Morgunblaðið - 12.01.1996, Side 41

Morgunblaðið - 12.01.1996, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Guð er orðinn latur Frá Vali Óskarssyni: ÉG gladdist innilega á degi heilags Þorláks þegar virtur prestur skrif- aði um það í Morgunblaðið að Guð hreinlega nennti ekki að koma í allar kirkjur og mátti greinilega sjá að þó hlyti Guð helst af öllu að forðast Langholtskirkju. Nú dettur mér ekki í hug að efast um að þetta sé rétt, enda var umræddur greinarhöfundur lengi prestur Langholtssafnaðar svo hver ætti að vita það betur en hann hvort Guð sneiðir hjá þessari kirkju eða ekki. Ástæðan fyrir gleði minni var sú að ég hef allt frá barnsaldri átt óskaplega erfitt með að skilja þá kenningu að Guð sé alls staðar á sama tíma. Loksins er staðfest skrif- lega af merkum guðsmanni að Guð er þá mannlegur eftir allt saman og hlýtur auðvitað að þreytast ógur- lega um jólin þegar sífellt er verið að messa um allan heim og hann þarf að þjóta úr einni kirkjunni í aðra. Mikið hlýtur hann því að gleðj- ast yfir óeiningu í ákveðnum söfn- uðum svo hann hafi afsökun fyrir því að koma þar ekki við. En getur ekki hugsast að leti Guðs stafi af öðrum ástæðum? Vegna biturrar reynslu tel ég allt eins lík- legt að hann sé orðinn hundleiður á orgelleik alla vega fann maður ekki mikið fyrir nálægð hans í Hallgrímskirkju á að- fangadagskvöld og þarf engan að undra. Þarna syngja tveir frábærir kór- ar ár eftir ár og allt frá því nýja orgelið kom hefur organistinn ærst af fögn- uði þegar kemur að fjórða versi sálmsins í Betlehem er barn oss fætt. Og það sem eftir lifir messunn- ar er orgelið þanið eins og þar sé um líf eða dauða að tefla. Á annað hundrað kórfélagar sjást hreyfa munninn en ekki heyrist orð nema ef til vill á örfáum fremstu bekkjun- um. Oft hef ég á jólum rifjað upp söguna af sálminum Heims um ból en hann var fluttur í fyrsta sinn við gítarundirleik vegna þess að mýs höfðu nagað gat á belginn í orgel- inu. Orgel Hallgrímskirkju er vænt- anlega knúið rafmagni svo ekki dugir að heita á mýsnar. Hins vegar væri gott ef þeir sem eru í beinu sambandi upp vildu nefna það hvort ekki mætti senda svona eina eldingu í rafmagnslínuna næst þegar organ- istinn ærist. VALUR ÓSKARSSON, Leiðhömrum 15, Reykjavík. Sárt leiknir reiðhjólanotendur Frá Flosa Kristjánssyni: í JÚNÍ á síðasta ári skrifaði ég til blaðsins út af reiðhjóli sem stolið hafði verið frá syni mínum tveimur til þremur tímum eftir að hann tók við því í búðinni. Sem betur fer bætti tryggingafélagið skaðann að verulegu leyti en at- burðurinn var allt að einu mjög hvimleiður. I októberbyrjun hvarf reiðhjól frá öðrum syni mínum, að þessu sinni var sundurklipptur lásinn skilinn eftir á girðingunni þar sem hjólinu hafði verið læst við. Eftir- grennslan hjá óskilamunadeild lögreglunnar nokkrum dögum seinna varð til þess að hjólið var endurheimt. I nóvemberlok var því sama hjóli stolið frá sama stað og að þessu sinni var fímmtán millimetra stálvír í lásnum klipptur sundur í einum rykk. Hjólið stóð upp við hús í þrjátíu metra fjarlægð frá götunni. Hvarfíð var tilkynnt til lögreglunnar. Hálfum mánuði síðar hvarf svo reiðhjól sem ég á sjálfur og hef notað mjög mikið að undanförnu. Hvarfíð var tilkynnt til lögreglunn- ar. Tvisvar sinnum hefur verið spurst fyrir um þessi reiðhjól hjá óskilamunadeild lögreglunnar í Reykjavík, en án árangurs. Því er það að ég bið Morgun- blaðið að koma á framfæri bón til árvökulla borgarbúa að þeir skyggnist um eftir tveimur Wheel- er fjallahjólum, öðru svörtu af gerðinni 2830 með ljósum dekkj- um og demparagaffli að framan en hinu öllu stærra, fjólubláu af gerðinni 4400 Pro-Line Oversize. Stóra hjólið var með svörtum ein- földum bögglabera; bæði voru hjólin með léttar plastaurhlífar. Hér er um að ræða farartæki sem voru í stanslausri notkun fram á vetur og er báðum eigendum missirinn afskaplega sár. Verði einhveijir varir við hjólin vildi ég heyra í þeim sama. FLOSI KRISTJÁNSSON, Sörlaskjóli 54, Reykjavík. WtÆkÆÞAUGL YSINGAR Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vest- mannaeyjum, miðvikudaginn 17. janúar 1996 á eftirfarandi eign: Friðarhöfn/lóð og húseignir Skipaviðgerða hf., þingl. eig. Skipavið- gerðir hf., gerðarbeiðendur Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, Byggðastofnun, Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður, Islandsbanki hf. og Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga. Sýslumaðurirm í Vestmannaeyjum, i 1. janúar 1996. Brynhildur Georgsdóttir, ftr. