Morgunblaðið - 30.12.1995, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.12.1995, Qupperneq 48
ttrgmtÞlfifrtfr MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NKfFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Falast eft- ir Funa ísafirði. Morgunblaðið. ÁHUGAMENN um uppbyggingu sorpbrennslustöðvarinnar Funa á ísafirði, sem gjöreyðilagðist í snjó- flóði í október síðastliðinn, hafa sent bæjarráði ísafjarðar bréf, þar sem óskað er eftir viðræðum um hugsan- leg kaup þeirra fyrrnefndu á rústum '’^fíöðvarinnar. Bæjarstjórinn á ísafirði, Kristján Þór Júlíusson, stað- festir að framangreint erindi hafi borist og að honum hafi verið falið að hefja viðræður við áhugamennina. „Það er hið besta mál ef einhver hefur áhuga á að kaupa það sem eftir er af stöðinni og heíja þar vinnslu á ný. Hins vegar hafa engar viðræður farið fram enn og því get ég ekki sagt til um hugsanlegt sölu- verð né annað. Við vitum hins vegar hvað stöðin kostar okkur og hversu mikið tjónið er. Annað er ekki hægt að segja um málið á þessari stundu,“ sagði Kristján Þór. Getur staðið undir sér * „Okkar hugmyndir lúta að því að koma starfseminni í gagn aftur og það sem fyrst. Eg gæti ímyndað mér að það taki um einn og hálfan til tvo mánuði að koma stöðinni í gang, en einhver tími til viðbótar gæti liðið þar til allt væri komið í samt lag og var fyrir snjóflóðið," sagði Jón Veturliðason, fram- kvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Jóns og Magnúsar hf. á ísafirði, en hann er í forsvari fyrir áhugamenn- ina svonefndu, sem allir eru búsettir á ísafirði. Jón sagðist ekki telja að fyrirtæki sem þetta væri mjög arðvænlegt en taldi samt að það gæti staðið undir sér. „Við höfum trú á að þetta sé hægt og því viljum við viðræður við bæjarfélagið. Við erum að viða að okkur ýmsum kostnaðartölum varð- andi uppbyggingu og þegar þær liggja fyrir eftir áramótin, munum m við hefja viðræður við bæjaryfir- völd,“ sagði Jón. Flugnmferðarstj órar samþykktu samning við ríkið í gærkvöldi Island tekur við formennsku í EFTA og EES-nefndinni um áramótin Full fram- kvæmd EES ÝMSAR reglur samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði taka gildi hér á landi um áramótin. í sumum tilvik- um er um það að ræða að aðlögunar- tími að ákvæðum samningsins renn- ur út, en í öðrum tilfellum bætast nýjar reglur við samninginn. Þá tek- ur Island við formennsku í EFTA og stjórnarnefnd Evrópska efnahags- svæðisins nú um áramótin. Um áramót rennur út aðlögunar- tími sá, sem Islendingar fengu að ákvæðum EES um frjálsar fjár- magnshreyfingar og má eftir 1. jan- úar ekki leggja hömlur á beinar fjár- festingar og fjárfestingar í fasteign- um hér á landi. Þar með lýkur lengsta aðlögunartímabilinu, sem íslending- ar njóta samkvæmt EES og frá og með áramótunum gilda því ákvæði samningsins um fijálst flæði vöru, þjónustu, íjármagns og fólks að öllu leyti hér á landi. Eina varanlega undanþágan í samningnum er frá fjárfestingum ríkisborgara annarra EES-ríkja í sjávarútvegsfyrirtækj- um. Frestur til að uppfylla heilbrigðisskilyrði rennur út Um áramótin rennur sömuleiðis út frestur sá, sem íslenzk fískvinnslu- fyrirtæki hafa haft til að uppfylla skilyrði reglna EES um heilbrigði og hreinlæti. Enn hafa nokkur smærri hús ekki uppfyllt reglurnar og má gera ráð fyrir að þau hætti störfum, ýmist sjálfkrafa eða með sviptingu vinnsluleyfis. Nýjar reglur, sem bætast í EES- samninginn, hafa tekið gildi nánast mánaðarlega frá því að samningur- inn tók gildi fyrir tveimur árum. Flestar þessar reglur eru tæknilegs eðlis og vekja líklega takmarkaðan áhuga almennings. Nokkrar slíkar munu jafnframt taka gildi nú um áramótin og má nefna reglur um hemlabúnað skráningarskyldra kerra og aftanívagna, sem eru þyngri en 750 kíló. Um áramótin gengur í gildi aðild EFTA-ríkjanna að menningarmála- áætlunum Evrópusambandsins, sem meðal annars eiga að stuðla að menningarlegum fjölbreytileika í Evrópu, vernd séreinkenna og efl- ingu lítilla málsvæða. Samið var um það á árinu að víkka út samnings- svið EES-samningsins þannig að það næði til menningarmála. Island tekur nú um áramótin við formennsku í EFTA-ráðinu, sem það mun gegna næsta hálfa árið. Jafn- framt tekur Island við formennsku í sameiginlegu EES-nefndinni af