Morgunblaðið - 12.01.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 25
t.d. skurðstofum, meðferða- og
lækninga-rannsóknaaðstöðu, til-
hneiging til að beina langlegusjúkl-
ingum í ódýrara húsnæði en á
bráðadeildum sjúkrahúsa og þjón-
usta við fólk í heimahúsum á von-
andi eftir að aukast.
Sú aðferð sem tíðkast hefur hér
við þróun sjúkrahúsbygginga eru
sífelldar viðbætur við eða nýjar
innréttingar í óhentugu húsnæði
sem hannað var og byggt var fýr-
ir hálfri til einni öld. Þetta er n.k.
LEGOkubbaaðferð, við bætum sí-
fellt nýjum kubbum utan á eða
innan í gömlu húsin. Þegar til
lengdar lætur hlýtur þessi háttur
að vera fremur óhagkvæmur.
Bygging nýs bráðaspítala er að
sjálfsögðu dýr, en myndi sennilega
ekki kosta meira en sem svaraði
veltu Hagkaups í eitt ár.
Niðurlag
Stóru sjúkrahúsin í Reykjavík
eru í kreppu, og þau eru í reynd
milli steins og sleggju, þar sem
fjárveitingavaldið og þingið er
sleggjan og fólkið í landinu 'sem
þarf á þjónustu þeirra að halda er
steinninn. Steinninn verður ekki
færður úr stað, en við ætlumst til
að sleggjan vandi betur til högg-
anna. I tveimur greinum um vanda
sjúkrahúsanna hefur verið minnst
á aðferðir til að vanda betur til
umræðu og ákvarðana í þessum
málum og á nokkur atriði sem
gætu aukið hagkvæmni og sparað
fé án þess að þjónústa skertist, þ.á
m. nána samvinnu sjúkrahúsa í
Reykjavík við stórar sérfræði-
læknastofur, sameiningu Landspít-
ala og Borgarspítala og byggingu
nýs bráðaspítala.
Ljóst er því að ýmsir möguleikar
eru í boði til hagræðingar, og
umræða um vanda spítalanna á
að snúast um þá og aðra af sama
meiði, en ekki einkennast af lítt
rökstuddum fullyrðingum. Starfs-
fólk stóru sjúkrahúsanna vill og
þarf gagnrýni, en hún er gagnslaus
ef hún er nöldur eitt og niðurrif.
Forsenda réttrar þróunar er innsæi
og hugmyndaauðgi, sem allir sem
að málum sjúkrahúsanna koma
þurfa helst að sýna, minnugir þess
að stöðnun er líklega það versta
sem starfsemi þeirra getur hent.
Höfundur er yfirlæknir á Lnnd-
spítnianum, og dósent við lækna-
deild H.Í.
Stóru sjúkrahúsin í Reykja-
vík milli steins og sleggju
í FYRRI grein um
vanda stóru spítalanna
í Reykjavík var minnst
á aðferðir sem gætu
orðið til að vandað yrði
betur til umræðu og
ákvarðana um kreppu
stóru sjúkrahúsanna.
Hvaða breytingar, er
lúta að starfsemi þeirra
og gætu orðið til ha-
græðingar án þess að
þjónusta skerðist, ætt-
um við að hugleiða á
næstu misserum?
Aukin tengsl
sjúkrahúsa við stórar
læknastofur
Lítil samvinna er milli þjónustu
sjúkrahúsa og þjónustu lækna við
utanspítalasj úklinga. Tilhneiging
er í þá átt að dýr viðvik fari fram
á sjúkrahúsum, en léttari verk séu
unnin á einkastofum lækna í af-
kastahvetjandi launakerfi. Þar er
veitt mjög góð fagleg þjónusta, en
lítil eða engin áhersla á rannsókn-
ir og kennslu sem er homsteinn
starfsemi allra góðra háskóla-
sjúkrahúsa. Reyndar var það mjög
misráðið þegar sú stefna var mörk-
uð fyrir hartnær einum og hálfum
áratug að þjónusta við utanspítala-
sjúklinga skyldi fara sem mest
fram á stofum úti í bæ, en síður
á göngudeildum sjúkrahúsa.
Náin tengsl þjónustu við göngu-
sjúklinga og sjúkrahúsþjónustu eru
víða homsteinn starfsemi „bestu“
Helgi
Hálfdanarson
Forseta-
framboð
SKÖMMU fyrir miðjan
nóvember sl. var þess getið í
smágrein í Morgunblaðinu, að
nokkur hópur manna myndi
fara þess á leit við kunnan
Reykvíking úr stétt mennta-
manna, að hann gæfi kost á
sér til forsetaframboðs. Á
honum voru sögð þau deili,
sem mest þótti um vert, og
mátti ljóst vera, að þar fór
maður þeim kostum búinn,
sem flestir munu telja, að
prýða skuli forseta lýðveldis-
ins. Ekki var hann nafn-
greindur fyrr en örfáum dög-
um síðar. Var þess þá getið
í sama blaði, að þar væri um
að ræða Svein Einarsson bók-
mennta- og leikhúsfræðing.
