Morgunblaðið - 16.12.1995, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 16.12.1995, Qupperneq 72
12 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ný sending af ódýrum ítölskum leðurtöskum fflóLífözðíatLj7. tO!TLbyljcuÁ, LLtmi55/-5814 Abendingar á mjólkurumbúðum, nr. 51 af 60. Hvaða haukur? Hvað merkir orðatiltækið að eiga sér hauk í homi? C3 ; C3 XO XO 3'? *o B " jg '« iS 5 3 H i3 2 5 o o I MH >■ C ca s <u C/3 Íh <U bo bo C § O a) að eiga fugl í búri b) að eiga dyggan stuðningsmann c) að eiga varaforða af einhverju MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. I DAG SKÁK llmsjún Margeir Pétursson Svartur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í fyrstu umferð á Guð- mundar Arasonar mót- inu í Hafnarfirði. James Burden (2.185) hafði hvítt, en Arnar E. Gunn- arsson, 17 ára, var með svart og átti leikinn: 16. - b5! 17. Bxbð - Dg5! (Nú tapar hvítur manni vegna tvöföldu hótunar- innar 18. - Dxb5 og 18. - Rf4+ og hvíta drottn- ingin fellur.) 18. f4 - Dxb5 19. f5 - Ba6! 20. b3 - Re5 21. Rxe5 - Bxe5 22. c4 - De8 og með heilum manni meira vann svartur ör- ugglega. Banda- ríkjamaðurinn gafst upp eftir átta leiki til viðbótar. Þetta var fyrsta vinningsskákin á mótinu og gaf til- efni til bjartsýni fyrir árangur ís- lendinganna gegn erlend- um andstæðingum. Svo fór þó að þetta varð eini sigur okkar pilta í ellefu skákum. Þriðja umferðin á Guð- mundar Arasonar mótinu fer fram í dag kl. 17 í Iþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Pennavinir SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, bókmenntum, teiknimynda- sögum og kvikmyndum: Kazumi Hotta, 516-K5 4-26 Shirane Asahi, Yokohama-City, Kanagawa, 241 Japan. ÞRETTÁN ára þýsk stúlka með áhuga á hestum, skíð- um og siglingum: Johanna de Reese, Starzenbachstr. 14, D-85304 Ilmmiinster, Germany. SEXTÁN ára Ghanastúlka með áhuga á blaki og bókn- ámi: Rukaya Adamu, c/o Abubakari Adamu, Akwatia Tech.Inst., P.O. Box 45, Akwatia, Ghana. TÓLF ára sænsk stúlka vill skrifast á við 12-14 ára pilta eða stúlkur. Hefur áhuga á kanínum, tónlist, bréfa- skriftum o.fl.: Therese Johnsson, Vretgatan 1, 253 73 Helsingborg, Sweden. FJÓRTÁN ára norsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfa- skrifum, kanínum o.fl.: Heidi Bráthen, Nystredet 16, 1772 Halden, Norway. SEXTÁN ára Ghanapiltur með áhuga á bréfaskriftum og safnar hvers kyns veif- um: Michael Adu Kwatemg, The Salvation Army Secondary School, P.O. Box 5, Wenchi via Oda E/R, Ghana. TVÍTUG japönsk stúlka með áhuga á tónlist (Blur, Greenday, Sheryl Crow og Björk), kvikmyndum og bréfaskriftum: Motoko Shimomura, 844-15 Kamobe, Kochi-shi, Kochi, 780 Japan. FERTUGUR sænskur karl- maður með áhuga á útivist, klassískri tónlist, blústónlist og Ijósmyndun: Tommy Asp, FrövSgen 18, S-352 41 VSxjö, Sverige. SAUTJAN ára Ghanastúlka með áhuga á íþróttum og bréfaskriftum: Cicilia Osei Acheap- onmah, The Salvation Army Secondary School, P.O. Box 5, Wenchi Via Oda E/R, Ghana. TUTTUGU og níu ára Tékki með mikinn íslandsáhuga. Safnar póstkortum og lang- ar að eignast slík héðan: Michal Svenka, Kubelikova 52, 130 00 Praha 3, Czech Republic. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Heyrnarskertir greiða hálft gjald í BRÉFI Jónu Bjargar Pálsdóttur, sem birtist hjá Velvakanda í Morg- unblaðinu 13. desember sl., er fullyrt að heyrnar- skertir greiði fullt af- notagjald til Ríkisút- varpsins. Þetta er ekki rétt. Heymarskertir greiða hálft afnotagjald og skal vottorð frá lækni eða Félagi heymarlausra fylgja umsóknum lækk- un afnotagjaldsins. Virðingarfyllst, Theodór S. Georgsson, innheimtustjóri. Varasamir stólar á Fjörukránni VIÐ FÓRUM sex saman á hlaðborð í Fjörukrána í Hafnarfirði sl. laugar- dag. Allur viðurgerning- ur