Morgunblaðið - 30.12.1995, Blaðsíða 19
Strengir þú
áramótaheit?
„Eg sti-engi heit ekkert frekar
um ái-amót en aðra daga.“
Hefur þú einhvern líma strengt
áramótaheit? „Já, en það stóð
ekki lengi. Ég ætlaði einu sinni
að hætta að re.vkja uni áramót og
stóð við það í þrjá daga. Seinna
liætti ég alveg og þurfti engin
áramót til.“
f3
■
„Nei, ég geri það ekki.“ Hefurþú aldrei strengt
heit um áramót? „Jú, en það mistekst því miður
alltaf hjá mér. Fyrir ári síðan ætlaði ég að hætta
að reykja, eins og svo margir. í raun hætti ég
aldrei alveg, minnkaði bara reykingai-nar og
reykti þi'jár sígarettur á dag i staðinn fyi'ir heilan
pakka. Eina eftir morgunmat og tvær eftir
kvöldmat. Ég ætla að reyna að vera dugleg
stelpa á nýja árinu en vil ekki lofa neinu.“
„Ég? Æ, maður hefur oft rcynt, en það síðan
fallið um sjálft sig þegar liðið er á nýja áríð.
Annars er ég ekki búin að ákveða það.“ Hvenær
strengdiv þú hcit síðast? „Um siðustu áramót
ákvað ég að reyna að vera góð stelpa og það
hefur tekist bærilega, held ég.“
BÆTT OG BETRAÐ
A TÍMAMÓTUM
„Nei, nei, nei, ég sti’engi aldrei ánunóta-
heit.“ Hefur þú aldrei sóð ástæðu til þess?
„Nei, ég bara nýt lífsins frá degi til dags.“
VIÐ áramót stíga margir á stokk og strengja þess heit, í
huganum að minnsta kosti, að fara betur með lungun á nýju
ári, lifrina eða meltingarfærin, konuna, manninn, börnin,
hundinn og nágrannann, jafnvel tengdainönnnu. Orðtakið
þekkist; í fornu máli, samkvæmt bók Jóns G. Friðjónssonar,
Mergi máisins, og er einnig talað um að stíga á stein.
Þar segir að stokkur merki trúlega frambrún öndvegis og
að líkingin sé dregin af því, að er menn kveðji sér hljóðs standi
þeir upp og taki sér gjarnan stöðu á einhverri upphækkun.
Þótt endanleg skil á efndum séu auðvitað gagnvart sjálfinu
eða almættinu fela heitstrengingar í votta viðurvist í sér
meiri skuidbindingu. Síðasta könnun Hagvangs á siðum
Islendinga um áramót leiddi í ljós að 10% nýta sér þennan
valkost.
„Áramótaheit, til hvers? Ég er allt of góður við sjálfan mig til
þess að vera með einhvers konai- yfirlýsingar.” Finnst þér
cngin ástæða til þess að bæta þig?. „Bæta mig! Ég er búinn að
vera að bæta mig í 64 ár. Annars hét ég því einhvern timann
að vera fjögur ár í lögreglunni en þau eru nú orðin 39.“
„Ég hef aldrei vanið mig á að strengja áramótaheit." Hefur
þú enga lesti sem gott værí að venja sigaf? „Jú, fullt af þeim.
Samt hefur mér ekki fundist ástæða til að strengja ncin heit.“
Jóhann Alfreð Kristinsson
„Nei, ég geri það ekki núna. Ég gerði það reyndar fyiir tveimur árum, ákvað þá að
hætta að reykja og ]iað hefur gengið fram að þessu. Ertu þá ekki með neinn synda-
lista til að stytta? „Nei, ég hef bara ekkert hugsað um það þvl það hefur verið svo
mikið að gera. Annars líður mér alltaf betm’ og betur eftir að hafa hætt að reykja
þannig að ég er bara að hugsa um að endurnýja það hcit.“
„Ja, það getur vel verið.“ Hcfur þú ein-
hvern tímann gevt það? „Já... einu sinni.
Þá lofaði ég, sko, að ég ætlaði ekki að vera
reiður við mðmmu, mjög oft.“ Stóðstu \ið
það? „Neei.“ Hvað er langt siðan? „Ég var
átta ára þá og verð ellefu ára í febrúar."
Ætlarþú ckki að lofa neinu núna?
„Það getur vel verið að það komi eittlwað.
Ég ætla bara að sjá til.“
„Ég strengdi einu sinni það heit að vera
góðm- við konuna og stóð við það. Ætli
áramótaheitið núna verði ekki það að vera
kurteisari og hætta að misbjóða fólki. Að
fara ekki yfir strikið."