Morgunblaðið - 12.01.1996, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Islensk klassík í Mosfellsbæ
GUÐMUNDÚR Ólafsson og
Saga Jónsdóttir í hlutverkum
sínum.
Miðnætur-
sýningar á
Bar pari
NÚ ERU að hefjast miðnætursýning-
ar á Bar pari og verður sú fyrsta
laugardagskvöldið 20. janúar kl. 23.
Leikritið Bar par eftir Jim Cart-
wright var frumsýnt á Leynibamum
í Borgarleikhúsinu 21. október síð-
astliðinn og hefur gengið fyrir fullu
húsi síðan.
Tveir leikarar, Saga Jónsdóttir og
Guðmundur Ólafsson, leika 14 hlut-
verk sýningarinnar.
Næsta sýning er á föstudagskvöld-
ið kl. 20.30 og er uppselt, einnig er
sýning föstudagskvöldið 19. janúar
kl. 20.30. Fyrsta miðnætursýningin
verður 20. janúar kl. 23.
------♦ ♦ ♦------
Val fólksins
MYNDLISTA- og handíðaskóli ís-
lands heldur opinn fund í tengslum
við sýninguna „Val fólksins" á Kjar-
valsstöðum í dag föstudag kl. 17.
„Val fólksins" er sýning á mál-
verkum sem listamennimir Vitaly
Komar og Alexander Melamid hafa
unnið út frá niðurstöðum skoðana-
könnunar Hagvangs hf. á síðasta ári
um viðhorf íslensku þjóðarinnar til
myndlistar.
Á fundinum gefst tækifæri til að
skiptast á skoðunum við listamenn-
ina um hugmyndir þeirra.
------♦ ---------
Guðrún sýnir hjá
Sævari Karli
GUÐRÚN Einarsdóttir opnar sýn-
ingu í dag, föstudag, í Galleríi Sæ-
vars Karls í Bankastræti 9.
Guðrún hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga bæði hérlendis og er-
lendis og er þetta tíunda einkasýning
hennar.
Á sýningunni eru verk unnin í olíu
á striga og eru þau öli frá síðastliðnu
ári.
Á KJARVALSSTÖÐUM verða opn-
aðar fjórar sýningar á laugardag
13. janúar kl. 16. í vestursal yfirlits-
sýning á verkum eftir abstraktmál-
arann Olivier Debré; í vestursal
sýning á verkum eftir Komar og
Melamid, sem ber yfirskriftina Val
fólksins; í miðsal sýnir Ingólfur
Arnarsson ný verk og í austursal
er sýning á verkum eftir Kjarval.
Þetta er ennfremur upphafið að
nýju starfsári á Kjarvalsstöðum
árið 1996.
Olivier Debré fæddist í París árið
1920, þar sem hann hefur verið
búsettur síðan og unnið að list sinni.
Hann sýndi fyrst árið 1940 ex-
pressionískar abstraktmyndir sem
höfðu þó til að bera fjarlæga vísun
í raunveruleikann. Eftir 1960 verð-
ur afgerandi endumýjun í verkum
listamannsins þegar hann stækkar
myndimar og einfaldar formin. Frá
og með þessum tíma vinnur hann
oftast með einn grunnlit í ýmiskon-
ar blæbrigðum. Olivier Debré er
einn af merkari abstraktmálumm
Frakka, sem komu fram og end-
urnýjuðu málverkið eftir seinna
stríð. Verk eftir hann er að finna
í öllum helstu listasöfnum í heimin-
um. Þessi sýning kemur frá Jeu de
LEIKLIST
Leikfélag
MosfcIIsbæjar
DELERÍUM BÚBÓNIS
Höfundar: Jónas og Jón Múli Áma-
synir. Leikstjóri: Valgeir Skíigfjörð.
Áðstoðarleikstjóri: Sonja R. Einars-
dóttir. Lýsing: Alfred Sturla Böð-
varsson. Hljóðfæraleikun Valgeir
Skagfjörð. Búningar: Svava Harðar-
dóttir. Leikmynd: Birgir Sigurðsson.
Leikendur: Lárus H. Jónsson, Dóra
G. Wild, Dagbjört Eiríksdóttir, Grét-
ar Snær Hjartarson, Marta H. Hauks-
dóttir, Gauti Stefánsson, Birgir Sig-
urðsson, Ingvar Hreinsson. Bæjar-
leikhúsi Mosfellsbæjar. Frumsýning
5. janúar.
