Morgunblaðið - 16.12.1995, Side 72
12 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ný sending af ódýrum
ítölskum leðurtöskum
fflóLífözðíatLj7. tO!TLbyljcuÁ, LLtmi55/-5814
Abendingar á mjólkurumbúðum, nr. 51 af 60.
Hvaða
haukur?
Hvað merkir orðatiltækið að eiga sér hauk í homi?
C3
;
C3
XO
XO
3'?
*o
B "
jg '« iS 5
3 H i3 2
5 o o
I MH >■ C
ca
s
<u
C/3
Íh
<U
bo
bo
C
§
O
a) að eiga fugl í búri
b) að eiga dyggan stuðningsmann
c) að eiga varaforða af einhverju
MJÓLKURSAMSALAN
íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar,
íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs.
I DAG
SKÁK
llmsjún Margeir
Pétursson
Svartur leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp í
fyrstu umferð á Guð-
mundar Arasonar mót-
inu í Hafnarfirði. James
Burden (2.185) hafði
hvítt, en Arnar E. Gunn-
arsson, 17 ára, var með
svart og átti leikinn: 16.
- b5! 17. Bxbð - Dg5!
(Nú tapar hvítur manni
vegna tvöföldu hótunar-
innar 18. - Dxb5 og 18.
- Rf4+ og hvíta drottn-
ingin fellur.) 18. f4 -
Dxb5 19. f5 - Ba6!
20. b3 - Re5 21.
Rxe5 - Bxe5 22.
c4 - De8 og með
heilum manni meira
vann svartur ör-
ugglega. Banda-
ríkjamaðurinn
gafst upp eftir átta
leiki til viðbótar.
Þetta var fyrsta
vinningsskákin á
mótinu og gaf til-
efni til bjartsýni
fyrir árangur ís-
lendinganna gegn erlend-
um andstæðingum. Svo
fór þó að þetta varð eini
sigur okkar pilta í ellefu
skákum.
Þriðja umferðin á Guð-
mundar Arasonar mótinu
fer fram í dag kl. 17 í
Iþróttahúsinu við Strand-
götu í Hafnarfirði.
Pennavinir
SAUTJÁN ára japönsk
stúlka með áhuga á tónlist,
bókmenntum, teiknimynda-
sögum og kvikmyndum:
Kazumi Hotta,
516-K5
4-26 Shirane Asahi,
Yokohama-City,
Kanagawa,
241 Japan.
ÞRETTÁN ára þýsk stúlka
með áhuga á hestum, skíð-
um og siglingum:
Johanna de Reese,
Starzenbachstr. 14,
D-85304 Ilmmiinster,
Germany.
SEXTÁN ára Ghanastúlka
með áhuga á blaki og bókn-
ámi:
Rukaya Adamu,
c/o Abubakari Adamu,
Akwatia Tech.Inst.,
P.O. Box 45,
Akwatia,
Ghana.
TÓLF ára sænsk stúlka vill
skrifast á við 12-14 ára pilta
eða stúlkur. Hefur áhuga á
kanínum, tónlist, bréfa-
skriftum o.fl.:
Therese Johnsson,
Vretgatan 1,
253 73 Helsingborg,
Sweden.
FJÓRTÁN ára norsk stúlka
með áhuga á tónlist, bréfa-
skrifum, kanínum o.fl.:
Heidi Bráthen,
Nystredet 16,
1772 Halden,
Norway.
SEXTÁN ára Ghanapiltur
með áhuga á bréfaskriftum
og safnar hvers kyns veif-
um:
Michael Adu Kwatemg,
The Salvation Army
Secondary School,
P.O. Box 5,
Wenchi via Oda E/R,
Ghana.
TVÍTUG japönsk stúlka
með áhuga á tónlist (Blur,
Greenday, Sheryl Crow og
Björk), kvikmyndum og
bréfaskriftum:
Motoko Shimomura,
844-15 Kamobe,
Kochi-shi,
Kochi,
780 Japan.
FERTUGUR sænskur karl-
maður með áhuga á útivist,
klassískri tónlist, blústónlist
og Ijósmyndun:
Tommy Asp,
FrövSgen 18,
S-352 41 VSxjö,
Sverige.
SAUTJAN ára Ghanastúlka
með áhuga á íþróttum og
bréfaskriftum:
Cicilia Osei Acheap-
onmah,
The Salvation Army
Secondary School,
P.O. Box 5,
Wenchi Via Oda E/R,
Ghana.
TUTTUGU og níu ára Tékki
með mikinn íslandsáhuga.
Safnar póstkortum og lang-
ar að eignast slík héðan:
Michal Svenka,
Kubelikova 52,
130 00 Praha 3,
Czech Republic.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Heyrnarskertir
greiða hálft
gjald
í BRÉFI Jónu Bjargar
Pálsdóttur, sem birtist
hjá Velvakanda í Morg-
unblaðinu 13. desember
sl., er fullyrt að heyrnar-
skertir greiði fullt af-
notagjald til Ríkisút-
varpsins. Þetta er ekki
rétt. Heymarskertir
greiða hálft afnotagjald
og skal vottorð frá lækni
eða Félagi heymarlausra
fylgja umsóknum lækk-
un afnotagjaldsins.
Virðingarfyllst,
Theodór S. Georgsson,
innheimtustjóri.
