Morgunblaðið - 30.12.1995, Síða 12

Morgunblaðið - 30.12.1995, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Skipveijar á frystitogurum sem dvelja heima yfir hátíðirnar teknir tali í HUGA flestra tákna jól og ára- mót kærkomna hvíld frá hinu dag- lega brauðstriti. Líklega skipa þess- ir hátíðardagar þó hærri sess í huga sjómanna en annarra starfsstétta vegna þess að ásamt sjómannadeg- inum er það eini lögbundni frítími þeirra á árinu. Alla aðra daga geta þeir búist við að vera á sjónum langt íjarri fjölskyldu og vinum svo vikum skiptir. Það er tilkomumikil sjón að sjá marga af stærstu og afkastamestu togurum þjóðarinnar liggja mak- indalega við bryggjur víða um land yfir hátíðirnar. Alls sigla 39 frysti- togarar undir íslenskum fánum og heildaraflaverðmæti flotans fyrstu átta mánuði ársins var 8,9 milljarð- ar, sem er 7% aukning frá því á sama tíma í fyrra. Meginþorri áhafna á þeim frysti- togurum sem liggja við Reykjavík- urhöfn er hvergi nálægur þegar blaðamann ber að garði þriðja í jólum. Þeir hafa einfaldlega öðrum hnöppum að hneppa þessa fáu frí- daga yfir hátíðirnar. Engu að síður er nóg um að vera á hafnarsvæð- inu. Þar eru menn önnum kafnir við að afferma, birgja togarana upp af vistum, laga það sem laga þarf, fylla olíutanka og fleira og fleira. Bjarni Sveinsson á Pétri Jónssyni RE Dapurt að vera á sjó á jólum Sá sem verður fyrst á vegi blaða- manns er Bjarni Sveinsson, skip- stjóri á Pétri Jónssyni, og það vek- ur forvitni mína hvað hann er að gera um borð í nafna mínum í stað þess að eyða sínum dýrmætum frí- tíma með fjölskyldu sinni. „Ég kom af sjónum daginn fyrir Þorlák og fer ekki aftur út fyrr en þamæsta túr,“ segir Bjami. „Þess vegna er Lítil samfélög á sjónum um borð. Pétur Blöndal hitti brögð, samfélagið um borð, lífið sjómenn í Reykjavík að máli og á sjónum, fjölskylduna ogjólin. Sjómenn á tog- urunum dvelja langtímum sam- anijarrifjöl- skyldum sínum og margir þeirra sækja stöðugt lengra til að ná í afla. Flestir frystitogarar landsins liggja í heimahöfn yfir hátíðimar. Þá gefst gott tæki- færi til að gægjast yfir borð- stokkinn og fá nasasjón af lífínu MARGIR af stærstu og afkastamestu togurum landsins liggja við festar í Reykjavíkurhöfn. Kristján Kristjánsson ræddi við skipverja á Akureyri um afla- það mitt hlutverk að sjá um undir- búning fyrir næsta túr.“ Bjarni segir að á þessu ári hafi aflinn verið 2.300 tonn af rækju að verðmæti 542 milljóna kr. „Við getum vel við unað miðað við að við vorum ekki alveg með fullt út- hald vegna þess að skipið fór í fimm vikur til Noregs í viðhald," segir hann. „Við stunduðum að mestu rækjuveiðar á íslandsmiðum, en fórum einn túr á Flæmingjagrunn, sem var lélegur vegna þess að við vorum þar á röngum tíma.“ í síðasta túr fyrir jól var aflaverð- mætið 60 milljónir og það eru verð- mætin sem eru mikilvægust í aug- um Bjarna, en ekki magnið. „Við erum alltaf að sperrast við það að fá sem mestan pening fyrir hvert tonn,“ segir hann. „Um það snýst dagurinn um borð.“ Bjarni segir að hver túr sé að jafnaði um mánaðarlangur. Blaða- manni verður hugsað til eiginkonu hans og þriggja barna og leikur forvitni á að vita hvaða áhrif það hefur á fjölskyldulífið. „Það venst,“ segir hann. Eftir stundarþögn held- ur hann áfram: „Þú veist ekki af þessu þegar þú ert búinn að vera nógu mörg ár á sjó. Á þessu skipi fá allir hvíld að minnsta kosti þriðja hvern túr og það er ekki svo slæmt. Við skipstjórarnir förum alltaf hvor sinn túrinn, þannig að við erum ekki þjakaðir af þessu.“ En er álagið þess virði? „Á þess- um togara er hásetahluturinn góð- ur,“ segir Bjarni. „Við fiskum líka fyrir mikið og því fýlgir mikil vinna. Ég hef ánægju af starfinu sem skip- stjóri, en ég er ekki viss um að all- ir strákarnir hafi jafn mikla ánægju af þessu. Þeir þurfa að vinna sömu rútínuvinnu niðri í verksmiðju eða úti á dekki allan mánuðinn. í hverj- um túr eru sextíu sex tíma vaktir og það er aldrei frí „á morgun". Ég get ímyndað mér að það sé ekki skemmtilegt að vakna á 54. vaktina.