Morgunblaðið - 12.01.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 13
Vetrar-
sport ’96
FÉLAG vélsleðamanna í Eyjafirði
stendur um helgina fyrir vélsleða-
og útilífssýningunni Vetrarsport ’96
í Iþróttaskemmunni á Akureyri.
Vetrarsportsýningarnar eru ár-
legur viðburður og þar gefur að líta
allt það nýjasta á vélsleðamarkaðn-
um og margs konar aukabúnað
tengdan vélsleðum. Einnig mikið
úrval fatnaðar og annars búnaðar
til að stunda fjallamennsku og úti-
vist, sérstaklega að vetrarlagi. Nýr
þáttur er sýning á myndum Ragnars
Th. Sigurðssonar. Þá munu hann og
Ari Trausti Guðmundsson árita og
selja bók sína Jökulheimar, sem út
kom fyrir jólin.
Sýningin er opin frá kl. 10 til 18
og 13 til 18 á sunnudaginn. Á laug-
ardagskvöldið verður árshátíð Fé-
lags vélsleðamanna í Eyjafirði haldin
í Sjallanum.
-----» ♦ ♦-----
Heimir á tvenn-
um tónleikum
KARLAKÓRINN Heimir í Skaga-
firði heldur tvenna tónleika á sunnu-
dag, 14. janúar. Þeir fyrri verða í
félagsheimilinu Ýdölum í Suður-
þingeyjarsýslu og hefjast kl. 16 og
þeir síðari í félagsheimilinu Frey-
vangi í Eyjafjarðarsveit og hefjast
kl. 20.30.
Kórinn er með skemmtilega og
fjölbreytta söngskrá, m.a. ný lög
sem kórinn hefur verið að æfa að
undanförnu.
Söngstjóri er Stefán R. Gíslason,
undirleikarar Thomas Higgerson og
Jón St. Gíslason. Einsöngvarar með
kórnum eru Einar Halldórsson, Pét:
ur Pétursson og Sigfús Pétursson. í
tvísöng og þrísöng syngja Björn
Sveinsson, Gísli Pétursson, Kolbeinn
Konráðsson og Þorleifur Konráðsson
auks Péturs og Sigfúsar Péturssona.
Söngmenn eru um 60.
-----»--»-♦----
Gauragangur
aftur á
þriðjudag
FYRSTA sýning á „Gauragangi"
eftir Ólaf Hauk Símonarson að loknu
áramótaleyfi félaga í Leikfélagi
Húsavíkur verður þriðjudaginn 16.
janúar kl. 20.30.
„Gauragangur" var frumsýndur
4. nóvember sl. og sýndar voru 20
sýningar fyrir áramót. Rúmlega
2000 manns hafa séð sýninguna og
hefur hún hlotið frábærar viðtökur
áhorfenda.
Tvær breytingar verða gerðar á
hlutaverkaskipan, Vaigerður Jóns-
dóttir tekur við hlutverki Gunnfríð-
ar, systur Orms, af Kolbrúnu Þor-
kelsdóttur og Hjálmar Ingimarsson
leikur Knút, kærasta Gunnfríðar, í
forföllum Björgvins Björgvinssonar.
Rétt er að benda á að um takmark-
aðan sýningaríjölda verður að ræða.
Leikstjóri „Gauragangs" er Sigrún
Valbergsdóttir.
Boðið er m.a. upp á:
Ljósastiltingu
Afgasmælingu
Hleðslumælingu
Athugun hjólbarða
Mældur frostlögur
Mat á viðgerð
Hemlaprófun
Sýnd vinna í réttingabekk
Sýnd hjólastilling
Sýnd sprautun í klefa
Sýnd bilanagreining í
sérhæfðum tækjum
Sérverkstæði kynna pjónustu
sína, svo sem vélaviðgerðir
FÚSK ER...
EKKI TIL
FYRIRMYND AR!
Sjáið
fagmenn
að verki.
Öryggi, pekking, þjónusta.
Bílgreinasambandið,
sími 568 1550.
Hvad geta verkstæðin gert fyrir þig?
Kynntu þér
hvað þitt
verkstæði
býður upp á
Opið hús hjá verkstæðum
Bílgreinasambandsins
Verði veikomin, opið hús i dag
á eftirtöldum verkstædum:
BG Bílakringlan hf„ Grófinni 7-8, Keflavik.
Bifreiðar og landb.vélar hf„ Suðurlandsbr. 14, Reykjavik.
Bifrv. Árna Gfslasonar hf. Tangarhöfða 8-12, Reykjavik.
Bifrv. Friðriks Ólafssonar hf. Smidjuvegi 14, Kópavogi.
Bifrv. Sigurdar Valdimarssonar Óseyri 5a, Akureyri.
Bilamáiun Halldórs Þ. Nikulássonar Funahöfða 3, Rvik.
Bílaréttingar og sprautun Sævars Skeifunni 17, Rvík.
Bílaspítalinn Kaplahrauni 1, Hafnarfirði.
Bilaverkst. Dalvfkur, Dalvik.
Bilaverkst. Sigurbjörns Árnasonar Flugumýri 2, Mosfbæ.
Bílapjónusta Péturs ehf. Vallholti 17, SelfossL
Bílfoss hf. Gagnheiði 31, Selfossi.
Biliðn hf. Iðavöllum 8, Keflavik.
Billöfur hf. Nýbýlavegi 2, Kópavogi.
Bilson sf. Ármúla 15, Reykjavlk.
Bflver sf. Smiðjuvegi 60, Kópavogi.
Heitt
Bflvogur hf. Auðbrekku 17, Kópavogi.
BK bílaverkstæði Garðsbraut 48, Húsavik.
Borðinn hf. Smiðjuvegi 24, Kópavogi.
Bræðurnir Ormsson - BOSCH verkst. Lágmúla 9, Rvík.
Hekla hf. Laugavegi 170-174, Reykjavik.
Höldur sf. Draupnisgötu 1, Akureyri.
Kaupfélag Rangæinga Rauðalæk.
Lúkasverkstæðið Siðumúla 3-5, Reykjavík.
P. Samúelsson hf. Nybýlavegi 4-8, Kópavogi.
Pardus hf. Hofsósi.
Ræsir hf. Skúlagötu 59, Reykjavík.
Stilling hf. Skeifunni 11, Reykjavik.
Stimpill hf. Auðbrekku 30, Kópavogi.
Vélabær hf. Bæ, Andakil, Borgarfirði.
Þ. Jónsson Vélaland hf. Skeifunni 17, Reykjavfk.
Þórshamar hf. Tryggvabraut 3-5, AkureyrL
á könnunni - ýmsar uppákomur!
PÓSTUR OG SÍMI
...að Big Mac hamborgari kostar í Danmörku
304 kr. Fyrir það verð fæst símtal í 1 klst. og
20 mín. á dagtaxta innanbæjar í Danmörku.
...að Big Mac hamborgari kostar á íslandi
395 kr. Fyrir það verð fæst símtal í 7 klst. og
51 mín. á dagtaxta innanbæjar á íslandi.