Morgunblaðið - 30.12.1995, Side 13

Morgunblaðið - 30.12.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 13 URVERINU Að sögn Bjama er notalegt að vera heima um jólin: „Ég þurfti ekki nema einu sinni eða tvisvar sem ungur maður að vera úti á sjó um jólin. Það var frekar döpur til- finning. Þó þótti manni á þeim tíma þegar maður var ungur og ólofaður heldur verra að vera úti á sjó á gamlárskvöld." Annars segist hann ekki sjá tilganginn með því að halda skipum úti yfír hátíðirnar á sama tíma og allir barmi sér yfír kvóta- hallæri. Að lokum spyr ég Bjama hvort hann hafi ekki fengið sér skötu á Þorláksmessu. „Nei, ég er sá eini á heimilinu sem borða skötu,“ segir hann. „En það er alltaf fískur á Þorláksmessu." Sæmundur Guð- laugsson á Hersi Svindlaði á skötunni Næst verður á vegi blaðamanns Sæmundur Guðlaugssoft, yfirvél- stjóri á Hersi. Af hveiju er hann að vinna þriðja í jólum? „Við eram að sinna viðhaldi og ganga úr skugga um að það verði lagað sem þarfnast lagfæringar,“ segir hann. „Því sem ekki er hægt að kippa í liðinn úti á sjó þarf að sinna á milli túra. Það eru breytingar og lagfær- ingar af ýmsu tagi og í það fer mikil vinna." Aðspurður segir Sæmundur að árið í heild hafí komið ágætlega út á Hersi, en í síðasta túr segir hann að aflabrögð hafí verið í tregari kantinum: „Við lönduðum 105 tonn- um af rækju.“ Hann segir að hver túr standi að jafnaði í þrjár vikur og skipveij- ar fái frí þriðja hvern túr. „Þessu fylgir auðvitað mikið álag,“ segir hann, „ekki aðeins á mér heldur líka fjölskyldunni. En mér hlýtur að líka þetta vel. Ég er búinn að vera stanslaust á sjó í tólf ár.“ Það liggur beint við að spyija hann næst hvað það sé við sjómennskuna sem heilli. „Ég veit það ekki,“ segir hann og brosir góðlátlega. „Það leiðir hvað af öðra. Maður fór fyrst á sjó til að standa í skilum á fyrstu íbúð- inni og svo tók við önnur íbúð og þriðja íbúðin. Að lokum var maður fastur í þessu lífsmynstri. Þetta er sjálfsagt ekki verra en hvað annað." Er álagið þess virði? „Það er spurning," segir hann sposkur á svip. „Það kostar allt sínar fórnir. Ekkert kemur af sjálfu sér.“ Sæmundur segir ' blaðamanni næst frá því að hann eigi fjóra syni. En tekur hann þá einhvem tíma með sér um borð? „Það kemur ann- að slagið fýrir að maður taki strák- ana með ef verið er að færa skip eða eitthvað i þeim dúr. En ég hef ekkert verið að ýta á þá með það að taka við af pabba sínum.“ Því næst beinist talið að þeirri hátíð sem gengin er í garð. „Það er gott að vera heima með fjölskyld- unni,“ segir Sæmundur. Hann segir að jólahaldið á sínu heimili sé afar hefðbundið: „Það er þetta venjulega, - veisluhöld með vinum og vanda- mönnum og jólahald með konu og bömum.“ - Og þ_á auðvitað skata á Þorláksmessu? „Ég verð að viður- kenna að ég svindlaði svolítið á því,“ segir hann og hlær. „Ég borða reyndar skötu, en það er ekki vin- sælt á heimilinu. Annars er alltaf boðið upp á skötu og saltfisk í hádeg- inu á laugardögum í hveijum túr. Ég veit ekki hvort það er almennt, en þannig er það hjá okkur.