En margir voru þeir orðnir,
sem sáu í hendi sér, að lýsing-
in átti við Svein Einarsson,
og létu í ljósi óskir um fram-
boð hans. Sjálfum var honum
ekki kunnugt um fyrirætlun
þessa á undan öðrum. Og
ekki var hann beðinn svars
fyrr en liðin var vika af nýju
ári.
En þá urðu menn fyrir þeim
vonbrigðum, að hann aftók
með öllu að verða við þessari
málaleitan. Við, sem urðum
til þess að hvetja hann, hörm-
um þá synjun. Eri ekki tjóar
um að fást; þar verður engu
þokað.
Þó hefur ósk okkar orðið
til þess að benda á þá kosti,
sem æskilegt hlýtur að telj-
ast, að forseti sé búinn, fyrst
því embætti skal við haldið
enn um skeið. Um það má
hins vegar deila, hvort svo
skuli, og um það mun áreiðan-
lega deilt, þó síðar verði.
sjúkrahúsa á Vestur-
löndum. Mayo Clinie
og Cleveland Clinic í
Bandaríkjunum eru
líklega þekktustu
dæmin í augum ís-
lendinga, en lang-
flest háskólasjúkra-
hús sem rísa undir
nafni beggja vegna
Atlantshafsins
leggja mikla áherslu
á göngudeildarþjón-
ustu. Bent hefur ver-
ið á að aukin fagleg
og fjárhagsleg
Sigurður tengsl stóru sjúkra-
Guðmundsson húsanna hérlendis
við stórar einkastof-
ur lækna úti í bæ gætu bæði auk-
ið skilvirkni þjónustunnar, bætt
samskipti, fækkað endurtekning-
um rannsókna, tryggt betri sam-
fellu meðferðar, o.s. frv.
Sameining Landspítala
og Borgarspítala
Fleiri breytingar _er lúta að
sjúkrahúsunum er ástæða til að
íhuga. Sameining Borgarspítala og
Landakots varð formleg nú um
áramótin, þó enn sé nokkuð í land
að að hún sé endanlega í höfn.
Eigi að síður munu nærfellt 400
millj. króna hafa sparast nú þeg-
ar. Þetta virðast vera sterkustu
rökin fyrir því að stíga skrefið til
fulls, að sameina Landspítala og
Borgarspítala. Samkeppni sjúkra-
húsa á borð við Landspítala og
Borgarspítala í litlu landi, um dýra
hátækniþjónustu, um meðferð
vandamála sem kalla á samstarf
margra þátta og sérgreina heil-
brigðisþjónustunnar, o.s.frv., er
óhagkvæm. Á þetta hafa margir
bent á undanförnum árum, m.a.
alþjóðlegt fyrirtæki um rekstr-
arráðgjöf til sjúkrahúsa, nýlegt
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins,
o.fl. Með samruna spítalanna væri
auðveldara að afla nýrra og dýrra
tækja, og nýting þeirra yrði hag-
kvæmari, fágætar og nýjar sér-
greinar læknisfræðinnar nýttust
betur, sjúkradeildir nýttust betur
Stíga á skrefíð til
fulls, segir Sigurður
Guðmundsson, og
sameina Landspítala
og Borgarspítala.
vegna stærðar, auknir möguleikar
væru á frekari sérhæfingu starfs-
fólks, sérstakar bakvaktir fyrir
sérhæfða þjónustu nýttust betur,
aðstaða til rannsókna og kennslu
ykist og batnaði og jafnvel væri
unnt að spara kostnað við stjórn-
un. Sjúkrahúsin eiga ekki að vera
í samkeppni hvort við annað að
þessu leyti heldur við sambærileg
sjúkrahús í nálægum löndum.
Þannig héldum við best uppi gæð-
um þjónustu án þess að tilkostnað-
ur ykist umfram það sem nú er.
Rök sem komið hafa fram í sam-
tölum manna á meðal gegn þessu
hafa flest verið tilfinningaleg, og
vissulega mun samruni af þessu
tagi reynast erfíður. Rétt er þó að
minnast þess að mönnum tókst að
sameina flugfélögin á sínum tíma,
þrátt fyrir mikið umrót og ég held
að flestir séu nú sammála um að
sú ákvörðun hafi verið skynsam-
leg. Bankar og tryggingafélög hér-
lendis hafa verið sameinuð án veru-
legra blóðsúthellinga, einfaldlega
vegna þess að það var hagkvæmt.
