flutti þangað 9 ára, þá tók hún mig undir sinn verndar- væng. Á uppvaxtarámm okkar var oft skemmtilegt hjá okkur við leik og störf og mun ég geyma þær minningar í hjarta mínu. Á fullorð- insámm dró í sundur á tímabili, því HRAFNHILDUR KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR við bjuggum á sitt hvom landshorn- inu en við endumýjuðum vinskapinn 1992 og hittumst oft og þá var nú kátt á hjalla. Elsku Habbý, nú ertu komin til Guðs en þér var ætlað þar annað hlutverk. Guð blessi þig, mín kæra vinkona. Bömum hennar, Hrefnu, Rakel og Kristjáni, systkinum og öðram ástvinum votta ég mina inni- legustu samúð. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Sigríður R. Guðmundsdóttir. Nú andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himin daprar stjörnur loga. Og þar, seni forðum vor í sefi söng, nú svífur vetramóttin dimm og löng. Svo undarlega allir hlutir breytast. Hve árin skipta svip og hjörtun þreytast. Hve snemma daprast vorsins vígða bál. Hve vínið dofnar ört á tímans skál. Svo skamma stundu æskan okkur treindist. Svo illa vomm draumum lífið reyndist. Senn göngum við sem gestir um þá slóð, sem geymir bemsku vorrar draumaljóð. Og þannig skal um eilífð áfram haldið, unz einhverntíma fellur hinzta tjaldið. Tómas Guðmundsson. Já, einhverntíma fellur hinsta tjaldið. Hjá Hrafnhildi K. Kristjáns- dóttur féll það tjald of snemma. Aðeins fertug kona, móðir þriggja barna, átti margt ógert í þessum heimi. Margt hafði áunnist á umliðn- um áram þrátt fyrir erfiðar þrautir og mörg þung skref. Við kynntumst Hrafnhildi er hún réðst til starfa á Tannlæknastofu okkar í miðborg Reykjavíkur í byij- un árs 1990. Skömmu síðar gerðist hún einnig húshjálpin okkar, svo kynnin urðu bæðin náin og persónu- leg. Hrafnhildur var okkar jafn- aldri. Við urðum þess fljótlega áskynja að árin geta virst mismörg þótt jafnmörg séu. Þannig hafði líf Hrafnhildar oft og tíðum verið þyrn- um stráð einkum þó hin síðari ár. í henni tókust á harka og um- hyggja, barátta og alúð. Stundum fannst okkur að Hrafnhildur hefði reynt meira á sínum 40 ámm en margur gerir á heilli ævi. Svo vanda- söm vom verkefni hennar og við- fangsefni í daglegu lífí. En Hrafn- hildur var harðdugleg, viljasterk, ákveðin og stolt lífsbaráttukona. Hún átti sér ákveðnar lífsreglur, lífssýn og mikið af heilbrigðri skyn- semi. Þrátt fyrir erfíðleika bjó hún yfir miklum krafti og áhuga á líf- inu. Hún átti í hjarta sínu þann æðsta draum og eina markmið að geta eignast og haldið heimili fyrir sig og börnin sín þijú Hrefnu, Rak- el og Kristján Þór. Fyrir einstæða móður er það þrautin þyngri. Fyrir um það bil ári var því takmarki náð að Hrafnhildur fékk íbúð í Kópavogi þar sem hún bjó sína síðustu mán- uði með börnin sín. Þar bjó hún þeim ákaflega fallegt og smekklegt heimili er bar þess vitni að hún hafði næmt auga fyrir stíl og sam- ræmi. Á sl. vori greindist erfíður sjúk- dómur hjá Hrafnhildi. Hún barðist * af hörku, ákveðin í að bera sigur úr býtum í þeim rammaslag sem baráttan við þennan sjúkdóm er. Oft sagði hún við okkur „ég ætla ekki að deyja, ég má ekki deyja, hver á þá að sjá um bömin mín?“ Hvílík ögran er þetta líf og er nokk- ur furða að fátt verði um svör. Hrafnhildur var félagslynd og átti mjög auðvelt með að stofna til kynna. Mannleg samskipti vom hennar sterka hlið, vinnusemi, elja, snyrtimennska og útsjónarsemi hennar aðalsmerki. Þessir eiginleik- ar hennar komu að sérlega góðum notum í starfí hennar sem aðstoðar- kona tannlæknis. Hún var sérstak- lega glögg á tölur, fólk og innbyrð- is tengsl. Heimili okkar sinnti hún af einstakri prýði, alúð og um-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.