í NOTALEGU Bæjarleikhúsinu í
Mosfellsbæ rifjaði ég upp kynni mín
af þeim Ægi O. Ægis og Jafnvægis-
málaráðherranum (þeir svífast einskis
til að græða meira), Pálínu Ægis,
frúnni sem ætlar að nota danslistina
og lágt bílnúmer sem farmiða upp til
fína fólksins, ráðvilltri yngismeyjunni
Guðrúnu og tveimur ungum sveinum,
öðrum ekta en hinum uppskafningi
sem slettir frönsku og er feik. Þetta
leikrit naut feikilegra vinsælda þegar
MYNPLIST
Stöðlakot
MÁLVERK
Nína Gautadóttir. Opið 14-18 alla
daga til 21. janúar. Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ kemur fyrir, að myndlistar-
menn, sem sýna í aðallisthúsum
Hafnarfjarðar og Kópavogs, undir-
striki framtakið með minni sýningu
í miðborgarlisthúsum Reykjavíkur,
og er ekki nema gott um það að
segja. Yfirleitt sýna þeir þá minni
verk, eða gera úttekt á eldri tímabil-
um og eykur það jafnframt á víddir
sýningaframtaksins og er enn beira,
sbr. eftirminnilega sýningu á eldri
vatnslitamyndum Eiríks Smith í
Stöðlakoti.
Vafalítið var svipuð hugmynd, að
baki hjá Nínu Gautadóttur, sem
hugðist opna sýningu í Listhúsi
Kópavogs sl. laugardag, og þá vafa-
lítið á stórum verkum, en sýnir minni
verk, e.t.v. formyndir að stærri flek-
unum í Stöðlakoti. Listakonan lenti
þá í þeim hremmingum, að rúllan
með stóru myndunum týndist á leið
Paume listasafninu í París og er
styrkt af AFAA (Stofnun iyrir
franska myndlist erlendis). Sýning-
arstjóri er Daniel Abadie.
Komar og Melamaid eru rúss-
neskir myndlistarmenn, sem störf-
uðu um árabil að list sinni undir
oki Sovétstjórnarinnar, þar sem
þeir skipulögðu m.a. hina þekktu
jarðýtusýningu árið 1974. Árið
1978 fluttust þeir til Bandaríkj-
anna, þar sem þeir búa og vinna
að list sinni. List þeirra er framsæk-
in hugmyndalist, þar sem megin
viðfangsefnið er menningar-félags-
leg umfjöllun um listina og samfél-
agið.
Sýning þeirra hér á Kjarvalsstöð-
um er nefnd Val fólksins og saman-
stendur af tveimur málverkum: Eft-
irsóttasta og Síst eftirsótta málverki
íslensku þjóðarinnar, sem þeir hafa
það var frumsýnt fyrir nokkrum árá-
tugum, og ekki að ósekju. Tónlistin í
því er bráðfalleg og sum lögin hafa
verið á hvers manns vörum lengi, og
að auki er verkið fyndið og deildi á
sínum tíma á ýmislegt sem þá var
ofarlega á baugi, s.s. innflutningshöft
og tiltekin umbrot í listum. Fégræðgi,
spilling, hégómleiki og fals eru enn
meðal vor og bregða sér í allra kvik-
inda líki, en sumar vísanir verksins
eru ekki lengur til staðar og famar
að missa marks meðal yngri áhorf-
enda.
Leikendur Leikfélags Mosfellsbæjar
stóðu sig allir með ágætum og bragðu
skemmtilega yfirdrifinni mynd af týp-
um verksins á sviðið. Það kvað vera-
lega að Grétari Snæ þegar jafnvægis-
málaráðherrann kveður upp raust sína
til að fá jólunum frestað á þingi. Þá
verður bert hversu sterk meðul háleit-
ar hugsjónir geta verið til að þjóna
illum tilgangi. Áhorfendum líkaði vel
farsakennd framkoma Ægishjónanna
og Ingvar Hreinsson sýndi talsverð
tilþrif sem listamannstýpan og upp-
skafningurinn Unndór Ándmar. Dag-
björt Eiríksdóttir hefur dáfallega söng-
rödd og þau hinna sem erftki héldu
eins vel lagi (eins og von er til um
áhugafólk) gripu til þess ágæta og
skemmtilega ráðs að kitla hláturtaug-
ar áhorfenda í stað þess að hrífa þá.
hingað og er enn ekki komin fram,
svo sem ítarlega hefur verið greint
frá í fréttum. Opnar þó sýningu á
annarri myndaröð er
hún sótti í skyndi til
Parísar, næstkomandi
laugardag, 13. janúar.
Nína, sem í áratugi
hefur verið búsett í Par-
ís, er þekkt stærð á ís-
lenzkum myndlistar-
vettvangi og, þá helzt
fyrir stór og fyrirferð-
armikil teppi, sem hún
vann á tímabili ferða-
laga víða um heim á
áranum 1974-83.