Hver er munurinn á því og samein-
ingu stóru spítalanna, minnug þess
að þeir eiga að keppa við spítala
erlendis en ekki innbyrðis?
Bygging nýs bráðaspítala
Ef tekst að sameina sjúkrahús-
in, sem væntanlega verður í nokkr-
um áföngum, er e.t.v ástæða til
að huga að byggingu nýs spítala
í staðinn fyrir núverandi húsnæði
Landspítala og Borgarspítala.
Verulegar breytingar verða á inn-
viðum sjúkrahúsa á næstu árum.
Þörf fyrir legurými á eftir að
minnka, legutími styttist, þörf
verður meiri á sérútbúnu húsnæði,
333
666
si.
Repeat gallabuxur
Áður 3.290
2.590
riiallabuxur
4.490
3.490
■
Teinóttar buxur
Áður 5.890
IMú 3.990
Ullarbuxur
ÁðUr 5.490
IMú 3.390.
STÍriAD?
Fáðu þér þá brúsa af Fermitex og málið er leyst.
Fermitex losar stíflur í frárennslispípum, salernum
og vöskum. Skaðlaust fyrir gler, postulín, plast
og flestar tegundir málma. Fljótvirkt og sótt-
hreinsandi. Fæst i flestum byggingarvöruverslunum
og bensinstöðvum ESSO.
1 VATNSVIRKINN HF.
f^Ármúla 2l,sími 533 2020
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
567-1800
Löggild bílasala
Opið laugard. kl. 10-17
Sunnud. kl. 13-18.
Plymouth Grand Voyager LE 3.3L 4x4
'92, sjálfsk., ek. 57 þ. km., 7 manna, ABS
og rafm. í öllu. Einn m/öllu. V. 2,4 millj.
Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, 5
g., ek. 32 þ. km. V. 1.190 þús.
Nyr bfll. Hyundai Pony GSI '94, sjálfsk.,
ek. 1. þ.km. 2 dekkjagangar. V. 890 þús.
Ford Explorer XLT '91, rauður, sjálsk.,
ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. V. 2.350
þús.
Plymouth Voyager V-6 SE '90, blásans.,
7 manna, sjálfsk., ek. 80 þ.km. Toppein-
tak. V. 1.450 þús.
Mazda 626 2.0 GLX '91, steingrár, 5 g.,
ek. 68 þ. km., toppeintak. V. 1.120 þús.
Suzuki Sidekick JCX Sport '96, sjálfsk.,
5 dyra, ek. 2. þ. km., sem nýr. V. 2.650
þús.
Nissan Sunny SKX 4x4 '91, rauöur, 5 g.,
ek. aöeins 35 þ. km., rafm. í rúðum, spoil-
er o.fl. V. 1.030 þús.
Nissan Sunny SLX 1.6 Hatsback '93, 5
g., ek. 50 þ. km. V. 920 þús.
MMC Lancer GLXi 1.8 4x4 station '93,
hvítur, 5 g., ek. 35 þ. km. V. 1.400 þús.
Toyota Carina E 2.0L ’93, sjálfsk., ek. 50
þ. km. V. 1.490 þús.
Toyota Corolla GL Hatsback '90, 5 dyra,
5 g., ek. 132 þ. km. (langkeyrsla). MikiÖ
endurnýjaður (tímareim o.fl.). Fallegur bfll.
V. 590 þús.
Hyundai Pony LS '94, rauður, 5 g., ek.
30 þ. km. Tilboðsv. 690 þús.
Dodge Aries LE '87, 2ja dyra, brúnn,
sjálfsk., ek. 95 þ. km. Gott eintak. V. 490
þús. Tiiboðsv. 290 þús.
Izuzu Crew Cap 4x4 m/húsi '91, 5 g., ek.
103 þ. km. (4ra dyra og 5 manna). V. 1.190
þús.
Citroen BX 19 4x4 station '91, rauöur, 5
g., ek. 75 þ. km. Gott eintak. V. 1.090 þús.
MMC L-300 4x4 Minibus '88, 5 g., ek.
120 þ. km., véi yfirfarin (tímareim o.fl.).
V. 1.050 þús. Mjög góð lánakjör.
Subaru Legacy 1.8 GL 4x4 station '90,
grásans., sjálfsk., ek. 98 þ. km., dráttar-
kúla, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.090 þús.
Nissan Sunny SLX Sedan '95, sjálfsk.,
ek. 13 þ. km. V. 1.290 þús.
V.W Polo GL 5 dyra '96, 5 g., ek. 2 þ.
km. V. 1.150 þús.