“ ÓliGarðarKára- sonáörfirisey Venjulegur matur á boðstólum í eldhúsinu á Örfirisey er Óli Garðar Kárason. Hann tekur erindi blaðamanns vel, býður sæti og hell- ir upp á könnuna. Það má glöggt sjá að hann kann til verka í eldhús- inu enda kemur upp úr dúrnum að hann leysir kokkinn af þijá til fjóra túra á ári. Annars gegnir hann starfí háseta. Aðspurður segist hann ekkert vera menntaður í matreiðslu, en það hafí þurft afleysingamann fyrir kokkinn og þá hafí verið eðlilegast að einhver úr áhöfninni tæki það að sér. En hvernig er honum tekið af áhöfninni? „Kokkinum?" spyr hann og lyftir brúnum. „Það er náttúrlega allt látið mæða á honum sem miður fer,“ segir hann og hlær. „Nei, nei, mér er tekið ágætlega." í löngum túram segist Óli reyna að hafa ekki alltaf sama mat á borðum: „Maður reynir að víxla þess'u eitthvað og fínna upp á ein- hveiju nýju. Annars er aðallega boðið upp á venjulegan heimilismat í þessum ferðum." Hvað var á boð- stólum síðasta kvöldið í túrnum? „Þá hafði ég bjúgur, - það er svona léttur og þægilegur réttur.“ Óli segir að aflabrögð á þessu ári hafi verið ágæt: „Það féll einn túr niður út af verkfallinu, en ann- ars gekk svipað og undanfarin ár.“ Hann segir að Örfirisey veiði að mestu grálúðu og karfa á heima- slóð, en fari á karfaveiðar á Reykja- neshrygg á vorin. Auk þess hafí hún farið einn túr í Smuguna. En hvernig er að vera svona lengi úti á sjó í einu? „Það er ágætt,“ segir hann. „Það heldur manni í þessu að það eru góð frí inn á milli.“ Hann gerir smáhlé á máli sínu, en heldur svo áfram: „Annars er því ekki að neita að í löngum túrum eru menn oft orðnir ansi uppstökk- ir þegar líður á seinnihlutann. Það gildir jafnt um alla. Ef veiði er lítil hleypur það strax í skapið á mönn- um.“ Óli segir að núna sé mjög góður mannskapur á togaranum. „Þetta er eins og lítið samfélag," segir hann. „Menn reyna að halda friðinn og viðhalda góðu andrúms- lofti. Þá er hægt að hafa ýmislegt fyrir stafni. Ég get nefnt sem dæmi bridds, fluguhnýtingar og skák, auk þess sem óhemju magn af mynd- bandsefni er um borð og bókasafn. Það er líka sjoppa - svona ef mönn- um líst ekki á matinn,“ segir hann og hlær. „Þar fæst gos og sæl- gæti, popp og súkkulaðidót." Að svo búnu segir Óli að áhöfnin komi stundum saman á milli túra: „Við höfum haldið grillveislur síð- astliðin tvö sumur sem hafa verið vel sóttar og tekist mjög vel. Þá höfum við farið út að borða, í leik- hús og fleira í þeim dúr. Við höfum ekki enn farið í utanlandsferð, en að skikka menn í frí. Afkoman á frystitogurunum er misjöfn og skip- veijar á Sólbaki t.d., sem standa í miklum framkvæmdum í landi, lifa ekki af því að fara tvo túra og einn í frí. Hins vegar er alveg nauðsyn- legt að taka sér frí og ekki síst ef maður er fjölskyldumaður." Sigurdur Guðmunds- son á Harðbak EA Ágætis líf og launin í lagi Sigurður Guðmundsson er háseti á Harðbak EA, ísfisktogara Útgerð- arfélags Akureyringa hf. Sigurður hefur stundað sjómennsku í ein 25 ár og lengst af á toguram. Einnig var hann í 7-8 ár á fraktskipum og sigldi um öll heimsins höf. En hvern- ig skyldi lífið um borð í ísfisktogara vera í dag? „Þetta er ágætis líf. Vinnuaðstað- an um borð í Harðbak er mjög góð og í raun er allt til fyrirmyndar, þótt þetta sé orðið gamalt skip. Við erum þetta 11-13 daga í hverjum túr og það eru alveg nógu langir túrar. Andinn um borð er ágætur en menn gera kannski mest af því að horfa á sjónvarp þegar færi gefst.“ Sigurður segir að þegar hann var að byija sjómannsferil sinn, hafi ver- ið auðveldara að ná í þorskinn og einnig hafí verið meira af honum í sjónum á þeim tíma. „Ég byijaði á Harðbak þegar hann kom nýr og var um borð tvö sumur, bæði 1975 og 1976. Þá var ekki mikið mál að fylla þessi skip af þorski.