Varasamir
stólar á
Fjörukránni
VIÐ FÓRUM sex saman
á hlaðborð í Fjörukrána
í Hafnarfirði sl. laugar-
dag. Allur viðurgerning-
ur var mjög góður en það
skyggði á annars gott
kvöld við vorum beðin að
færa okkur á annað borð.
Það var í sjálfu sér ekk-
ert stórmál en þar voru
trébekkir og við allar
konumar rifum sokka-
buxumar okkar. Ekki
voru okkur boðnar bætur
þótt við minntumst á
þetta. En maturinn var
mjög góður og öll önnur
þjónusta.
Sigríður
Guðmundsdóttir
Hvað felst í
útreikningum
kjararannsókn-
arnefndar?
VEGNA yfirlýsingar
kjararannsóknarnefndar
í Morgunblaðinu föstu-
daginn 8. desember sl.
er ég forvitin að vita á
hvaða forsendum þessi
útreikningur var gerður.
Það er talið að verkakon-
ur séu með 92 þúsund
krónur í mánaðarlaun og
landverkafólk innan ASI
með 119.600 krónur.
Hvað er verkakona og við
hvað starfar landverka-
fólk? Hæst borguð sér-
hæfð starfskona við að-
hlynningu á spítölum og
stofnunum, sem er innan
ASÍ, er með 73.755 krón-
ur á mánuði en lægsti
taxti er 50.200 krónur.
Er þrælayfirvinna með í
þessum útreikningi og
álagi á helgar-, kvöld og
hátíðisvaktir. Ef þetta er
ekki með þá er ég forvit-
in að vita á hvaða for-
sendum þessir útreikn-
ingar voru gerðir.
Louisa Anna Schilt
HOGNIHREKKVISI
i.Afram.. Nú er to.mih cúþbrcu} nd boLtanunt!''
Víkverji skrifar...
VÍKVERJA finnst það ágæt
hugmynd að nefna blettinn
milli Hæstaréttarhússins og Lands-
bókasafnshússins Maurerstorg eftir
þýzka fræðimanninum Konrad
Maurer. Víkveiji er ekki sízt fylgj-
andi hugmyndinni vegna þess að
þar væri komin ný nafngift á torg
í borginni, sem vísaði í söguna, en
slíkar nafngiftir eru nú að leggjast
af. í gamla bænum heita götur og
torg nöfnum, sem vísa til staðsetn-
ingar, tilurðar eða sögu: Austurvöll-
ur, Lækjargata, Spítalastígur,
Laugavegur, Barónsstígur, Óðins-
gata, Snorrabraut.
XXX
NÖFN nýrri gatna í borginni
verða hins vegar æ furðu-
legri, eins og Fjörgyn, Garðhús,
Völundarhús og hinn margumtalaði
Mururimi (sem hljómar eins og jap-
anskur fiskréttur) bera vott um.
Radíusbræður hittu í mark, þegar
þeir gerðu grín að öllu saman í sjón-
varpsþætti sínum og sögðu frá því
að í næsta hverfi nýbygginga
myndu götunöfnin enda á -svörður.
XXX
AÐEINS örfá dæmi eru til frá
síðustu árum um götuheiti,
sem vísa í sögu lands eða borgar;
til dæmis Ingólfstorg, Guðbrands-
gata og Brynjólfsgata. í erlendum
borgum eru nafngiftir af þéssu tagi
algengar; götur og torg eru kölluð
eftir nafntoguðum persónum, sögu-
legum atburðum, stöðum, borgum
eða löndum. íslendingar gleðjast
vanalega yfir því þegar gata eða
torg er nefnt eftir íslandi eða ís-
lendingi í útlöndum. Dæmi um þetta
eru íslandsgatan í Vilnius, íslands-
torgið í Barcelona og Torg Jóns
Leifs í Berlín. Hvað er langt síðan
torg eða gata í Reykjavík var nefnt
eftir einhveijum erlendum velgjörð-
armanni íslands? Hvernig væri að
halda minningu t.d. Josephs Bank,
Rasmus Kristians Rask og Konrads
Maurer á lofti með þeim hætti? Og
hvernig stendur á því að Jóns Sig-
urðssonar, Jónasar Hallgrímssonar,
Magnúsar Stephensen eða ein-
hverra annarra merkra íslendinga,
sem hafa verið uppi síðar en á sautj-
ándu öldinni, er ekki minnzt með
því að nefna eftir þeim götu?
xxx
AÐ er í rauninni furðulegt,
jafnuppteknir og íslendingar
þykjast vera af sögunni, að þessi
siður skuli nánast hafa lagzt af á
síðustu áratugum og einhver furðu-
ieg holta- og mýrarómantík í nafn-
giftum gatna og torga komið í stað-
inn. Hvernig væri til dæmis að
nefna götur í einu hverfi eftir tón-
skáldum, í öðru eftir rithöfundum
og í því þriðja eftir ljóðskáldum?
Svo mætti jafnvel kalla götur eða
torg eftir vinaríkjum íslands sem
virðingar- og vináttuvott, og þannig
mætti áfram telja. Af nógu er að
taka og þessi háttur yrði sennilega
til þess að vekja áhuga fólks á sög-
unni, en mörgum þykir sem hann
fari dvínandi.