“ Tekjurnar nieiri og túrarnir lengri Einar Ingi Einarsson á Baldvini Þorsteins- syni EA Mikilvægt að and- inn sé góður „ÞAÐ hefur ýmislegt breyst á þeim tíma sem ég hef verið til sjós, tekjum- ar hafa aukist en um leið hafa túrarn- ir orðið lengri," segir Einar Ingi Ein- arsson, háseti á flaggskipi Samheija hf., Baldvini Þorsteinssyni EA. Einar Ingi hefur verið til sjós í um 28 ár en hann hóf sinn sjómannsl'erii 15 ára. Einar Ingi hefur lengst af verið á togurum en einnig á bátum og þá var hann nokkur ár á gamla Drang. „Ég kann í sjálfu sér ágætlega við þetta starf en túramir eru orðnir ansi langir og miklar fjarvistir eru erfíðar fyrir fjölskylduna. Við fáum þó ágæt frí inn á milli og það má segja að maður sé í fríi þriðja hvem mánuð. Aðbúnaðurinn um borð í skipinu sem ég er á er frábær og það hjálpar manni mikið. Við erum með þreksal, vatnsnuddpott, gufubað og ljósabekk og menn eru nokkuð duglegir að nýta sér það sem í boði er en þó misjafnlega duglegir. Við göngum sex tíma vaktir og ef menn fara í þreksalinn, þurfa þeir yfirleitt að sleppa matartímanum í staðinn." Einar Ingi segir að það sé mesta furða hvað menn séu rólegir í þessum löngu túrum. „Lengsti túrinn sem ég hef farið stóð í 33 daga og mér fundust fyrstu tvær vikurnar erfið- astar. Fyrri hluti túrsins líður hægar en svo gengur það yfir. Þetta er þröngt og lítið samfélag og því er mikilvægt að andinn sé góður og það er ekki hægt að kvarta yfír móraln- um um borð hjá okkur." Baldvin Þorsteinsson er mikið aflaskip og á síðasta ári var afli skipsins upp úr sjó rúm 6.600 tonn að sögn Éinars Inga. „Ég heid að það megi segja að launin á Baldvini séu nokkuð góð en auðvitað er þétta nokkuð misjafnt á milli skipa. Laun- in á frystitogurunum hafa þó al- mennt dregist saman og tekjumar voru meiri fyrir nokkrum árum.“ Einar Ingi er fjölskyldumaður og hann segir að konunni þyki túramir heldur langir en þó kunni hún vel að meta fríin sem bóndinn fær þess á milli. „Konan sér um allt það sem snýr að heimilinu en það er kannski helst að maður reyni að taka til hend- inni heima fyrir þegar maður er í fríi.“ Eyþór Karlsson á Sólbaki EA Var oft óhemju fiskirí áður „Lífíð um borð er gott að mörgu leyti og það gengur sinn vanagang. Menn rífa sig á lappir á sex tíma fresti og skila sinni vinnu. Það skipt- ir miklu máli að vel fískist en þegar fer að líða á túrinn, eftir rúma 20 daga, er oft farið að þyngjast í mönn- um. Þá geta menn farið að rífast og skammast af minnsta tilefni og kokk- urinn fær þá sinn skammt eins og aðrir,“ segir Eyþór Karlsson, kokkur á Sólbaki EA, frystitogara Útgerðar- félags Akureyringa. Eyþór hefur verið yfír 20 ár til sjós og allan sinn feril hjá ÚA fyrir utan eina vertíð í Vestmannaeyjum. Lengst af hefur Eyþór verið kokkur og hann segir að það geti verið erf- itt að vinna í eldhúsinu í vondu veðri. Það eins og annað venjist með árun- um og hann er þokkalega sáttur við sitt hlutskipti. Eyþór hefur lengst af verið á gamla Svalbak. „Svalbakur er skip,“ segir Eyþór. Hann segir að útgerðin á Sólbak hafí gengið frekar brös- uglega, mikið um bilanir en ástandið sé að skána mikið. „Ég fylgdi Hall- dóri Hallgrímssyni skipstjóra yfír á Sólbak. Það er gott að vera með Halldóri til sjós, enda er hann mjög góður skipstjóri." Eyþór segir að það hafi verið mun Iíflegra á sjónum fyrstu árin, enda óhemju mikið fískerí á köflum. „Á gömlu síðutogurunum var nú oft dá- lítið basl en með tilkomu skuttogar- anna lagaðist ástandið. Þegar flott- rollsveiðin hófst var oft óhemju fi- skerí og þetta var oft ævintýri líkast.“ Eyþór er fjölskyldumaður, með konu og þrjú böm, og hann segir að það hafi enginn í sjálfu sér kvart- að yfir því að hann væri alltaf á sjón- um. „Þetta kemur óneitanlega niður- á fjölskyldunni en þetta snýst líka um að taka sér nógu góð frí inn á milli. Því miður gera menn ekki nóg af því og í sumum tilvikum er verið EYÞÓR Karlss'on, kokkur á Sólbaki EA, segir að kokkurinn verði oft var við það þegar menn eru orðnir þungir á brún í löngum túrum. EINAR Ingi Einarsson og kona hans, Kristbjörg Kolbeinsdóttir, með heimilishundinn Nelson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.