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hafnarbraut 25, Hólmavfk, sem hér segir á eftirtöldum eignum: 1. Tunga, Hólmavíkurhreppi, þinglýst eign Signýjar Hauksdóttur, eftir kröfu Ingvars Helgasonar hf., miðvikudaginn 24. janúar 1996, ki. 14.00. 2. Þórustaðir, Broddaneshreppi, þinglýst eign Ólu Friðmeyjar Kjart- ansdóttur, eftir kröfu Stofnlánadeildar landbúnaðarins, miðviku- daginn 24. janúar 1996, kl. 14.00. Sýsiumaðurinn á Hólmavík, 10. janúar 1996. Lausafjáruppboð Eftirtaldir lausafjármunir verða boðnir upp á Lögreglustöðinni, Faxastíg 42, Vestmannaeyjum, föstudaginn 19. janúar næstkom- andi, kl. 16.00, hafi beiðnir ekki áður verið felldar niður eða upp- boði frestað: Bifreið: JU-060. Sjónvarpstæki: Nordmende, Sanyo, Inno-hit, Sharp og Thompson. Eftirtaldir lausafármunir verða boðnir upp yiö húsnæði Netagerðar Njáls við Norðurhöfn, föstudaginn 19. janúar nk., kl. 15.00 hafi beiðni ekki áður verið felld niður eða uppboði frestað: Síldarnót: 226 faðma löng og 75 faðma djúp. Krafist er greiðslu á staðnum. Sýslumaðurinn i Vestmannaeyjum, 11. janúar 1996. Brynhildur Georgsdóttir, ftr. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 1, 3. hæð, þriðjudaginn 16. janúar 1996 kl. 14.00, á eftirfarandi eign- um: Hjallavegur 17, Suðureyri, þingl. eig. Benedikt J. Sverrisson, Mar- grét Þórarinsdóttir og fslandsbanki hf. 0556, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild, Siglufjarðarkaupstaður og Is- landsbanki hf. lögfræðideild. Hjallavegur 27, Suðureyri, þingl. eig. Sigurður Þórisson og Ingvar Bragason, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Skeiði 5, ísafirði, þingl. eig. Ernir Oddur hf., gerðarbeiðendur Bæjar- sjóður ísafjarðar og Iðnlánasjóður. Smárateigur 6, ísafirði, þingl. eig. Trausti M. Ágústsson, gerðarbeiö- andi Plastprent hf. Stórholt 31, 0101, (safirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd (safjarðar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Þórustaðir, Mosvallahreppi, V-ís., þingl. eig. Jarðasjóður ríkisins og Jón Fr. Jónsson, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sýsiumaðurinn á Isafirði, 11. janúar 1996. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, þriðjudaginn 16. janúar 1996 kl. 11.00 á neðangreindum eignum: Ennisbraut 1, Blönduósi, þingl. eign Hjörleifs Júlíussonar, gerðarbeið- an'di sýslumaðurinn á Blönduósi. Hlíðarbraut 17, Blönduósi, þingl. eign Jakobs J. Jónssonar og Katrín- ar Líndal, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki fslands. Hrossafell 2, hesthús, Skagaströnd, þingl. eign Magnúsar Hjaltason- ar, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi. Höfðabraut 11, Hvammstanga, þingl. eign Péturs Daníelssonar, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi. Kaldakinn 1, Torfalækjarhreppi, þingl. eign Finns Björnssonar, gerð- arbeiðandi Lífeyrissjóður Norðurlands. Laxholt, Torfalækjarhreppi, þingl. eign Jóns (sbergs, gerðarbeiðend- ur Búnaðarbanki fslands og Byggðastofnun. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Sel- fossi, þriðjudaginn 16. janúar 1996 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Arnarheiði 31, Hveragerði, þingl. eig. Sigurgeir Arnarson, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Álfafell 1, Hvergerði, þingl. eig. Sveinn Gíslason og Magnea Á. Árna- dóttir, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki fslands, Stofnlánadeild land- búnaðarins og sýslumaðurinn á Selfossi. Engjavegur 47, Selfossi, þingl. eig. Árni Brynjólfsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur KPMG Endurskoðun hf., S.G. Ein- ingahús hf. og Samvinnulífeyrissjóðurinn. Fífutjörn 4, Selfossi, þingl. eig. Axel Davíðsson, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður ríkisins. Garðarsnes 3, í landi Vatnsholts, Grímsnesi, þingl. eig. þrotabú Lögm. Grensásvegi 16 hf., gerðarbeiðandi