hálfu EFTA, en fulltrúar EFTA og fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins skiptast á um að stýra fundum í nefndinni. Samíð um 10,3% liækk- un og hagræðingu Aramótin undirbúin MIKILL meirihluti félagsmanna í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra samþykkti seint í gærkvöldi kjara- samning þann sem gerður var á milli félagsins og ríkisins laust fyrir klukkan 20. Á sjötta tug félags- manna sótti fundinn en um níutíu manns eru í félaginu. Karl Alvars- son, sem á sæti í samninganefnd flugumferðarstjóra, segir að félags- menn séu almennt sáttir við samn- ^pnginn og telji hann fela í sér umbæt- ur til lengri tíma litið. Hann kveðst vita um tvo félagsmenn sem hætta störfum og fer annar þeirra til starfa erlendis. Sátt náðist um innanhússtillögu Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara sem hann lagði fram í drögum í fyrri- nótt á óformlegum fundi deiluaðila. „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna, held að báðir aðilar verði sáttir við hana og held að þjóðfélagið verði sátt við hana,“ segir Þórir. Samkvæmt samningnum nemur Uaunahækkun til flugumferðarstjóra 10,3% út samningstímann, eða til FLUGUMFERÐARSTJÓRAR samþykktu samninginn á félagsfundi. loka næsta árs, að teknu tilliti til hagræðingar sem á ekki að verða síðar en 1. október nk. Gunnar Björnsson, varaformaður samninga- nefndar ríkisins, segir ákvæði um hagræðingu vera ástæðu þess að rík- ið hafi talið sig geta samþykkt þessa hækkun. 7,5% hækkun verður strax en afgangur næst þegar hagræðing fæst í rekstri. „Ég er ánægður með að samningar náðust áður en deilan fór í hnút,“ segir Gunnar. Hagræðingin hefst á breyttu vaktafyrirkomulagi og vinnutilhögun miðast við að flutt verði í nýju flug- stjómarmiðstöðina úr gamla flug- turninum á árinu 1996, auk þess sem gerðar verða breytingar á vaktafyrir- komulagi í flugturninum á Keflavík- urflugvelli. Ennfremur felur samn- ingurinn í sér að flugmálastjóm lýsi því yfir að stefnt verði að því að minnka yfirvinnu og haft verði að leiðarljósi að aukavinna sé að jafnaði eigi meiri en 30 tímar á mánuði hjá hveijum og einum flugumferðar- stjóra. Réttarstöðunefnd skipuð Einnig er stefnt að því að sam- gönguráðhérra í samráði við utanrík- isráðherra ákveði að skipa nefnd til að meta réttarstöðu flugumferð- arstjóra, ekki síst í ljósi þess að þeir hafa ekki verkfallsrétt, og verður nefndin skipuð þremur fulltrúum frá ráðuneytum samgöngu-, utanríkis-, og fjármála, þremur frá Félagi ís- lenskra flugumferðarstjóra en odda- maður verður einhver sem fyrmefnd- ir aðilar koma sér saman um. Karl kveðst binda talsverðar vonir við starf nefndarinnar í þeim tilgangi að bæta réttarstöðu flugumferðar- stjóra til framtíðar. ■ Held að þjóðfélagið/4 Morgunblaðið/RAX Þegar árið 1995 verður kvatt mun væntanlega loga glatt í brennum út um borg og bý. Litli snáðinn Bjarki Pétursson vildi leggja sitt af mörkum til að gera brennuna við Ægisíðu í Reykjavík sem veglegasta. Gilsfjarð- arvegnr boðinn út LAGNING vegar yfir Gilsfjörð hef- ur verið boðin út hjá Vegagerðinni. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og verði að fullu lokið 15. ágúst 1999. Gert er ráð fyrir þeim möguleika að ljúka fram- kvæmdum ári fyrr og er tilboðs óskað í báða möguleika. Umferð verður hleypt á veginn fyrir 1. des- ember 1998 eða ári fyrr ef fram- kvæmdum verður flýtt. Vegurinn fer utarlega yfir Gils- fjörð, það er að segja um Kaldrana í Dalasýslu og í Króksíjarðarnes í Reykhólahreppi. Vegurinn, með aðkomuvegum í Saurbæjar- og Reykhólahreppum, er alls 10,2 km að lengd. Hann verður lagður að mestu leyti á fyllingu og brúin að- eins 65 metra löng. Jón og Anna vinsælust JÓN OG Anna eru vinsælustu nafngiftir ársins samkvæmt heimildum frá Hagstofu ís- lands. Bæði nöfnin hafa löng- um notið vinsælda. Fyrsti ís- lenski Jóninn var Jón Ög- mundsson biskup en Anna var móðir Maríu meyjar að talið er. Ósk er vinsælasta seinna nafn á stúlkum á árinu en Þór á drengjum. Bæði nöfnin hafa notið vinsælda lengi sem seinni nöfn enda falla þau vel inn í tískustrauma dagsins í dag en algengt er að börn séu skírð tveimur stuttum nöfnum. Ekki er neitt eitt nýtt „tískunafn" áberandi. ■ Jón Þór og Anna/24

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.