“ Hvernig eru launin á ísfisktogara? „Mér fínnst allt í lagi með launin. Maður getur svo sem ekki borið sam- an launin á ísfisktogara og frystitog- ara, enda er þó nokkuð meiri vinna um borð í frystiskipunum." Sigurður er kvæntur og á þijú böm og hann segir að fjölskyldan hafi átt nokkuð erfítt með að aðlag- ast sjómannslífí húsbóndans. „Mér fínnst fjölskyldan ekki taka því nógu vel að ég sé alltaf til sjós. Ég fínnur að hana vantar eitthvað þegar ég er úti á sjó. Það lendir á konunni að ganga frá öllum málum í landi og maður klippir í raun á allt í landi þegar búið er að sleppa endunum - og stundum nær maður ekki að hringja heim heilu og hálfu dagana. Bamauppeldið hefur líka verið að mestu í höndum konunnar og bömin þekkja ekkert annað en að ég sé á sjó.“ Á mörgum frystiskipum er í gangi svokallað skiptimannakerfi, þar sem t.d. þrír skipveijar eru um tvö skips- pláss og þeir era því í fríi þriðja hvem túr. Sigurður segir að ekki sé neitt slíkt kerfí í gangi á Harðbaki og menn fari í frí þegar þeim detti í hug. Það sé í sjálfu sér mjög þægi- legt enda ekkert vit fyrir menn að ' vera of lengi á sjó án þess að fara í frí. Árni Bjarnason á Akureyrinni EA Menn verða að spila þröngt Árni Bjarnason, stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Akureyrinni EA, hefur stundað sjómennsku frá árinu 1968. Hann og Þorsteinn Vil- helmsson, einn eigenda Samheija hf., fóra saman í jómfrúartúr á gamla Harðbak það ár, undir stjóm Áka Stefánssonar skipstjóra. „Áki er búinn að fóstra þá marga sem eru i eldlínunni í dag og það er vart hægt að hugsa sér betri læriföð- ur til sjós,“ segir Árni. Árni hefur lengst af verið á tog- urum en hann hefur einnig kynnst öðrum skipum og veiðiskap. En hvernig skyldi vera lífið um borð í frystitogara. , Morgunblaðið/Kristján ÁRNI Bjarnason með konu sinni, Steinunni Sigurðardóttur, og yngsta barninu, Rósu Maríu, sem er fjögurra ára. Til viðbótar eiga þau tvo syni, Heimi Örn 16 ára og Sigurð 19 ára. SIGURÐUR Guðmundsson og heimiliskötturinn Kíkí slappa af í stofunni heima. „Það fer ekki hjá því að lífið er í fábrotnari kantinum. Þetta er eins og smá partur af fótboltavelli sem menn hafa til umráða og svo er bara spurning hvemig menn spila úr að- stæðum. Það er ljóst að menn verða að spila þröngt en ef þeir hafa æft samspilið við náungann getur þetta orðið mjög þolanlegt. Löng útivera og fjarvera frá íjölskyldunni gerir þetta hvað snúnast. Þó fínnst mér ég hafa getað fylgst betur með yngsta barninu vaxa úr grasi en þeim eldri. Ég var þó ekki á frystitogara þegar strákarnir voru að vaxa úr grasi, heldur var róið miklu stífar í þá daga. Fjöiskyldan þekkir ekki annað en að ég sé á sjó og jiefur reynt að aðlagast því.“ Ámi segir að aðstæður um borð hafi batnað mikið en hins vegar hafí menn lent í því að vera á svo litlu skipi að þeir hafí hreinlega verið að kafna um borð. Oft er talað um að sjómenn hafi góð laun. Hvernigeru launin á frysti- togara? » „Það er nú afstætt með launin og alltaf spurning hvernig eigi að reikna þau út. í sjálfu sér er enginn vandi að reikna þessi laun ofan í skítinn ef maður nennti að standa i því. Það sem maður hefur úr að spila eftir túrinn er varla nema rétt helmingur af því sem maður hefur i laun.“ Það var oft líflegt á hryggjunni á árum áður þegar togarar voru að halda til veiða og sumir skipveijarn- ir komu ansi skrautlegir til skips, eftir mikla skemmtun. Hefur þetta breyst mikið? „Þegar við pollamir vorum að byija okkar sjómannsferill var oft líflegt á bryggjunni. Það gat verið allt að tveggja tíma skemmtun í kringum það þegar skipin vora að fara út og menn vora m.a. að detta í sjóinn. Það þekkist ekki í dag að menn mæti fullir til skips og ef svo ólíklega vildi til að það gerðist, yrði sá hinn sami fljótur að læðast í koju,“ segir Árni. T

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.