Árið 1985 hóf hún
aftur að mála tvívíð
verk á dúka og hefur
gert það síðan, jafn-
framt titlar hún sig
húsamálara um eins árs
skeið 1993-94, en eftir
þá töm tók hún sér ferð umhverfís
jörðina á 80 dögum!
Myndverkin sem Nína Gautadótt-
ir sýnir í Stöðlakoti ganga flest út
frá einu þema, sem hverfist í kring-
um opið rými Ijósflæðis og þá yfir-
leitt um miðbik myndanna, en einn-
unnið út frá skoðanakönnun sem
Hagvangur hf. framkvæmdi í febr-
úar 1995. I tengslum við sýninguna
veðrur gefín út sýningarskrá með
grein um listferil Komars og Mel-
amids, auk þess sem birtar eru allar
niðurstöður könnunarinnar. Sýning-
arstjóri er Hannes Sigurðsson.
Ingólfur Arnarsson kom fram á
sjónarsviðið í lok 8. áratugarins eft-
ir að hafa verið við nám í Hollandi.
Hann vann fyrst með hugmynda-
fræðileg verk, en tileinkaði sér síðan
óhlutlægt myndmál, sem hann hefur
þróað á einkar persónulegan hátt.
Ingólfur vinnur annars vegar teikn-
ingar á pappír og hins vegar málar
hann með vatnslitum á steinsteypu.
í verkum sínum einfaldar hann til
hins ítrasta bæði form og liti og
skapar hljóðlát verk sem krefjast
íhygli áhorfandans. Stór hluti af list-
Lýsing var ágæt og sama er að
segja um leikmynd og búninga. Höf-
undar voru vel að áköfu klappi áhorf-
enda komnir að framsýningu lokinni,
þeir öldnu heiðursmenn og bræður
Jón Múli og Jónas, enda Jónas vinsæl-
astur allra höfunda í áhugaleikhúsum
landsins. Ástæðumar fyrir þessum
vinsældum era augljósar: Jónas per-
sónugerir þjóðfélagstýpur sem allir
þekkja og gerir góðlátlegt grín að
þeim. Hann flettir ofan af hræsni,
ágimd og spillingu okkar með fín-
stilltu skopskyni og búklegum tilþrif-
um sem hafa fengið áhorfendur um
allt land til að hlæja dátt áratugum
saman. Hann er hvorki illkvittinn né
rætinn og í því felst mannskilningur
hans. Og ekki spillir fyrir að hann
er íslenskari en allt sem íslenskt er,
íslenskari en harðfiskurinn, mýkri
undir tönn.
En hver ætli verði arftaki hans?
Ég er viss um að í þeim stóra hópi
leiklistarfólks sem starfar um allt land
leynast einn eða fleiri höfundar sem
geta skrifað verk sem henta áhuga-
leikhúsinu vel, stöku leikhópi e.t.v.,
eða jafnvel heilu byggðarlagi. Þessa
sáust merki á leiksviðum hér og þar
um landið á sl. vetri og ástæða er til
að hvetja unga höfunda á öllum aldri
til að halda ótrauðir áfram.
Guðbrandur Gíslason
ig til hliðanna undir og ofan. Og
eins og gerðist hjá Strindberg fyrir
meira en hundrað árum er um sjálf-
sprottið myndferli að ræða frekar
en úthugsáð, og telst dæmigert um
skáldaðar og meðvitaðar tilviljanir
við meðhöndlun pentskúfsins, en í
beinu samhengi við áhrif frá náttúr-
unni. Hér er það áréttað,
að ljósið kemur innan frá,
hver jurt úr moldu vaxin
er sem lampi, endurvarp
birtugjafa allífsins.
Hér er um eins konar
afbrigði óformlegrar list-
ar að ræða (art informel),
en vafalítið á það lands-
lag, sem fram kemUr í
þessum myndum, upphaf
sitt í kviku Nínu sjálfrar,
jafnframt afhjúpa þær
eirðarlausa skapgerð og
leitandi sál. Þær skortir
að nokkru þá undirbyggj-
andi festu sem er nauð-
synlegur bakgrunnur
fijálslegra vinnubragða,
svo sem við sjáum einmitt
hjá Strindberg og svo
Jean Fautrier. Hina margfrægu
reglu í fijálsri mótun.
Allar myndirnar eru nafnlausar
og númerin við hlið þeirra svo lítil,
að sýningargestum er ráðlagt að
taka með sér stækkunargler.
Bragi Ásgeirsson
sköpun Ingólfs Amarssonar felst
einnig í því hvernig hann stillir sam-
an myndimar innbyrðis og vinnur
með rýmið í heild sinni.