var mjög góður en það skyggði á annars gott kvöld við vorum beðin að færa okkur á annað borð. Það var í sjálfu sér ekk- ert stórmál en þar voru trébekkir og við allar konumar rifum sokka- buxumar okkar. Ekki voru okkur boðnar bætur þótt við minntumst á þetta. En maturinn var mjög góður og öll önnur þjónusta. Sigríður Guðmundsdóttir Hvað felst í útreikningum kjararannsókn- arnefndar? VEGNA yfirlýsingar kjararannsóknarnefndar í Morgunblaðinu föstu- daginn 8. desember sl. er ég forvitin að vita á hvaða forsendum þessi útreikningur var gerður. Það er talið að verkakon- ur séu með 92 þúsund krónur í mánaðarlaun og landverkafólk innan ASI með 119.600 krónur. Hvað er verkakona og við hvað starfar landverka- fólk? Hæst borguð sér- hæfð starfskona við að- hlynningu á spítölum og stofnunum, sem er innan ASÍ, er með 73.755 krón- ur á mánuði en lægsti taxti er 50.200 krónur. Er þrælayfirvinna með í þessum útreikningi og álagi á helgar-, kvöld og hátíðisvaktir. Ef þetta er ekki með þá er ég forvit- in að vita á hvaða for- sendum þessir útreikn- ingar voru gerðir. Louisa Anna Schilt HOGNIHREKKVISI i.Afram.. Nú er to.mih cúþbrcu} nd boLtanunt!'' Víkverji skrifar... VÍKVERJA finnst það ágæt hugmynd að nefna blettinn milli Hæstaréttarhússins og Lands- bókasafnshússins Maurerstorg eftir þýzka fræðimanninum Konrad Maurer. Víkveiji er ekki sízt fylgj- andi hugmyndinni vegna þess að þar væri komin ný nafngift á torg í borginni, sem vísaði í söguna, en slíkar nafngiftir eru nú að leggjast af. í gamla bænum heita götur og torg nöfnum, sem vísa til staðsetn- ingar, tilurðar eða sögu: Austurvöll- ur, Lækjargata, Spítalastígur, Laugavegur, Barónsstígur, Óðins- gata, Snorrabraut. XXX NÖFN nýrri gatna í borginni verða hins vegar æ furðu- legri, eins og Fjörgyn, Garðhús, Völundarhús og hinn margumtalaði Mururimi (sem hljómar eins og jap- anskur fiskréttur) bera vott um. Radíusbræður hittu í mark, þegar þeir gerðu grín að öllu saman í sjón- varpsþætti sínum og sögðu frá því að í næsta hverfi nýbygginga myndu götunöfnin enda á -svörður. XXX AÐEINS örfá dæmi eru til frá síðustu árum um götuheiti, sem vísa í sögu lands eða borgar; til dæmis Ingólfstorg, Guðbrands- gata og Brynjólfsgata. í erlendum borgum eru nafngiftir af þéssu tagi algengar; götur og torg eru kölluð eftir nafntoguðum persónum, sögu- legum atburðum, stöðum, borgum eða löndum. íslendingar gleðjast vanalega yfir því þegar gata eða torg er nefnt eftir íslandi eða ís- lendingi í útlöndum. Dæmi um þetta eru íslandsgatan í Vilnius, íslands- torgið í Barcelona og Torg Jóns Leifs í Berlín. Hvað er langt síðan torg eða gata í Reykjavík var nefnt eftir einhveijum erlendum velgjörð- armanni íslands? Hvernig væri að halda minningu t.d. Josephs Bank, Rasmus Kristians Rask og Konrads Maurer á lofti með þeim hætti? Og hvernig stendur á því að Jóns Sig- urðssonar, Jónasar Hallgrímssonar, Magnúsar Stephensen eða ein- hverra annarra merkra íslendinga, sem hafa verið uppi síðar en á sautj- ándu öldinni, er ekki minnzt með því að nefna eftir þeim götu? xxx AÐ er í rauninni furðulegt, jafnuppteknir og íslendingar þykjast vera af sögunni, að þessi siður skuli nánast hafa lagzt af á síðustu áratugum og einhver furðu- ieg holta- og mýrarómantík í nafn- giftum gatna og torga komið í stað- inn. Hvernig væri til dæmis að nefna götur í einu hverfi eftir tón- skáldum, í öðru eftir rithöfundum og í því þriðja eftir ljóðskáldum? Svo mætti jafnvel kalla götur eða torg eftir vinaríkjum íslands sem virðingar- og vináttuvott, og þannig mætti áfram telja. Af nógu er að taka og þessi háttur yrði sennilega til þess að vekja áhuga fólks á sög- unni, en mörgum þykir sem hann fari dvínandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.