skiptastjóri þrotabúsins. Hulduhóll 2, Eyrarbakka, þingl. eig. Eyrarbakkahreppur, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður rfkisins. Kambahraun 29, Hveragerði, þingl. eig. Ólöf Birna Waltersdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóöur ríkisins. Smáratún 9, kj., Selfossi, þingl. eig. Inga D. Guðmundsdóttir, gerðar- beiðandi Skuldaskil hf. Strandgata 11, Stokkseyri, þingl. eig. Halldór K. Ásgeirsson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. ‘ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Höröuvöllum 1, Sel- fossi, miðvikudaginn 17. janúar 1996 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Básar (spilda úr landi Bjarnastaða), Grímsnesi, þingl. eig. Ólafur Hj. Einarsson og Gunnar Sigurðsson, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Jörðin Hæðarendi, Grímsnesi, þingl. eig. Guðmundur Sigurfinnsson og Birgir Sigurfinnsson, gerðarbeiðendur Grímsneshreppur, Höfn- Þríhyrningur hf., Olíuverslun fslands hf., Stofnlánadeild landbúnaðar- ins og sýslumaðurinn á Selfossi. Jörðin Kjóastaðir 2, Bisk., þingl. eig. Hótel Gullfoss ehf., gerðarbeið- endur Snorri Hjaltason og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Lóð úr landi Bjarnastaða, Ölfusi, þingl. eig. Gunnar Þór Hjaltason, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður verka- lýðsfélaga á Suðurlandi. Sýslumaðurinn á Selfossi, 11. janúar 1996. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embœttisins, Aðalgötu 7, Stykkis- hólmi, þriðjudaginn 16. janúar 1996 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Borgarbraut 8 og 8a, Stykkishólmi, þingl. eig. Þór hf., hótelrekstur og Eigendafél. félagsheimilis, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Ferðamálasjóður og innheimtumaður ríkissjóðs. Hlíðarvegur 13, Grundarfirði, þingl. eig. Ingibjörg Sigurðardóttir og Valgeir Þ. Magnússon, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Rafveita Borgarness. Laufásvegur 3, Stykkishólmi, þingl. eig. Skúlína Kristinsdóttir, Krist- inn Þ. Bjarnason, Auður B. Sigurðardóttir og Jóhann I. Hinriksson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og innheimtumaður ríkis- sjóðs. Siglunes SII-22, þingl. eig. Lárus Guðrnundsson, gerðarbeiðandi Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Silfurgata 22, Stykkishólmi, þingl. eig. Bjarghildur Pálsdóttir og Jó- hannes Ólafur Jónsson, geröarbeiðandi Lífeyrissjóður Suðurnesja. Sýslumaðurinn ( Stykkishólmi, 11. janúar 1996. Litla-HIÍÖ, Þorkelshólshreppi, þingl. eignJóhanns Hermanns Sigurðs- sonar, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi. Ljótshólar, 1/4 hluti, Svínavatnshreppi, þingl. eign Halldóru Jón- mundsdóttur, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi. -----;-----—----------------------------<-------------------------- Neðri-Þverá, Þverárhreppi, þingl. eign Jarðasjóðs ríkisins, gerðar- beiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Reykir, Ytri-Torfustaðahreppi, þingl. eign Vilborgar Valdimarsdóttur, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi. Snæringsstaðir, Svínavatnshrepþi, þingl. eign Benedikts Steingríms- sonar, Alberts Guðmannssonar og Auðar Þorbjarnardóttur, gerðar- beiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sunnubraut 2, Blönduósi, þingl. eign Stefáns Berndsen, gerðarbeið- andi Blönduósbær. Urðarbraut 3, Blönduósi, þingl. eign Jóhannesar Þórðarsonar (rétt- hafi samkv. kaupsamningi Flosi Jónsson), gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður Norðurlands. Blönduósi, 10. janúar 1996. Sýslumaðurínn á Blönduósi. SMÁAUGL ÝSÍNGAR I.O.O.F. 12 = 17701128’Á = Á.S. I.O.O.F. 1 =1771128'/2 = Á.S. Frá Guðspeki- „ félaginu Ingólfsstræti 22 Áskriftarsími Ganglera er 896-2070 f kvöld kl. 21 flytur Halldór Har- aldsson erindi um Skrjabín, ævi hans og verk, í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15 tiM 7 með fræðslu og umræð- um kl. 15.30 i umsjón Herdisar Þorvaldsdóttur. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðing með leiðbeiningum opin almenningi. Á fimtudögum kl. 16-18 er bóka- þjónusta félagsins oþin með mikið úrval andlegra bók- mennta. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.