Ingólfur Amarsson hefur sýnt
víða erlendis á síðastliðnum árum,
þ. á m. í The Chinati Foundation í
Texas, en sú merka stofnun á verk
eftir Ingólf sem sýnd eru þar að
staðaldri.
í tengslum við sýningu Ingólfs
verður gefín út skrá með grein eftir
Marianne Stockebrand og fjölda
mynda. Sýningarstjóri er Kristín G.
Guðnadóttir.
í Kjarvalssal er sýning á verkum
eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval.
Að þessu sinni hefur Helga Þorgils
Friðjónssyni verið boðið að setja
saman sýningu á verkum Kjarvals
úr Kjarvalssafni. Helgu hefur valið
á þriðja hundrað teikninga, sem
ekki hafa verið sýndar áður opinber-
lega.
Sýningum Olivier Debré, Komars
og Melamaid og Ingólfs Amarssonar
lýkur 18. febrúar, en Kjarvalssýn-
ingin stendur fram á vor. Listasafn
Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum er
opið daglega frá íd. 10-18. Kaffí-
stofa Kjarvalsstaða og safnverslun
em opnar á sama tíma.
Ljósm./Bjöm Gíslason
RÓSA Guðný Þórsdóttir
og Guðmundur Haralds-
son í hlutverkum Blanc-
he DuBois og Harolds
Mitchell.
Girnd á
Akureyri
LEIKFÉLAG Akureyrar er að
hefja sýningar á Sporvagninum
Gimd eftir bandaríska leikskáld-
ið Tennessee Williams. Verkið
var sýnt þrívegis milli jóla og
nýárs en sýningar hafa legið
niðri um hríð vegna vetrarleyfis
leikara félagsins.
Þetta leikrit Tennessee Will-
iams þykir meðal best skrifuðu
sviðsverka en það var fyrst sýnt
árið 1947 og fyrir það hlaut
höfundurinn bæði verðlaun leik-
listargagnrýnenda í New York
og Pulitzerverðlaunin fyrir besta
leikrit ársins. Gagnrýnandi New
York Daily News skrifaði svo
um leikritið: „Þetta nýja verk
hefur allt til að bera - ólgandi
af lífí, fullt samhugar og skiln-
ings á mannlegum sársauka.“
Fyrsta sýningin á Sporvagn-
inum Gimd á þessu ári verður
í dag. Ráðgert er að sýna verk-
ið á föstudags- og laugardags-
kvöldum.
Trójugnll
sýnt í Moskvu
PÚSJKÍN-safnið í Moskvu til-
kynnti fyrir skömmu að í apríl
yrði opnuð sýning á Trójugullinu
svokallaða. Rauði herinn rændi
mununum í lok heimsstyijaldar-
innar síðari er Sovétmenn tóku
Berlín.
Það var íjóðveijinn Heinrich
Schliemann sem fann Trójuborg
árið 1870 og hafði hann hluta
af gullmununum sem hann fann
með sér til Þýskalands.
Um 260 munir verða sýndir
í Púsjkín-safninu, flestir úr gulli
en einnig nokkrir úr leir og
málmi. Jósef Stalín, þáverandi
leiðtogi Sovétríkjanna, afhenti
safninu munina til geymslu í
stríðslok.
Um margra ára skeið gáfu
Sovétmenn ekkert uppi um rán-
ið á Trójugullinu en fyrir nokkr-
um áram var vísindamönnum,
m.a. frá Rússlandi, Þýskalandi,
Tyrklandi og Grikklandi, leyft
að rannsaka munina.
Sýningin í Púsjkín-safni verð-
ur opin í eitt ár.
Nýjar bækur
•Stiklað á stóru í sögu félags-
heimilis og félagsstarfs innan
veggja og utan eftir Sigurð
Grétar Guðmundsson er komin
út. Bókin er skrifuð í tilefni 25
ára afmælis
hlutafélags-
ins Þinghóls.
Ólafur Jóns-
son, formað-
ur félagsins,
segir í form-
álsorðum að
bókin sé
„greinargóð
frásögn af uppbyggingu og
starfi hlutafélgsins Þinghóls hf.
°g byggingu hússins Hamra-
borgar 11 og jafnframt er rak-
inn merkur þáttur í pólitískri
sögu Kópavogs í nærri hálfa
öld.“
Þinghóll er 80 síður, prentað-
ur í Sólnaprenti. Útgefandi er
Þinghóll hf.
Olivier Debré, Komar og Melamid, Ingóifur Arnarsson og Kjarval á Kjarvalsstöðum
Upphaf nýs
starfsárs
„Kvikumyndir“
NÍNA Gautadóttir
listakona í París.